Morgunblaðið - 17.06.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.06.2022, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022 VINNINGASKRÁ 627 10959 21479 31297 43806 51814 62079 70561 1115 11251 21763 31314 44102 52042 62149 70682 1833 13069 21886 31339 44400 52069 62525 70889 2127 13137 21904 31352 44582 52083 62546 71025 2889 13230 22983 31487 44684 52399 62740 71641 3018 13291 23054 32625 44737 52552 63261 71806 3209 13479 23277 32857 44802 52890 63308 72085 3691 13540 23390 32995 44816 53097 63323 72333 3982 13706 23737 33860 45343 53472 64025 72619 4036 13770 23996 33861 45556 53561 64231 72625 4227 13905 24174 34088 45635 53916 64640 72793 4249 13981 24283 35354 45770 54576 64958 73587 4855 14009 24525 35407 45886 54738 65173 74206 5114 14348 24937 35418 46020 54943 65266 74730 5372 14736 24994 35860 46419 55139 65343 75344 5710 15002 25095 36930 46611 55640 65943 75384 5745 15075 25688 37133 46632 57253 66333 75921 5776 15344 25852 37461 47003 57670 66478 76291 5966 15364 25947 37878 47094 58062 66548 76820 6250 15704 26236 37933 47201 58445 66683 77383 6501 16301 26306 38067 47222 58486 66920 77620 6911 16701 27342 38181 47229 58769 66923 77817 7226 17829 27988 38227 47692 58798 66992 77821 7283 17974 28332 38659 47738 58946 67787 78509 7349 18023 28333 39135 48186 59022 67993 78588 7503 18744 28566 40641 48220 60041 68070 78621 7734 18883 28915 41076 48909 60045 68303 78704 7834 19058 29090 41442 49332 60120 68323 79368 8296 19151 29642 41944 49738 60138 68342 79394 8751 19524 29735 42117 49831 60354 68623 79560 8881 20006 29870 42175 49967 60515 68665 79758 8892 20318 30010 42284 50366 60589 68687 8975 20701 30311 42651 50599 60608 69744 9543 21080 30434 42831 50728 60992 69873 9748 21092 31105 43228 51387 61073 70113 9929 21143 31283 43707 51656 61528 70288 10307 21252 31289 43785 51685 61959 70393 2096 9734 25037 36301 45727 59140 65693 75092 2288 10142 25646 36943 46395 60374 66100 75560 3048 17191 25758 37395 47005 61384 67288 76150 3104 17282 26274 37732 47435 61657 67568 76518 5449 17662 27201 39949 48587 62397 69296 77270 5487 17712 27802 41233 49679 62553 69706 78223 5954 18902 28467 42407 51277 63047 72042 78265 6257 19204 28524 42988 53356 63075 72151 79167 7576 21082 29416 43501 54382 63090 72200 79904 8147 21678 29614 43766 55646 63768 72466 8244 21727 30922 44228 57207 64488 72578 8330 22905 31151 44712 58665 65331 73248 9014 23771 34311 44840 58849 65385 74512 Næstu útdrættir fara fram 23. & 30. júní 2022 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 5949 25531 51657 65363 72397 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 15900 27647 49299 57022 62662 71370 17042 33227 51353 60585 67929 75152 22403 35898 55190 60704 68876 75462 24662 37377 55694 62246 71038 78946 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 3 2 0 7. útdráttur 16. júní 2022 Landvernd kallar eftir orkustefnu og orkuskiptum þar sem náttúruvernd og lofts- lagsvernd haldast í hendur. Nýleg græn- bók ráðherra orkumála lét hjá líða að kynna það sem valkost fyrir þjóðina. Úr því vill Landvernd bæta. Grænni samgöngu- innviði, orkunýtni, orkusparandi að- gerðir og orkuskipti ber að setja í al- gjöran forgang, þar sem þetta er grundvöllur þess að Íslendingar axli ábyrgð í loftslagsmálum. Besti og hagkvæmasti kosturinn til að draga