Morgunblaðið - 16.07.2022, Page 28

Morgunblaðið - 16.07.2022, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 Elsku Ingvi bróðir minn. Nú þegar ég hef kvatt þig í hinsta sinn fæ ég loksins þrótt til að skrifa minningar mínar um þig. Þegar ég var lítil og þú varst heima urðum við vinir þótt dálítill aldursmunur væri á milli okkar. Ég minnist þess hversu blíð- ur og góður þú alltaf varst en jafnframt mikill prakkari. Þú hafðir gaman af ýmsum hrekkj- um eins og þegar þú manaðir okkur Sigga bróður til að fara með Matadorpeninga út í búð og biðja um nammi fyrir þá. Konan í búðinni vorkenndi okk- ur svo mikið að hún gaf okkur sína karamelluna hvoru en þú lást á glugganum og hlóst að öllu saman. Það var alltaf mikið fjör að vera með þér og alltaf einhver gleði sem einkenndi þig. Þú lékst við okkur yngri systkinin og lést okkur gera ýmsar þraut- ir. Þú kenndir mér að þykja vænt um öll dýr og fólk sem átti bágt. Þegar við urðum eldri og ekki síst eftir að hún Sigga kom inn í líf þitt áttum við öll marg- ar góðar stundir saman. Við fór- um í nokkrar útilegur og geng- um m.a. frá Hvalfjarðarbotni upp að Hvalvatni og þaðan yfir til Þingvalla. Og ferðirnar okk- ur á Þjóðhátíð gleymast aldrei. Við fórum líka saman á gömlu dansana í Þórskaffi og þá var sko gaman að dansa við þig því fáir dönsuðu betur. Ein utanlandsferð með þér til Glasgow og Edinborgar þar sem þú varst leiðsögumaður með stóran hóp fólks er líka eft- irminnileg fyrir margra hluta sakir. Að vera með þér var alltaf gaman og heimurinn varð ein- hvern veginn meira spennandi og bjartari. Það sem líka er mér kær Ingvi Þór Guðjónsson ✝ Ingvi Þór Guð- jónsson fæddist á Akureyri 28. nóv- ember 1939. Hann lést 9. júní 2022 og útför hans fór fram 2. júlí 2022. minning er þegar í síðasta stórafmæli mínu fyrir fjórum árum þú söngst með okkur „Gudd- unum“ og til er á upptöku. Hvílíkt stuð og hvílík gleði. Eftir að þú veiktist af þeim sjúkdómi sem að lokum dró þig til dauða töluðum við nokkuð reglulega saman í síma og því þéttar sem á leið. Alveg fram á síðustu vikurn- ar fórst þú og ókst um þinn kæra bæ og sóttir blöðin fyrir fólkið í húsinu þar sem þið Sigga bjugguð. Þú kvartaðir aldrei. Hafðir það alltaf bara gott. Tveimur dögum áður en þú dóst varstu orðinn ansi veikur en húmorinn var aldrei langt undan frekar en svo oft áður. Þá sagði þú við mig með mikilli glettni í röddinni: „Já Helga mín. Maður slepp- ur víst aldrei lifandi frá þessu lífi.“ Þetta lýsir þér elsku Ingvi minn svo vel. Alltaf glaður, allt- af að hughreysta aðra og alltaf að slá á létta strengi. Þú varst bróðir minn og vin- ur minn og ég elskaði þig og mun sakna þín meira en orð fá lýst. Ég ætla að leita þín þegar ég fer sjálf yfir móðuna miklu og þá ætla ég að setjast með þér í grænni brekku og syngja með þér alla skátasöngvana sem þú kenndir mér þegar ég var barn. Ég efast ekki um að þú munir halda uppi fjörinu hinum megin eins og þú gerðir svo vel hérna megin. Börnin þín fjögur sýna svo vel það atlæti sem þið Sigga veittuð þeim. Þar er sama hlýj- an, umhyggjusemin og góðvildin til allra og húmorinn er þar líka alltaf á næsta leiti. Þeim öllum, tengdabörnunum, barnabörnun- um og barnabarnabarni sem elskuðu hann svo mikið votta ég mína dýpstu samúð. Og þér elsku bróðir og vinur óska ég góðrar ferðar. Helga Guðjónsdóttir. Komið er að því að kveðja æskuvin- konu okkar. Leiðir okkar og Haddýjar lágu sam- an haustið 1979 er við hófum skólagöngu í Réttarholtsskóla. Við vorum upp frá því mikið sam- an, ýmislegt brallað, eins og til- heyrir oft unglingsárunum. Við vorum tíðir gestir í Ásgarðinum, þar tók Kiddý alltaf á móti okkur