Morgunblaðið - 17.06.2022, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.06.2022, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022 _ Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy var stærsta nafnið af þeim köppum sem voru í efstu sætum á Opna bandaríska mótinu í golfi þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöld. Þá voru sumir kylfingar búnir með fyrsta hringinn en margir áttu enn eft- ir að ljúka honum. McIlroy lék hringinn á 67 höggum, þremur undir pari vall- arins, og var einn margra sem deildu forystusætunum á þeim tímapunkti. Meðal þeirra sem voru jafnir honum var Callum Tarren, lítt þekktur Eng- lendingur, sem var einn af fimm sem höfðu þá leikið á 67 höggum. _ Heimaleikjum Breiðabliks og UE Santa Coloma frá Andorra í fyrstu um- ferð Sambandsdeildar karla í fótbolta hefur verið víxlað. Fyrri leikurinn verð- ur í Andorra fimmtudaginn 7. júlí og sá seinni á Kópavogsvelli fimmtudaginn 14. júlí. KR-ingar leika á þessum sömu dögum við Pogon Szczecin frá Pól- landi, úti 7. júlí og heima 14. júlí. _ Aron Bergsson er einn þriggja kylf- inga sem deila efsta sætinu á Junet Open golfmótinu sem hófst í gær í Jönköping í Svíþjóð og er liður í Nordic Golf-mótaröðinni. Aron og Svíarnir Jesper Hagborg og Stefan Idstam léku allir á 66 höggum, sex höggum undir pari vallarins. Þeir eru tveimur höggum á undan fjórða manni. Axel Bóasson er í miðjum hópi 156 kepp- enda en hann lék hringinn á 74 högg- um, tveimur yfir pari vallarins. _ Englandsmeistarar Manchester City hefja titilvörnina á útileik gegn West Ham en niðurröðun ensku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu var birt í gær. Liverpool sækir heim nýliða Ful- ham, Manchester United fær Brighton í heimsókn á Old Trafford, Everton mætir Chelsea og Crystal Palace leik- ur við Arsenal, svo helstu leikir séu taldir upp. Fyrsti leikur deildarinnar á að vera leikur Palace og Chelsea föstudagskvöldið 5. ágúst. _ Handknattleikskonan Berglind Benediktsdóttir hefur komist að sam- komulagi við handknattleiksdeild Hauka um að leika áfram með kvenna- liðinu næstu tvö tímabil. Berglind, sem er 23 ára gömul, kom til Hauka frá Fram fyrir þremur árum síð- an og hefur á þeim árum verið einn af lykilmönnum kvennaliðsins. _ Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson hefur framlengt samning sinn við Hauka og verður í röðum fé- lagsins næstu tvö árin. Þráinn, sem er 28 ára gamall línumaður, var að ljúka sínu öðru tímabili með Haukum eftir þrjú ár í Noregi og Danmörku. Hann sleit krossband í hné í landsleik í jan- úar og hefur því ekki spilað frá þeim tíma. Hann lék þrjá fyrstu A- landsleiki sína á EM í Búda- pest í janúar. Eitt ogannað KNATTSPYRNA 2. deild karla: Húsavík: Völsungur – Njarðvík ............... 16 Í DAG! ÞÝSKALAND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég er hrikalega sáttur. Þetta gekk nokkurn veginn smurt allt tímabilið hvað varðar skrokkinn hjá mér og hvernig liðinu gekk,“ sagði Gísli Þor- geir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við Morgun- blaðið. Gísli var í stóru hlutverki hjá Magdeburg á nýliðnu tímabili er lið- ið varð þýskur meistari í fyrsta skipti frá árinu 2001. Magdeburg tapaði aðeins tveimur leikjum af 34 í deildinni á leiktíðinni. Hann fetaði með þessu í fótspor föður síns, Kristjáns Arasonar, sem varð þýskur meistari með Gummers- bach árið 1988. Bilað álag og erfitt „Við héldum alltaf haus og það var karakter í liðinu að halda