Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 22.07.2022, Side 26

Morgunblaðið - 22.07.2022, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022 Lengjudeild karla Fjölnir – Þróttur V................................... 6:0 Selfoss – HK ............................................. 1:2 Grindavík – Afturelding .......................... 4:5 KV – Fylkir ............................................... 2:3 Staðan: HK 13 9 1 3 28:17 28 Fylkir 13 8 3 2 37:15 27 Fjölnir 13 7 2 4 32:21 23 Grótta 12 7 1 4 27:15 22 Selfoss 13 6 3 4 24:19 21 Afturelding 13 5 4 4 24:21 19 Grindavík 13 4 5 4 22:20 17 Kórdrengir 12 4 4 4 16:18 16 Vestri 12 4 4 4 19:29 16 Þór 12 3 2 7 17:27 11 KV 13 2 1 10 16:34 7 Þróttur V. 13 1 2 10 5:31 5 Markahæstir: Kjartan Kári Halldórsson, Gróttu ........... 12 Gonzalo Zamorano, Selfossi ....................... 8 Harley Willard, Þór .................................... 8 Stefán Ingi Sigurðarson, HK ..................... 8 Hákon Ingi Jónsson, Fjölni........................ 8 2. deild karla Haukar – Reynir S ................................... 2:2 KF – KFA ................................................. 4:0 Staðan: Njarðvík 12 11 1 0 41:9 34 Þróttur R. 12 8 2 2 22:14 26 Ægir 12 8 1 3 23:18 25 Haukar 13 5 5 3 21:15 20 Völsungur 12 5 4 3 24:18 19 KF 13 3 6 4 26:27 15 ÍR 12 4 3 5 19:22 15 KFA 13 4 3 6 22:28 15 Víkingur Ó. 12 3 3 6 21:24 12 Höttur/Huginn 12 2 4 6 15:23 10 Reynir S. 13 1 3 9 13:28 6 Magni 12 1 3 8 10:31 6 Sambandsdeild karla 2. umferð, fyrri leikir: Molde – Elfsborg ..................................... 4:1 - Björn Bergmann Sigurðarson hjá Molde er frá keppni vegna meiðsla. - Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á hjá Elfsborg á 79. mínútu og Hákon Rafn Valdimarsson var varamarkvörður liðsins. SJK Seinäjoki – Lilleström..................... 0:1 - Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á hjá Lilleström á 70. mínútu. Sparta Prag – Viking.............................. 0:0 - Patrik Sigurður Gunnarsson markvörð- ur Vikings og Samúel Kári Friðjónsson léku allan leikinn. Levski Sofia – PAOK............................... 2:0 - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Breiðablik – Buducnost Podgorica ......... 2:0 Víkingur R. – The New Saints ................ 2:0 Kyzylzhar – Osijek ................................... 1:2 Liepaja – Young Boys.............................. 0:1 Kairat Almaty – Kisvárda ....................... 0:1 Tobol – Lincoln Red Imps ....................... 2:0 Ararat-Armenia – Paide .......................... 0:0 Valmiera – Shkëndija............................... 1:2 Makedonija GP – CSKA Sofia ................ 0:0 Koper – Vaduz .......................................... 0:1 KuPS Kuopio – Milsami .......................... 2:2 Lech Poznan – Dinamo Batumi .............. 5:0 Saburtalo Tbilisi – FCSB ........................ 1:0 Zira – Maccabi Tel Aviv........................... 0:3 Pogon Szczecin – Bröndby ...................... 1:1 Ruzomberok – Riga.................................. 0:3 Suduva – Viborg ....................................... 0:1 Antwerp – Drita ....................................... 0:0 B36 Þórshöfn – Tre Fiori......................... 1:0 Basel – Crusaders .................................... 2:0 Gzira United – Radnicki Nis ................... 2:2 Féhérvár – Gabälä.................................... 4:1 Petrocub – Laci ........................................ 0:0 Rapid Vín – Lechia Gdansk..................... 0:0 St Josephs – Slavia Prag ......................... 