Morgunblaðið - 17.06.2022, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022
Minningarvefur á mbl.is
Minningar og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar,
fengið upplýsingar úr þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang
að þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt í áratugi þegar andlát
ber að höndum. Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát
Minningargreinar
Hægt er að lesa minningar-
greinar, skrifa minningargrein
og æviágrip.
Þjónustuskrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki
sem aðstoða þegar andlát
ber að höndum.
Gagnlegar upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti fyrir
aðstandendur við fráfall
ástvina.
✝
Lárus Þórð-
arson fæddist á
Grund í Svínadal 3.
júlí 1942. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Hömrum 31.
maí 2022.
Foreldrar hans
voru Guðrún Jak-
obsdóttir, f. 2. októ-
ber 1921, d. 5. jan-
úar 2005, og Þórð-
ur Þorsteinsson, f.
27. júní 1913, d. 8. ágúst 2000.
Lárus var elstur fjögurra
systkina. Þau eru a) Inga Valdís,
f. 5. september 1943. Hún var
gift Jóhanni Pétri Jóhannssyni.
Þau skildu. Synir þeirra eru
Þórður Gunnar og Jóhann Yng-
var. Seinni maður Ingu Valdísar
var Brjánn Árni Ólason. Hann
as Baldursson, f. 1993. Maki
hans er Helena Hamzehpour. b)
Guðjón Ýmir, f. 1975. Hann er
kvæntur Sigrúnu Önnu Þór-
isdóttur. Synir þeirra eru Krist-
ófer Darri, f. 2001 og Hilmar
Darri, f. 2003.
Lárus ólst upp á Grund og
gekk í barnaskóla í sinni sveit.
Hann lauk landsprófi frá
Reykjaskóla í Hrútafirði og í
kjölfarið kennaraprófi frá
Kennaraskólanum árið 1965.
Hann var smíðakennari við
Álftamýrarskóla allan sinn
starfsferil á meðan heilsan
leyfði. Hann kenndi einnig út-
skurð hjá Reykjavíkurborg
seinni árin. Lárus söng í ýmsum
kórum og sinnti félagsstörfum
af miklum áhuga. Lárus flutti í
Mosfellsbæ árið 1977 og bjó þar
til æviloka.
Útför Lárusar fer fram í
kyrrþey.
lést 2010. b) Ragn-
hildur, f. 12. nóv-
ember 1951. Gift
Sigurði H. Péturs-
syni. Þeirra börn
eru Guðrún Valdís
og Pétur Magnús.
c) Þorsteinn
Trausti, f. 11. maí
1959, ógiftur og
barnlaus.
Eiginkona Lár-
usar var Sesselja H.
Guðjónsdóttir kennari, f. 1946.
Þau skildu. Börn þeirra eru a)
Steinunn Ásta, f. 1970. Maki
hennar er Jóhannes Jensson.
Börn Steinunnar eru eru Elva
Baldursdóttir, f. 1987. Maki
hennar er Birgir Kristján Guð-
mundsson. Börn Elvu og Birgis
eru Erla Dís og Bjarki Leó. Elí-
Mágur minn, Lárus Þórðar-
son, eða Lalli, eins og hann var
jafnan kallaður, átti stutt í átt-
rætt þegar hann flutti úr þessari
jarðvist til æðri heima.
Lalli hélt alltaf mikla tryggð
við heimasveit sína. Á sínum
yngri árum tók hann virkan þátt í
bústörfum heima á Grund eins og
hægt var þegar hann var í fríi frá
námi. Kom það sér vel að hann
var smiður góður og var viljugur
að hjálpa til við smíði útihúsa og
endurbóta á íbúðarhúsinu á
Grund. Auk þess vann hann á
jarðýtu nokkur sumur hjá Bún-
aðarfélagi Svínavatnshrepps.
Eftir að Lalli stofnaði fjölskyldu
byggði hann lítið hús fyrir ofan
tún á Grund og nefndi húsið
Kvíaból. Þar naut Lalli þess að
dvelja með fjölskyldunni á
heimaslóðum.
