Morgunblaðið - 22.07.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022
✝
Elís Jónsson
fæddist í Klett-
stíu í Norðurárdal í
Borgarfirði 3. apríl
1931. Hann lést í
Reykjavík 11. júlí
2022.
Foreldrar Elísar
voru hjónin Jón Jó-
hannesson og Sæ-
unn Elísabet Klem-
enzdóttir.
Elís var yngstur
fjögurra bræðra en þeir voru
Karl Magnús, Klemenz og Jó-
hannes, þeir eru allir látnir.
Elís kvæntist Brynhildi Bene-
diktsdóttur Líndal, f. 30.6. 1934,
d. 11.1. 2022. Börn þeirra eru: 1.
bæjar, Gaggó Vest, veturna 1946-
1949 og lauk þaðan landsprófi. El-
ís lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1953 og
stundaði nám í viðskiptafræði við
Háskóla Íslands 1954 til 1958.
Elís var dyggur starfsmaður
Vegagerðar ríkisins í 51 ár en
hann hóf fyrst störf sem sum-
arstarfsmaður sumarið 1950.
Hann kom víða við í störfum sín-
um fyrir Vegagerðina, m.a. á Fá-
skrúðsfirði, Ströndum, í Húna-
vatnssýslum og síðast en ekki síst í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, en
árið 1959 tók hann við starfi um-
dæmisverkstjóra Vegagerð-
arinnar í Borgarnesi. Því starfi
gegndi hann til ársins 1995 þegar
hann færði sig um set til Vega-
gerðarinnar í Reykjanesumdæmi.
Þar starfaði Elís til 70 ára aldurs
eða til ársins 2001. Elís tók virkan
þátt í félagsstörfum og starfaði
innan Lions-hreyfingarinnar og
frímúrarareglunnar Akurs. Hann
sinnti embætti sýslunefndar-
formanns fyrir Mýrasýslu í nokk-
ur kjörtímabil, sat í stjórn
Skallagríms/Akraborgar og í
stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu.
Elís og Brynhildur hófu búskap
í Reykjavík árið 1955 en byggðu
sér síðan hús á Kjartansgötu 20 í
Borgarnesi og fluttu þangað árið
1964. Þar bjuggu þau allt til ársins
1995 þegar þau fluttu í Bröttuhlíð
6 í Mosfellsbæ. Elís naut sín við
stangveiði og hestamennsku en
þau Brynhildur héldu hesta allan
sinn búskap og ferðuðust víða um
landið tengt því. Þá ferðuðust þau
mikið til útlanda.
Útför Elísar fer fram frá Lága-
fellskirkju í Mosfellsbæ í dag, 22.
júlí 2022, klukkan 13.
Benedikt Ingi, f. 27.3.
1957. Eiginkona
Edda Jóhannsdóttir.
Synir þeirra eru Elís
Ingi og Birkir Páll. 2.
Guðrún Alda, f. 11.2.
1971. Synir hennar
eru Benedikt Líndal
og Freyr Líndal.
Elís gekk í barna-
skólann við Dals-
mynni í Norðurárdal
frá 7 til 14 ára ald-
urs. Veturinn 1945-1946 sat hann
heimakennslu hjá prestunum í
Fellsmúla í Landsveit en þar starf-
aði föðurbróðir hans Guðlaugur
sem kennari. Þá stundaði hann
nám við Gagnfræðaskóla Vestur-
Það haustaði snemma þetta
sumarið þegar elsku pabbi kvaddi,
nákvæmlega hálfu ári eftir að
mamma lést, enda var hann ein-
staklega nákvæmur maður.
Allt frá fyrstu tíð var ég mjög
náin pabba enda var hann sérstak-
lega ástríkur og umhyggjusamur
faðir og afi, sem er svo sannarlega
gæfa mín og sona minna. Hann
var að mörgu leyti á undan sinni
samtíð þegar kom að barnaupp-
eldi, umönnun og heimilishaldi en
þar tók hann þátt til jafns við
mömmu. Mildi, virðing, stuðning-
ur og þolinmæði var leiðarstef
hans í uppeldi og samskiptum alla
jafna enda taldi hann það skila
meiru en harka og óbilgirni. Ég er
eftirbátur hans í flestu en mun
reyna að tileinka mér þessa góðu
kosti eftir bestu getu.
