Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Gall- og sýruþolnir mjólkursýrugerlar með asídófílus sem margfalda sig og ná góðri útbreiðslu í þörmum. Prógastró DDS Plús inniheldur 6 milljarða góðgerla og Prógastró Gull 15 milljarða. GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR MELTINGUNA Loksins komið aftur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Körfubolti á Íslandi, sjálfvirk sím- stöð, þjóðvegur með steinsteypu, dægurpopp og sjónvarp. Ótrúlega margt sem hefur orðið viðtekið á Ís- landi á rætur sínar og upphaf suður með sjó. Þetta segir Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur og höf- undur bókarinnar Saga Keflavíkur 1949-1994 sem kom út fyrir skemmstu. „Þegar litið er yfir sviðið er eftir- tektarvert hvað sveiflurnar í at- vinnulífi og efnahag hafa verið mikl- ar í Keflavík. Þetta eru áhrif til vaxtar og þenslu og líka í hina átt- ina. Á Íslandi hafa þær orðið hvað mestar og komið harðast niður á Keflavík og Suðurnesjum alveg frá 1951, þegar Varnarliðið kom til Ís- lands,“ segir höfundurinn í samtali við Morgunblaðið. Framvindan í fjórum bókum Bókin góða er gefin út að til- stuðlan Reykjanesbæjar og er hin fjórða í ritröð. Þrjú fyrstu bindin ritaði Bjarni Guðmarsson sagnfræð- ingur. Efni þeirra er um framvindu mála frá upphafi sagna til miðrar tuttugustu aldar. Fjórða bindið sem nú liggur fyrir fjallar um Keflavík þann tíma sem bærinn var sjálf- stæður kaupstaður. Fimm meginþættir eru í hinu nýja bindi af Sögu Keflavíkur. Eftir inngang og yfirlit er fjallað um þann mikla sjávarútvegsbæ sem Keflavík var lengi. Í þriðja kafla er fjallað um Keflavíkurflugvöll, bæði sem herstöð og millilandavöll. Fjórði hluti fjallar um innviði bæj- arins, bæði opinberar stofnanir og atvinnulífið. Síðasti hlutinn fjallar um félagsmál og menningu, meðal annars Keflavík sem Bítlabæ. Tilviljanir réðu því að Árni Daní- el tókst á hendur að skrifa sögu Keflavíkur en slíkt var gert skv. samningum við Reykjanesbæ. Hann hófst handa í byrjun árs 2020 og eins og gengur í verkefnum sem þessum fóru fyrstu mánuðirnir í heimildaleit, meðal annars í frum- gögnum. Þá var fróðleiks leitað í dagblöðum og héraðsritum, svo sem í Keflavíkurblaðinu Faxa sem reyndist mikill gnægtabrunnur heimilda. Verkinu stýrði Sögunefnd Reykjanesbæjar, leidd af Kristni Þór Jakobssyni. Ókunnur menningarheimur Á bókarkápu segir að saga Kefla- víkur sé önnur en saga allra ann- arra bæja á Íslandi. Sérstaða þessi segir Árni Daníel að felist í þeim áhrifum sem starfsemin á Keflavík- urflugvelli skóp. Þar sé til að taka að alveg frá árinu 1951, þegar Bandaríkjamenn settu á fót herstöð á Miðnesheiði, hafi verið mikll vöxt- ur og þensla í Keflavík. Húsnæðis- verð hafi rokið upp úr öllu valdi og eftirspurn eftir vinnuafli til starfa við uppbyggingu herstöðvarinnar verið mikil. Áhrifa þess hafi gætt víða á suðvesturhorni landsins. „Keflavík tók á sig þá byrði að hafa stórt samfélag úr nánast ókunnum menningarheimi í næsta nágrenni. Í landinu var mjög mikil andstaða við herstöðina sem litaði líka viðhorf til Keflavíkur. Karl Steinar Guðnason, lengi verkalýðs- leiðtogi og alþingmaður, hefur greint frá þeim miklu sárindum sem fylgdu því að vera Keflvíkingur vegna hersins. Þau viðhorf þurftu bæjarbúar að lifa við á tímum hers- ins sem svo yfirgaf landið árið 2006,“ segir Árni Daníel og heldur áfram: „Þetta mál er ekki útrætt og þyrfti helst að vinna í því af hálfu opinberra aðila, að skoða og helst endurskoða skipulega viðhorf lands- manna til Suðurnesjamanna á tím- um herstöðvarinnar.