Við fyrstu kynni varð okkur
vel til vina og aldrei hefur borið
skugga á þann vinskap. Lalli bjó
með Sesselíu, eiginkonu sinni,
fyrst í Reykjavík en síðan fluttu
þau úr borginni með tveimur
ungum börnum sínum upp í Mos-
fellssveit þar sem þau keyptu sér
hálfbyggt einbýlishús sem Lalli
lauk við. Þau voru bæði með
bændablóð í æðum og nutu þann-
ig sveitasælunnar fjarri skarkala
höfuðborgarinnar.
Að loknu landsprófi við
Reykjaskóla fór hann í Kennara-
skólann og lauk þar námi sem
smíðakennari. Var hann sannar-
lega á heimavelli í smíðastofunni
við að leiða nemendur áfram í
þeirri list að smíða úr tré. Einn
veturinn tók hann sér frí frá
kennslu og stundaði framhalds-
nám við HÍ. Lauk hann þeim
vetri með þeim fáheyrða árangri
að fá einkunnina 10,0 fyrir þá
smíðisgripi sem hann smíðaði.
Lalli var mikill listamaður þar
sem hugur og hönd voru jafnvíg.
Hann var skáld gott og orti mikið
af vísum og ljóðum. Var létt yfir
vísum hans hvort sem um var að
ræða tækifærisvísur eða ljóð af
alvarlegra tagi. Ýmsa viðurkenn-
ingu fékk hann fyrir ljóðagerð,
m.a. 1. verðlaun fyrir ljóð í tilefni
af því að Mosfellssveit varð Mos-
fellsbær, en sveitarfélagið efndi
til ljóðasamkeppni við það tæki-
færi.
Lalli var líka mjög hagur á tré
og skar út af mikilli list klukkur,
barómet og fleiri dýrgripi. Þá
hafði hann gaman af því að búa til
úr tré gestaþrautir og ýmsa
furðugripi, t.d. skar hann út þre-
falda kúlu þar sem hver grindin
var inni í annarri. Einnig bjó
hann til taflmenn úr horni. Þá
kenndi hann tréskurð á nám-
skeiðum í nokkur ár.
Lalli hafði mikið yndi af söng
og söng í mörgum kórum. Kóra-
starfið dró hann til sín, bæði
vegna félagsskaparins og söngs-
ins sjálfs. Fór hann nokkrar ferð-
ir utan með kórunum og datt þá
gjarnan upp úr honum ein og ein
vísa til að hressa upp á hópinn.
Einn veturinn söng hann í þrem-
ur kórum svo ekki hafa verið
mörg kvöld vikunnar sem hann
ekki var á kóræfingu.
Ég vil að lokum þakka Lalla
fyrir samfylgdina og fjölda gleði-
stunda gegnum árin og börnum,
barnabörnum og barnabarna-
börnum sendum við Ragnhildur
innilegar samúðarkveðjur.
Sigurður, Merkjalæk.
Ég held að ég hafi séð hann
fyrst ofan af lofti í kirkjunni á
Lágafelli. Hafði frétt að þessi
karl með stafinn væri nýfluttur í
sveitina og væri kórvanur.
Löngum hefur verið pláss fyrir
góðar karlaraddir í Kirkjukór
Lágafellssóknar svo ég snaraði
Lárus Þórðarson mér að þessum manni og eftir
stutt orðaskipti var hann innmúr-
aður á loftið meðan hann gat
komið því við.
Lárus var þá enn handavinnu-
kennari í Álftamýrarskóla en
hafði fest kaup á Ásgarði, þá ríf-
lega fokheldu húsi í norðurhlíð-
um Hádegisfells, þeysti á milli á
Trabant og lét sér hvorki bregða
við byl né bálviðri.