Minningabrotin hafa hrannast
upp síðustu daga. Ég sem lítil
stelpa sitjandi á hnakkkúlunni fyr-
ir framan pabba í útreiðartúrum og
hvernig hlýtt fangið hans umvafði
mig öryggi. Seinna kenndi hann
mér að sitja hest og fylgdi mér í
reiðskólann í Faxaborg. Hann
hafði einstakt lag á að vekja mig
blíðlega á morgnana og dekraði við
stelpuna sína á alla mögulega vegu.
Þá fór ég með honum í ófáa vinnu-
bíltúrana um uppsveitir Borgar-
fjarðar, á Mýrarnar og jafnvel nið-
ur í Hrútafjörð þar sem hann átti
fundi með bændum og vegavinnu-
mönnum, settumst inn í kaffi þar
sem mynduð voru ævarandi tengsl.
Klukkutímum saman sat ég í aft-
ursætinu hjá honum og hann
fræddi mig um helstu örnefnin,
hvað bæirnir hétu og hver byggi
hvar, svo sungum við hástöfum
saman við lagið í útvarpinu, bæði
afspyrnu laglaus. Að loknum
löngum vinnudegi fengum við okk-
ur svo heitt kakó og franskbrauð
fyrir svefninn og höfum við borið
þess merki síðan.
Pabbi var einstakt snyrtimenni
og afar skipulagður. Frá unglings-
árum og þar til sjónin sveik hélt
hann dagbók. Þar var ekki verið
að flíka tilfinningum og skoðunum
heldur voru helstu staðreyndir
dagsins færðar til bókar. Hver
dagbókarfærsla hófst með stuttri
veðurlýsingu og í kjölfarið upplýs-
ingar um hverja hann hitti, talaði
við í síma, hvert hann fór og hvað
var keypt. Hann var fróður, víð-
lesinn og stálminnugur til síðasta
dags, þuldi upp ættir og tengsl
fólks, hvaðan það kom og helstu
staðhætti auk þess sem hann var
vel að sér um sagnfræði, landa-
fræði og stjórnmál.
Elsku hjartans pabbi minn,
takk fyrir allt sem þú hefur verið
mér og stráknum mínum. Takk
fyrir að kenna mér að sitja hest,
rækta fólkið mitt og vináttuna, slá
blettinn og rækta kartöflur, brýna
fyrir mér að fara vel með íslenskt
mál, vekja mig varlega á morgn-
ana og bjóða mér fallega góða
nótt. Takk fyrir að ganga Bene-
dikt mínum í föðurstað á krefjandi
tímum og vera Frey svo hlýr og
góður afi. Þú kenndir okkur svo
margt með þinni styrku hendi og
stóra hjarta, það er veglegt nesti
inn í lífið. Allt verður nú svo tómt
og þín svo sárt saknað, farðu í friði
elsku besti.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Meira: www.mbl.is/andlat
Þín ávallt elskandi dóttir,
Guðrún Alda.
Elsku pabbi minn, leiðir okkar
lágu fyrst saman 27.3. 1957 á fæð-
ingardeild LSH í Reykjavík. Það
voru fagnaðarfundir okkar á milli
þó svo að ég muni ekki eftir þínu
fallega brosi og hlýju er þú faðm-
aðir mig í fyrsta sinn.
Þú hafðir þá þegar hafið störf
hjá Vegagerðinni, tókst við stöðu
umdæmisverkstjóra á Vestur-
landi árið 1959 og reistir okkkur
hús á Kjartansgötu 20 í Borgar-
nesi. Árin í Borgarnesi voru eft-
irminnileg, að alast upp í þorpi þar
sem börn voru frjálsari en á möl-
inni. Mamma var heimavinnandi
að vetri til en vann með þér sem
ráðskona í vegavinnu á sumrin.
Það má segja að ég hafi verið alinn
upp á sumrin sem hálfgerður „sí-
gauni“, í tjöldum, skúrum og í
aftursæti bílsins á ferðalögum þín-
um um umdæmið.