úr orkunotkun í sam- göngum er að stórefla fjölbreytta ferðamáta með bættum innviðum, tæknilegum lausnum og fjárhags- legum hvötum til þess að styðja við gangandi og hjólandi vegfarendur, ásamt gagngerum umbótum í al- menningssamgöngum. En það dugar ekki til. Afla þarf frekari orku til orkuskipta með betri nýtni og orkusparnaði á öllum svið- um. Ekki síst í stóriðju sem tekur til sín 80 % af raforku landsins. Raf- orkuframleiðsla Íslend- inga er sú mesta í heimi á mann. Svigrúmið til að bæta nýtnina er því verulegt. Setjum betri nýtni í forgang. Samkvæmt nýlegri grænbók ráðherra orkumála á stærsti hluti áætlaðrar nýrrar orku- framleiðslu að fara í orkuskipti vegna milli- landaflugs. Losun á hvern Íslending vegna millilandaflugs er ein sú mesta í heimi og um 10 sinnum meiri en meðaltalslosun í flugi í heiminum. Þótt eðlilegt sé að flugferðir séu hlut- fallslega tíðari í eyjarsamfélagi en á meginlandi, sýnir þessi tala að ferða- venjur eru langt frá því að geta talist sjálfbærar. Mikilvægt er að draga úr orkunotkun í flugi með fjölbreyttum hætti. T.d. með betri fjarfundabúnaði til þess að draga úr ferðaþörf, spar- neytnari flugvélum, og – þegar fram líða stundir – með ferjum og flug- vélum sem ganga fyrir rafmagni. Landvernd gagnrýnir áróður orku- geirans um yfirvofandi orkuskort og sviðsmyndir sem sýna hömlulausa sókn eftir frekari virkjunum og til- raunir til að sniðganga og gengisfella þær reglur sem eiga að tryggja að nýting orkuauðlinda landsins valdi sem minnstum náttúruspjöllum. Eft- irspurn eftir ódýrri orku er óend- anleg. Forgangsröðun og bætt nýtni kemur í veg fyrir orkuskort. Hófsemi er dyggð sem ekki má gleymast og er hluti af lausn vandans. Sýna verður varfærni ef afla á frekari raforku. Afar verðmæt ís- lensk náttúra og víðerni eru í húfi. Vönduð og fagleg rammaáætlun og marktækt mat á umhverfisáhrifum sem grundvöllur ákvarðanatöku eru verkfærin sem við höfum til þessa. Landvernd kallar eftir orkuskipt- um sem við getum verið stolt af sem þjóð. Nk. miðvikudag boðar Land- vernd til hádegisfundar til að kynna sviðmyndir þar sem náttúruvernd og orkuskipti haldast í hendur. Nánari upplýsingar á fésbókarsíðu Land- verndar. Orkuskipti sem við getum verið stolt af Eftir Tryggva Felixson »Eftirspurn eftir ódýrri orku er óend- anleg en forgangsröðun og bætt nýtni kemur í veg fyrir orkuskort. Tryggvi Felixson Höfundur er formaður Landverndar. tryggvi@landvernd.is Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttinda- skrifstofa Íslands, Öfg- ar, UN Women á Ís- landi og Öryrkjabanda- lag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mis- mununar gagnvart kon- um (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar ís- lenska ríkisins munu sitja fyrir svör- um um framkvæmd Kvennasáttmál- ans. Í skuggaskýrslunni kemur meðal annars fram að á árinu 2018 birtist yf- irlýsing kvenna af erlendum uppruna á Íslandi þar sem voru frásagnir af of- beldi, áreitni og misrétti. Þar var sagt frá fordómum, mismunun, kerfis- bundinni niðurlægingu, einangrun, stjórnun og grófu ofbeldi og misnotk- un. Fannst konunum þær vera ein- angraðar og yfirgefnar. Fóru þær fram á að vera hafðar með í ráðum við gerð og framkvæmd áætlana gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun, og hvers kyns áreitni og misnotkun. Töldu þær áætlanirnar eiga að inni- halda