0:4 Vorskla Poltava – AIK............................. 3:2 Aris Limassol – Neftchi Baku................. 2:0 CFR Cluj – Inter d’Escaldes .................. 3:0 Hapoel Beer Sheva – Dinamo Minsk ..... 2:1 Istanbul Basaksehir – Netanya .............. 1:1 Aris Saloniki – Gomel............................... 5:1 Racing Lúxemborg – Cuckaricki............ 1:4 Sepsi SF Gheorghe – Ol. Ljubljana........ 3:1 AZ Alkmaar – Tuzla City......................... 1:0 Rijeka – Djurgården................................ 1:2 Spartak Trnava – Newtown .................... 4:1 Velez Mostar – Hamrun Spartans.......... 0:1 Motherwell – Sligo Rovers ...................... 0:1 St Patricks Athletic – Mura .................... 1:1 BATE Borisov – Konyaspor ................... 0:3 Raków – Astana........................................ 5:0 Vllaznia – Universitatea Craiova............ 1:1 Vitoria Guimaraes – Piskás Academy.... 3:0 50$99(/:+0$ 8-liða úrslit: Þýskaland – Austurríki............................ 2:0 _ Þýskaland mætir Frakklandi eða Hol- landi í undanúrslitum 27. júlí. 8-liða úrslit í kvöld: Svíþjóð – Belgía ......................................... 19 8-liða úrslit annað kvöld: Frakkland – Holland................................. 19 Markahæstar á EM: Beth Mead, Englandi.................................. 5 Alexandra Popp, Þýskalandi ...................... 4 Alessia Russo, Englandi ............................. 3 Grace Geyoro, Frakklandi.......................... 3 Georgia Stanway, Englandi ....................... 2 Ellen White, Englandi ................................ 2 Romée Leuchter, Hollandi ......................... 2 Filippa Angeldahl, Svíþjóð ......................... 2 Lina Magull, Þýskalandi............................. 2 EM KVENNA 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HK er áfram á toppi 1. deildar karla í fótbolta eftir sigur á Sel- fyssingum, 2:1, í lykilleik toppbar- áttunnar á Selfossi í gærkvöld. Fylkir fylgir fast á eftir en Árbæ- ingar unnu KV í Vesturbænum, 3:2. HK er komið með 28 stig í efsta sætinu og Fylkir er með 27. Liðin tvö sem féllu úr úrvalsdeildinni síð- asta haust, eru komin á talsverða siglingu og hafa tekið skref fram úr hinum. Fjölnir er kominn í þriðja sætið með 23 stig, Grótta er með 22 stig og Selfoss er nú í fimmta sæti með 21 stig. Selfyssingar komust yfir gegn HK strax á 5. mínútu þegar Adam Örn Sveinbjörnsson skoraði fallegt skallamark eftir aukaspyrnu, 1:0. Selfoss fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Arnar Freyr Ólafsson markvörður HK varði frá Gary Martin. Þetta var vendipunktur leiksins því á 55. mínútu jafnaði Stefán Ingi Sigurðarson fyrir HK eftir send- ingu Birkis Vals Jónssonar og á 69. mínútu skoraði Arnþór Ari Atlason sigurmark HK eftir sendingu Stef- áns Inga, 2:1. Selfoss fékk aðra vítaspyrnu á 82. mínútu og Ívar Örn Jónsson úr HK rautt spjald. Gonzalo Zamor- ano skaut yfir mark HK úr víta- spyrnunni. Fylkir vann KV 3:2 í Vest- urbænum. Magnús Dagbjartsson og Samúel Kristinsson komu KV tvisvar yfir í fyrri hálfleiknum en Nikulás Valur Gunnarsson jafnaði fyrir Fylki þar á milli. Arnór Gauti Jónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson skoruðu fyrir Fylki í síðari hálfleiknum og tryggðu Árbæingum sigur. Fjölnir skoraði sex Fjölnir vann auðveldan sigur á botnliði Þróttar úr Vogum, 6:0, í Grafarvogi. Hákon Ingi Jónsson, Hans Viktor Guðmundsson, Lúkas Logi Heimisson og Guðmundur Þór Júlíusson skoruðu í fyrri hálfleik og Andri Freyr Jónasson og Árni Steinn Sigursteinsson í þeim síðari. Afturelding vann Grindavík 5:4 í ótrúlegum