Morgunblaðið - 16.07.2022, Page 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
✝
Elísabet Jóns-
dóttir fæddist í
Þingnesi í Bæjar-
sveit 15. nóvember
1926. Hún lést á
hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Brákarhlíð, Borg-
arnesi 8. júní 2022.
Foreldrar Elísa-
betar voru hjónin
Magnfríður Himin-
björg Magnús-
dóttir og Jón Hjálmsson.
Systkini Elísabetar á lífi eru
Guðríður Jónsdóttir og Jó-
hanna Guðnadóttir. Látin eru
Ketill Jóhannesson, Guðrún
Jónsdóttir og Jón Magnús
Guðnason.
Sonur Elísabetar er Jón Atli
Brynjólfsson og
barnsfaðir Elísa-
betar er Brynjólfur
Sandholt. Jón Atli
er giftur Hjördísi
Rósu Halldórs-
dóttur. Börn
þeirra eru Elísabet
og Halldór.
Elísabet er gift
Jóhanni M. Viðars-
syni. Börn: Viðar
Marel, Thelma
Berglind, Hrafnhildur Arney
og Bjartey.
Elísabet ólst upp á Árbakka
í Bæjarsveit. Hún starfaði
lengst af sem ráðskona á
Varmalandi í Stafholtstungum.
Útför Elísabetar fór fram í
kyrrþey.
Elsku amma mín, amma Beta,
Elísabet Jónsdóttir, já við vorum
báðar stoltar af því að vera alnöfn-
ur, allt frá því að ég man eftir mér
þótti mér það afar merkilegt og
sagði montin frá því og það sama
má segja um þig, meira að segja
þegar við hittumst núna í byrjun
sumars minntist þú á það við
starfsfólkið í Brákarhlíð að við
værum nú alnöfnur.
Minningarnar eru margar. Því-
lík forréttindi það voru að fá að
koma í sveitina til þín á sumrin sem
barn, fá að fylgjast með og taka
þátt í sveitastörfum. Þegar ég
hugsa til baka þá minnist ég þín
sem ofurkonu, alltaf að aðhafast
eitthvað, elda, baka, prjóna, ham-
ast í garðinum eða annað sem
þurfti að gera. En þrátt fyrir að
vera alltaf að gafstu þér tíma fyrir
mig, dröslaðir mér með þér út um
allt og fannst eitthvað fyrir mig að
gera. Svo reyndir þú þitt besta að
gera einhvern mat fyrir borgar-
barnið, heimagerða hamborgara
og pizzur, það gekk svona misvel
en það vantaði ekki viðleitnina.
Best fannst mér nú samt alltaf
hveitikökurnar þínar með smjöri
og heimagerðri kæfu. Eftirminni-
legast og það mest spennandi
fannst mér þegar ég var, í ófá
skipti, send út í á að stela laxi af
veiðibjöllunni, þeir laxar brögðuð-
ust alltaf best.
En svo inn á milli gátum við
dúllað okkur saman, ég fékk oft að
setja rúllur og nýjar greiðslur í
hárið á þér, kenndir mér rommý
sem við spiluðum mikið og að
leggja fjöldann allan af köplum, þú
kenndir mér líka að prjóna en mér
fannst eiginlega bara skemmti-
legra að fá að flokka og vefja
garninu upp í nýjar dokkur.
Svo fannst okkur nú alltaf gam-
an að glugga í heimsatlasinn og
pæla í landafræði og þjóðfánum,
og geymdir þú kortabókina aldrei
langt frá þér.
Svo komu langömmubörnin,
það sem þú varst nú ánægð með
þau og fannst alltaf gaman að hitta
þau og sinntir þeim eftir getu. Þau
voru alltaf aðalumræðuefnið þeg-
ar við heyrðumst í síma og fram á
síðasta dag voru þau þér ofarlega í
huga, held að þú hafir verið pínu
montin af þessari litlu stórfjöl-
skyldu sem við erum orðin.