Í nokkur ár hófst sumarúthald-
ið við vegaúrbætur við Vesturár-
gil í V-Hún, síðan hjá Brú í Hrúta-
firði og enduðum að hausti við
Fornahvamm í Norðurárdal. Búið
var við þröngan kost, án rafmagns
og nútímaþæginda. Þið mamma
kláruðuð verkefnin með myndar-
skap, tími sem ég mun aldrei
gleyma.
Traustið og umhyggjan sem þú
sýndir mér var einstök. Sjaldan
skiptir þú skapi, ef það gerðist þá
varði það ekki lengi. Þú hafðir
sterkar skoðanir, lausnamiðaður,
snyrtimenni og allt var í röð og
reglu. Hélst dagbækur og skráðir
viðburði frá degi til dags. Mikinn
fróðleik er þar að finna til áratuga.
Þú tókst mikið af myndum, stund-
um var kvartað yfir endalausum
myndatökum: „Elli minn, hættu
nú!“ En í dag búum við að þús-
undum mynda sem ellegar væru
ekki til staðar frá árum áður.
Hjá Vegagerðinni fór pabbi
með mannaforráð og eignaðist
marga trausta vini. Verkefnin
voru ærin, nýbyggingar og við-
hald vegakerfisins á Vesturlandi
frá botni Hvalfjarðar að Hítará, að
Gljúfurá í V-Hún. og Stranda-
sýslu.
Helstu áhugamál pabba voru
hestamennska, lax- og rjúpna-
veiði. Hestarnir tóku drjúgan tíma
árið um kring, það voru ófáar ferð-
irnar sem farnar voru í Dalina,
yfir hálendið, á Þingvelli, auk
styttri ferða.
Það var gestkvæmt á heimilinu.
Frændfólk okkar var tíðir gestir,
systkinabörn mömmu dvöldu
löngum stundum hjá okkur á
sumrin sem jók á ánægju,
skemmtun og prakkaraskap.
Systir mín kom í heiminn 1971,
sem lífgaði upp á heimilislífið,
prakkari og uppátækjasöm.
Okkur Eddu fæddist sonur
1981, skírður í höfuðið á afa sínum
á fimmtugsafmæli hans. Elís Ingi
dvaldi löngum stundum hjá afa og
ömmu í Borgarnesi. Yngri sonur
okkar, Birkir Páll, naut einnig
góðra stunda hjá þeim. Við fjöl-
skyldan fórum ófáar helgarferð-
irnar í Borgarnes og höfðum
mikla skemmtun af.
Eftir flutning pabba og
mömmu í Mosó árið 1995 starfaði
pabbi áfram hjá Vegagerðinni til
starfsloka. Hann naut lífsins
heima við þar til fyrir tveimur ár-
um er hann flutti á Hrafnistu við
Sléttuveg. Við þráðum að hafa
hann lengur á meðal okkar en
megum um leið ekki vera eigin-
gjörn, hann lifði góðu og litríku lífi
í 91 ár sem er þakkarvert.
Elsku pabbi, stórt knús fyrir
samfylgdina og hlýju þína í okkar
garð, hvíl í friði og vona ég inni-
lega að þið mamma hafið náð að
sameinast á nýjum slóðum þar
sem sólin skín árið um kring.
Meira: www.mbl.is/andlat
Þinn sonur,
Ingi.
Elsku afi, þú varst alltaf róleg-
ur og góður, sýndir okkur mikinn
áhuga og vildir að okkur gengi vel
í lífinu. Þegar við hugsum til þín
verður okkur hlýtt í hjartanu því
þú varst heimsins besti afi. Við
munum sakna þín mikið. Hvíldu í
friði.
Þótt döpur sé nú sálin,
þó mörg hér renni tárin,
mikla hlýju enn ég finn
þú verður alltaf afi minn.
(Höf. ók.)
Þínir afastrákar,
Benedikt og Freyr.
Fallinn er frá Elís Jónsson, góð-
ur félagi og skólabróðir úr
Menntaskólanum í Reykjavík.
Með nokkrum orðum langar mig
að minnast hans.
