Morgunblaðið - 22.07.2022, Side 12
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íbúar landsins urðu í fyrsta sinn rúm-
lega 380 þúsund í sumarbyrjun. Að
óbreyttu munu um 385 þúsund
manns búa á landinu í árslok.
Aðflutningur erlendra ríkisborg-
ara, þar með talið frá Úkraínu, á mik-
inn þátt í íbúafjölguninni.
Hún mun hafa margvísleg hagræn
áhrif. Þá ekki síst með því að auka
eftirspurn og þannig örva hagvöxt.
Samkvæmt tölum Þjóðskrár
bjuggu um 381 þúsund manns á land-
inu í byrjun þessa mánaðar. Hafði
landsmönnum þá fjölgað um ríflega
4.700 frá áramótum, þegar hér
bjuggu 376.250 manns, samkvæmt
tölum Hagstofunnar. Þessi íbúafjölg-
un jafnast á við íbúafjölda Seltjarnar-
ness í byrjun þessa árs.
Fjölgaði um 4.100
Aðflutningur erlendra ríkisborg-
ara á mikinn þátt í íbúafjölguninni.
Hagstofan hefur ekki birt tölur um
búferlaflutninga á öðrum ársfjórð-
ungi og verður því að styðjast við töl-
ur Þjóðskrár. Samkvæmt þeim fjölg-
aði erlendum ríkisborgurum úr 55
þúsund í 59.100, frá 1. desember síð-
astliðnum til 1. júlí síðastliðins, eða
um rúmlega 4.100.
Þar af fjölgaði Úkraínumönnum á
sama tímabili úr 239 í 1.410 eða um
1.171. Ætla má að langflestir hafi
komið eftir innrás Rússa í Úkraínu í
lok febrúar. Þjóðskrá vekur athygli á
fjölgun innflytjenda frá Venesúela en
þeim fjölgaði úr 455 í 715 á sama
tímabili, eða um 260, sem er rúmlega
57% fjölgun. Þá fjölgaði Rúmenum úr
2.752 í 3.159, eða um ríflega 400, og
Pólverjum fjölgaði úr 21.191 í 22.020,
eða um 829.
Samanlagt fjölgaði innflytjendum
frá Úkraínu, Venesúela, Rúmeníu og
Póllandi um tæplega 2.700 frá 1. des-
ember sl. til 1. júlí sl., eða næstum á
við íbúafjölda Hveragerðis.
Mætir skorti á vinnuafli
Fjallað var um samspil íbúafjölg-
unar og hagvaxtar í Viðskipta-
Mogganum 8. júní síðastliðinn.
Þar var meðal annars rætt við Ing-
ólf Bender, aðalhagfræðing Samtaka
iðnaðarins. Hann taldi aðspurður
raunhæft að fleiri flytji hingað á ár-
unum 2022 til 2024 að meðaltali en
fyrri ár. Skýringarnar séu meðal
annars fyrirséður skortur á vinnuafli
í fjölmennum atvinnugreinum. Þá
ekki síst byggingariðnaði, ferðaþjón-
ustu og hugverkaiðnaði.
Tölur Þjóðskrár um fjölgun er-
lendra ríkisborgara á fyrri hluta árs-
ins virðast renna stoðum undir þessa
spá. Má í því efni rifja upp þau orð
Vignis Hafþórssonar, sérfræðings á
Vinnumálastofnun, í Morgunblaðinu
16. júlí, að atvinnuleysi mælist nú svo
lítið í mörgum landsfjórðungum að
tala megi um skort á vinnuafli.
Gæti hækkað verð úti á landi
Íbúafjölgun eykur meðal annars
spurn eftir húsnæði. Fylgni hefur
verið milli hagvaxtar og aðflutnings
erlendra ríkisborgara á þessari öld
en flóknara er að meta áhrif aðflutn-
ingsins á íbúðaþörf. Almennt ætti
eftirspurn eftir húsnæði þó að aukast,
þar með talið í þeim landshlutum þar
sem saman fer hverfandi lítið at-
vinnuleysi og lítið framboð af íbúðar-
húsnæði. Gæti það aftur ýtt undir
hærra íbúðaverð á þeim svæðum.
Íbúðaverð heldur áfram að hækka
á höfuðborgarsvæðinu og var vísitala
íbúðaverðs 941 stig í júní, sem var um
14% hækkun frá því í janúar. Hin
hliðin á peningnum er að húsnæðis-
kostnaður er meðal grunnþátta sem
erlendir ríkisborgarar horfa til er
þeir meta Ísland sem áfangastað.
Höfuðborgarsvæðið er langstærsta
atvinnusvæði landsins. Ef húsnæðis-
kostnaður hækkar umfram laun gæti
það haft áhrif á þetta mat. Á hinn
bóginn koma flestir hinna aðfluttu
ríkisborgara frá Evrópu og þar glíma
mörg ríkin við orkukreppu. Þ.e.
hækkandi orkuverð, sem er að hluta
tengt ótryggu framboði af jarðgasi.
Orkukreppan hefur þegar haft í för
með sér lokun iðnfyrirtækja í
Evrópu, þ.m.t. álvera, og þar með
fækkun starfa. Þá bitnar hún hvað
harðast á lágtekjufólki sem þarf að
verja hærra hlutfalli tekna sinna í
kyndingu. Staðan á íslenskum orku-
markaði er mun betri og gæti það
haft áhrif á búferlaflutninga.