Þeir eru ófáir kostirnir sem þú
hafðir að geyma og marga þeirra
hef ég tileinkað mér í gegnum tíð-
ina, vinnusemi, hverskonar nýtni
hráefna, sjálfstæði og hógværð. Að
þessum kostum mun ég búa og
gera mitt besta að tileinka mínum
börnum.
Elsku amma, þú varst mér frá-
bær fyrirmynd og ég á þér margt
að þakka.
Takk fyrir alla þá góðvild og
kærleika sem þín sýndir mér.
Hvíldu friði, elsku amma, góða
nótt og guð geymi þig.
Elísabet Jónsdóttir.
Alltaf varst þú ljóðið
sem allir vildu kveða.
Alltaf varst þú strengur sá
sem allir vildu slá.
Þú varst eins og þögnin,
þú varst eins og nóttin,
þú varst eins og harpan sú
sem vindurinn leikur á.
(Guðmundur Böðvarsson)
Komdu sæl mín kæra, en svo
ávarpaði ég ráðskonuna, Elísa-
betu Jónsdóttur, eftir að hún
hætti starfi sem ráðskona til 36
ára við Varmalandsskóla. Elísabet
var einstök, hlý, stundum ströng,
en umfram allt glæsileg svo eftir
var tekið. Vinnu sína við skólann
innti hún af hendi sem væri henn-
ar. Fyrirhyggja við öflun mat-
væla, úrvinnsla heima í skólaeld-
húsi og margt fleira mætti nefna
vann hún með eldhússtúlkunum
og sló ekki af. Mötuneyti skólans
var hennar starfsvettvangur og
honum sinnti hún af snilld. En El-
ísabet var svo sem ekki allra og
tíma tók að komast inn að faðmi
hennar. Við áttu gott samstarf þau
ár sem samstarf okkar náði, en
1997 urðu starfslok og þá flutti
hún að Árbakka þar sem hún hafði
alist upp. Á Árbakka bjó hún með
bróður sínum Katli þar til að hann
kvaddi. Þar ræktaði hún garðinn,
blóm og grænmeti og ýmsar aðrar
tegundir. Ég hafði það að venju að
heimsækja Elísabetu að lágmarki
tvisvar á ári og afmælisdag henn-
ar 15. nóvember mætti ég og þá
með sérrý eða konfekt. Þá sagði
hún. „Mikið ertu yndislegur að
muna eftir mér.“ Það var gaman
að koma og spjalla. Hún fylgdist
vel með og var með lands- og
heimsmál á hreinu. Þá var Elísa-
bet mikill lestrarhestur og ætíð
var borðið hjá henni hlaðið bókum
og í stólnum við hliðina voru
prjónarnir en mín kona var af-
kastamikil við þá iðju. Góðar
stundir koma upp í hugann. Þær
eru geymdar. Takk
Jóni Atla og fjölskyldu sendum
við Kristín Ingibjörg okkar inni-
legustu samúðarkveðju.
Flemming Jessen.
Elísabet Jónsdóttir
Elsku besta
amma.
Þegar við hugs-
um til ömmu er það
fyrsta sem kemur
upp í hugann hvað
amma var hlý og góð, það skipti
hana miklu máli að öllum liði vel.
Hún hafði góðan húmor, var
harðdugleg og algjör töffari.
Mikil fyrirmynd.
Það var alltaf svo gott að koma
til ömmu, hún hugsaði svo vel um
okkur og það mátti enginn verða
svangur, aldrei. Það var fátt
betra en að vakna við pönnuköku-
ilminn heima hjá ömmu og raða
svo í sig kleinum og kræsingum
allan daginn, enda allt best hjá
ömmu þar sem við vorum dekruð
af ást og umhyggju.
Elsku amma, takk fyrir allar
dýrmætu stundirnar, símtölin og
fallegu lífslexíurnar.
Langömmubörnin voru svo
lánsöm að kynnast þér og verja
góðum stundum með þér í gegn-
Svanhildur
Sigurðardóttir
✝
Svanhildur
Sigurðardóttir
fæddist 26.12. 1929.