markaleik í Grindavík þar sem Marciano Aziz skoraði sig- urmarkið á 89. mínútu. Javier Ontiveros, Sigurður Snorrason, Elmar Kári Enesson Cogic og Jökull Jörvar Þórhallsson skoruðu hin fjögur mörk Aftureld- ingar en fyrir Grindavík skoraði Tómas Leó Ásgeirsson skoraði tvö mörk, Dagur Ingi Hammer og Kenan Turudija eitt mark hvor. Afturelding fór þar með upp fyr- ir Grindavík og í sjötta sætið með 19 stig en Grindavík er með 17 stig í sjöunda sætinu. Tvö víti í súginn og HK vann - HK og Fylkir styrktu stöðuna Ljósmynd/Guðmundur Karl Selfoss HK-ingurinn Örvar Eggertsson og Selfyssingurinn Ívan Breki Sig- urðsson eigast við í leik liðanna sem HK vann 2:1 í gærkvöld. Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Darwin Núnez fór á kostum með Liverpool í gærkvöld, þegar enska liðið vann RB Leipzig 5:0 í æfinga- leik í Þýskalandi. Núnez kom inn á sem varamaður í hálfleik og skor- aði fjögur mörk, tvö þeirra á fyrstu sex mínútunum. Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool strax á áttundu mínútu. Núnez var keyptur til Liverpool frá Benfica fyrir 64 milljónir punda og sú upphæð gæti hækkað í 85 milljónir punda ef hann uppfyllir alla skilmála samningsins. Skoraði fernu í seinni hálfleik AFP/Ronny Hartmann Liverpool Darwin Núnez fagnar fjórða marki sínu í gærkvöld. Uwe Seeler, einn fremsti knatt- spyrnumaður Þjóðverja á árunum 1955 til 1970, er látinn, 85 ára að aldri. Seeler lék með Hamburger SV frá tíu ára aldri og þar til hann lagði skóna á hilluna árið 1972. Þá hafði hann skorað 404 mörk í 476 leikjum með aðalliði félagsins. See- ler tók þátt í fjórum heimsmeistara- mótum frá 1958-1972 og varð fyrst- ur í sögunni til að spila 20 leiki í lokakeppni HM og til að skora á fjórum heimsmeistaramótum. Alls lék Seeler 72 landsleiki og skoraði í þeim 43 mörk. Uwe Seeler er látinn AFP Markaskorari Uwe Seeler í leik með Vestur-Þýskalandi á HM 1962. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þýskaland er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Austurríki, 2:0, á Brentford-leikvanginum í London í gærkvöld. Þýska liðið mætir Frakklandi eða Hollandi í undanúrslitum næsta miðvikudagskvöld. Þau lið eigast við í Rotherham annað kvöld, í síðasta leik átta liða úrslitanna. Lina Magull kom Þýskalandi yfir á 26. mínútu eftir sendingu frá Klöru Bühl og staðan var 1:0 í hálf- leik. Upphafsmínútur síðari hálfleiks voru líflegar en Þýskaland átti stangarskot eftir 17 sekúndur og Austurríki sláarskot skömmu síðar. Þær austurrísku voru áfram hættu- legar og áttu skot í stöng á 57. mín- útu. Fjórða markið frá Popp Spennan varði fram á lokamín- útur en þegar rúmlega 89 mínútur voru liðnar, skoraði Alexandra Popp sitt fjórða mark á Evrópumótinu og kom Þjóðverjum í 2:0. Þar með voru úrslitin ráðin en lið Austurríkis átti allan tímann möguleika og er það lið sem hefur komið einna mest á óvart á þessu Evrópumóti. Popp hefur skorað í öllum fjórum leikjum Þýskalands og virðist sem stendur í baráttu við hina ensku Beth Mead um markadrottningar- titilinn. Þýska liðið hefur enn ekki fengið á sig mark á þessu Evrópu- móti. Þriðji leikur átta liða úrslitanna fer fram í kvöld, þegar Svíþjóð og Belgía mætast í Leigh, á heimavelli kvennaliðs Manchester United. Sig- urliðið í þeim leik mætir Englandi á þriðjudagskvöldið. Þær þýsku í undanúrslitin - Hörkuspennandi leikur gegn Austurríki fram á lokamínútur en 2:0 sigur AFP/Justin Tallis Undanúrslit Þýsku leikmennirnir fagna ásamt stuðningsfólki sínu á Brentford-leikvanginum eftir sigurinn í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.