Morgunblaðið - 22.07.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022
Hjelle
www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200
Vönduð norsk hönnunartákn
sem standast tímans tönn.
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Hagkvæmni loftslagsaðgerða
stjórnvalda er ákaflega misjöfn,
sumar beinlínis óhagkvæmar, en ný
skýrsla Hagfræðistofnunar kann að
leiða til pólitísks endurmats á að-
gerðunum og mikilvægi þeirra.
Í aðgerðaáætlun í loftslags-
málum, sem stjórnvöld lögðu fram
2020, voru tilteknar 48 aðgerðir
sem draga skyldu úr losun gróð-
urhúsalofttegunda. Í skýrslu Hag-
fræðistofnunar nú er lagt mat á
kostnað og ábata af þeim 22 aðgerð-
um sem nægar upplýsingar lágu
fyrir um.
Ein mikilvægasta forsenda slíks
kostnaðar- og ábatamats felst í því
hvert tjón af losun gróðurhúsaloft-
tegunda er talið vera. Í skýrslunni
var miðað við verð á losunarheim-
ildum á markaði Evrópusambands-
ins (ESB) fyrir liðin ár, en fyrir
komandi ár er stuðst við breskt mat
á því hvert verðið þyrfti að vera ef
hitastig á jörðinni á ekki að hækka
um meira en 2°C frá því sem var
fyrir iðnbyltingu undir lok 18. aldar.
Kostnaður og ábati á komandi árum
er núvirtur með 5% raunvöxtum.
Mikilvægt mat á hagkvæmni
Við blasir að aðgerðir í loftslags-
málum eru mishagkvæmar, svo ná
mætti meiri árangri með því að falla
frá óhagkvæmum aðgerðum og
leggja meiri áherslu á hinar. Það
lýtur ekki aðeins að fjárhagslegum
ávinningi landsmanna, heldur ár-
angrinum, því „óhagkvæmar lofts-
lagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag
landsmanna, heldur draga þær úr
getu þeirra til þess að beita þeim
ráðum í loftslagsmálum sem borga
sig,“ eins og segir í inngangi.
Ræktarsemi við landið best
Niðurstaða Hagfræðistofnunar
er að hagkvæmustu loftslagsað-
gerðirnar felist í landgræðslu, skóg-
rækt og endurheimt votlendis.
Fleira er nefnt, svo sem raftenging
skipa í höfn og orkuskipti í ferjum,
skattar á losun flúrlofts, föngun kol-
efnis frá jarðhitavirkjunum og
álagning kolefnisgjalds.
Bent er á að mikinn ábata af að-
gerðum á landi, landgræðslu, skóg-
rækt og endurheimt mýrlendis
megi ekki síst rekja til örrar verð-
hækkunar á losunarheimildum, sem
gert er ráð fyrir á næstu áratugum.
Þar fyrir utan kunni mikil verðmæti
að felast í auknum náttúrugæðum
af þeim völdum, án þess að þau séu
tekin með í reikninginn.
Þar virðast vera mikil og marg-
vísleg sóknarfæri, þó raunar sé
einnig minnt á að reynslan sýni að
rétt sé að fara gætilega í stórfelld
inngrip í náttúruna.
Stuðningur við rafbíla rugl
Hins vegar eru ýmsar aðrar að-
gerðir taldar beinlínis óhag-
kvæmar þegar til alls er litið. Þar
eru efst á blaði stuðningur við
kaup á rafmagnsbílum, bann við
urðun á lífrænum úrgangi og efl-
ing innlendrar grænmetisfram-
leiðslu. Það er rökstutt með sann-
færandi rökum. Nefnt er að nær
væri að styrkja innviði fyrir raf-
magnsbíla en að niðurgreiða kaup-
verð þeirra eða rekstrarkostnað,
þó það orki raunar einnig tvímælis.
„Stuðningur við íslenska garð-
yrkju er dýrasta leiðin til þess að
binda kolefni sem hér er skoðuð.“
Borgarlínan skiptir engu
Athygli vekur að margar aðgerð-
irnar virðast hafa sáralítið að segja.
Þar vekur borgarlínan sjálfsagt
mesta athygli. Hún á að ganga fyrir
rafmagni eða metani og er meðal
stórra þátta í aðgerðaáætluninni.
Niðurstaðan er sú að fyrstu þrír
áfangar borgarlínu og efling
strætókerfisins komi nokkurn veg-
inn út á sléttu sem loftslagsaðgerð,
án þess að gert sé lítið úr ýmsum
öðrum mögulegum ávinningi henn-
ar á öðrum sviðum.
Eftir efnum og aðstæðum
Í lokahluta skýrslunnar er skoð-
að hverjir njóta mests ábata af að-
gerðunum og hverjir bera mestan
kostnað, aðallega eftir tekjuhópum
og búsetu. Flestar aðgerðirnar
breyta litlu um jöfnuð, líti menn á
hann sem sjálfstætt markmið.