Hún lést 24.6. 2022.
Útför Svanhildar
fór fram í kyrrþey.
um árin, þær minn-
ingar eru ómetan-
legar.
Við lofum að vera
dugleg að taka lýsi
og hreyfa okkur svo
við verðum eins
langlíf og heilsu-
hraust og þú. Þú
varst einstök amma
og við kveðjum þig
með miklum sökn-
uði, en það hlýjar
okkur um hjartarætur að vita að
nú ertu komin til afa þar sem þið
drekkið saman góðan kaffibolla
og farið í bíltúr.
Takk fyrir alla hlýjuna, góðu
stundirnar og minningarnar.
Svanhildur Ylfa, Bergur
Einar, Diljá og Vala.
Yndisleg vinkona
hefur kvatt þetta líf.
Við urðum vin-
konur í grunnskóla
og hefur sú vinátta
haldist allt frá þeim tíma og aldrei
borið skugga á. Fyrsta minning
mín er þegar hún var að kenna
mér á hljómborð. Hafði lengi lang-
að að læra á hljóðfæri og hún svo
músíkölsk hélt að það væri ekki
mikið mál að kenna mér. Það gekk
nú ekki upp þar sem puttarnir
vildu ekki hlýða, en þá var skipt
yfir í blokkflautu sem gekk ágæt-
lega og kenndi Sigrún mér líka að
lesa nótur.
Lífsganga Sigrúnar var enginn
dans á rósum og fékk hún hvert
verkefnið á fætur öðru með sínum
hindrunum til að kljást við. Nú síð-
ast var það hvítblæði og hafði það
að lokum sigur og tók hana á
braut. Þrátt fyrir það var Sigrún
alltaf jákvæð, kvartaði aldrei,
tókst á við hvert verkefni og leysti
eins vel og hægt var af þrautseigju
og yfirvegun.
Hún lét ekkert stoppa sig í því
sem hana langaði að gera og þrátt
fyrir skerta hreyfigetu þráði hún
heitast að geta haft eitthvað fyrir
stafni og vann síðustu árin hálfan
daginn á saumastofu í Hátúni en
tók svo þátt í starfsemi klúbbsins
Geysis.
Einnig tók hún kúrsa í háskól-
anum. Hélt við norskunni sinni og
sótti ýmis námskeið, meðal annars
matreiðslunámskeið og bauð okk-
ur vinkonunum svo heim í mat svo
við gætum notið þeirra góðu rétta
sem hún hafði lært að útbúa.
Sigrún var dugleg að halda
sambandinu við okkur vinkonurn-
ar. Hringdi reglulega til að heyra í
okkur og fylgdist vel með hvað var
að gerast í okkar lífi. Spurði alltaf
Sigrún
Jóhannsdóttir
✝
Sigrún Jó-
hannsdóttir
fæddist 29 mars
1967. Hún lést 21.
júní 2022. Útför
hennar fór fram 1.
júlí 2022.
eftir því hvernig við
og makar okkar
hefðum það og hvað
börnin okkar væru
að gera og hvernig
þeim gengi. Sigrún
var alltaf til í hitting
hvort heldur á kaffi-
húsi eða heima fyrir.
Dæmi um þraut-
seigju Sigrúnar: Eitt
sinn kom maðurinn
minn heim og sagð-
ist hafa séð hana eina á labbi niðri í
Hafnarstræti. Ég hélt að það gæti
ekki verið en Sigrún staðfesti að
það væri alveg rétt; hana hefði
vantaði bók úr Eymundsson sem
þá var í Hafnarstræti og þar sem
það var svo gott veður þann dag-
inn ákvað hún að labba með
göngugrind niður í Hafnarstræti
frá Hlemmi. Labbaði niður
Laugaveginn og upp Hverfisgöt-
una – var reyndar þrjá og hálfan
tíma í ferðinni en fannst það lítið
mál! Mér verður oft hugsað til
hennar þegar ég fer niður Lauga-
veginn og er byrjuð að keyra
hring eftir hring þar um því ég fæ
ekki stæði beint fyrir utan þá búð
sem ég ætla í. Það var svo margt
sem maður gat lært af Sigrúnu á
því hvernig hún tókst á við lífið.