alltaf áfram. Við vorum alltaf með mark- miðin fyrir framan okkur, þrátt fyrir að við værum stundum að spila 3-4 leiki á átta dögum. Það kom tímabil þar sem þetta var bilað álag og þetta var mjög erfitt á köflum en ég er hrikalega stoltur af því hvernig þetta fór,“ sagði Hafnfirðingurinn. Magdeburg lék mjög þétt á leiktíð- inni þar sem liðið fór í úrslit þýska bikarsins og Evrópudeildarinnar. Þá varð liðið heimsmeistari félagsliða. Alls lék Magdeburg 59 leiki í öllum keppnum. Gísli hefur mikið glímt við meiðsli í öxl, en hann stóðst álagið og gott betur. „Þetta er fyrsta tímabilið síðan ég var í FH sem ég næ að spila heilt tímabil meiðslalaus, sem gerir þetta tímabil geggjað. Öll tímabilin úti til þessa hafa litast að því að ég hef þurft að fara í axlaraðgerð eða eitt- hvað slíkt. Á þessu tímabili spilaði ég mjög mikið og spilaði alla leiki eftir áramót. Fyrir áramót spilaði ég alla leiki og allar mínútur. Þetta var hrikalega gaman og ég er mjög stolt- ur af því hvernig mér gekk á tíma- bilinu. Það er hægt að segja að þetta hafi verið mitt besta tímabil,“ sagði hann. Magdeburg hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og fékk þá 53 stig, ellefu stigum minna en á þessari leiktíð. „Breiddin var meiri í ár. Við feng- um nokkra leikmenn sem gáfu okkur svakalega mikið, t.d. Magnus Saug- strup sem kom virkilega flottur inn. Við fórum með sautján leikmenn inn í tímabilið, vitandi að það eru alltaf sextán leikmenn í hópi, því það er klárt að það dettur alltaf einhver meiddur út á svona löngu og ströngu tímabili. Við erum með landsliðs- menn í hverri einustu stöðu og allir voru á sömu blaðsíðu og þekktu sín hlutverk vel. Við náðum að nýta tím- ann svakalega vel,“ sagði Gísli. Á meðal bestu leikmanna heims Íslenski landsliðsmaðurinn segir leikmenn liðsins hafa sýnt og sannað með nýliðnu tímabili að þeir séu orðnir á meðal bestu leikmanna heims, enda skákaði Magdeburg öðrum gríðarlega sterkum liðum í þýsku 1. deildinni og vann hana með sannfærandi hætti. „Það eru leikmenn í Kiel og Flens- burg sem hafa fyrir löngu sannað sig og verið lengi í bransanum. Kiel er t.d. með [Niklas] Landin, [Domagoj] Duvnjak og [Sander] Sagosen og Flensburg með menn eins og Jim Gottfridsson og Mads Mensah. Það eru leikmenn sem hafa verið lengi í þessu. Við höfum áttað okkur á því að við erum ekkert síðri leikmenn. Á þessu tímabili stimpluðum við okkur inn sem eitt besta lið heims og á meðal bestu leikmanna heims. Það er helvíti vel gert og það segir allt sem segja þarf að við misstum aðeins fjögur stig yfir heilt tímabil í Bund- esligunni. Við sem leikmenn og lið erum á heimsvísu,“ sagði Gísli ákveðinn. Hjá Magdeburg leikur Gísli með Ómari Inga Magnússyni. Ómar hef- ur verið einn besti leikmaður heims undanfarið og varð næstmarkahæst- ur í deildinni með 237 mörk og í þriðja sæti yfir flestar stoðsend- ingar, 124. Gísli og Ómar ná vel sam- an og nýta íslenskuna á vellinum. „Það er gaman að spila með hon- um. Við náum hrikalega vel saman. Það er ákveðinn plús að geta talað hvor við annan og aðrir skilja okkur ekki. Við getum rætt smáatriðin í miðjum leik. Hann er heimsklassa- leikmaður og einn af þeim bestu í heimi í dag,“ sagði Gísli um liðs- félaga sinn. Feta í fótspor Ólafs og Alfreðs Mikill áhugi er fyrir handbolta í Magdeburg en í borginni búa tæp- lega 250.000 manns. Það var því mik- ið fagnað þegar liðið varð þýskur meistari í annað sinn. Fyrri meist- aratitilinn kom árið 2001 þegar Al- freð Gíslason stýrði liðinu og Ólafur Stefánsson lék með því. „Það voru tíu þúsund manns sem fögnuðu okkur á torginu. Maður trúði þessu varla þegar við keyrðum í rútunni að torginu. Þá sá maður hvað þetta var þýðingarmikið fyrir bæinn og fólkið sem vinnur hjá klúbbnum. Það var gaman að vera hluti af liði sem komst í sögubækur klúbbsins.