Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS
HOBBY 560
KMFE DE LUXE
• Truma Combi 6 miðstöð
• 150L ísskápur 15L frystir
• 50L Vatnstankur
• Álfelgur
• 2000 kg öxull (Meiri burður)
• Lúga hjá kojum
• Vatnstengi + rafmagnstengi
+ sjónvarpstengi
• Tvöfalt USB + barnaljós í
kojum með USB tengi
• Festing fyrir sjónvarp
• Reykskynjari
• 2 kojur með fallvörn
• Hobby Connect
• Hleðslustöð
• Rafgeymir AGM
• Aflestur rafgeymis
• LCD skjár
• Umhverfislýsing
Raðnúmer 280968
Nýskráður 03/2022
(ónotað)
Næsta skoðun 2026
Verð kr. 5.990.000
Í
slenska liðið sem teflir fyrir Ís-
lands hönd í opnum flokki ól-
ympíumótsins í Chennai á
Indlandi sem hefst í lok mán-
aðarins er skipað þeim Hjörvari
Steini Grétarssyni, Hannesi Hlífari
Stefánssyni, Helga Áss Grétarssyni,
Guðmundi Kjartanssyni og Vigni
Vatnari Stefánssyni sem er eini ný-
liðinn í hópnum. Hinir hafa marg-
sinnis verið með áður, enginn þó jafn
oft og Hannes Hlífar, sem tefldi
fyrst á þessum vettvangi í Manila á
Filippseyjum fyrir 30 árum og tekur
nú þátt í sínu 16. ólympíumóti. Liðs-
stjóri í Chennai verður Margeir Pét-
ursson. Hann tók þátt í sínu fyrsta
ólympíumóti í Haifa í Ísrael árið
1976.
Flestir liðsmenn sveitarinnar hafa
undanfarið verið uppteknir við tafl-
mennsku á erlendum vettvangi og
nýverið lauk í Budejovice í Tékk-
landi mikilli skákhátíð þar sem
Hannes og Helgi Áss tefldu báðir í
lokuðum flokki. Aðrir fulltrúar Ís-
lands voru Hilmir Freyr Heimisson,
Birkir Ísak Jóhannsson, Alexander
Domalchuk-Jónasson og Alexander
Oiver Mai sem tefldu í vel skipuðum
opnum flokki skákhátíðarinnar.
Birkir Ísak náði bestum árangri,
hlaut 6½ vinning af 9 mögulegum og
varð í 4.-11. sæti af 111 keppendum.
Hilmir Freyr fékk 6 vinninga, Alex-
ander Domalchuk 5½ vinning og Al-
exander Oliver Mai endaði með 5
vinninga.
Helgi Áss Grétarsson var stiga-
hæstur keppenda í flokki al-
þjóðlegra meistara, hlaut 5½ vinning
af 9 mögulegum og varð í 4.-5. sæti
af 10 keppendum. Hannes Hlífar
tefldi í stórmeistaraflokknum og
varð í 7.-8. sæti af 10 keppendum,
hlaut 4 vinninga af 9 mögulegum.
Honum hefur vitanlega oft gengið
betur en náði að vinna stigahæsta
keppanda mótsins, rússneska stór-
meistarann Donchenko, sem nú tefl-
ir fyrir Þýskaland. Skákin fylgir hér
á eftir. Rússinn taldi sig greinilega
vera að snúa á Hannes í byrjun tafls
en kom ekki að tómum kofunum:
Skákhátíðin í Budejovice; 6. um-
ferð:
Hannes Hlífar Stefánsson – Alex-
ander Donchenko
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+
Næstum því vinsælla í dag en að
opna taflið með 3. d4.
3. … Rd7 4.d4 cxd4 5. Dxd4 a6 6.
Bxd7+ Bxd7 7. c4
Hér er komin fram ein hugmynd
hvíts. Biskupar svarts láta lítið fyrir
sér fara á bak við fremur óvirka
peðastöðu. En samt er þetta ekki
svona einfalt.
7. … Rf6 8. Bg5 e6 7. Rc3 Bc6 10.
0-0 Be7 11. a4 h6 12. Bh4 0-0 13. a5
Hvítur hefur byggt upp stöðu sína
á fremur hefðbundinn hátt. Svartur
ætti sennilega að leika 13. … Hb8
eða 13. … Dc7 og staðan er í jafn-
vægi. En hann sá sér leik á borði.
13. … Rxe4?
Lítur vel út í fyrstu en annað kem-
ur í ljós.
14. Bxe7 Rxc3 15. Dh4!
Krókur á móti bragði.
15. … Re2+ 16. Kh1 Dc7
Kannski ætlaði hann að leika 16.
… g5 en þá kemur 17. Bxg5! hxg5
18. Rxg5 Kg7 19. Hae1 og riddarinn
fellur.
17. Bxf8 Hxf8 18. Hfe1 Bxf3 19.
gxf3 Dc6 20. Ha3!
Hér er helsta vandamál svarts
komið fram; riddarinn á e2 sleppur
ekki út. Hannes gerir engin mistök í
framhaldinu.
20. … g5 21. Dxh6 Rf4 22. Dxg5+
Rg6 23. h4! Kg7 24. h5 Hh8 25. Kg1
Hh6 26. f4 Dxc4 27. Hg3 Dc6 28. f5
exf5 29. Dxf5 Kf8
Það má enn gera mistök, 30. hxg6
er vitanlega svarað með 30. … Hh1
mát!
30. Hxg6!
- og svartur gafst upp.
