Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 16
Atvinnuleysi í niðursveiflum Bankakreppan 2008 Kórónuveirufaraldurinn* 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% jan. 2020 maí 2022okt. 2008 maí 2013 Heimild: Vinnumálastofnun *Án hlutabóta 3,9%4,9% 9,3% 11,6% 16 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. júlí 2022, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júlí 2022 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí 2022, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, ofgreiðslu stuðnings úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verð út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. júlí 2022 Ríkisskattstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 16. júlí 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.83 Sterlingspund 164.26 Kanadadalur 105.53 Dönsk króna 18.663 Norsk króna 13.546 Sænsk króna 13.101 Svissn. franki 141.14 Japanskt jen 0.999 SDR 181.49 Evra 138.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.4608 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vignir Ö. Hafþórsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir at- vinnuleysi víða um land vera undir náttúrulegu atvinnuleysi og þar sé nær að tala um skort á vinnuafli. Samkvæmt júnískýrslu Vinnumálastofn- unar var innan við 2% atvinnu- leysi í þremur landshlutum og rétt rúmlega 2% atvinnuleysi á Suðurlandi og Norðurlandi eystra (sjá graf). „Ef atvinnuleysi mælist 1-2% er það að mínu mati þenslumerki og bendir til skorts á vinnuafli,“ segir Vignir. Þurfa aðflutt vinnuafl Spurður hvort það eigi þátt í litlu atvinnuleysi í sumum landshlutum að aðflutt starfsfólk hafi flutt á brott í faraldrinum segir Vignir erfitt að segja til um það. Hitt sé ljóst að þegar atvinnuleysið mælist svo lítið þurfi aðflutt vinnuafl til að manna stöður, ekki síst í ferðaþjón- ustu. Heldur meira atvinnuleysi er á höfuðborgarsvæðinu (3,7%) og á Suðurnesjum (5,8%) en úti á landi. Vignir bendir á að atvinnuleysi á Suðurnesjum hafi mest farið í 24,5% í faraldrinum. Nánar tiltekið í janúar 2021. Það séu því mikil um- skipti að það hafi farið niður í 5,8% í júní en svæðið reiði sig mikið á ferðaþjónustu. Varðandi síðar- nefndu töluna bendir Vignir á að vissir ráðningarstyrkir Vinnumála- stofnunar vegna starfsþjálfunar miðist við að atvinnuleysi sé að lág- marki 6%. Því sé atvinnuleysi á Suðurnesjum nú undir því lágmarki sem vitni um bata. Breyst mikið milli ára „Það var 13,7% atvinnuleysi á Suðurnesjum í júní í fyrra og hefur staðan breyst mikið milli ára. Þá var 2,3% og 2,6% atvinnuleysi á Norðurlandi vestra og á Vestfjörð- um og því má segja að þar hafi ekki verið eiginlegt atvinnuleysi í rúmt ár.“ Spurður hvað einkenni vinnu- markaðinn nú, í samanburði við fyrri tímabil á þessari öld, segir Vignir einkennandi hvað batinn sé hraður. „Það leið til dæmis þó nokkur tími frá bankahruninu þar til at- vinnuleysi náði hámarki og að sama skapi leið langur tími þar til það gekk niður. Við vorum fram á mitt ár 2013 að ná jafnvægi á vinnu- markaði. Atvinnuleysi jókst líka mikið í faraldrinum en um leið og hömlum var aflétt varð viðspyrnan hröð og miklu sterkari en almennt var búist við,“ segir Vignir. Víða skortur á vinnuafli úti á landi - Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir merki um þenslu á vinnumarkaði Vignir Hafþórsson 17,8% 13,0% 9,6% 8,8% 9,4% 9,8% 11,1% 12,0% 12,1% 12,8% 12,5% 12,1% 11,5% 10,0% 7,4% 6,1% 5,5% 5,0% 4,9% 4,9% 4,9% 5,2% 5,2% 4,9% 4,5% 3,9% 3,3% 10,3 7,5 5,6 7,4 2,1 7,5 7,9 8,5 9,0 9,9 1,4 10,6 1,4 10,7 1,2 11,6 11,4 11,0 10,4 9,1 7,4 6,1 5,5 5,0 4,9 4,9 4,9 5,2 5,2 4,9 4,5 3,9 3,3 Þróun atvinnuleysis frá apríl 2020 2020 2021 2022 apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls Heimild: Vinnumálastofnun Höfuðb.sv. Landsbyggðin Vesturland Vestfirðir Norðurl.vestra Norðurl.eystra Austurland Suðurland Suðurnes Almennt atvinnuleysi eftir landshlutum 4,2 3,7% 3,4 2,7% 1,9 1,5% 1,9 1,4% 1,2 0,9% 2,9 2,1% 2,1 1,5% 2,8 2,3% 6,6 5,8% Maí 2022 Júní 2022 Logi Sigurðarson logis@mbl.is Hagnaður útgerðarfélagsins Gjög- urs hf. nam 909 milljónum króna í fyrra. Þetta er mikill viðsnúningur frá 2020 þegar félagið tapaði tæpum 476 milljónum króna. Betri afkomu félagsins má rekja til gengismunar og aukinnar sölu. Tekjur félagsins námu 6,2 milljörð- um króna og jukust um 600 milljónir milli ára. Rekstrarkostnaður félags- ins nam 5,25 milljörðum króna og jókst um 400 milljónir milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2021. Tekjur frá seldum afla námu 6,16 milljörðum og aðrar tekjur námu 53 milljónum. Um helmingslækkun er á öðrum tekjum milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 966 milljónum og jókst um 230 milljónir milli ára. Var tæplega 6 milljarðar Eigið fé Gjögurs var í árslok um 5,86 milljarðar króna og handbært fé frá rekstri nam 677 milljónum. Eiginfjárhlutfall félagsins var 38% í árslok. Skuldir félagsins í lok árs námu 9,57 milljörðum króna, það er um 200 milljóna lækkun milli ára. Bókfærður gengismunur nam tæpum 400 milljónum króna og batn- aði verulega milli ára. Árið 2020 var bókfært milljarðs tap vegna gengis- munar. Þetta útskýrir að stórum hluta bætta afkomu félagsins. Stríðið hefur áhrif á fjárhaginn Í ársreikningi segir að reikna megi með að stríðið í Úkraínu muni hafa áhrif á fjárhag félagsins en það hefur selt frosinn uppsjávarfisk til landsins undanfarin ár. Fjárhagsleg staða Gjögurs sé sterk og engin hætta á að stríðið hafi áhrif á rekstrarhæfi þess. Að meðaltali störfuðu 85 manns hjá félaginu í fyrra, líkt og árið 2020. Gjögur gerir út skipin Hákon EA-148, Áskel ÞH-48 og Vörð ÞH-44. Félagið rekur einnig fiskvinnslu á Grenivík. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útgerð Félagið gerir út þrjú skip og rekur jafnframt fiskvinnslu. Mikill viðsnúning- ur hjá Gjögri hf. - Hagnaður félagsins 909 milljónir - Tekjur félagsins 6,2 milljarðar Fasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.