Tekjulágir njóta fremur góðs af
göngustígum og bættum almenn-
ingssamgöngum en tekjuháir, en
fólk með um og yfir meðaltekjur
nýtur fyrst og fremst stuðnings við
rafbíla enn sem komið er þó það
jafnist sjálfsagt með tíð og tíma.
Fólk á landsbyggðinni og tekjulág-
ir finna hins vegar frekar fyrir
auknum kolefnisgjöldum. Göngu-
og hjólastígar nýtast fyrst og
fremst borgarbúum og bættar al-
menningssamgöngur sömuleiðis.
Misjafn árangur loftslagsaðgerða
- Hagfræðistofnun metur kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum í nýrri skýrslu
- Landgræðsla, skógrækt og endurheimt votlendis - Ýmsar aðgerðir fánýtar eða óhagkvæmar
Morgunblaðið/Kristinn
Skógrækt Í skóginum við Tumastaði í Fljótshlíð er fallegt um að litast, en landrækt, skógrækt og endurheimt mýr-
lendis er meðal hagkvæmustu og bestu loftslagsaðgerða Íslendinga, auk annars ávinnings til lífsgæða og landgæða.
Umhverfisráðuneytið samdi við Hagfræðistofnun Há-
skóla Íslands í mars 2021 um að stofnunin legði mat á
kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í lofts-
lagsmálum, sem kynntar voru um mitt ár 2020.
Meta skyldi kostnað og ábata af 23 aðgerðum af 48
og áhrif þeirra á einstaka þjóðfélagshópa einnig gefinn
gaumur. Skýrslugerðinni stýrði Sigurður Jóhannesson,
forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Ásamt honum unnu
að skýrslunni hagfræðingarnir Ásthildur Jóhannsdóttir,
Kári Kristjánsson, Ágúst Arnórsson og Sara Þrastar-
dóttir Sördal. Þá lagði verkefnisstjórn um aðgerða-
áætlun í loftslagsmálum fram margvíslegar ábendingar.
Ýtarleg skýrsla rúmt ár í smíðum
SKÝRSLA HAGFRÆÐISTOFNUNAR
Sigurður
Jóhannesson
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra
fagnar því að Íslandi hafi verið raðað
í fyrsta flokk yfir varnir gegn man-
sali af bandarískum stjórnvöldum á
ný og segir mik-
ilvægt að halda
áfram á sömu
braut.
„Þetta endur-
speglar þær
áherslur sem hafa
verið lagðar á
þessa hlið mála í
nokkurn tíma og
það hefur tekist
vel og ýmsar að-
gerðir sem hefur
verið gripið til,“ segir Jón í samtali
við mbl.is.
„Segja má að mál sem ég til að
mynda lagði fram í vetur og fékk
samþykkt á þingi í vor um bætta
réttarstöðu brotaþola og annað, það
er auðvitað allt sem tengist þessu.
Síðan er aukin áhersla sem við
leggjum nú á skipulagða brotastarf-
semi, varnir gegn því og slíkt, sem
mun líta dagsins ljós í haust. Þetta er
allt hluti af sömu myndinni og þungt
áherslumál.“
Ísland hafði verið í fyrsta flokki
frá árinu 2001 í árlegri skýrslu
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
en féll í annan flokk árið 2017.
Borin kennsl á fleiri
þolendur mansals
„Aukið fjármagn hefur verið veitt,
það var skipaður starfshópur með
mörgum aðilum sem að þessu koma
og góður árangur hefur náðst í kjöl-
farið. Það hefur einnig skilað því að
það var ákært og sakfellt fyrir man-
sal hér á landi í fyrsta skipti í tólf ár
og borin hafa verið kennsl á fleiri
þolendur mansals og þeim veitt við-
eigandi aðstoð,“ segir Jón, spurður
hvaða breytingar hafi átt sér stað.
„Sérstök upplýsingagátt um man-
sal var opnuð á vef Neyðarlínunnar,
við höfum svo staðið fyrir kynningu
með gerð fræðslumyndbanda og
öðru, þannig að víðtækari ráðstafan-
ir hafa verið gerðar sem eru að skila
þessum ánægjulega árangri í dag,“
bætir hann við.
„Við þurfum að halda áfram á
þessari vegferð. Það má nefna breyt-
ingar á lögum sem tengjast þessu
beint og óbeint, af því að oft er þetta
hluti af skipulagðri brotastarfsemi
og þarf að meðhöndla sem slíkt. Þar
er ég til dæmis með frumvarp í
haust,“ segir Jón.
Áhersla á baráttu
gegn mansali
- Tengist oft skipulagðri brotastarfsemi
Jón
Gunnarsson