Við sungum sömu rödd og
uppgötvuðum fljótt að við áttum
skap saman. Hann var laghentur
en ég klaufi og ég held að hann
hafi haft gaman af að hjálpa mér
við eitt og annað. Lét það ekki
aftra sér að fötlun hans ágerðist
nokkuð hratt en kom sér upp lagi
til að fara sinna ferða með tvær
hækjur.
Þegar slitnaði upp úr hjóna-
bandi hans flutti hann ofan í
byggðina í íbúð sem hentaði hon-
um. Þá gat ég frekar endurgoldið
honum hjálpsemina, ekki ýkja
langt að fara. Og hver var til stað-
ar að skreppa á næsta bæ að
vökva blóm og þess háttar þegar
þess þurfti nema Lalli? Einu
sinni fór hann með mér norður í
Kelduhverfi, þar sem ég þurfti á
hjálp að halda við að koma upp
nýju hliði, skipta um glugga og
gler í bæjarhúsinu, já, og útihurð.
Þessi ferð tók eitthvað um viku
og við vorum að alla daga fram á
nótt, fengum okkur kannski smá
konna undir svefninn þegar verk-
efni dagsins lauk og sváfum þar
til sól var á lofti á nýjan leik.
Þrátt fyrir að syngja löngum í
kirkjukórum og sinna fleiri verk-
efnum við kirkjuna var hann
aldrei með helgislepju. Ég leyfi
mér að stela hér aðeins kveðskap
frá honum, en hann átti létt með
að kasta fram stöku, jafnvel ljóði.
Þetta er úr lengri brag:
Ég virði það sem kristin trú hefur kennt
mér
um kærleikann og það sem að honum
lýtur.
En krossgáta lífsins er gátan sem guð
hefur sent mér
og gert mér að leysa úr henni á eigin
spýtur.
Fötlunin var honum illvíg. En
hann barðist hetjulega. Starfaði
meðan mögulegt var. Naut þess
að sinna félagsskap. Ferðast,
sýna sig og sjá aðra. Þar kom að
hann gat ekki lengur hokrað að
sínu og mátti þá sæta því að
hrekjast í ýmsa staði: Stykkis-
hólm, Grensás, Hátún og kannski
víðar. Fékk að lokum varanlegt
skjól á Hömrum í Mosfellsbæ. En
hrörnunin hélt áfram að sliga
hann. Í tvö síðustu skiptin sem ég
reyndi að hafa símasamband við
hann var ég ekki viss um að hann
vissi hvern hann væri að tala við.
Þótt Lárus vinur minn bæri
sig allajafna vel veit ég að hann
var saddur lífdaga. Fyrir löngu.
Hann lagði sáttur upp í sína
löngu ferð. Orðaði það sjálfur
þannig, þó af öðru tilefni væri:
Nú er komið næturhúm.
Nóttina ég lofa.
Er því kominn upp í rúm
og ætla að fara að sofa.
– Sofðu vel, gamli vinur. Þökk
fyrir samfylgdina.
Sigurður Hreiðar.
Andlát vina og ættingja koma
alltaf á óvart, jafnvel þó búist hafi
verið við því um tíma. Þá opnast
augu manns fyrir því að dauðinn
er endanlegur og einstaklingur-
inn endanlega horfinn eftirlifandi
jarðvistarbúum. Þannig varð mér
við þegar ég frétti andlát vinar
míns Lárusar frá Grund í Svína-
dal. Þó fann ég fyrir feginleika
fyrir hans hönd að vera laus úr
viðjum fötlunar og sjúkleika til
fjölda ára.
Þá kom eftirfarandi í huga
mér:
Löngum var fjötraður fóturinn þinn
og fötlunarsjúkdómur stríður.
Nú töltir þú léttstígur, ljúfurinn minn,
þá leið sem að allra bíður.
Við Lárus eða Lalli vorum vin-
ir alveg frá því við vorum ungir
menn norður í Svínadal. Lalli var
fimm árum eldri en ég en aldrei
lét hann mig gjalda þess.
Við sungum saman í kórum
fyrir norðan og sunnan, áttum
„lögheimili“ í Húnaveri um tíma,
unnum saman á jarðýtu, þar sem
Lalli var minn lærifaðir, og
fjöldamargt fleira áttum við sam-
an að sælda.
