Morgunblaðið - 17.06.2022, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022
Það er góður siður að íhuga
sjálfstæði þjóðarinnar. Sjálfstæði
þjóðar er ekki sjálfstæður hlutur.
Hvað felst í sjálfstæði? Hver er
ávinningurinn af sjálfstæði?
17. júní
Það er merkilegt með sjálfstæð-
isdag íslensku þjóðarinnar, að þar
hverfist allt um einn mann. Þjóðhá-
tíðardagurinn er 17. júní, fæðing-
ardagur Jóns Sigurðssonar. Þann dag er lagður
blómsveigur við leiði hans og líkneski á Aust-
urvelli. Í Alþingishúsinu er málverk af frels-
ishetjunni í þingsal og brjóstmynd fyrir framan
þingsalinn. Á málverki af þjóðfundinum 1851 er
Jón Sigurðsson hafður ljós yfirlitum sem tákn
hins góða hægra megin á mynd, en konungsfull-
trúinn, Trampe greifi, er dökkur yfirlitum til
vinstri. Hægri og vinstri er þar í samræmi við
10. kafla Predikarans: „Hyggins manns hjarta
er honum til hægri handar; en dárans hjarta er
honum við vinstri hlið.“ Hið illa til vinstri en hið
góða til hægri.
Er sjálfstæði Ástralíu og Kanada minna en
sjálfstæði íslensku þjóðarinnar? Ástralía og
Kanada eiga sér sama þjóðhöfðingja, búsettan í
Englandi, en okkar þjóðhöfðingi býr á Bessa-
stöðum, þar sem áður sátu erlendir valdsmenn,
líkir landstjórum Englandsdrottningar í Ástr-
alíu og Kanada.
Skáld og fjöll
Bjarni Thorarensen yrkir:
Þú nafnkunna landið sem lífið oss veittir,
landið sem aldregi skemmdir þín börn!
hvert þinnar fjarstöðu hingað til neyttir,
hún sé þér ódugnaðs framvegis vörn.
Undarlegt sambland af frosti og funa,
fjöllum og sléttum og hraunum og sjá;
fagurt og ógurlegt ertu þá brunar
eldur að fótum þín jöklunum frá!
Ekki fjallar skáldið um sjálfstæði landsins,
miklu fremur um sambúð lands og þjóðar.
Skáld og kartöflur
Um kartöflugarðinn í Sauð-
lauksdal orti Eggert í List-
húskvæði:
Laufa byggja skyldi skála,
skemmtiliga sniðka og mála,
í lystigarði ljúfra kála,
lítil skríkja var þar hjá,
– fagurt galaði fuglinn sá –
týrar þá við timbri rjála
á tólasmíða fundi.
– Listamaðurinn lengi þar við undi.
Listhúskvæði er ort tæpri öld
áður en Bjarni Thorarensen orti um Ísland og
sambúð lands og þjóðar, fyrir móðuharðindi, og
ekkert er fjallað um sjálfstæði þjóðar.
Skáld og fjallkonulíking
Skömmu áður en Alþingi er endurreist yrkir
Jónas Hallgrímsson, náttúrufræðingur og
skáld, um Fjallið Skjaldbreið í fjallkonulíkingu:
Fanna skautar faldi háum
fjallið, allra hæða val;
hrauna veitir bárum bláum
breiðan fram um heiðardal.
Löngu hefur Logi reiður
lokið steypu þessa við.
Ógnaskjöldur bungubreiður
ber með sóma réttnefnið.
Skáldið og náttúrufræðingurinn var ekki
stjórnmálamaður, en hafði þó rómantískar hug-
myndir um endurreist Alþingi á Þingvöllum.
Sjálfstæði og fræði
Stjórnmálamaðurinn og fræðimaðurinn Jón
Sigurðsson orti ekki um sjálfstæði eða fegurð
landsins.
Rit hans voru um réttarstöðu og framfara-
mál. Um framfaramálin skrifaði hann: „Lítil
varningsbók handa bændum og búmönnum á
Íslandi“ og „Lítil fiskibók með uppdráttum og
útskýringum handa fiskimönnum á Íslandi.“
Um réttarstöðuna skrifaði Jón Sigurðsson að-
allega í Ný félagsrit og studdi rök sín með gögn-
um með gagnasöfnun í „Skýrslur um landshagi
á Íslandi“.