Við Elís, eða Elli, eins og hann
var kallaður, sátum saman í B-
bekknum, strákabekk og útskrif-
uðumst 1953. Elli var aðeins eldri
en við, bóndasonur úr Borgarfirði,
nánar tiltekið frá Klettstíu í Norð-
urárdal. Hann var hæverskur og
rólyndur strákur og tók ekki mik-
inn þátt í félagslífi skólans. Samt
tókst mér að fá hann til ábyrgð-
arstarfa fyrir leiknefndina sem sá
um árlega leiksýningu skólans,
Herranótt. Þar sá hann um gerð
og uppsetningu leikmyndarinnar
og leikmuna. Nauðsynlegt var að
ganga úr skugga um að allt væri á
sínum stað fyrir hverja sýningu.
Þar mátti ekkert út af bera og þar
var Elli réttur maður á réttum
stað. Traustur og áreiðanlegur.
Eftir útskriftina dreifðist hópurinn
og alvara lífsins tók við. Elli fann
sér starfsvettfang í heimabyggð
sinni. Vegagerð og samgöngumál á
Vesturlandi áttu hug hans allan og
við þau mál starfaði hann beint og
óbeint fram að eftirlaunaaldri.
Þegar á leið vaknaði þörfin fyrir
að hitta gömlu skólafélagana og
endurnýja gömul kynni. Góður
hópur myndaðist að frumkvæði
Ingólfs Örnólfssonar heitins og
hefur sá hópur ásamt eiginkonum
hist reglulega og átt góðar og eft-
irminnilegar stundir saman. Er
mér sérstaklega minnisstæð
glæsileg veisla sem Elli og Bryn-
hildur kona hans héldu í tilefni af
áttræðisafmæli hans. Þar var hóp-
urinn enn fullskipaður og umræð-
ur heitar, enda þjóðaratkvæða-
greiðsla um Icesave-samningana
framundan og sitt sýndist hverj-
um. En Ella tókst með sínu ró-
lynda skapi að lægja öldurnar. Síð-
an þá hefur saxast á hópinn. Elli
missti eiginkonu sína snemma árs
og sjálfur var hann orðinn heilsu-
lítill og þurfti umönnunar við síð-
ustu æviárin.
Fyrir hönd hópsins gamla sendi
ég börnum hans og fjölskyldum
þeirra innilegustu samúðarkveðj-
ur. Ella þökkum við liðnar sam-
verustundir og minnumst hans
sem góðs og trausts vinar.
Blessuð sé minning hans.
Þórir Einarsson.
Elís Jónsson
Með örfáum orð-
um langar mig að
minnast Guðrúnar
Tómasdóttur. Leið-
ir okkar lágu fyrst
saman þegar hún vann að því á
árinu 2016 að gefa út geisladisk-
inn Vor mitt það er blæösp, en
þar syngur Guðrún ljóð og ljóða-
þýðingar Þorsteins Valdimars-
sonar frá sjöunda og áttunda ára-
tug síðustu aldar. Upptökurnar
voru allar til hjá Ríkisútvarpinu
og gefnar út með heimild stofn-
unarinnar. Ekki veit ég ástæðuna
fyrir því að Guðrún bað mig að
vera sér innan handar varðandi
frágang bæklingsins sem fylgdi
diskinum. Ekki ósennilegt að
mágkona Þorsteins, Sólveig Ein-
arsdóttir, ekkja Gunnars Valdi-
marssonar, eða synir þeirra, Þor-
steinn og Einar, hafi sagt henni
frá vináttu okkar Þorsteins og
greinum sem ég skrifaði á sínum
tíma um hann, m.a. í tímaritið
Múlaþing. Hvað sem því líður þá
tók ég vel í það þegar Guðrún
hringdi í mig einn góðan veður-
dag og bað mig að vera sér innan
handar við samantekt á kynning-
arbæklingi með fyrrnefndum
hljómdiski. Samstarf okkar hófst
með heimsókn til hennar á Há-
teigsveginn þar sem grunnlínur
Guðrún Tómasdóttir
✝
Guðrún
Tómasdóttir
fæddist 13. apríl
1925. Hún lést 9.
júlí 2022. Útför
Guðrúnar fór fram
20. júlí 2022.
voru lagðar varð-
andi efni kynningar-
bæklingsins. Þau
voru mörg símtölin
sem við áttum og
Tómas sonur henn-
ar varð oft fyrir
svörum þegar ég
hringdi. Af meðleik-
urunum sem koma
við sögu á diskinum
var og er Jónas
Ingimundarson einn
á lífi. Hann var ávallt boðinn og
búinn að vera mér innan handar
með ráðgjöf og upplýsingar.
