Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 22.07.2022, Page 28

Morgunblaðið - 22.07.2022, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022 Þín upplifun skiptir okkur máli Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Við tökum vel á móti þér Fjölbreyttur og spennandi matseðill þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi Skoðið matseðilinn á finnssonbistro.is Tónlistarhátíðin Mannfólkið breyt- ist í slím fer nú fram í fimmta sinn, en hún stendur í dag og á morgun. „Það er listakollektívið MBS sem stendur að hátíðinni en verkefnið hefur vaxið ört síðan því var fyrst ýtt úr vör árið 2018. Hingað til hafa tónleikarnir farið fram í og við höf- uðstöðvar MBS í Gúlaginu á Odd- eyri en í ár verður breyting þar á því hátíðin Mannfólkið breytist í slím 2022 verður haldin í stærðar- innar iðnaðarrými á Óseyri 16. Markmið hátíðarinnar er að gefa jaðarkúltúr aukið vægi í flóru menningarviðburða á Akureyri og tengja tónlistarsenu bæjarins betur við aðra landshluta. Að auki hefur alltaf verið farin sú leið að halda Mannfólkið breytist í slím utan hefðbundinna tónleikastaða, sem skapar einstaka stemningu og skemmtilegri minningar fyrir bæði gesti og listafólk. Sérstök áhersla er einnig lögð á fjölbreytileika atriða en fram kemur víð flóra tón- listarfólks frá öllum heims- hornum,“ segir í tilkynningu. Á hátíðinni í ár koma fram Anna Richardsdóttir sem er verndari MBS 2022, Ari Orrason, Brenndu bananarnir, Dimensión afrolatina, dj flugvél og geimskip, Dream the name, Drengurinn fengurinn, Drinni & the Dangerous Thoughts, Elli grill, Miomantis, Kjass, Ragga rix, Skrattar, Svartþoka og Volcanova. Sem fyrr er aðgangur að hátíð- inni ókeypis, en „tekið er við frjáls- um framlögum sem renna beint í að styðja verkefnið og tryggja framtíð þess. Þannig ráða gestir hvort og hversu mikið þeir vilja greiða í aðgangseyri,“ segir í tilkynningu. Allar nánari upplýsingar um MBS og dagskrána má nálgast á samfélagsmiðlasíðunum insta- gram.com/mbsskifur og facebook.- com/mbsskifur. Jaðarkúltúr fái aukið vægi í flóru Akureyrar - Mannfólkið breytist í slím í 5. sinn Stuð Trymbill á fyrri hátíð MBS. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Segja má að fegurðin sé í for- grunni,“ segir Þórunn Ósk Marinós- dóttir sem stýrir Reykholtshátíð ásamt Sigurði Bjarka Gunnarssyni. Hátíðin fer fram í Reykholtskirkju, hefst í kvöld, föstudaginn 22. júlí, og lýkur á sunnudag, 24. júlí. Þórunn segir tónlistina sem á dag- skrá verði vera hljómfagra og ekki mjög átakamikla. Þar fái sveitaróm- antíkin að skína í gegn. „Hátíðin er fyrst og fremst smíð- uð í kringum klassíska kammer- tónlist, þannig að það eru alltaf stór kammerverk.“ Að þessu sinni verða á dagskrá strengjakvintett eftir Mozart og strengjasextett eftir Dvorák, tríó eftir Weber og píanó- kvartett eftir Beethoven. „Svo erum við með mörg íslensk sönglög, bæði eftir Jón Leifs, Jór- unni Viðar og Atla Heimi Sveinsson. Það rímar vel við sveitina og sum- arið,“ segir Þórunn. „Það er mjög gaman að flétta þessu saman, íslenskum sönglögum við gömlu meistarana í kammer- músíkinni. Svo erum við líka með inni á milli samtímatónlist, tríó eftir Karólínu Eiríksdóttur og tvo dúetta sem Miller-Porfiris dúettinn flytur.“ Hinir erlendu gestir, Anton Miller og Rita Porfiris, eru bandarísk hjón sem starfa þar í landi. Þórunn segir þau vera mikla Íslandsvini og hyggja á flutning hingað til lands. „Svo það verður gaman fyrir áheyr- endur að kynnast þeim. Þau hafa komið hingað reglulega síðustu tíu ár svo þau eru farin að þekkja vel til og tengjast tónlistarlífinu alltaf meira og meira.