Morgunblaðið - 16.07.2022, Side 22

Morgunblaðið - 16.07.2022, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 Þín upplifun skiptir okkur máli Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Við tökum vel á móti þér Fjölbreyttur og spennandi matseðill þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi Skoðið matseðilinn á finnssonbistro.is Mér blöskrar lítt grunduð og við- sjárverð framganga Seðlabanka í stýri- vaxtamálum. Tel hana byggða á gömlum kreddum og úreltri aðferðafræði. Skal þetta skýrt svona: Hvað er fasteigna- markaðurinn? Fasteignamarkaðurinn sam- anstendur af þeim húsbyggjendum og hús- eða íbúðaeigendum sem eru að bjóða og selja fasteignir, íbúðir sínar, svo og þeim, sem eru að kaupa og fjárfesta í húsnæði nú á líðandi stundu. Á þessum markaði er tiltölulega lítill hluti landsmanna en þörf er talin á 3-4.000 nýjum íbúðum á ári og árlega mun vera gengið frá 10- 12.000 fasteignaafsölum. Þó að allir þurfi þak yfir höfuðið er þessi markaður því aðeins virk- ur gagnvart fámennum hópi. Hvað er fasteigna- markaðurinn ekki? Þeir sem seldu eða keyptu fast- eignir í gær, í síðasta mánuði, í fyrra eða áður eru auðvitað ekki lengur á fasteignamarkaði, þeir eru komnir af honum. Sá hópur hins vegar sem var á fasteignamarkaði en er kominn af honum og skuldar húsnæðislán með breytilegum vöxtum mun vera um 50.000 lántakendur, 120- 150.000 manns. Stór hluti lands- manna. Hvernig verkar stýrivaxtahækkun? Þegar stýrivextir eru hækkaðir hækka vextir til húsnæðiskaupa líka, þannig að kaupendur sem þurfa lán til kaupanna verða að greiða hærri vexti af lánum. Þetta dregur úr kaupgetu og kaupvilja, minnkar eftirspurn. En þetta er ekki meginfaktorinn á húsnæðismarkaði. Hann snýst um framboð og eftirspurn. 80-90% af vandanum á húsnæðismarkaði hér er skortur á framboði. Stýri- vaxtahækkun eykur ekki framboð, hún dregur úr því. Virkar kol- öfugt. Og það sem verra er: Stýri- vaxtahækkun bitnar líka og að- allega á öllum þeim margfalt stærri hópi sem kominn er af hús- næðismarkaði en skuldar enn hús- næðislán með breytilegum eða verðtryggðum vöxtum. Sá hópur, þeir sem skulda með- alstórt húsnæðislán, 35 milljónir, þessar 50 þúsund fjölskyldur, þurfa nú að borga 80.000 krónum meira á mánuði, milljón á ári, en þær þurftu áður en Seðlabanki byrjaði að hækka stýrivexti. Fyrir mér er með ólíkindum, glórulaust, að Seðlabanki geri ráð- stafanir til að hindra lítinn hóp í fasteignakaupum, sem heldur er ekki að virka, á kostnað þess að lífskjör og afkoma margfalt stærri hóps skerðist alvarlega. Hvað þykist Seðlabanki vera að gera? Í viðtali við Innherja/Vísi 4. maí sl. sagði seðlabankastjóri: „ Við er- um að reyna með þessu (stýri- vaxtahækkunum) að vinna í haginn fyrir komandi kjarasamninga.“ Heldur maðurinn virkilega að hann sé að búa í haginn fyrir kom- andi kjarasamninga með því að skerða kjör 50.000 fjölskyldna um 80 þúsund krónur á mánuði? Allt þetta fólk, um þriðjungur þjóðarinnar, þarf nú 100-120 þús- undum króna hærri laun á mánuði – skattar dragast frá – bara til að greiða hækkaða vexti af húsnæðis- lánum sínum! Hér vantar heila brú. Blandast stórbokkaháttur inn í þetta? Í sama viðtali sagði seðlabankastjóri: „Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verð- bólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins… þýðir það einungis að Seðlabanki þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu.“ „Keyra hagkerfið niður í kreppu“! Yfirleitt er talið að hótanir og valdboð séu ekki leiðin. Hafa stýrivaxta- hækkanirnar virkað? Sívaxandi stýrivaxtahækkanir hafa verið í gangi í 13 mánuði og ættu að vera farnar að virka ef þær virkuðu yfirhöfuð. Nýlega birti Hagstofan vísitölu fast- eignaverðs fyrir maí. Hækkun vísi- tölunnar er 3%, nánast sú sama og í apríl, og verðbólga er í hæstu hæðum, 8,8%. Hækkun Seðlabanka á stýrivöxtum úr 0,5% í 4,75% hef- ur því ekki virkað nokkurn skap- aðan hlut. Algjört vindhögg. Hvað með stýrivaxta- hækkanir erlendis? Í evrulandi, meðal 26 Evr- ópuþjóða, eru stýrivextir 0,0%. Í Noregi eru þeir 1,25%, í Svíþjóð 0,75%, í Danmörku –0,45%, í Sviss –0,25%, í Bretlandi 1,25%. Þetta kemur líka til: Í stórum erlendum þjóðfélögum er alhliða atvinnustarfsemi og þjónusta, þessar þjóðir eru miklu minna háðar innflutningi en við, mikið sjálfum sér nægar, og hóf- legar stýrivaxtahækkanir grípa því inn í hina margvíslegu þætti stóru samfélaganna með allt öðrum og virkari hætti en hér. Hins vegar verðum við að flytja mikinn hluta okkar neysluvöru inn, erum feiki- lega háð innflutningi, en stýri- vaxtahækkanir lækka ekki verðlag á innflutningi heldur hækka það. Erlendis breytast vextir veittra lána, skuldir manna og greiðslu- byrði ekki við stýrivaxtahækkanir. Seðlabankar þar þurfa því ekki að hafa það veigamikla velferðaratriði stórs hluta samfélagsins í huga. Auðvitað ætti líka að banna lán hér með breytilegum eða verð- tryggðum vöxtum. Hverjar eru lausnirnar? Sértækar, hnitmiðaðar aðgerðir. Örvun lóðafrágangs og byggingar- starfsemi með ríflegu framboði ódýrs fjár. 2-3 skref til baka í vaxtamálum. Hækkun eiginfjár- hlutfalls við húsnæðiskaup, sem Seðlabanki dróst reyndar loksins á. Hækkun gengis krónunnar til að hemja verðalag innflutnings. Og svo þáttur ríkisins: Lækkun skatta á bensín og olíu þannig að umfang þessara skatta fari niður í það sem var fyrir erlendar hækk- anir og áætlað er í tekjuáætlun ríkisins. Varla á ríkið að græða á Úkraínustríðinu! Þetta myndi lækka bensínverð um 70-80 kr./l, minnka verðbólgu og létta undir víða. Seðlabanki í sandkassaleik Eftir Ole Anton Bieltvedt »Um þriðjungur þjóð- arinnar þarf 100-120 þúsundum króna hærri laun á mánuði – skattar dragast frá – til að greiða hækkaða vexti af húsnæðislánum sínum! Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Gamlar bækur geta verið fróðlegar. Ég ætla að fjalla um eina slíka, aldargamla, sem heitir Trúmálavika Stúdentafjelagsins – erindi og umræður. Hún er ekki efnismikil en innihaldsrík. Í henni er efni frá tveimur nokkuð fjöl- mennum fundum í Nýja-bíói í Reykjavík. Á þeim tók margt fólk til máls um kristni og önnur andleg málefni, sem þar og þá voru talin tengd henni. Á fyrri fundinum kynntu fimm ræðumenn þá aðila eða málefni sem þeir voru fulltrúar fyrir, eins og guðfræðideild Háskóla Íslands. Á síðari fundinum var umræða um ágæti og/eða aðfinnslur á framlagi fyrri fundarins og tóku þá nokkuð mörg til máls. Til fundanna voru boðaðir fleiri en mættu. T.d. boð- uðu biskup Íslands og kaþólski biskupinn forföll. Ekki er mikið svigrúm til að fjalla um framsögu og