Skáld þérar fjöll
Þegar kemur fram á tuttugustu öldina eru
skáldin enn að yrkja um Íslands fjöll, og þá eru
fjöllin þéruð. Svo yrkir Steingrímur Thor-
steinsson árið 1914:
Ég elska yður, þér Íslandsfjöll,
með enni björt í heiðis bláma.
Þér dalir, hlíðar og fossaföll
og flúð þar drynur brimið ráma.
Ég elska land með algrænt sumarskart,
ég elska það með vetrar skrautið bjart.
Hin heiðu kvöld,
er himintjöld
af norðurljósa leiftrum braga.
Nýr þjóðsöngur
Svo líður að því að Ísland verður lýðveldi. Þá
skal ortur nýr þjóðsöngur. Í því gamla, „Guð
vors lands“, er ekki ort um fjöllin.
Í nafnlausri samkeppni um hátíðarljóð var
dómnefndin ekki viss um hvort þessara ljóða
væri eftir Davíð Stefánsson:
Land míns föður, landið mitt,
laugað bláum straumi:
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
Þetta auglit elskum vér,
– ævi vor á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi
eða:
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
Þau voru svo vel ort. Kvæði Davíðs skyldi
verða nýr þjóðsöngur. Hvorugt var eftir Davíð.
Annað var eftir kommúnista en hitt eftir konu.
Því skyldi haldið áfram með „Ó Guð vors
lands“ Matthíasar.
Bæði þessi hátíðarljóð á lýðveldishátíðinni
gáfu sér að Ísland væri fjarri skarkala heims-
ins og „geym drottinn, okkar dýra land er duna
jarðarstríð“.
Stjórnmálamenn og hlutleysi
Stjórnmálamenn voru á öðru máli. Hlutleysi
var ekki í boði. Þjóðir heims tóku upp sam-
vinnu sín á milli og ákváðu að viðskipti skyldu
verða frjáls, og ferðalög milli landa án hindr-
ana.
Ísland gerði herverndarsamning við Banda-
ríkin, skuldbatt sig til að taka upp háttu siðaðra
manna í gjaldeyrismálum og lúta alþjóðlegum
reglum í flugi. 25 árum síðar ákvað Alþingi að
viðskipti með iðnaðarvörur skyldu verða frjáls
með aðild að EFTA og 25 árum síðar skyldi Ís-
land verða aðili að Evrópsku efnahagssvæði
með EES-samningi.
Skáld og málari
Fram að lýðveldisstofnun studdu íslenskir
málarar skáldin með því að mála íslensku fjöll-
in í upphafningu. Sigurður Jónsson frá Arn-
arvatni yrkir um Herðubreið:
Fjalladrottning, móðir mín!
mér svo kær og hjartabundin;
sæll ég bý við brjóstin þín,
blessuð aldna fóstra mín!
Hér á andinn óðul sín
öll, sem verða á jörðu fundin.
Fjalladrottning, móðir mín,
mér svo kær og hjartabundin!
Svo málar Jón Stefánsson fjalladrottninguna
Herðubreið, þjóðarfjallið, með kórónu.
Ég óska þjóð minni velfarnaðar í sjálfstæði
sínu, varðveislu íslenskrar tungu og menningar
og að semja sig að háttum siðaðra þjóða með
samvinnu um velferð þjóða heims að leiðarljósi.
Þá er til nokkurs barist og sjálfstæði náð.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Það er merkilegt með
sjálfstæðisdag íslensku
þjóðarinnar, að þar hverfist
allt um einn mann.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Sjálfstæði í ljóði og mynd
Á þessum hátíðardegi fögnum við
því að 78 ár eru liðin frá ákvörðun Al-
þingis um að stofna lýðveldið Ísland.
Hver þjóðhátíðardagur markar tíma-
mót í sögu landsins og veitir okkur
tækifæri til þess að líta yfir farinn veg
og horfa til framtíðar. Saga íslenska
lýðveldisins er saga framfara. Allar
götur frá stofnun þess hafa lífskjör
aukist verulega og þjóðartekjur á
hvern íbúa eru með þeim mestu í ver-
öldinni. Staða Íslands er sterk í sögu-
og alþjóðlegu samhengi, þegar flestir
velsældarmælikvarðar eru kannaðir.
Slíkur árangur er ekki sjálfgefinn,
heldur liggur þrotlaus vinna kynslóð-
anna sem byggt hefur landið honum
að baki.