“ Fólksfjölgun var ör Keflavík var líka verstöð. Þaðan er stutt á góða fiskislóð og frá miðri 20. öld var við lýði í Keflavík öfl- ugur sjávarútvegur með vélbátum, frystihúsum og saltfiskvinnslu. Keflavík var yfirleitt með um 7-8% heildaraflans á landinu sem hélst al- veg fram til um 1985. Þaðan var gerður út fjöldi báta og árið 1975 þrír skuttogarar. Þeir voru seldir árið 1989 ásamt kvóta. Vertíðarbát- arnir urðu einir eftir. Fram að þeim tíma var í Keflavík samfélag út- gerðarmanna, sjómanna og land- verkafólks: staðreynd sem Árni Daníel segir að gjarnan gleymist. „Sambúðin við herstöðina hafði þau áhrif að stuðningsaðgerðir stjórnvalda við fiskveiðar í Keflavík voru minni en við útgerð á öðrum svæðum. Viðhorfið var að Keflvík- ingar gætu alltaf fengið vinnu á Vellinum. Samt er þetta mikil ein- földun. Hins vegar er rétt að vegna herstöðvarinnar óx Keflavík hraðar en aðrir bæir. Fjölgunin var örust á tímabilinu 1951 til 1960, þá svo mik- il að bæjarstjórn átti í stökustu vandræðum með að koma upp skólahúsnæði nógu fljótt. Sama hvað var byggt, skólahúsin voru strax orðin full af börnum.“ Keflvísk æskumenning Að á Keflavíkurflugvelli var sam- félag með þúsundum íbúa úr ann- arri heimsálfu, segir Árni Daníel að hafi fleytt ýmsum menningar- straumum inn í samfélagið á Suð- urnesjum. Ýmsir þættir nútíma- neyslumenningar hafi náð fótfestu í Keflavík fyrr en í öðrum lands- hlutum; svo sem sjónvarp, bíla- menning og fleira. Hið öfluga tón- listarlíf sem var í Keflavík, sem skóp staðnum nafnið Bítlabærinn, hafi þó allt eins átt sér rætur í breskri æskulýðsmenningu sem smitað hafi út frá sér víða um lönd. „Tónlistarmenn í Keflavík höfðu stóran markað, bæði á flugvellinum, en einnig í Keflavík og Njarðvík. Á þessum árum voru á svæðinu að alast upp mjög stórir árgangar ung- linga sem skópu öflugt skemmtana- líf. Keflvísk æskumenning hafði því ákveðna sérstöðu, en hún var leið- andi á landsvísu 1965 til 1981. Ís- lenskir bítlar og hippar höfðu sína forystu úr Keflavík,“ segir sögurit- arinn Árni Daníel. Og nú þegar litið er yfir sviðið og söguna telur hann aðdáunarvert hve vel forráðafólk í Keflavík hafi haldið utan um kröftuga menning- arstarfsemi og félagsstarfsemi í bænum. Komið hafi verið á fót tón- listarskóla, kórar starfað, blöð verið gefin út og bókabúðir starfræktar. Tómstundastarf fyrir unglinga hafi byrjað snemma. Í bænum hafi líka starfað öflug félagasamtök, svo sem verkalýðs- og íþróttafélög. Einnig trúfélög svo sem Hvítasunnusöfn- uðurinn. Svo mætti lengi áfram telja. Sveiflur til samdráttar og þenslu - Fjórða bindi Sögu Keflavíkur komið út - Herstöð og verstöð - Útgerðin leið undir lok - Stefnur, straumar og rætur nútíma - Tónlist og öflugt skemmtanalíf - Ólíkt öðrum bæjarfélögum á Íslandi Deigla Saga Keflavíkur er veglegt rit prýtt fjölda mynda. Á þeim sést hvernig bærinn hefur þróast á löngum tíma. Ný hús eru reist og hvert þeirra hefur svipmót og stíl síns tíma. Atvinnuhættir þróast, sbr. að eitt sinn var Keflavík ein helsta verstöð landsins en nú er þar fátt um fína drætti í sjávarútvegi. Enn er þó öflugt tónlistarlíf í bænum og hefur lengi verið, eins og sést vel á þessari gömlu mynd af ungum piltum sem blésu á sönglúðra. Myndirnar eru allar fengnar úr bókinni nýju sem er fróðleg og yfirgripsmikil og segir hvernig tímarnir breytast og mennirnir með. „Keflvíkingar mættu stundum vera ánægð- ari með eigið bæjarfélag en þeir eru,“ til- tekur Árni Daníel Júlíusson spurður um mannlíf og menningarbrag suður með sjó. Keflavík sögunnar, sem segir frá í bókinni, segir sagnfræðingurinn byggð sem sé um margt ólík Reykjanesbæ dagsins í dag. „Ýmsir þeir þættir sem einkenna Keflavík nú á tímum voru samt orðnir mjög áberandi um 1994. Það gildir um til dæmis iðnað, verslun og þjónustu. Keflavík var og er mið- stöð fyrir alla þjónustu á Suðurnesjum, en þarf samt að verulegu marki að keppa við Reykjavík. Þá var flugvöllurinn kominn í svipað horf og nú er,“ segir Árni Daníel og bætir við: „Mikil þjónusta við ferðamenn er nýtt og fór að vaxa svo um munaði eftir 2010. Til að sinna öllum þeim störfum hafa margir Pólverjar og aðrir sest að í Reykjanesbæ, svo nú mun fjórðungur bæjarbúa vera af erlendum uppruna. Slíkt er nýtt en kallast á við mikil erlend áhrif í ís- lensku samfélagi á síðari hluta 20. aldar og á líðandi stundu.“ Keflavík hefur kallast á við er- lend áhrif í íslensku samfélagi BÆJARFÉLAGIÐ BREYST MIKIÐ Í TÍMANS RÁS Söguritari Keflvíkingar mættu vera ánægðari með eigið bæjarfélag, segir Árni Daníel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.