Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 Í vikunni var kosin ný stjórn í al- menningshlutafélagið Festi hf. á sérstökum hluthafafundi sem haldinn var vegna óánægju hlut- hafa með það hvernig staðið hafði verið að brott- vikningu forstjóra félagsins og kynn- ingu á brottvikn- ingunni. Óánægj- an var skiljanleg og varð til þess að meirihluta stjórnar, þremur af fimm, var skipt út. - - - Þó að stjórnarkjörið hafi ekki komið til af góðu er þó já- kvætt að kosið var í stjórnina. Allt of algengt er í félögum skráðum í Kauphöllina að hluthafar fái ekki að segja skoðun sína um stjórnar- menn. Innan félaganna starfa til- nefningarnefndir, gjarnan skip- aðar eða tilnefndar af stjórn og með stjórnarmann/frambjóðanda innanborðs, sem leggja mat á þá sem hafa hug á stjórnarsetu og til- nefna svo jafn marga og stjórnar- sætin eru í félaginu. Að þessu sinni voru fleiri tilnefndir en stjórnarsætin fimm, þó ekki allir sem gáfu kost á sér, ekki allir sem hæfir voru til stjórnarsetunnar og ekki allir sem kosnir voru í stjórn- ina. - - - Allt er þetta umhugsunarvert og mætti að ósekju verða til að almenningshlutafélög endur- hugsi starfsemi tilnefningar- nefnda og almennt umgjörð í kringum stjórnarkjör og stjórnir. Nauðsynlegt er að eigendur félag- anna, hluthafarnir, hafi sem mest um stjórn þeirra að segja og eigi raunverulega möguleika á að kjósa þá stjórnarmenn sem þeir telja best til stjórnarsetu fallna. - - - Tilnefningarnefndir eða stjórnir mega ekki vera ráðandi um það hverjir eru fulltrúar hluthafa í stjórnum. Tilnefningar- lýðræðið STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Georgiana Pogonaru, ræðismaður Íslands í Rúmeníu og forseti menn- ingarfélagsins Arfleifð framtíðar, segir ungum Íslendingum velkomið að sækja um að gerast sjálfboðaliðar vegna menningarstarfs í Rúmeníu. Nánar tiltekið býðst ungum fræðimönnum og nemum, sem eru 20 til 32 ára, að gerast sjálfboðaliðar í verkefnum sem tengjast varðveislu menningarminja. Styrkir vegna kostnaðar Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst en veittir eru styrkir vegna útlagðs kostnaðar, líkt og útskýrt er á vefsíðu Mihai Eminescu-sjóðsins (MET) en vefslóðin er mihai- eminescutrust.ro. Segir þar að yfir- leitt greiði viðkomandi verkefni á vegum sjóðsins kostnað vegna sam- gangna, gistingar og fæðis. Georgiana segir menningarfélagið Arfleifð framtíðar leggja verkefninu lið í samstarfi við Mihai Eminescu- sjóðinn og bæjarstjórn Viscri en það er sögufrægt þorp í Transylvaníu. Markmið verkefnisins er meðal annars að afla þátttakendum reynslu af stjórn og verndun menn- ingarminja en Viscri er á heims- minjaskrá UNESCO. Tengist starfi UNESCO Umrætt starf tengist verkefni sem ýtt var úr vör 2008 (e. World Heritage Volunteers) en það er aft- ur tengt Mennta-, vísinda- og menn- ingarmálastofnun Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO). Miðar verkefnið að því að virkja ungmenni og ung- liðasamtök í verndun sögulegra minja. Íslendingum boðið til Rúmeníu - Auglýst er eftir sjálfboðaliðum Ljósmynd/Heritage for the Future Í Viscri Námsmönnum er boðið að fræðast um menningarminjar ytra. Sveitarfélögin eru enn að ráða til sín nýja bæjarstjóra að loknum kosning- unum í vor. Geir Sveinsson, hand- knattleikskappi, fv. leikmaður og þjálfari, hefur verið ráðinn bæjar- stjóri í Hveragerði og í gær tilkynnti nýr meirihluti í Fjallabyggð um ráðningu Sigríðar Ingvarsdóttur sem bæjarstjóra þar. Alls sóttu 22 einstaklingar um starfið í Fjallabyggð, átta umsækj- endur drógu umsóknir sínar til baka. Sigríður er fyrrverandi forstjóri Ný- sköpunarmiðstöðvar Íslands, eins hefur hún átt sæti á Alþingi og setið í bæjarstjórn á árum áður. Sigríður er m.a. með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og diploma-gráðu í opinberri stjórnsýslu. Um bæjarstjórastarfið í Hvera- gerði sóttu 23 en fjórir drógu um- sókn sína til baka. Meirihluti bæjar- stjórnar mun leggja fram tillögu á næsta bæjarstjórnarfundi um að Geir Sveinsson verði ráðinn sem bæjarstjóri og á hann að hefja störf í byrjun næsta mánaðar. Geir hefur verið sjálfstætt starf- andi síðustu tvö ár. Hann er með MBA-próf frá Háskóla Íslands auk menntunar í markaðssetningu á net- inu og meistaragráðu í þjálfun. Geir er Íslendingum vel kunnur sem einn besti handboltamaður sögunnar. Þjálfaði landsliðið um tíma og var þjálfari í Þýskalandi í nokkur ár. Geir og Sigríður nýir bæjarstjórar - Geir Sveinsson ráðinn í Hveragerði - Sigríður Ingvarsdóttir í Fjallabyggð Geir Sveinsson Sigríður Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.