Morgunblaðið - 16.07.2022, Page 26
✝
Arnþór Reynir
Magnússon
fæddist á Brenni-
stöðum í Eiða-
þinghá 28. desem-
ber 1931. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Hulduhlíð 8. júlí
2022.
Hann ólst upp í
Hamragerði í
sömu sveit frá
fjögurra ára aldri þegar for-
eldrar hans og systkini fluttust
þangað.
Foreldrar hans voru Guð-
björg Sigríður Sigbjörnsdóttir,
f. 12.4. 1890, og Jón Magnús
Þórarinsson, f. 15.12. 1880,
bændur á Brennistöðum, síðan
í Hamragerði.
Systkini hans voru Anna
María, f. 6. 2. 1912, Ingibjörg,
f. 8. 10. 1914, Margrét, f. 13.5.
1918, Sigbjörn, f. 21.5. 1919,
Soffía, f. 2.10. 1920, Þórunn, f.
1.4. 1924, Svanhvít, f. 15.4.
1925, og Magnhildur, f. 5.9.
1926.
Arnþór kvæntist Erlu Hjalta-
dóttur. Hófu þau búskap á
Reyðarfirði, í kjallaranum í Ás-
brún, hjá tengdaforeldrum
hans. Þau byggðu síðan húsið
að Brekkugötu 7 á Reyðarfirði
og bjó hann þar
allt fram til dauða-
dags. Arnþór og
Erla skildu 2011.
Börn þeirra eru: 1)
Hjalti, maki Ólöf
Kristín Ein-
arsdóttir. Börn
þeirra eru Arnþór
og María, sonur
Maríu er Bjarki
Þór Úlfarsson. 2)
Gunnar Magnús,
maki Dóra Björk Reynisdóttir.
Dætur þeirra eru Kristrún og
Erla Hildur. 3) Heiðrún, sam-
býlismaður hennar er Grím-
laugur Björnsson. Dætur Heið-
rúnar eru Emma Björk, Fanný
Ösp og Helena Eik. 4) Kári
Elvar, sambýliskona hans er
Valgerður Yngvadóttir.
Arnþór starfaði á Reyð-
arfirði, m.a. sem vélamaður hjá
Vegagerðinni, sem bifreið-
arstjóri og viðgerðarmaður
véla og tækja hjá fiskverkun
GSR, vann við afgreiðslustörf í
byggingavörudeild KHB,
verkamannastörf hjá Rafveitu
Reyðarfjarðar og sinnti hús-
vörslu í grunnskólanum og
íþróttahúsinu á Reyðarfirði.
Útför Arnþórs fer fram frá
Reyðarfjarðarkirkju í dag, 16.
júlí 2022, kl. 13.00.
Þá hefur sá gamli yfirgefið
samkvæmið, sagði Gunni þegar
hann tilkynnti mér andlát föður
síns, Adda frænda míns sem
mig langar að minnast nokkrum
orðum. Arnþór Reynir Magn-
ússon hét hann fullu nafni,
yngstur af níu systkinum fædd-
um á Brennnistöðum í Eiða-
þinghá, og eru þá öll gengin á
vit forfeðra sinna. Tilvera mín
hefur alla tíð tengst Adda með
einhverjum hætti alveg frá því
ég man eftir mér, hann þá bú-
andi í kjallaranum í Ásbrún með
fyrrverandi eiginkonu sinni Erlu
Hjaltadóttur. Þessi minning mín
um frænda á ekki að vera neinn
sérstakur fagurgali um hann
heldur langar mig að minnast
hans og þakka fyrir allt sem
hann var mér, hálfumkomulaus-
um ellefu ára drengstaula eftir
skilnað foreldra minna.
Þú varst alltaf tilbúinn að
koma til að aðstoða okkur með
eitt og annað sem aflaga fór í
Hvoli. Þú sýndir mér t.d.
hvernig átti að sóthreinsa bið-
una í olíufíringunni þegar hætti
að loga í olíunni fyrir sóti, opna
sótlúguna á skorsteininum til
að skafa út sótið með sköfu
sem þú smíðaðir. Gamli tréskí-
ðasparkurinn sem þú endur-
byggðir, sá var allur brotinn.