Miðað við íbúafjölgun á fyrri hluta
árs, þörf fyrir aðflutt vinnuafl og
náttúrulega fjölgun stefnir í að íbúar
landsins verði um 385 þús. í árslok.
Þúsundir nýrra neytenda
- Íbúum landsins hefur fjölgað um ríflega 4.700 frá áramótum - Það jafnast á við
íbúafjölda Seltjarnarness - Hin hraða íbúafjölgun mun að óbreyttu örva hagvöxt
Fjöldi erlendra ríkisborgara og vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu
Frá 1. desember 2018 til 1. júlí 2022
60
50
40
30
20
10
0
1.200
1.000
800
600
400
200
0
1. des. 2018 1. des. 2019 1. des. 2020 1. des. 2021 1. júlí 2022
H
ei
m
ild
:Þ
jó
ðs
kr
á
44
49
51
55
59
Íbúafjöldi á landinu 356.674 363.882 368.620 376.029 380.958
Þar af erlendir ríkisborgarar 44.156 49.347 51.378 54.979 59.105
– sem hlutfall af heild 12,4% 13,6% 13,9% 14,6% 15,5%
Vísitala
íbúðaverðsFjöldi, þús.
621 635
684
810
941
Þúsundir erlendra ríkisborgara
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu
(janúar 1994=100)
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri
75 cm á breidd
Verð frá 139.000 kr.
Loksins fáanlegir aftur,
í mörgum litum
22. júlí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 136.78
Sterlingspund 163.77
Kanadadalur 106.23
Dönsk króna 18.737
Norsk króna 13.768
Sænsk króna 13.336
Svissn. franki 140.97
Japanskt jen 0.9899
SDR 180.08
Evra 139.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.4946
« Samtals 2,3 milljarða króna hagn-
aður varð af rekstri Landsbankans á
öðrum ársfjórðungi og hefur bankinn
alls skilað 5,6 milljarða hagnaði frá ára-
mótum. Til samanburðar var hagnaður
á öðrum ársfjórðungi í fyrra 6,5 millj-
arðar og á fyrri hluta ársins 14,1 millj-
arður, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá bankanum vegna uppgjörsins.
Þar segir meðal annars að arðsemi
eiginfjár á fyrri hluta ársins hafi verið
4,1%, en bankinn hafi sett sér markmið
um að arðsemin sé yfir 10%. Greint hafi
verið frá því í tilkynningu til Kauphallar-
innar vegna uppgjörsins að lækkunin sé
fyrst og fremst tilkomin vegna lækk-
unar á gangvirði hlutabréfaeignar bank-
ans. Hreinar vaxtatekjur bankans
(vaxtagjöld að frádregnum vaxtakostn-
aði) hafa aukist og voru 11,2 milljarðar á
öðrum ársfjórðungi en 10,3 milljarðar á
sama tímabili í fyrra.
Hagnaður Landsbanka
hefur dregist saman
Morgunblaðið/Kristinn
Landsbankinn Arðsemi minnkar.
STUTT
Icelandair Group hagnaðist um 522
milljónir á öðrum ársfjórðungi í ár.
Þetta er í fyrsta skipti sem félagið
skilar hagnaði frá árinu 2017.
Heildartekjur félagsins námu 42,5
milljörðum króna, sem er veruleg
bæting og hækka tekjurnar um 32,5
milljarða miðað við sama tímabil í
fyrra.
Lausafjárstaða félagsins hefur
aldrei verið sterkari og nam 61,6
milljörðum króna, að því er segir í
tilkynningu frá félaginu. Hagnaður
fyrir vexti og skatta (EBIT) nam 156
milljónum króna en 8,5 milljarða tap
varð á sama tímabili í fyrra.
Réðu um þúsund starfsmenn
Félagið réð hátt í eitt þúsund
starfsmenn og kláraði samninga um
tvær Boeing 737 MAX-flugvélar.
Viljayfirlýsing um fjórar vélar til við-
bótar hefur verið undirrituð. Sjóð-
streymi frá rekstri nam 15,7 millj-
örðum. Gert er ráð fyrir góðri
afkomu á 3. fjórðungi og að það muni
skila hagnaði á seinni hluta ársins.
„Að skila hagnaði á öðrum árs-
fjórðungi er stór áfangi á vegferð
okkar að koma félaginu í arðbæran
rekstur. Með því að nýta sveigjan-
leika leiðakerfisins og þá sterku inn-
viði sem við búum yfir höfum við
aukið flugframboð hratt til að mæta
mikilli eftirspurn og á sama tíma náð
að bæta sætanýtingu og framlegð,
þrátt fyrir að eldsneytisverð hafi
meira en tvöfaldast á síðastliðnum 12
mánuðum.[…],“ sagði Bogi Nils
Bogason, forstjóri Icelandair, í til-
kynningu í gær. logis@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugfélag Bætt afkoma félagsins
skýrist af auknum farþegatekjum.
Hagnast um
hálfan milljarð
- Icelandair skil-
aði hagnaði í fyrsta
skipti í fimm ár