Dýrmætasta gjöfin sem þetta
verkefni færði mér var að kynn-
ast listamanninum og persónunni
Guðrúnu Tómasdóttur. Af henni
geislaði í hvívetna hlýja og elsku-
legheit. Eftir að diskurinn kom út
bauð hún okkur hjónunum og
Sólveigu oft í kaffi á Háteigsveg-
inn. Sem vænta má var þar farið
vítt um völl, m.a. við upprifjun
minninga um fólk og viðburði í
tónlistarlífinu. Síðar hittumst við
nokkrum sinnum til að ræða með
hvaða hætti yrði best minnst
aldarafmælis Þorsteins, en hann
var fæddur 31.10. 1918. Niður-
staðan varð sú að farið var fram á
það við Ríkisútvarpið að tekin
yrði saman dagskrá af þessu til-
efni. Á það var fallist og tók
Gunnar Stefánsson að sér að sjá
um dagskrána. Henni var útvarp-
að 3. nóvember 2018 og var vel
tekið.
Ekki get ég lokið þessum lín-
um án þess að minnast á bókina
Söngurinn og sveitin eftir Bjarka
Bjarnason, sem út kom 2017.
Þessi bók er ómetanleg heimild
því þar segir Guðrún í stórum
dráttum frá lífshlaupi sínu.
Eftir að Guðrún flutti inn á
Hrafnistu átti ég þess kost að
hitta hana tvisvar hressa í bragði;
í síðara skiptið liðlega hálfum
mánuði áður en hún kvaddi.
Við heiðrum best minningu
listamannsins Guðrúnar Tómas-
dóttur með því að meta að verð-
leikum hennar listræna framlag
og hlýða sem oftast á geisladisk-
inn.
Öllum ættingjum og vensla-
fólki Guðrúnar sendum við Sig-
rún hugheilar samúðarkveðjur.
Gunnar Guttormsson.
Það mun hafa verið í lok ní-
unda áratugarins sem ég kom til
Guðrúnar í fyrsta söngtímann í
Tónskóla þjóðkirkjunnar á Sölv-
hólsgötunni. Við guðfræðinemar
þurftum líka að fá tilsögn í söng,
enda betra að við gætum tónað
eins og eina messu lýtalaust.
Haukur Guðlaugsson, fv. söng-
málastjóri, segir svo í minninga-
bók Guðrúnar:
„… Guðrún var ætíð bæði
kennari og mikill vinur nemenda
sinna. Ef einhver kom í skólann,
sem átt hafði erfiða lífsreynslu
eða skorti sjálfstraust, þá var
fyrsta hugsunin hjá mér að koma
nemandanum í hendur Guðrúnar.
Hún annaðist alla af nærfærni og
skilningi. …“ (Söngurinn og
sveitin, bls. 107.) Þetta eru orð að
sönnu. Þegar ég hóf nám hjá
Guðrúnu voru ekki liðin mörg ár
frá andláti foreldra minna, og ég
kynntist strax þessu ljúflyndi
hennar og góðu nærveru, enda
urðum við fljótlega ágætar vin-
konur. Ég komst líka að því, að við
áttum margt sameiginlegt og átt-
um töluvert af sameiginlegum
vinum.
Hún hafði stundum orð á því,
að aldursmunarins vegna gæti ég
vel verið dóttir hennar, sem ég
játti strax og sagðist eiga hálf-
systur samfeðra, sem væri jafn-
gömul henni, og ætti börn á mín-
um aldri og jafnvel eldri.
Við töluðum jafnan margt og
mikið saman, þess á milli sem hún
lét mig syngja raddæfingarnar,
eftir að hún hafði heyrt, hversu
mikið raddsvið ég hafði, og end-
uðum svo tímana alltaf á nokkrum
lögum.