Hitað upp fyrir
ólympíumótið
í Chennai
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
50 árum síðar Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksambandsins meðan á
„einvígi aldarinnar“ stóð sumarið 1972 hafði í nógu að snúast um síðustu helgi
þegar viðburðarins var minnst með opnun sýningar Kötluseturs og Alberts
Canagueral í Vík í Mýrdal. Guðmundur flutti langt erindi um einvígið. Sigur-
vegari hraðskákmóts sem haldið var í kjölfarið og fyrsti Kötlumeistarinn,
Davíð Kjartansson, hlýðir á með unnustu sinni, Írisi Tinnu Margrétardóttur.
Eiríkur Briem fæddist á
Melgraseyri við Ísafjarðardjúp
17. júlí 1846. Hann var prestur,
kennari og kennslubókahöf-
undur. Þá var hann alþingis-
maður um árabil og forseti
Sameinaðs þings um skeið.
Eiríkur lauk stúdentsprófi
frá Lærða skólanum 1864.
Hann lagði stund á guðfræði-
nám í Prestaskólanum og út-
skrifaðist þaðan 1867. Hann
varð biskupsritari hjá Pétri
Péturssyni biskupi og gegndi
því starfi til 1874, þegar hann
fékk Þingeyraprestakall og
settist að í Steinnesi. Hann
gegndi prestsembætti þar til
1880 og var prófastur í Húna-
vatnsprófastsdæmi frá 1876.
Síðasta veturinn var hann þó í
framhaldsnámi við Kaup-
mannahafnarháskóla. Árið
1880 lét hann af prestsskap en
fékk stöðu kennara við Presta-
skólann og gegndi henni til
1911. Hann fékk prófessors-
nafnbót þegar skólinn var lagð-
ur niður við stofnun Háskóla
Íslands. Hann kenndi við
Lærða skólann, guðfræði og
stærðfræði, og var forseti Hins
íslenska fornleifafélags 1893-
1917 og forseti Bókmennta-
félagsins 1900-1904. Eiríkur
lést 27. nóvember 1929.
Kona Eiríks var Guðrún
Gísladóttir, f. 28.1. 1848, d. 2.3.
1893. Uppkomin börn þeirra
hétu Ingibjörg og Eggert.
Merkir Íslendingar
Eiríkur
Briem
Sumarið er tími
vegaframkvæmda. Við
höfum öll fundið þörf-
ina á viðhaldi vegakerf-
isins, við höfum flestöll
bölvað holunni í vegin-
um eða stígnum sem
við höfum farið um. Til
þess að lagfæra
holurnar þarf að loka
veginum eða stígnum
sem við förum um og
þá reynir á þolinmæði
okkar þegar við verðum fyrir töfum
á ferð okkar. Ríkislögreglustjóri,
Vegagerðin, Samgöngustofa og
nokkrir af stærri verktökum sem
vinna við vegagerð og viðhald vega
hafa sett af stað sérstakt vitundar-
átak undir heitinu: Aktu varlega –
mamma og pabbi vinna hér. Hönnuð
hafa verið sérstök skilti til þess að
minna á að það er lifandi fólk sem
vinnur á vinnusvæðum landsins,
ekki mannlausar vélar, fólk sem á
rétt á því að komast heilt heim úr
sinni vinnu eins og við öll.
Vinnusvæðamerkingar eru settar
upp af ástæðu, til þess að vernda þá
sem vinna á svæðinu og eins til þess
að vernda okkur sem förum um
vinnusvæðið þar sem aðstæður eru
ekki eins og þær eiga að vera alla
jafna. Hámarkshraði er lækkaður
við vinnusvæði til þess að vernda
okkur öll. Lægri hraði þýðir að við
höfum meiri tíma til þess að bregð-
ast við ef eitthvað kemur upp á í
akstrinum og ef við náum ekki að
bregðast við þá þýðir minni hraði
minni afleiðingar. Við sjáum hugs-
anlega ekki alltaf ástæðuna fyrir því
að hámarkshraðinn er lækkaður en
það er gert til þess að auka umferð-
aröryggi allra.
Umferðarmerki við
vinnusvæði eru í öðrum
lit en venjuleg um-
ferðarmerki til þess að
vera enn meira áber-
andi en önnur merki og
vara við því að eitthvað
óvenjulegt sé fram
undan. Vinnusvæða-
merki eru með neon-
gulum bakgrunni í stað
guls bakgrunns. Eins
eiga umferðarmerkin
við vinnusvæði að vera
af stærri gerðinni og
endurskinið á þeim er mun meira en
venjulegum umferðarmerkjum, allt
gert til þess að vekja sem mesta at-
hygli vegfarenda og vekja athygli á
vinnusvæðinu.
Lögreglan sinnir umferðareftir-
liti, meðal annars hraðamælingum,
við vinnusvæði eins og á öðrum veg-
arköflum. Við umferðareftirlitið eru
meðal annars notaðir ómerktir lög-
reglubílar, sumir með hraðamynda-
vél, merktir lögreglubílar og merkt
lögreglumótorhjól. Verktaki ber
ábyrgðina á vinnusvæðamerkingum,
að þær séu samkvæmt reglum og
veghaldari, það er Vegagerðin og
sveitarfélög, hefur sitt eftirlit með
verktökum.
Virðum hámarkshraða, alltaf, það
sparar einungis örfáar sekúndur að
aka yfir hámarkshraða þennan
stutta kafla sem vinnusvæðið er.
Virðum hámarks-
hraða, alltaf
Eftir Hlyn Gíslason
»Mikilvægt er að
virða hraðatak-
markanir og aka
varlega um vinnusvæði
á þjóðvegum.
Hlynur Gíslason
Höfundur er lögreglumaður.
Fasteignir