sértækar aðgerðir til að bæta stöðu innflytjendakvenna. Í skuggaskýrslunni er einnig bent á að fáar rannsóknir hafa verið gerð- ar til að varpa ljósi á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Vísað er til skýrslu félagsmálaráðuneytisins frá 2019 sem sýnir að innflytjenda- konum er oft ekki kunnugt um úr- ræði sem þeim standa til boða, til dæmis ef þær hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þar kemur einnig fram að tölulegar upplýs- ingar frá lögreglunni og aðilum sem koma að vinnu með þolendum of- beldis sýna hærra hlut- fall meðal kvenna af er- lendum uppruna og að staða þeirra sé oft við- kvæm vegna skorts á tengslaneti. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að draga fram og lýsa duldum valdaaðstæðum sem endurframleiða ákveðin gildi og norm sem stuðlað geta að kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum og innan veggja heimilisins. Þá bendir skuggaskýrslan á að æ fleiri konur af erlendum uppruna leita til Kvennaathvarfins eftir hjálp og þær sem koma í dvöl dvelja þar lengur en innlendar konur. Á árinu 2020 voru 64% þeirra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu af erlend- um uppruna en voru 32% á árinu 2014. Þennan mismun má meðal ann- ars rekja til skorts á tengslaneti og fjölskyldu hér á landi. Engar rannsóknir hafa verið gerð- ar varðandi mansal gegn konum á ís- lenskum vinnumarkaði og kynlífsiðn- aði. Í áhættumati ríkislögreglustjóra frá 2019 um skipulagða brotastarf- semi á Íslandi kemur fram að frá árinu 2015 og fram í mars 2019 hafi lögreglan rannsakað 35 mál tengd mansali á vinnumarkaði og að hugs- anleg fórnarlömb mansals tengd mál- unum hafi verið 48, en tölurnar voru ekki kyngreindar. Viðbragðsteymi Bjarkarhlíðar vegna mansals, sem starfar á grund- velli samnings við félagsmálaráðu- neytið, sendi frá sér skýrslu sumarið 2021 vegna fyrsta starfsárs síns. Þar kom fram að 15 mál hefðu komið inn á borð teymisins, níu vegna vinnuman- sals (eitt bæði vegna vinnumansals og mansals í kynlífsiðnaði), fjögur vegna mansals í kynlífsiðnaði og tvö vegna smygls á fólki. Voru níu þeirra ein- staklinga sem komu við sögu konur og sex karlar. Í ljósi þess er að framan er rakið lögðu höfundar skuggaskýrslunnar til að stjórnvöld hlutuðust til um rannsóknir á ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi og stöðu þeirra og öryggi á vinnumarkaði. Enn fremur voru stjórnvöld hvött til að bæta aðgengi innflytjendakvenna að upplýsingum um réttindi þeirra og hvar megi leita aðstoðar. Þá var einn- ig lagt til að stjórnvöld tryggðu að all- ar aðgerðaáætlanir gegn heimilis- og kynferðisofbeldi í framtíðinni tækju mið af viðkvæmri stöðu innflytjenda- kvenna og fjárhagslegan stuðning til kvennathvarfa og annarra aðila sem aðstoða þær, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Loks voru stjórnvöld hvött til að gera rann- sóknir á stöðu innflytjendakvenna á vinnumarkaði og umfangi mansals á Íslandi. Mikilvægi kvennasáttmálans fyrir erlendar konur á Íslandi Eftir Margréti Steinarsdóttur » Í skuggaskýrslunni er m.a. bent á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á stöðu kvenna af erlend- um uppruna á Íslandi. Margrét Steinarsdóttir Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. margret@humanrights.is ALLTAF – ALSTAÐAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.