Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 22.07.2022, Síða 27

Morgunblaðið - 22.07.2022, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022 _ Varnarmaðurinn öflugi, Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikur áfram með Íslandsmeisturum Vals í handknattleik á næsta tímabili en hann hefur gert nýjan samning við félagið. Horfur voru á að hann færi til Danmerkur, þar sem unnusta hans, Lovísa Thompson, hef- ur samið við Ringköbing en Þorgils mun leika allavega eitt tímabil í viðbót með Val. _ Ben Mee, fyrirliði enska knatt- spyrnuliðsins Burnley undanfarin ár, leikur áfram í úrvalsdeildinni þótt lið hans hafi fallið. Samningur hans rann út í sumar. Í gær samdi hann við Brentford um að leika með liðinu á komandi tímabili. _ Enski knattspyrnumaðurinn Jesse Lingard samdi í gær við Nottingham Forest, nýliðana í úrvalsdeildinni, til eins árs. Hann var laus allra mála frá Manchester United, þar sem hann hef- ur verið á mála frá átta ára aldri. Lin- gard, sem er 29 ára og hefur leikið 32 landsleiki fyrir England, er ellefti leik- maðurinn sem Forest fær til sín í sum- ar. _ Óvíst er hvort Hanna Glas, einn af reyndustu leikmönnum sænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, geti leikið með því gegn Belgíu í átta liða úrslitum EM í kvöld. Hún og Emma Kulberg greindust með kórónuveiruna í gær en fara í próf á ný snemma í dag. _ Kevin De Bruyne skoraði bæði mörk Manchester City í fyrrinótt þeg- ar ensku meistararnir í knattspyrnu unnu Club América frá Mexíkó 2:1 í æf- ingaleik í Bandaríkjunum. Gabriel Martinelli, Eddie Nketiah og Reiss Nelson skoruðu mörk Arsenal sem vann Orlando City vestanhafs, 3:1, en Everton steinlá fyrir Minnesota United, 4:0. _ Senegalski knattspyrnumaðurinn Sadio Mané var fljótur að skora sitt fyrsta mark fyrir Bayern München, sem keypti hann af Liverpool á dögunum. Hann skoraði strax á 5. mín- útu í fyrsta æfinga- leiknum, þegar Bayern sigraði DC United, lið Waynes Rooney, 6:2 vestanhafs í fyrri- nótt. Eitt ogannað Morgunblaðið/Árni Sæberg Mor Kópavogur Úkraínski dómarinn hafði nóg að gera og hér liggur Andrija Raznatovic á vellinum en var samt á leið af velli með rautt spjald. EVRÓPUKEPPNI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Víkingur og Breiðablik standa vel að vígi eftir fyrri leikina í annarri umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta, þar sem bæði lið unnu 2:0 heimasigra í gærkvöld. Þeir leikir voru þó eins ólíkir og hugsast gat. Víkingar skoruðu úr tveimur vítaspyrnum á fyrstu 56 mínútunum gegn The New Saints frá Wales á meðan Blikar skoruðu sín tvö mörk á lokamínútunum gegn Buducnost frá Svartfjallalandi. Leikurinn á Kópavogsvelli varð heldur betur sögulegur, því tveir leikmenn Buducnost voru reknir af velli í síðari hálfleiknum. Þjálfari liðsins, Aleksandar Nedovic, fékk þriðja rauða spjaldið í uppbótartíma leiksins. Svartfellingarnir verða því með tvo leikmenn og þjálfarann í leikbanni í seinni leiknum í Podgo- rica næsta fimmtudag. Blikar voru orðnir tveimur mönn- um fleiri þegar enn voru rúmar 20 mínútur til leiksloka en þeim gekk illa að brjóta niður níu Svartfell- inga. Reyndar voru þeir heppnir þegar gestirnir komust í dauðafæri, tveimur færri, en Anton Ari Ein- arsson bjargaði Blikum með því að verja glæsilega frá Lazar Miljovic sem komst einn gegn honum. Sann- kallaður vendipunktur í leiknum. _ Kristinn Steindórsson kom Breiðabliki loksins yfir eftir látlausa pressu, 1:0, á 88. mínútu með góðu skoti í hægra hornið. Þar með jafn- aði hann markamet Ellerts Hreins- sonar fyrir Breiðablik í Evr- ópukeppni en þeir hafa nú báðir gert fjögur mörk fyrir félagið á þessum vettvangi. _ Höskuldur Gunnlaugsson lagði upp markið fyrir Kristin og hann skoraði síðan úr vítaspyrnu í upp- bótartímanum eftir að Oliver Sig- urjónsson var felldur. Þriðja Evr- Ljósmynd/Kristinn Steinn Fossvogur Kristall Máni Ingason skoraði bæði mörk Víkinga í gærkvöld af vítapunktinum og hér sækir hann að marki Walesbúanna. ópumark Höskuldar fyrir Breiða- blik en hann, Árni Vilhjálmsson og Gísli Eyjólfsson eru þar jafnir með þrjú mörk hver. _ Blikar hafa nú unnið fleiri leiki en þeir hafa tapað í Evrópukeppni og eru eina íslenska karlaliðið í þeirri stöðu. Þeir hafa unnið tíu og tapað níu af 24 Evrópuleikjum sín- um. Þegar leikurinn var flautaður af gerðu leikmenn og starfsmenn Bu- ducnost sig líklega til að veitast að Damir Muminovic, leikmanni Breiðabliks, en þeir voru strax stöðvaðir af lögreglu á vellinum. Komist Blikar áfram, mæta þeir annað hvort Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi eða Maccabi Netanya frá Ísrael, sem gerðu 1:1 jafntefli í Tyrklandi í gærkvöld. Mörk í öllum Evrópuleikjum Ingvar Jónsson markvörður bjargaði Víkingum með frábærri markvörslu eftir slæm varn- armistök strax á annarri mínútu leiksins. Víkingar tóku hins vegar völdin á vellinum fljótlega eftir það og unnu verðskuldaðan sigur, þar sem þeir hefðu getað skorað fleiri mörk. _ Kristall Máni Ingason skoraði úr vítaspyrnu á 29. mínútu eftir að brotið var á Ara Sigurpálssyni. _ Kristall Máni skoraði aftur úr vítaspyrnu en þá var brotið á hon- um sjálfum, að mati dómarans. _ Kristall Máni hefur nú skorað í öllum fjórum Evrópuleikjunum sem hann hefur spilað fyrir Víking, sam- tals fimm mörk. Hann er marka- hæstur Víkinga í Evrópukeppni frá upphafi. _ Íslensk lið hafa nú unnið alla níu leiki sína gegn liðum frá Wales í Evrópukeppni. Víkingar mæta nær örugglega Lech Poznan frá Póllandi ef þeir komast áfram en Lech vann Di- namo Batumi frá Georgíu 5:1 í gær- kvöld. Hasar á Kópavogsvelli - Þrjú rauð spjöld á lið Buducnost - Blikar skoruðu tvisvar í lokin og unnu 2:0 - Víkingar unnu velsku meistarana 2:0 með tveimur vítaspyrnum Kristals Argentínski körfuknattleiksmað- urinn Pablo César Bertone hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Íslandsmeistara Vals. Bertone, sem er 32 ára bakvörður, kom til Vals frá Haukum fyrir síð- asta tímabil og var lykilleikmaður er liðið varð Íslandsmeistari. Hann skilaði 15 stigum, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar að með- altali í 33 leikjum fyrir félagið á síð- asta tímabili. Bertone lék áður með liðum í Argentínu, á Spáni og Ítalíu en hann er með tvöfalt ríkisfang, argentínskt og ítalskt. Bertone áfram á Hlíðarenda Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson Valsmaður Pablo Cesar Bertone samdi til tveggja ára í viðbót. Norah Jeruto vann í fyrrinótt fyrstu gullverðlaun Kasakstan á heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum þegar hún vann sannfærandi sigur í 3.000 metra hindrunarhlaupi kvenna á 8:53,02 mínútum, og setti um leið mótsmet. Þá er þetta þriðji besti tími sögunnar í greininni. Je- ruto, sem er 26 ára gömul og fyrr- verandi Afríkumeistari í greininni, er frá Kenía og er á sínu fyrsta keppnisári sem Kasaki. Hún missti af Ólympíuleikunum á síðasta ári þar sem hún var ekki orðin gjald- geng með Kasakstan. Fyrstu gullverð- laun Kasakstan AFP/Jewel Samad Heimsmeistari Norah Jeruto með fána sinnar nýju þjóðar. BREIÐAB. – BUDUCNOST 2:0 1:0 Kristinn Steindórsson 88. 2:0 Höskuldur Gunnlaugsson 90.(v) Rautt spjald: Andrija Raznatovic (Bu- ducnost) 55., Luka Mirkovic (Buduc- nost) 69., Aleksandar Nedovic (Buduc- nost/þjálfari) 90. Dómari: Denys Shurman, Úkraínu. Áhorfendur: Um 1.000. Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunn- laugsson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Davíð Ingvarsson, Anton Ari Einarsson. Miðja: Viktor Karl Ein- arsson, Oliver Sigurjónsson, Gísli Eyj- ólfsson. Sókn: Jason Daði Svanþórsson (Omar Sowe 80), Dagur Dan Þórhalls- son (Kristinn Steindórsson 74), Ísak Snær Þorvaldsson. VÍKINGUR – TNS 2:0 1:0 Kristall Máni Ingason 29.(v) 2:0 Kristall Máni Ingason 57.(v) Dómari: Peter Kralovic, Slóvakíu. Áhorfendur: Um 800. Víkingur R.: (4-4-2) Mark: Ingvar Jóns- son. Vörn: Karl Friðleifur Gunnarsson, Kyle McLagan, Oliver Ekroth, Logi Tómasson. Miðja: Erlingur Agnarsson, Pablo Punyed, Júlíus Magnússon, Ari Sigurpálsson (Nikolaj Hansen 77). Sókn: Kristall Máni Ingason, Birnir Snær Ingason (Helgi Guðjónsson 77). KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Grafarvogur: Fjölnir – HK.................. 18.30 Víkin: Víkingur – FH ........................... 19.15 Ásvellir: Haukar – Grindavík .............. 19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Fylkir ..... 19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Safamýri: Kórdrengir – Þór ................ 19.15 2. deild karla: Njarðvík: Njarðvík – Þróttur R .......... 19.15 3. deild karla: Fagrilundur: Augnablik – Elliði ......... 19.15 Garður: Víðir – KFG ............................ 19.15 2. deild kvenna: Seltjarnarnes: Grótta – ÍA .................. 19.15 Grýluvöllur: Hamar – KÁ.................... 19.15 GOLF Keppni í 1. deild kvenna á Íslandsmóti golf- klúbba 2022 hófst í gær og lýkur á morgun. Keppt er á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og Korp- úlfsstaðavelli og í dag hefst fyrsta viður- eign klukkan 8.00 en þá er lokaumferð riðlakeppninnar á dagskrá. Undanúrslitin hefjast um hádegi. Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.