Manngildi ofar auðgildi
Frjálsar kosningar eru hornsteinn
lýðræðissamfélags. Virk lýðræð-
isþátttaka er eitt af því sem hefur ein-
kennt íslenskt samfélag. Margir stíga
sín fyrstu skref í félagsstörfum með
þátttöku í starfi stjórnmálahreyfinga
með það að leiðarljósi að hafa jákvæð
áhrif á samfélagið sitt. Í meira en
heila öld hefur Framsókn fylgt þjóð-
inni og verið farvegur fyrir fólk til
þess að taka þátt í stjórnmálastarfi.
Sýn Framsóknar grundvallast á sam-
vinnuhugsjóninni; að fólk geti náð
meiri árangri með því að vinna saman
og aukið styrk sinn. Samvinna bygg-
ist ekki aðeins á trausti milli aðila
heldur einnig á góðum og málefna-
legum umræðum sem leiðar til far-
sælla niðurstaða.
Við trúum því að jöfn tækifæri séu
eina leiðin til tryggja sanngirni í sam-
félaginu. Brýnt er að dreifa valdi, án
tillits til auðs, stéttar, kyns eða ann-
arra breyta. Manngildi ofar auðgildi.
Allar rannsóknir sýna að öflugt
menntakerfi tryggi mestan jöfnuð og
það viljum við tryggja.
Rætur samvinnu-
hugsjónarinnar og frelsið
Fyrstu regnhlífar samvinnu-
hugsjónarinnar, samvinnufélögin, litu
dagsins ljós á Bretlandi. Það var hóp-
ur vefara árið 1844 í bænum Roch-
dale á Norður-Englandi sem kom á
laggirnar fyrsta samvinnufélaginu.
Vefararnir stóðu frammi fyrir léleg-
um starfsaðstæðum, bágum kjörum
og háu hráefnisverði. Í stað þess að
starfa hver í sínu horni formgerðu
þeir samvinnu sína með samvinnu-
félagi, samnýttu framleiðsluþætti og
juku þannig slagkraft sinn til þess til
þess að stunda viðskipti. Þeir opnuðu
verslun, eða kaupfélag, og deildu
hlutdeild í velgengni verslunarinnar
með viðskiptavinum sínum sem með-
limir í félaginu. Viðskiptavinirnir öðl-
uðust jafnan atkvæðarétt í félaginu
og áttu þannig sameiginlegra hags-
muna að gæta. Samvinnufélög urðu
að samhjálp til sjálfsbjargar og höfðu
almannaþjónustu að leiðarljósi með
áherslu á nærumhverfið. Fyrstu
kaupfélögin voru hluti af þjóðfrels-
isbaráttu okkar Íslendinga. Bændur í
Þingeyjarsýslu voru vel lesnir í evr-
ópskum frelsisfræðum og árið 1882
stofnuðu þeir fyrsta kaupfélagið til að
ráða sjálfir verslun og viðskipum. Þar
voru allir jafnir og sameinaði þetta
nýinnflutta form sjálfstæði, framfara-
vilja og lýðræði. Í kjölfarið óx sam-
vinnuhreyfingunni fiskur um hrygg
hérlendis, samvinnufélögum fjölgaði
ört um allt land og urðu þau fyrstu
keppinautar erlendra kaupmanna
hér á landi.
Kröfur tíðarandans
Þrátt fyrir áskoranir og öldudali,
sem samvinnuhreyfingin hérlendis
gekk í gegnum á árum áður, hefur
þörfin fyrir sterka samvinnuhugsjón
sjaldan verið jafn rík og nú. Fyr-
irmyndarsamvinnufélög eru rekin
hér á landi og samvinnuhreyfingin
hefur haldið áfram að dafna erlendis,
til að mynda í Evrópu og vestanhafs.
Þannig eru Bandaríkin merkilegur
jarðvegur nýsköpunar í samvinnu-
starfi. Jafnvel fyrirtæki í tæknigrein-
um, hugbúnaði og fjölmiðlun sækja
fyrirmyndir í kaupfélög og gera
þannig samvinnu og lýðræði að horn-
steinum. Ungar og upplýstar kyn-
slóðir okkar tíma sækja innblástur í
samvinnuformið og álíta það spenn-
andi valkost til að takast á við áskor-
anir samtímas. Klasastarfsemi og
samvinnuhús af ýmsu tagi eru dæmi
um það. Krafa tímans er enn meira
sjálfstæði, sterkari réttur almennings
og samfélags, framfarir á öllum svið-
um með lýðræði og jafnrétti að leið-
arljósi – rétt eins og í Þingeyjarsýslu
forðum daga.
