Morgunblaðið - 17.06.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.06.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022 ✝ Ágústa Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 19. mars 1931. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Hömrum í Mosfellsbæ 22. maí 2022. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Ár- sæll Guðlaugsson veggfóðrarameist- ari, f. 2.1. 1901, d. 9.12. 1983, og Katrín Þorbjörns- dóttir húsmóðir, f. 12.12. 1907, d. 11.7. 1980. Systkini Ágústu voru þrjú. Þau eru: Erna Hafdís, f. 22.11. þrjú: Tryggvi Þór, Katrín og Guðjón Arnar, og átta barna- börn: Borgþór Vífill, Þórdís Jór- unn, Birta María, Guðmundur Ingi, Íris Emma, Kristófer Atli, Magni og Óli Kristinn. 3) Brynja Þyrí viðskiptafræðingur, f. 5.10. 1967, gift Kristjáni Kristmunds- syni. Börn Brynju Þyríar og Kristjáns eru fjögur: Thelma Rós, Guðgeir Búi, Ágústa Katrín og Margrét, og sex barnabörn: Eva Þyrí, Tómas Breki, Ingunn Birta, Mikael Máni, Daníel Darri og Sara Guðrún. Ágústa stundaði nám í Hús- stjórnarskólanum og vann ýmis störf í gegnum ævina, þar á meðal hótelstörf, sem starfs- stúlka á Borgarspítalanum og sem baðkona í Austurbæjar- skóla. Útför Ágústu fór fram 7. júní 2022 í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 1936, d. 30.12. 2003; Guðlaug, f. 4.4. 1943; Þórir Björn, f. 3.9. 1944, d. 13.1. 2013. Eiginmaður Ágústu var Guðjón Ásbjörnsson húsa- smíðameistari, f. 8.8. 1924, d. 28.6. 1980. Börn þeirra eru: 1) Katrín bankaritari, f. 31.7. 1950, d. 17.6. 1977. 2) Guð- mundur Borgfjörð kerfisfræð- ingur, f. 7.3. 1952, giftur Magn- eu I. Þórarinsdóttur. Börn Guðmundar og Magneu eru Elsku tengdamóðir mín hefur kvatt þessa jarðvist, södd líf- daga, orðin þreytt, heilsan farin. Hún hefur verið fljót að hoppa um borð í Gullvagninn, það átti illa við hana að bíða. Við höfum átt samleið í 53 ár, kölluðum hvor aðra alltaf gælunöfnum, ég hana Gústu og hún mig Maggý. Fyrst er ég kom inn á fallegt heimili þeirra hjóna, Guðjóns og Gústu, bjuggu þau í raðhúsi í Fossvoginum sem Guðjón hafði byggt. Einstakir hlutir sem þau höfðu hannað í sameiningu prýddu heimilið, eins og t.d. ljós í stiganum upp á efri hæðina, eins og í kvikmyndahúsi, hand- rið gert úr járni sem kom út eins og blóm með lýsingu, gluggar með blýgleri. Gústa hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum og var mjög listræn. Eignaðist leirofn og gerði margt, jólatré með ljósum, lærði hnýtingar, bjó til lampaskerma, blómahengi, hafði líka gaman af útsaumi. Las mikið, helst spennu- og glæpasögur, Agatha Christie í uppáhaldi, var mikill húmoristi, ekki verra þótt brandararnir væru dálítið tvíræðir. Gústa hafði mjög gaman af börnum, var vandvirk, kastaði ekki til höndum þegar hún var að baka eða elda, allt mælt upp á gramm, fór vel með allt sem hún eignaðist enda entust heimilis- tækin allan hennar búskap. Lífið fór ekki mjúkum hönd- um um Gústu, hún fékk berkla, þurfti að dvelja á Vífilsstöðum frá tveimur ungum börnum sín- um. Katrín dóttir þeirra drukkn- aði 1977 ásamt kærasta sínum Jóni Sævari í Elliðavatni, Guð- jón varð bráðkvaddur þremur árum seinna, blessuð sé minning þeirra. Þá var ekkert sem hét áfallahjálp. Þetta markaði hana sem eftir lifði, ekkert annað í boði en að halda áfram og standa sig, sem hún gerði svo sannarlega. Utanlandsferðir voru áfram tilhlökkun, hún var driffjöðrin í því, um jólin áttum við að fara að panta til sólarlanda, okkar mánuður erlendis var mars og síðan sumarbústaðarferðir hér heima. Við fjölskyldan eigum dásamlegar minningar frá þess- um ferðum okkar, sem telja á þriðja tug ára. Mæður okkar voru góðar vinkonur