Þú fékkst aflagðan barnaskóla-
stól og munstraðir hann ofan á
meiðana. Hvernig þú bjargaðir
sálarheill minni varðandi bíla-
dellu mína eftir að hún tók yfir
líf mitt. Keypt var gömul bjalla
úr Reykjavík óséð, man að þú
komst með mér á bryggjuna
þegar gripurinn kom með skipi
á Reyðarfjörð og við fórum
fyrstu ökuferðina báðir sælir
með gripinn, en síðar kom í ljós
að töluverður hluti af þyngd
bílsins var bundinn fyllingar-
efni sem smám saman hrundi
eftir því sem ekið var í fleiri
holur. Reyndist þú mér þá bet-
ur en enginn, hvattir mig til
láta ryðbæta. Bíllinn var settur
í viðgerð á Lykli og sóttum við
grindina þangað og drógum
hana inn í skúr hjá þér, þar
hafðir þú yfirumsjón með
vinnunni. Þar sprautaðir þú
brettin og hurðina með máln-
ingarsprautu sem var tengd við
ryksugu móður minnar. Þú
skiptir um kúplingsdisk og
pressu, losaðir nokkra bolta og
sviptir svo vélinni frá, settir
svo saman, hertir pressuna
lauslega, tálgaðir svo til kúst-
skaft til að diskurinn væri á
réttum stað þegar þú rakst
mótorinn upp á. Þessi tími var
minn skóli í bílaviðgerðum. Svo
líða árin eins og gengur, ég flyt
upp á Hérað þannig að sam-
gangur minnkaði en þessi
strengur sem á milli okkar
spannst slitnaði ekki. Kafla-
skipti verða í þínu lífi, þið hjón-
in skiljið og þú hófst búskap
einn. Þá fóru samskipti okkar
að aukast að nýju, aðallega í
síma en þó nokkrar heimsóknir
í Brekkugötuna. Samtölin sem
við áttum þegar ég var á næt-
urvöktum stóðu gjarna í tvo
klukkutíma eru mér ofarlega í
sinni núna, um gamla tíma, þá
sérstaklega úr sveitinni þinni
Hamragerði og Brennistöðum.
Mig langar að þakka þér fyrir
að þiggja boðið í bíltúrinn 11.
júní síðastliðinn, það er minn-
ing sem ég mun geyma meðan
ég lifi.
Nú er komið að kveðjustund-
inni, það veit ég að vel verður
tekið á móti þér í Sumarlandinu.
Afkomendum þínum og aðstand-
endum sendi ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur og vertu nú
sæll og takk fyrir allt.
Meira á www.mbl.is/andlat
Þinn frændi,
Magnús Kristjánsson.
Arnþór Reynir
Magnússon
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
Það er svo óraun-
verulegt að sitja hér
og skrifa minning-
argrein um þig
elsku vinur. Lífið er
hverfult og enginn veit hvað
morgundagurinn ber í skauti sér.
Ég var að keyra norður til Ak-
ureyrar þennan örlagaríka dag
þegar mér barst þessi harmaf-
rétt. Ég gat ekki náð utan um
þessi tíðindi, trúði þeim ekki og
lífið tók U-beygju á augnabliki.
Ég kynntist þér þegar við vor-
um unglingar, þegar ég varð
skotin í Halla frænda þínum og
besta vini. Þið voruð alltaf saman
og það var ekki annað hægt en að
líka vel við þig því þú varst alltaf
glaður og tókst lífið passlega al-
varlega. Þið frændur voruð eins
og bræður, svo tryggur var vin-
skapurinn, og pössuðuð alltaf
hvor upp á annan.
Þú byrjaðir ungur að vinna.
Fyrst í landi en síðan tók sjó-
mennskan við og þar varstu
staddur er þú kvaddir þetta líf. Á
unglingsárunum var unnið,
djammað, farið á böll, hlustað á
Bubba og Megas á vínil, farið í
útilegur, fjallaferðir og haft gam-
an. Síðan tók fjölskyldulífið við.
Þú kynntist Valrúnu þinni, varst
yfir þig ástfanginn, þið fóruð að
búa og eignuðust þrjú börn í
bunu sem í dag eru orðin dugleg
og flott ungmenni.
Það var aldrei neitt vesen hjá
þér. Alltaf jákvæður og hafðir
Jóhann Pétursson
✝
Jóhann Pét-
ursson fæddist
29. ágúst 1969.
Hann lést 24. júní
2022.
Útför hans fór
fram 4. júlí 2022.
gaman af lífinu. Ég
hringdi einu sinni í
þig um miðnætti á
Þorláksmessu þar
sem ég var stödd
inni í verslun. Búin
að kaupa heilan
helling af matvöru
en kortið virkaði
ekki og ég var á leið-
inni heim í sveitina.
Þú komst hlaupandi
innan skamms í
búðina hlæjandi yfir veseninu á
mér. Borgaðir vörurnar, knúsað-
ir mig og skokkaðir heim aftur.
Þetta lýsir þér svo vel og hvað þú
varst alltaf góður vinur.
Það var alltaf jafn notalegt að
koma í kaffi til ykkar Valrúnar í
Ægisgötuna í gegnum árin og
skipti engu máli hvað leið langt á
milli þess sem við hittumst. Vin-
skapurinn var alltaf eins, dyrnar
opnar og hlýtt faðmlag var það
sem mætti mér þegar ég kom til
ykkar.
Elsku Jói minn, takk fyrir
samfylgdina og vinskapinn í
gegnum þetta lífsins ferðalag.
Takk fyrir allar stundirnar og
yndislegu minningarnar sem
munu fylgja mér um ókomin ár.
Elsku Valrún, Heiðar, Lilja,
Gunnborg, Gunna, Pétur, Fríða,
Valdi og fjölskyldur. Ég sendi
ykkur innilegar samúðarkveðjur
á þessari sorgarstundu.
Tíminn flýgur áfram og hann
teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það
hvert hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi
svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.