Ef ég kom aðeins fyrir tímann
til hennar, og hún rétt ókomin, þá
átti ég það til að setjast við píanóið
í kennslustofunni og spila nokkur
lög, oftast nær utan að, hvort
heldur það voru þjóðlög, ljóðalög,
óperuaríur eða jafnvel dægurlög.
Hún kunni að meta það allt saman
og hafði gaman af, þegar hún
kom. Einhvern tíma kom ég með
bók, sem í voru óperuaríur með
dönskum texta, og móðir mín
hafði átt, og var að spila aríur
Cherubinos úr Brúðkaupi Fíg-
arós, þegar Guðrún kom inn, og
sagði þá: „Já, aumingja strák-
urinn hann Cherubino, sem var
alltaf svo yfir sig ástfanginn af
greifafrúnni.“ Hún virtist hafa
yndi af þessu píanóspili mínu.
Alls var ég í námi hjá henni sem
svaraði fimm árum eða grunn- og
miðstigi, að mér telst til, þótt ekki
væri það samfellt nám og næði yf-
ir lengri tíma. Ég fékk líka mikið
út úr því.
Eftir að því lauk talaði ég oft
við hana í síma, og það var alltaf
jafn indælt að heyra í henni, svo
ljúf og yndisleg, eins og hún var
iðulega, þótt nokkur tími liði á
milli, enda man ég aldrei eftir
henni í vondu skapi. Slíkt var
ekki í eðli hennar.
Þegar ég nú kveð hana hinstu
kveðju er mér efst í huga einlægt
og innilegt þakklæti fyrir góða og
gjöfula viðkynningu, vináttu og
velgerðir í minn garð og svo
kennsluna, um leið og ég bið
henni allrar blessunar Guðs í ríki
ljóss og friðar, og votta Tómasi
og öðrum aðstandendum innilega
samúð mína. Ég veit, að Guðrún
hefur fengið góða heimkomu og
verður með okkur öllum í anda,
sem þekktum hana, og lifir vissu-
lega í minningunni þrátt fyrir
söknuðinn.
Blessuð sé ævinlega minning
minnar elskulegu vinkonu og
söngkennara.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Björtustu minningar mínar
stafa löngum frá organistanám-
skeiðunum í Skálholti, hvar org-
anistinn og söngstjórinn, Haukur
Guðlaugsson, hélt úti kraftmikl-
um, vikulöngum og árlegum
námskeiðum með allri ljúf-
mennsku, listfengi og öflugri að-
stoð þolinmóðra kennara og fleiri
hjálparmanna. Þangað sóttu víða
að organistar og söngvarar.
Guðrún Tómasdóttir var þar
fremst í flokki kennara, ljúf og
einörð eins og hæfir listamanni
og söngkonu, átti margt að gefa
organistunum sem komu til
hennar í söngtíma og tóku jafnvel
einsöng í messunni sem alltaf var
á sínum stað á sunnudeginum.
Mótinu lauk með þeirri samkomu
og þátttakendur sneru aftur
heim, orkumeiri og hugdjarfari
að takast á við verkefni hausts og
kirkjusönginn næsta vetur.
Þessa merku söngkonu, sem
blés okkur ýmsum kraft í hug, vil
ég kveðja með versi úr ljóði Tóm-
asar Guðmundssonar, Eftir söng-
leik:
Ég vaknaði af djúpum dvala
við dýrlegan hörpuóm.
Sál mína dreymir síðan
sólskin og undarleg blóm.
Ég fann hvernig foldin lyftist
og fagnandi tíminn rann
með morgna, sem klettana klifu
og kvöld, sem í laufinu brann.
(TG)
Ingi Heiðmar Jónsson.
„Þú eina hjartans yndið mitt“:
Þakkarorð: Ég þakka kær-
leika þinn. Ég þakka mildina. Ég
þakka fegurðina. Ég þakka glað-
værðina. Þinn dillandi hlátur. Ég
þakka yndislega sönginn þinn.
Ég þakka hugulsemina. Ég
þakka geislandi brosið þitt. Ég
þakka friðinn sem fylgdi þér og
fyllti hvern krók og kima. Ég
þakka fölskvalausa vináttu sem
aldrei bar skugga á. Ég þakka
fyrir þig, yndislega Guðrún mín.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá …
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.