og fylgdust að í ferðalögum okkar, það var svo notalegt saman. Alltaf tilhlökkun að fá Gústu til okkar norður á Húsavík, kom stundum á mærudögum en var hætt að nenna niður á stétt að sjá hrútasýninguna. Gústa hafði næmt búðarauga, gaman að fara á markaði að kaupa skvísuföt og eitthvað snið- ugt, fljót að koma auga á eitt- hvað fallegt þótt sjónin væri orðin mjög takmörkuð. Gústa og Gulla systir hennar voru mjög samrýndar, alltaf spenningur að fara í Costco með Guðlaugu Ósk systurdóttur sinni. Í Covid-ástandinu fór Gústa lítið út, fylgdi ofur vel öll- um fyrirmælum, heilsu hennar hrakaði, mest mæddi á Brynju Þyrí varðandi öll aðföng og að- stoð. Nokkrum dögum eftir 90 ára afmælið veiktist Gústa og átti ekki afturkvæmt á Skúla- götuna. Ég veit að það hefur verið vel tekið á móti henni, handan mannlegra heima. Ég þakka elsku tengdamóður minni fyrir skemmtilega, langa og góða samfylgd í gegnum lífið. Guð blessi minningu hennar. Þín Magnea (Maggý). Elsku amma okkar. Við höfum alltaf verið mikil ömmubörn og hefur hún verið fyrirmynd okkar alla tíð. Hún vann í grunnskólanum okkar en þar var hún kölluð Andrés Önd af bekkjarfélögum þar sem hún reytti af sér brandarana eins og enginn væri morgundagurinn. Amma var alltaf barngóð og hélst það fram á hennar síðustu daga, þar sem hún lék títt við barnabarnabörnin sín, Tómas Breka og Evu Þyrí. Henni fannst gaman að syngja fyrir börnin og var ávallt með bolta við hönd. Amma var mikil skvísa og fannst gaman að klæða sig upp, vera með vel snyrtar augabrúnir og krullur í hárinu. Henni fannst gaman að kíkja í búðir og var einkar lagin við að finna fallegar flíkur á góðu verði. Hún fékk mikið lof og hrós fyrir það hvað hún væri alltaf vel til fara. Svo fannst ömmu hún bara alls ekki vera fullklædd nema skella á sig smá varalit. Amma var mjög dugleg að baka og þá sérstaklega fyrir jól- in. Amma var einnig dugleg að elda, en henni fannst soðin ýsa með kartöflum algjört lostæti. Hún var alltaf boðin og búin að bjóða okkur í mat til sín. Það mætti segja að maður hafi aldrei farið með tóman maga úr heim- sókn frá elsku ömmu. Henni fannst mikilvægt að við systkinin menntuðum okkur og spurði okkur ævinlega hvort við værum á leiðinni í próf og hvernig hefði gengið. „Hvernig gekk í prófinu?“ var svo sann- arlega sú spurning sem við heyrðum oftast frá henni. Amma var vel gefin kona og fór í hús- stjórnarskólann en við höfum oft velt fyrir okkur hvaða nám hún hefði valið sér, þegar hún var ung, ef tímarnir hefðu verið eins og í dag. Einnig var hún listræn og hafði gaman af glerlist, leir- gerð og saumaskap en mörg eru listaverkin eftir hana. Amma var mjög trúrækin kona og fór alltaf með bænirnar sínar á kvöldin og ef eitthvað bjátaði á hjá hennar fólki var hún búin að hringja í bænahring og farin að biðja. Síðustu mán- uði lífs hennar var erfitt að sjá hvernig henni hrakaði dag frá degi og vorum við sjálf farin að biðja fyrir henni. Það var alltaf stutt í húmorinn og gleðina hjá elsku ömmu, þrátt fyrir mikla erfiðleika sem hún þurfti að ganga í gegnum í lífinu, eftir fráfall eiginmanns og elstu dóttur. Hún var lögblind síðustu árin en þess í stað var eins og hún væri með sjötta skilning- arvitið, þar sem hún vissi alltaf hvað maður var að hugsa. Á erfiðum stundum minnist maður orðsins GÆS, en það er einmitt stytting hennar ömmu á klassísku setningunni „Ég get, ég ætla, ég skal“. Amma var al- gjör kvenskörungur og lofaði okkur að hún myndi verða okkar verndarengill þegar hennar tími kæmi. Við trúum því og treyst- um að hún haldi loforðið. Við kveðjum elsku ömmu okk- ar með söknuð í hjarta en erum í senn glöð að hafa