(Megas)
Bergþóra Lárusdóttir.
Líbanska skáldið
Kalhil Gibran
komst svo að orði
um dauðann:
Hvað er það að deyja
annað en það að standa
nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið?
Elsku Dagrún, mín góða vin-
kona, þetta eru ekki kveðjuorð
til þín heldur þakkarorð fyrir
áratuga vináttu. Kynni okkar
hófust í húsi Guðspekifélagsins
við Ingólfsstræti. Við vorum
ungar og hressar, báðar í and-
legri leit. Alltaf hlökkuðum við
til að hittast. Allra skemmtileg-
ast þótti okkur að fara í berjamó.
Bara að leggjast á jörðina og
tengjast henni, það var okkar
lúxus. Barmafullar af kátínu og
gleði vorum við svo lánsamar að
njóta fræðslu og leiðbeiningar
þeirra Grétars Fells og Sigvalda
Dagrún Erla
Ólafsdóttir
✝
Dagrún Erla
Ólafsdóttir
fæddist 6. nóvem-
ber 1929 á Ísafirði.
Hún lést 16. júní
2022. Útför hennar
fór fram frá
Grafarvogskirkju
4. júlí 2022.
Hjálmarssonar,
sem miðluðu óspart
af eigin reynslu og
andlegri sýn. Lífið
var gott og þessi
mikli andans fjár-
sjóður gagnaðist
okkur vel í vegferð
okkar gegnum skin
og skúrir lífsins.
Gleðina mesta
fann Dagrún í vel-
gengni barnanna
sinna þriggja og barnabarnanna.
Dagrún varð fyrir því mikla
áfalli að missa dóttur sína langt
um aldur fram, frá tveim börn-
um. Það sár greri ekki, en með
Guðs hjálp og góðra manna, við-
horfs hennar til alls sem lifir og
kærleiksríks eðlis tókst henni að
lifa í innri sátt.
Það var undursamlegt að sjá
hvað hún hreifst af fegurð lífsins,
náttúrunnar – enda var hún
listakona að eðlisfari og fyrir
Dagrúnu var allt líf heilagt. Nú
ert þú horfin inn í sólskinið,
elsku vinkona mín.
Guð blessi þig og varðveiti
þig.
Þakka samfylgdina.
Ástvinum og öllum ættingjum
votta ég samúð mína.
Elínborg Lárusdóttir.
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐMUNDUR EINARSSON,
kennari, vélstjóri og bókaútgefandi,
Ísafirði,
lést sunnudaginn 10. júlí
á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði eftir stutt veikindi.
Útför fer fram frá Ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 19. júlí klukkan 14.
Hulda Salóme Guðmundsd. Halldór V. Magnússon
Hjálmar Guðmundsson Kolbrún Kristjánsdóttir
Steingrímur R. Guðmunds. Sæunn S. Sigurjónsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, amma og langamma,
BRYNDÍS JÓNASDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
áður Asparfelli 6, Reykjavík,
lést 13. júlí á dvalarheimilinu Eir.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 20. júlí klukkan 15.
Mínerva Margrét Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir
Svanhildur Sif Haraldsdóttir
Guðmundur Jónas Haraldsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
stjúpmóðir, dóttir, systir, tengdamóðir,
amma, frænka og vinkona,
HÓLMFRÍÐUR DÖGG EINARSDÓTTIR
sálfræðingur,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
í Mosfellsbæ 9. júlí. Hún verður jarðsungin
frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 21. júlí klukkan 13.
Skúli Theódór Ingason
Alexander Leví Pétursson Hildur María Olafsdóttir
Theódór Ingi Skúlason
Anton Elí Skúlason
Antonía Eir Skúladóttir
Þórhildur Magnúsdóttir Einar Finnbogason
Berglind Einarsdóttir
Finnbogi Einarsson Jurgita Mazeikaité
Brimar Leví Alexandersson
og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÁRNI SIGTRYGGSSON,
Bröttukinn 22,
Hafnarfirði,
lést á landspítalanum í Fossvogi 10. júlí.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 20. júlí klukkan 13.
Guðbjörg Skúladóttir
Guðleifur Árnason Gísla Rún Kristjánsdóttir
Sigríður Árnadóttir
María Anna Árnadóttir Magnús Óskarsson
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA BJÖRNSDÓTTIR,
Múlakoti,
lést á Dvalarheimilinu Klausturhólum
fimmtudaginn 7. júlí. Útförin fer fram frá
Prestbakkakirkju fimmtudaginn 21. júlí klukkan 13.
Baldur Þ. Bjarnason
Adda Lára Arnfinnsdóttir Símon Gísli Ólafsson
Sigurbjörn Marinósson
Sigríður Helga Baldursdóttir Agnar Haraldsson
Arna Björk Baldursdóttir Jose Brito Gil
Bjarni Pétur Baldursson Þórunn Edda Sveinsdóttir
Sigurður Arnfinnur Baldurs. Þórunn Ármannsdóttir
Bjarmi Þór Baldursson Eliane Lima
barnabörn og barnabarnabörn