umræður hér, en mér fannst mjög ánægju- legt að lesa framlög séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, og Bjarna Jónssonar dómkirkju- prests, sem einkenndust af ein- lægri kristinni trú. Sr. Friðrik rakti stofnun og starf KFUM er- lendis og hérlendis. Sr. Bjarni nefndi snemma ritn- ingarvers: „Jeg fyr- irverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, því það er kraftur Guðs til til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir …“ (Róm 1:16) Auk þeirra töluðu m.a. tveir guðfræði- prófessorar, annar þeirra kynnti Sálar- rannsóknarfélagið. Framlag þeirra var varla byggt á Biblí- unni. Ég hef einnig lesið í yngra riti; Nýj- ar hugvekjur eftir íslenska kenni- menn sem Prestafélag Íslands gaf út 1947. Þar er ágæt hugvekja eftir annan þessara guðfræðiprófessora, Harald Níelsson; Svo lengi lærir sem lifir. Hugvekjurnar frá sr. Friðriki og sr. Bjarna í þessari bók frá 1947 eru frábærar. Þær albestu í þeirri bók eru þó eftir þá Sigurgeir Sigurðsson bisk- up og Sigurbjörn Einarsson, sem hafði þá nýlega hafið sinn langa starfsferil. Hann var ætíð öflugur og sannkristinn í orði og verki. Aftur að fundunum 1922 og fleiru. Á seinni fundinum var um- ræða um efnið á þeim fyrri. Þá tal- aði m.a. ritstjóri hins ágæta kristna tímarits Bjarma, Sigurbjörn Á. Gíslason athafnamaður. Það leiðir hugann að því að nú er öld síðan hann hafði frumkvæðið að því að stofna og starfrækja heimilið Grund fyrir eldra fólk. Í samvinnu við það hafa svo bæst við heimilin Mörk og Ás í Hveragerði, oft nefnd Grundarheimilin. Vandvirkni á öll- um sviðum einkennir þessi heimili og manneskjulega starfsemi þeirra. Þetta þekki ég sem heimilismaður. Sigurbjörn var öflugur talsmaður kristni. Hann var menntaður guð- fræðingur. Margt fólk talaði á um- ræðufundinum. Þar var víða komið við og ágreiningur ræddur, sem og sátt við fyrri málflutning. Þar tal- aði m.a. Ólafía Jóhannsdóttir og var með smávegis reynslumiðlun frá starfi í Noregi. Hún eins og margir fleiri (frummælendur tóku aftur til máls) fjallaði um hinn dýr- mæta boðskap kristninnar. Þegar á allt er litið er efni þessara funda eins og hlaðin varða á gönguleið kristinna landsmanna á um- brotatímum, sem var ýmist grýtt eða greiðfær og er svo ennþá. Þjóðfélagið hefur þróast mikið undanfarna öld. Margt hefur áunn- ist en öðru hrakað. Gróft ofbeldi hefur því miður aukist í okkar heimshluta að undanförnu, svo sem vopnuð átök, sem leiðir hugann að eftirfarandi ummælum merks manns: „Við munum aldrei losna undan óvini með því að svara hatri með hatri. Við losnum undan óvini með því að losa okkur við óvinátt- una.“ (Martin Luther King) Þessi staðhæfing er byggð á biblíulegum boðskap. Slík undir- staða skiptir máli, því eins og fram kemur í Passíusálmi 44.17: „Bæn þína aldrei byggðu fast á brjóstviti náttúru þinnar. Í Guðs orði skal hún grundvallast. Það gefur styrk trúarinnar.“ (Hallgrímur Pét- ursson) Kristniumræða fyrir öld og síðar Eftir Ævar Halldór Kolbeinsson » „Jeg fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðar- erindið; því það er kraft- ur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim er trú- ir …“ (Róm 1:16) Ævar Halldór Kolbeinsson Höfundur er öryrki og eldri borgari. Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.