fengið tæki- færi til að njóta vináttu og tryggðar þessarar stórkostlegu konu. Takk amma, fyrir að auðga líf okkar með þínum kær- leik og gleði og gera okkur að betri manneskjum. Amma verður ávallt í hjarta okkar. Þín barnabörn og barnabarna- börn: Thelma Rós, Guðgeir Búi og Ágústa Katrín, Eva Þyrí og Tómas Breki. Elsku amma, þegar ég sest niður til að festa á blað fáein minningarorð er margt sem brýst um í huga mér, efst er auðvitað þinn skemmtilegi húm- or sem ég og svo seinna börnin mín höfðum svo gaman af. Oft var nú hlegið mikið við eldhús- borðið hjá þér og áttir þú auð- velt með að sjá spaugilegu hlið- arnar á málunum. Gjarnan boðið upp á marmaraköku sem Guð- mundur Ingi elskaði og alltaf spenntur fyrir, svo áttir þú svo forvitnilegan síma sem var svo gaman að leika sér í. Ég hugsa gjarnan til þess tíma þegar þú komst norður og áttir með okkur hér á Húsavík skemmtilegar stundir. Þegar ég fór með mína fjölskyldu okkar fyrstu Tenerife- ferð vorum við svo heppin að fara með þér, mömmu og pabba og Siggu heitinni móðurömmu minni. Þaðan á ég góðar minn- ingar og varst þú í þínu allra besta formi í þessari ferð, fékkst þér göngutúra alla daga, fórst á markaði og keyptir skrítna hluti. Þarna naustu þín vel enda voru Tenerifeferðir þér mjög hug- leiknar á meðan heilsan leyfði og fæ ég seint fullþakkað það að hafa fengið að fara með þér í eina slíka. Ég var einmitt stödd þar þegar ég fékk símtalið frá pabba um að þú hefðir kvatt þennan heim en ég hugsaði strax að þú værir svo sannar- lega með mér í anda. Jæja, elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund, ég veit það vel að Guðjón afi beið eftir þér sem og Katrín dóttir þín sem bæði kvöddu þennan heim allt of snemma, minning um góða konu lifir í afkomendum þínum. Katrín Guðmundsdóttir. Elsku Gústa amma. Þegar ég hugsa til þín þá minnist ég þess hversu fyndin, hress, barngóð og skemmtilega stríðin þú varst. Mín helsta minning um þig er þegar ég var um 12 ára gamall og fór í knattspyrnuskóla Vals i eina viku. Þá var ég svo heppinn að fá að vera hjá þér í Reykja- hlíðinni. Það var yndislegur tími sem við áttum saman þar og brölluðum við mikið. Þú varst alltaf tilbúin að fara í alls konar leiki með mér og taka þátt í ým- iskonar fíflalátum. Það var mjög erfitt að segja Kristófer Atla frá andláti þínu, þó svo að þið hittust nú ekki nógu oft, vegna fjarlægðar og covid. Hann talar alveg ótrúlega mikið um þig, ég held að nánast allur Lundarskóli, ásamt kenn- urum, hafi vitað að Gústa langamma hans væri orðin meira en níutíu ára. Hann var ekkert smá stoltur af því. Elsku Gústa amma, þú hefur eflaust fengið góðar móttökur hjá Guðjóni afa og Katrínu dótt- ur þinni. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði. Guðjón Arnar og fjölskylda. Ágústa Jóhannsdóttir Mig langar að setja nokkur orð á blað um hann Axel sem ég fékk að kynnast lítillega. Þannig er mál með vexti að ég kynntist Axel í gegnum mömmu hans og fann ég hvað þetta var virkilega ljúfur og góður strákur og mikill spjallari. Það var eins og ég hefði þekkt hann í mörg ár. Það sem hann var opinn og ein- lægur og einstaklega vel uppal- inn. Þessir þrír mánuðir sem ég fékk að umgangast hann voru un- aðslegir. Þá leið mér stundum eins og þetta væri sonurinn sem ég eignaðist aldrei. Skrýtið hvernig tilfinningarnar virka á mann. Stundum eru þær og geta Axel Jósefsson Zarioh ✝ Axel Jósefsson Zarioh fæddist 26. maí 2001. Hann lést 18. maí 2020. Útförin fór fram í kyrrþey 2. nóv- ember 2021. verið nokkuð raun- verulegar, eins og að fá að kynnast þessum sómapilti sem hann var. Ég get hvorki lýst né sagt hvað þú varst mikið í mínu