opnum örmum. Þær voru ófáar stundirnar sem við vinkonurnar áttum niðri í herberginu hans Hansa, slúðrað, hlegið og ekki síst hlustað á tónlist. Sú tónlist á enn stað í hjarta okkar með flytjend- um eins og Phil Collins og Queen, er við heyrum okkar gömlu uppá- haldslög rifjast upp stundirnar sem við áttum saman. Við sjáum hana ljóslifandi fyrir okkur í hvít- um bol og hvítum klossum sem var órjúfanlegur hluti af henni. Félagsmiðstöðin Bústaðir voru Hrafnhildur Stefánsdóttir ✝ Hrafnhildur Stefánsdóttir fæddist 23. mars 1966. Hún lést 25. júní 2022. Útför hennar var 7. júlí 2022. okkar annað heimili á þessum árum, þar áttum við einnig saman margar góðar og skemmtilegar stundir. Eins og gerist oft á fullorðinsárum skildi leiðir okkar, en við heyrðum þó allt- af eitthvað af Haddý. Það var þó ekki fyrr en veikindi hennar létu á sér kræla að við fórum að vera í samskiptum aftur. Hún leyfði okkur að fylgjast með þessu erfiða ferli, en hún var full bar- áttuvilja og staðráðin í að ná yf- irhöndinni. Hún sendi okkur síð- ast skilaboð í lok apríl með góðar fréttir. Það var því mikið áfall tveimur mánuðum síðar að frétta af dauðsfalli hennar. Við höfðum plön um að hittast þegar við vær- um allar á landinu. Því miður náð- um við því ekki, en eftir lifa góðar minningar frá unglingsárunum með elsku Haddý. Hvíl í friði vin- kona. Við sendum Karen dóttur hennar innilegar samúðarkveðjur sem og öðrum aðstandendum. Berglind Ágústsdóttir, Elsa Hrönn Reynisdóttir. ✝ Guðmundur Magnús Þor- steinsson var fæddur á Finn- bogastöðum í Tré- kyllisvík 13. mars 1943 og lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 2. desember 2021. Foreldrar voru Pálína Jenný Þór- ólfsdóttir, f. 1921, d. 2012 og Þorsteinn Guð- mundsson, f. 1905, d. 1983. Systir Guðmundar er Guðbjörg Þorsteinsdóttir, fædd 1948. Fyrrverandi kona Guðmundar er Helga Olena Eiríksdóttir, fædd 1956. Börn þeirra eru Linda Guðmundsdóttir, f. 1981 og Þorsteinn Guðmundsson, f. 1986. Börn Helgu frá fyrra sambandi og stjúpbörn Guð- mundar eru Guð- brandur Óli Al- bertsson, f. 1974 og Oddný Inga Al- bertsdóttir, f. 1977. Guðmundur menntaði sig í Hólaskóla og var bóndi á Finn- bogastöðum. Útförin fór fram frá Árnes- kirkju 18. júní 2022. Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Vinur minn, Guðmundur Þor- steinsson, Mundi á Finnbogastöð- um, mátti láta í minni pokann fyrir elli kerlingu og veikindum hinn 2. desember sl. Það var aðdáunar- vert að fylgjast með langri og erf- iðri baráttu hans við margvísleg veikindi sem hann mátti glíma við frá unga aldri. Veikindi hans voru fyrst greind sem gigt en á seinna reyndist sú greining röng. Þó örl- aði hvorki á uppgjöf né volæði hjá Munda heldur einkenndist lífsvið- horf hans af æðruleysi m.a. með því að taka hverju því sem að höndum bar líkt og hverju öðru verkefni. Í seinni tíð stóð hann þó ekki einn þar sem börnin hans þrjú styrktu hann og studdu eins og best verður á kosið. Átti samleið með Munda alla hans lífsgöngu. Það var líka mikill samgangur, velvild og hlý vinátta á milli foreldra okkar þar sem aldrei bar skugga á en margs að minnast og þakka. M.a. síðsumars 1955 var ég í fæði og húsnæði á Finnbogastöðum. Þegar kom að því að borga sögðu Palla og Steini þvert nei. Hef stundað strandveiðar á trillu minni, Hönnu ST 49. Það er nú sem fyrr skortur á gistiaðstöðu í Árneshreppi á sumrin. Sumarið 2020 vantaði mig slíka aðstöðu. Fór til Munda og spurði hvort hann gæti skotið yfir mig skjóls- húsi. Það var líkt og 55 árum fyrr; ég var velkominn. Þetta kom sér vel og ekki nóg með að hafa að- stöðuna heldur var Mundi ávallt með mat þegar ég kom heim af