“ Þau munu leika tvo dúetta sem samdir hafa verið séstaklega fyrir þau, annan eftir Errollyn Wallen og hinn eftir Paulu af Malmborg Ward. „Svo verðum við með eitt selló- sólóverk eftir Huga Guðmundsson. Þessi nútímaverk eru eins og krydd með hinu og það er gaman að blanda þessu svona saman.“ Listrænu stjórnendurnir koma einnig fram á hátíðinni, Þórunn leik- ur á víólu og Sigurður Bjarki á selló. Aðrir flytjendur hátíðarinnar að þessu sinni eru Oddur Arnþór Jóns- son barítónsöngvari, Auður Haf- steinsdóttir og Laura Liu á fiðlur, Sigurgeir Agnarsson á selló, Berg- lind Stefánsdóttir á flautu og Nína Margrét Grímsdóttir á píanó. „Það eru ákveðnir vinir Reykholts sem koma aftur og aftur,“ segir Þór- unn og bætir við að það sé gaman að hafa blandaðan hóp, erlenda gesti og Íslendinga sem búsettir séu erlendis í bland við þá sem hafa komið fram á hátíðinni ár eftir ár. Alls verða fernir tónleikar á hátíð- inni. Upphafstónleikarnir verða í kvöld, föstudag, kl. 20. Þar mun Oddur Arnþór flytja ljóðaflokkinn Dichterliebe eftir Robert Schumann ásamt Nínu Margréti. Auk þess verður flutt tríó eftir Karólínu Eiríksdóttur og strengjakvintett eftir Mozart. Fagna vígsluafmælinu Á morgun, laugardag, eru tvennir tónleikar kl. 16 og 20. Á þeim fyrri verða fluttar kammerperlur eftir Weber og Dvorák. Á kvöldtónleik- unum mun Oddur Arnþór flytja íslensk sönglög eftir Jórunni Viðar og Jón Leifs en auk þess verða flutt kammerverk eftir Mozart og Strauss. Á efnisskrá hvorra tveggja tónleikanna má finna ný verk í flutn- ingi Miller-Porfiris dúósins. Á loka- tónleikum hátíðarinnar, á sunnudag kl. 16, verður fluttur píanókvartett eftir Beethoven, flautukvartett eftir Rossini, sellóverk eftir Huga Guð- mundsson og gamanvísur eftir Atla Heimi Sveinsson. „Reykholtshátíð er alltaf haldin sömu helgi og haldið er upp á vígslu- afmæli kirkjunnar. Hátíðin og kirkj- an eru jafn gömul og hátíðin haldin í tilefni af vígsluafmælinu öll þessi ár.“ Vígsluafmælinu verður fagnað með hátíðarmessu sunnudaginn 24. júlí kl. 14. Þór Magnússon, fyrver- andi þjóðminjavörður, mun einnig halda fyrirlestur um merka kirkju- gripi í Borgarfjarðarhéraði í Snorra- stofu á morgun, laugardag, kl. 13. „Það er náttúrulega dásamlegt að koma í Reykholt. Það er svo góður andi á staðnum. Ég veit ekki hvort það er andi Snorra Sturlusonar sem svífur yfir vötnum en það er eitthvað átakalaust í andrúmsloftinu. Það er alltaf mjög svo gott að koma þangað og vel tekið á móti manni af fólkinu á staðnum. Svo er náttúrulega frá- bært að spila í þessari kirkju af því að hljómburðurinn er svo góður.“ Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar og miðasölu er að finna á vef hátíðarinnar á slóðinni: reykholtshatid.is. Morgunblaðið/Hákon Æfing Flytjendur á Reykholtshátíð eru frá vinstri: Sigurgeir Agnarsson, Auður Hafsteinsdóttir, Laura Liu, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Anton Miller, Rita Porfiris, Nína Margrét Grímsdóttir, Berglind Stefánsdóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir. Söngvarann Odd Arnþór Jónsson vantar á myndina. Átakalaus fegurð í Reykholti - Hljómfögur sveitarómantík verður í forgrunni á Reykholtshátíð - Klassísk kammertónlist í bland við íslensk sönglög og nýrri verk - Listrænn stjórnandi segir alltaf dásamlegt að koma í Reykholt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.