hjarta og hversu mikið ég hugsaði til þín þegar ég las greinina í blaðinu að þín væri saknað og þú hefðir týnst. Ég bað fyrir því að þú myndir finnast og það sem gleður marga og þá sérstaklega þína nánustu er að þú fannst. Kæri Axel, ég þakka æðislega fyrir þessi stuttu kynni og veit að þú ert á góðum stað og að þér líð- ur vel. Kæra Katrín og fjölskylda, hugur minn verður ávallt hjá ykkur og mun ég biðja fyrir ykk- ur um ókomna tíð og sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi Guð vera með ykkur. Guðmundur Árni Sigurðsson. Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR PÁLMARS GÍSLASONAR, Móaflöt 55, Garðabæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Báruhrauni, Hrafnistu Hafnarfirði, fyrir einstaka umönnun. Kristín Eiríksdóttir Helga Sigurðardóttir Björn Jónsson Gunnar Kr. Sigurðsson Anna R. Valdimarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útfarir elskulegra foreldra okkar, tengdaforeldra, afa og ömmu, langafa og langömmu, HERMANNS EINARSSONAR OG LÁRU RUNÓLFSDÓTTUR Eyrún Hermannsdóttir Hjörtur Ágústsson Rúnar Hermannsson Guðrún Einarsdóttir Hulda Hermannsdóttir Svanur Kristinsson Hugrún Hermannsdóttir Ottó Ottósson barnabörn og barnabarnabörn Fyrsta skóladag- inn í 1.G í Mennta- skólanum á Akur- eyri var tölvutími og við áttum að vinna verkefni tvö og tvö saman. Ég horfði í kringum mig og sá sak- leysislega ljóshærða stelpu í hvítri peysu og gallabuxum með krullað hár og kringlótt gleraugu skima eftir félaga og greip tækifærið. Þetta var upphafið að vináttu okk- ar og fljótlega kom í ljós að Inga var alls ekki öll þar sem hún var séð, þarna undir reyndist lífsglað- ur og lífsreyndur töffari frá Blönduósi. Allt frá þessum degi unnum við ótal verkefni og rit- gerðir saman, lærðum saman fyrir próf, stunduðum djammið grimmt, studdum hvor aðra í gegnum skilnað foreldra okkar og leigðum saman í hvítu höllinni. Inga var af- burða gáfuð og hefði getað lært hvað sem er en mér er minnisstætt hversu framúrskarandi hún var í setningafræði í íslensku. Inga var mikill sólargeisli í til- veru menntaskólaáranna og við hana festist viðurnefnið krúttið, en það heitir hún ennþá í símaskránni í símanum mínum. Henni fylgdi gleði og einlægni og hún var heið- arleg fram í fingurgóma. Leiðir Inga Hrund Kjartansdóttir ✝ Inga Hrund Kjartansdóttir fæddist 27. júní 1985. Hún lést 26. maí 2022. Útför hennar fór fram 10. júní 2022. skildi eftir mennta- skóla og þó að við höfum fetað mis- munandi braut í líf- inu og verið á marg- an hátt ólíkar þá vorum við samt svo líkar og fundum hvor aðra aftur og aftur. Við náðum okkur báðar í eldri menn sem við vorum svo ánægðar með og þau Rúnar voru einstaklega samstiga. Ég var hjá Ingu í sjúkraþjálfun á tímabili og deginum ljósara að þar var hún á heimavelli. Við hitt- umst oftar eftir að Inga veiktist og þær stundir voru mér dýrmætar. Ég dáðist að viðhorfi hennar og baráttuþreki, hún reyndi alltaf að koma auga á það jákvæða í erf- iðum aðstæðum og alveg fram undir það síðasta var hún að vinna að settu marki. Veikindin stækk- uðu Ingu og þrátt fyrir hennar eig- in erfiðleika vildi hún alltaf heyra hvernig gengi hjá mér í mínum verkefnum, sem virtust smá sam- anborið við þau sem hún fékk í fangið. Hún hafði lag á því að sýna sanna samkennd og enginn sendi jafn hughreystandi skilaboð og hún þegar eitthvað bjátaði á. Elsku Inga, mikið á ég eftir að sakna þín; gleðinnar, brossins, atorkunnar, lífsgleðinnar, skiln- ingsins sem ríkti á milli okkar. Takk fyrir ógleymanlega vináttu. Ég votta fjölskyldu Ingu Hrundar mína dýpstu samúð. Lilja. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.