Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 22.07.2022, Page 29

Morgunblaðið - 22.07.2022, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ 96% CHRIS HEMSWORTH CHRISTIAN BALE TESSA THOMPSON TAIKA WAITITI RUSSELL WITH CROWE NATALIE AND PORTMAN HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR 82% Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com »Saxófónleikarinn Tumi Árnason og trymbillinn Magnús Trygvason Eliassen héldu uppi sumarstemn- ingu á tónleikum í Mengi fyrr í vikunni. Þeir félagar sendu frá sér sína fyrstu plötu 2019, Allt er ómælið, við einstaklega góðar undirtektir. Þeir eru nú með nýja plötu í vinnslu. Sumartónleikar í Mengi vel sóttir í vikunni Einbeittar Brynja Hjálmsdóttir og Ástríður Jónsdóttir. Afslöppuð Sigurrós Jóhannesdóttir og Hilmir Árnason. Morgunblaðið/Árni Sæberg Athygli Áheyrendur hlustuðu af mikilli athygli á tónlistina í Mengi. Hrifnar Anna Sóley Ásmundsdóttir og Lilja María Ásmundsdóttir voru meðal tónleikagesta í Mengi. Stemning Saxófónleikarinn Tumi Árnason og trymbill- inn Magnús Trygvason Eliassen voru í góðum fíling. Popplistamaðurinn Claes Olden- burg, sem þekktastur er fyrir lit- ríka stóra útiskúlptúra sína af hversdagslegum hlutum, er látinn 93 ára að aldri. Í frétt The Guardi- an er haft eftir Maartje Oldenburg, dóttur hans, að hann hafi verið heilsuveill síðan hann datt fyrir um mánuði og mjaðmarbrotnaði. Oldenburg fæddist í Stokkhólmi 1929, en eyddi stórum hluta bernsku sinnar í Chicago þar sem faðir hans starfaði hjá sænska sendiráðinu. Oldenburg nam við Yale og Art Institute of Chicago. Um miðja síðustu öld settist hann síðan að í New York og fékk banda- rískan ríkisborgararétt. Oldenburg vann í um þrjá ára- tugi með Coosje van Bruggen, seinni konu sinni, þar til hún lést í upphafi árs 2009. Á þeim árum sköpuðu þau hjónin yfir fjörutíu opinbera skúlptúra fyrir garða og listasöfn. Yfirleitt sýna þessi verk hversdagslega hluti, sem öðlast aðra merkingu þegar þeir eru stækkaðir gríðarlega. Morgunblaðið/Einar Falur Tákn borgarinnar Spoonbridge and Cherry eftir hjónin Claes Oldenburg og Coosje van Bruggen er kunnasta verkið í skúlptúragarði Minneapolis. Claes Oldenburg látinn 93 ára Ítalska lögreglan kom nýverið í veg fyrir að málverkið „Caritas Rom- ana“, sem Artemisia Gentileschi málaði á 17. öld, yrði selt á uppboði til kaupanda utan Ítalíu. Í frétt The Guardian um málið kemur fram að seljandinn hafi reynt að villa um fyrir yfirvöldum til að fá leyfi fyrir því að selja verkið úr landi með því að segja að lærlingur hjá Gentil- eschi hafi málað verkið, en ekki listakonan sjálf. Slíkt er ólöglegt samkvæmt ítölskum lögum. Gentileschi er langfrægasti kven- kyns listmálari ítalska barokksins. Verkin sem hún málaði snemma á ferli sínum þykja vera undir sterk- um áhrifum frá Caravaggio, sem er sá dáðasti af öllum listmálurum barokktímans. Gentileschi átti fjög- urra áratuga feril þar sem hún starfaði í Flórens, Napolí, Fen- eyjum og Róm, en um tíma var hún einnig hirðmálari í London. Ítalska lögreglan stöðvaði söluna Bjargað Caritas Romana sem Arte- misia Gentileschi málaði á 17. öld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.