Af þrautseigju hélt hún áfram
að gera handavinnu og bæði prjón-
aði og saumaði út. Kláraði fyrir
nokkru að sauma út mjög fallegan
borðdúk og var byrjuð á lítilli mynd
síðast þegar við hittumst.
Ekki hvarflaði að okkur Þór-
unni síðast þegar við kíktum á
hana tæpri viku áður en hún
kvaddi að hún myndi kveðja okkur
svona fljótt. Hún var slöpp en stolt
og vildi ekki liggja út af og tala við
okkur heldur setjast upp og fram
á rúmbríkina. Þá góðu stund mun
ég geyma í huga mér ásamt öðrum
góðum minningum.
Hafðu þökk fyrir trausta og
góða vináttu.
Fjölskyldu Sigrúnar votta ég
samúð mína.
Þín vinkona,
Júlíana Ósk.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær og elskuleg móðir mín,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR
söngkona
frá Brennholti í Mosfellsdal,
lést á dvalarheimilinu Hrafnistu
laugardaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
20. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað, en
þeir sem vilja minnast hennar láti Fuglavernd Íslands eða
Votlendissjóð njóta þess.
Tómas Atli Ponzi Björk Bjarnadóttir
Guðrún Theodóra Ponzi Jóhann Ingi Guðmundsson
Gabríel Ponzi Þórey Lovísa Sigurmundsd.
Egill Mikael Ponzi
Ástríður Jósefína Ólafsdóttir Eyþór Laxdal Arnalds
Bjarni Jósef Ólafsson
Frank Nikulás Ólafsson
Fenrir Þór Söndruson Ponzi
Gabríel Dagur Jóhannsson Ponzi
Deva Aurea Olafsson
Elskulega eiginkona mín, mamma okkar,
tengdamamma, amma, langamma og
systir,
MARGRÉT S. GUÐMUNDSDÓTTIR
sjúkraliði
Magga frá Kárastöðum,
lést skyndilega í faðmi fjölskyldunnar af
völdum heilablæðingar fimmtudaginn 7. júlí á Landspítalanum í
Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 19. júlí klukkan 13.
Þorgeir Sæmundsson
Ragnhildur A. Þorgeirsdóttir Helgi Pálsson
Bára Kristín Þorgeirsdóttir Geir Bjarnason
Halla Eyberg Þorgeirsdóttir Bárður Smárason
Guðbjartur Ísak, Atli Páll, Hekla Lydía, Óli Jarl, Margrét,
Ciara Margrét Eyberg, Helga Sara, Þorgeir Sær, Krummi
Týr, Áróra Eyberg, Jökull Eyberg, Úlfrún Irja, Ásgeir Óðinn
og systkini Margrétar
Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
INGVELDUR LÁRUSDÓTTIR
HJALTESTED
söngkona,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
22. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Einar Þ. Einarsson Steinunn R. Sigurðardóttir
Lárus Einarsson Matthildur Þórðardóttir
Þuríður Einarsdóttir Halldór Harðarson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
NANNA SÆMUNDSDÓTTIR
sjúkraliði,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum 10. júlí.
Útförin fer fram í Árbæjarkirkju
fimmtudaginn 21. júlí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin.
Hlynur Freyr Stefánsson Matthildur Jónsdóttir
Bylgja Rún Stefánsdóttir Bjarni Jakob Gíslason
og barnabörn
Elsku hjartans eiginkona mín, móðir og
dóttir,
ÞÓRHALLA ARNARDÓTTIR
framhaldsskólakennari,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
krabbameinsdeild Landspítalans
fimmtudaginn 14. júlí. Útför verður auglýst síðar.
Kolbeinn Már Guðjónsson
Örn Hrafnsson Margeir Hrafnsson
Björg Sóley Kolbeinsdóttir Backman
Örn Karlsson Ingibjörg Ósk Óladóttir