Fjölbreyttir farvegir
til árangurs
Með ofangreint í huga mun við-
skiptaráðherra meðal annars hrinda
af stað endurskoðun á lögum um
samvinnufélög á kjörtímabilinu til að
auðvelda fólki við að vinna að sameig-
inlegum hugarefnum sínum. Sam-
vinnufélagsformið getur verið hent-
ugur farvegur fyrir fólk til þess að
takast á við áskoranir og bæta sam-
félagið. Heimurinn stendur frammi
fyrir fjölmörgum úrlausnarefnum
sem ekki verða leidd til lykta nema
með samvinnu, hvort sem um er að
ræða í umhverfismálum, mennta-
málum, alþjóðaviðskiptum eða öðru.
Stjórnvöld eiga að tryggja eldhugum
og hugsjónafólki fjölbreytta farvegi
til þess að takast sameiginlega á við
slík útlausnarefni.
Samfélag er samvinnuverkefni
Tæpum 106 árum frá því að Fram-
sóknarflokkurinn var stofnaður, höld-
um við enn tryggð við þá samvinnu-
hugsjón sem flokkurinn spratt upp
úr. Það er ekki sjálfsagt fyrir stjórn-
málaafl að ná svo háum aldri. Fram-
sókn er fjöldahreyfing og 13.000 fé-
lagar í flokknum, hringinn í kringum
landið, eiga það sameiginlegt að vilja
vinna samvinnuhugsjóninni braut-
argengi og stuðla að uppbyggilegum
stjórnmálum út frá miðjunni. Sem
miðjuflokkur leggur Framsókn
áherslu á praktískar og öfgalausar
lausnir sem eru til þess fallnar að
bæta líf fólks ásamt því að geta unnið
með ólíkum stjórnmálaflokkum til
þess að bæta samfélagið ásamt því
að sýna sterka forystu í ríkisstjórn-
arsamstarfi. Það hefur flokkurinn
margoft gert með góðum árangri; að
brúa bilið milli ólíkra sjónarmiða við
aðra flokka til þess að ná árangri fyr-
ir land og þjóð. Við í Framsókn segj-
um gjarnan að samfélag sé sam-
vinnuverkefni og í því er fólginn
mikill sannleikur.
Vilji fólksins
Stjórnmálaflokkur þarf á hverjum
tíma að geta rýnt sjálfan sig með
gagnrýnum hætti, aðlagast nýjum
áskorunum samtímans, hlustað á
grasrót sína og virt vilja fé-
lagsmanna. Það sama á við um þjóð-
félag sem vill ná langt. Sú staðreynd
að við getum fjölmennt á samkomur
víða um land til þess að fagna þess-
um merka áfanga, sem fullveldið er í
sögu þjóðarinnar, er ekki sjálfgefið.
Sú elja og þrautseigja sem forfeður
okkar sýndu í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar lagði grunninn að þeim
stað sem við erum á í dag. Lýðveldið
Ísland á sér bjarta framtíð og Fram-
sókn mun halda áfram að vinna í
þágu samfélagsins með hug-
myndafræði samvinnunnar að leið-
arljósi. Þau tækifæri sem eru fyrir
hendi til þess að sækja fram fyrir
samfélagið eru fjölmörg. Það er okk-
ar sameiginlega verkefni sem þjóðar
að grípa þau og tryggja að Ísland
verði áfram í fremstu röð meðal
þjóða heims og fagni fullveldi sínu
um ókomna tíð. Í þessum efnum
geymir saga samvinnustarfs á Ís-
landi og víðar um veröldina dýrmæta
lærdóma – fjársjóð á vegferð okkar
til framtíðar. Við óskum lands-
mönnum öllum gleðilegrar þjóðhá-
tíðar.
Samvinna er hugmyndafræði
Eftir Sigurð Inga Jóhannsson,
Lilju Dögg Alfreðsdóttur og
Ásmund Einar Daðason
» Lýðveldið Ísland á
sér bjarta framtíð og
Framsókn mun halda
áfram að vinna í þágu
samfélagsins með hug-
myndafræði samvinn-
unnar að leiðarljósi.
Sigurður Ingi er innviðaráðherra og
formaður Framsóknar. Lilja Dögg er
menningar- og viðskiptaráðherra og
varaformaður Framsóknar. Ásmund-
ur Einar er mennta- og barna-
málaráðherra og ritari Framsóknar.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Ásmundur
Einar Daðason