“ Vegferðin verið skrautleg Árangurinn er sérlega sætur fyrir Gísla eftir allt sem á undan er geng- ið. Hann hefur reglulega glímt við meiðsli, allt frá því hann fór fyrst í atvinnumennsku til Kiel frá FH árið 2018. „Vegferðin er búin að vera skraut- leg. Það hafa verið hæðir og lægðir í þessu. Ég hef fjórum sinnum farið úr axlarlið og farið í þrjár aðgerðir á öxl. Ég er stoltur af því hvernig ég glímdi við bakslag eftir bakslag. Ég var með fólk sem stóð við bakið á mér allan tímann og ég er hrikalega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk í þessu ferli. Það er ómetanlegt að uppskera núna eftir allt sem er búið að ganga á. Að koma inn í þetta tímabil, vera alveg heill og uppskera tvo titla af fjórum. Við fórum svo í úrslit í bikar og Evrópudeildinni og vorum grát- lega nálægt því að vinna. Þetta tíma- bil var frábært en við viljum halda áfram. Við viljum verja titilinn og taka næstu skref og ná næstu mark- miðum. Á næstu leiktíð er það Meistara- deildin, þar sem stefnan er að fara alla leið. Það sýnir hvert við erum komnir sem lið og hversu stórir kar- akterar eru í þessum hópi. Ég vil líka þróast enn meira sem leikmaður,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson. Tíu þúsund manns fögn- uðu okkur - Gísli þýskur meistari með Magde- burg - Íslendingarnir ná vel saman Ljósmynd/Magdeburg Meistari Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábært tímabil með Magdeburg og uppskar þýska meistaratitilinn með liðinu sem hafði talsverða yfirburði. Keppnin í 1. deild karla í fótbolta er orðin gríðarlega tvísýn eftir að liðin sem voru efst fyrir leiki gær- kvöldsins, Fylkir og Selfoss, töp- uðu bæði. Nú skilja aðeins fjögur stig að sjö efstu liðin í deildinni. HK vann Fylki 1:0 í Árbænum, þar sem sigurmarkið var sjálfs- mark. HK fór með því upp fyrir Árbæingana og í fjórða sætið. Þetta var þriðji sigur Kópavogsl- iðsins í röð en þarna mættust ein- mitt liðin sem féllu úr úrvalsdeild- inni síðasta haust. Kórdrengir sigruðu Selfoss, 4:3, í Safamýri og Selfyssingar töpuðu sínum fyrsta leik en halda þó efsta sætinu. Sverrir Páll Hjaltested skoraði tvö marka Kórdrengja, Arnleifur Hjörleifsson og Þórir Rafn Þórisson eitt hvor en Hrvoje Tokic skoraði tvö mörk fyrir Sel- foss og Gonzalo Zamorano eitt. Grótta komst í annað sætið með 1:0 sigri gegn Þór á Akureyri. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið og Seltirningar eiga leik til góða á topplið Selfyssinga. Grindavík er eina ósigraða lið deildarinnar og komst í þriðja sætið með 2:1 heimasigri á KV. Dagur Ingi Hammer og Símon Logi Thasapong skoruðu fyrir Grindvíkinga en Einar Már Þór- isson minnkaði muninn fyrir KV. Afturelding vann sinn fyrsta leik og lagði botnlið Þróttar í Vog- um á útivelli, 1:0. Kári Steinn Hlíf- arsson skoraði sigurmark Mosfell- inga. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Árbærinn HK-ingurinn Örvar Eggertsson sækir að marki Fylkismanna en hann átti stóran þátt í sigurmarki HK-inga í gærkvöld. Allt í hnút eftir tap efstu liðanna - HK og Kórdrengir unnu Fylki og Selfoss

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.