Lalli var afburðahagyrðingur
og gat verið ansi beinskeyttur og
stundum tvíræður í kveðskap sín-
um. Hann átti líka sína viðkvæmu
strengi og varla er hægt að
kveðja foreldra sína fallegar en
hann gerði.
Um pabba sinn kvað hann:
Í túninu heima beið hesturinn þinn,
þú horfðir í fjarskann á ókunna staði.
Nú kveð ég þig pabbi í síðasta sinn,
þú ert sestur í hnakkinn og riðinn úr
hlaði.
Og um mömmu sína:
Brött var brekkan, há var heiðin
hinum megin birtan skín.
Oft þó væri erfið leiðin
eru falleg sporin þín.
Við gerðum það stundum að
gamni okkar að yrkja vísur þann-
ig að hvor lagði til aðra hvora
línu. Þetta kölluðum við samyrkj-
ur.
Allt er þetta nú gleymt utan
ein vísa sem við ortum í einhverj-
um galsa á heimleið af balli í
Húnaveri. Ég byrjaði með fyrstu
línuna og Lalli kom með næstu og
svo koll af kolli:
Hannes stóð á brekkubrún,
belti var að spenna.
Út og niður engi og tún,
úr honum lækir renna!
Lalli var ekki bara hagyrðing-
ur af Guðsnáð heldur líka lista-
smiður enda smíðakennari. Hann
smíðaði gripi sem lærimeistarar
hans í smíðinni töldu að væri úti-
lokað að gera. Stóðu svo agndofa
og orðlausir þegar kall sýndi
þeim gripina fullgerða.
Ég gæti skrifað miklu lengri
minningargrein um þennan vin
minn því minningarnar eru fjöl-
margar og söknuðurinn sár, en
hér set ég amen eftir efninu.
Um leið og ég sendi börnum
Lalla, barnabörnum og systkin-
um innilegar samúðarkveðjur,
kveð ég hann með eftirfarandi:
Nú hleypur þú frelsinu feginn,
fisléttur eilífðarveginn.
Ég lifi eitthvað lengur,
svona líkt eins og gengur,
svo hittumst við hinum megin.
Eiríkur Grímsson
frá Ljótshólum.
Elsku tengdapabbi.
Sem tengdapabbi varstu sá besti.
Þú tókst mér sem þinni eigin dóttur frá
fyrsta degi og var það svo til þess síðasta.
Mig skortir orð en á fullt af minningum.
Einstakur varstu elsku Gústi.
Einstakur er orð sem notað er þegar lýsa á því sem
engu öðru er líkt, faðmlagi, sólarlagi eða manni sem
veitir ástúð með brosi eða vinsemd.
Einstakur lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra.
Einstakur á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt.
Einstakur er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Takk fyrir allt og þangað til næst.
Þín tengdadóttir,
Freyja Sif Wiium Bárðardóttir.
Ágúst Elbergsson
✝
Ágúst Elbergsson fæddist 3. mars
1942. Hann lést 28. maí 2022. Úför
hans fór fram 11. júní 2022.
Elsku Ómar okk-
ar. Mikið voru frétt-
irnar óraunveruleg-
ar sem okkur bárust
að morgni 8. maí. Að þú værir
farinn frá okkur svona ungur og
Ómar Andrés
Ottósson
✝
Ómar Andrés
Ottósson fædd-
ist 22. júlí 2001.
Hann lést 8. maí
2022.
Hann var jarð-
sunginn 31. maí
2022.
áttir allt lífið fram
undan. Mikið er ég
þakklát fyrir að hafa
hitt þig síðasta sum-
ar og átt svo yndis-
legt spjall við þig,
elsku Ómar. Þökk-
um við allar þær
góðu stundir og
minningar sem við
fengum með þér.
Hvíldu í friði, elsku
Ómar.
Birna Aronsdóttir og
fjölskylda.