sjónum, eftir 10-12 tíma. Stund- um, sérstaklega ef ég fiskaði lítið, þreyttur og í slæmu skapi þá var gott að setjast til borðs með Munda sem alltaf var í góðu skapi, sá spaugilegu hliðarnar á flestum málum og sagði sitthvað sem fékk mig til að brosa þannig að þegar upp var staðið og gengið til hvílu var ég léttur í spori og léttur í lund. Lífið var aftur orðið skemmtilegt. Sagt er að menn uppskeri eins og þeir sái og þess fékk Mundi vissulega að njóta. Það kom best í ljós eftir brunann á íbúðarhúsinu á Finnbogastöðum sumarið 2008, þar brann allt sem brunnið gat og jafnframt tveir hundar. Átakan- legt. Í framhaldinu sýndu vinir og samferðamenn Munda hvern hug þeir báru til hans. Hafin var söfn- un: Áfram Finnbogastaðir þar sem safnað var fyrir nýju húsi sem flutt var í vorið 2009 tæplega ári eftir brunann. Þar lögðu margir hönd á plóginn; með fjárframlög- um, sjálfboðavinnu o.fl. Þetta mat Mundi mikils. Því miður var því ekki ávallt á þann veg farið að Mundi uppskæri eins og hann sáði. Hann mætti óbilgirni og stóð í áralöngum kostnaðarsömum málaferlum til að verja hagsmuni sína gegn skyldmennum sínum. Þau átök voru Munda mínum erfið og gerðu glímuna við heilsuleysið þungbær- ari. Skrítið, þekkti Munda að ríkri réttlætiskennd, sanngirni og með- fæddri góðmennsku. Þakka samfylgdina. Samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar frá mér og fjölskyldu minni. Blessuð sé minning Munda á Finnbogastöð- um. Hilmar F. Thorarensen frá Gjögri. Guðmundur Magn- ús Þorsteinsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, STEINUNN GUÐNÝ SVEINSDÓTTIR frá Kastalabrekku, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli Hvolsvelli 1. júlí. Útförin fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum mánudaginn 18. júlí klukkan 11. Gróa Ingólfsdóttir Þórunn Sigurðardóttir Sigurveig Þóra Sigurðard. Lárus S Ágeirsson Hildur Sigurðardóttir Hulda Hansen Guðlaug Sigurðardóttir Agnar R. Agnarsson Hjördís Sigurðardóttir Jóna Sigurðardóttir S. Kolbeinn Gunnarsson og fjölskyldur Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Grásteini í Ölfusi. Kjartan Björnsson Ingibjörg Kjartansdóttir Rúnar Sigurðsson Björn Kjartansson Sigrún Jónsdóttir Helena Kjartansdóttir Guðmar Jón Tómasson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg sambýliskona, móðir og amma, ÞÓRDÍS JÓSEFÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 18. júlí klukkan 13. Kristján Grétar Jónsson Sigrún Linda Þorgeirsdóttir Þórir Viðar Þorgeirsson Rán, Röskva, Eir og aðrir aðstandendur Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA ÞORSTEINS VIGGÓSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ þriðjudaginn 5. júlí. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 19. júlí klukkan 13. Alfreð Viggó Sigurjónsson Guðný Guðmundsdóttir Bára Sigurjónsdóttir Garðar Agnar Garðarsson Svavar Páll Sigurjónsson Anna María Hjaltadóttir Margrét M. Sigurjónsdóttir Hrannar Örn Hrannarsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eigimanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR INGA GUNNLAUGSSONAR, fv. bæjar- og sveitarstjóra. María Busk Ingibjörg Guðmundsdóttir Sveinn Skorri Skarphéðinsson Guðmundur Ingi Guðmunds. Bylgja Brynjarsdóttir María H. Guðmundsd. Busk Daði Sigurjónsson Katrín Ó. Guðmundsd. Busk Íris Guðmundsdóttir Sindri Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra ÞÓRÐAR SIGURÐSSONAR, Reynihvammi 3a, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans og HERU hjúkrunarþjónustu fyrir einstaka umönnun og hlýju. Edda Björnsdóttir Björn Ingi Friðþjófsson Hildur Rut Ingimarsdóttir Salka Þórðardóttir Ásbjörn Örvar Þorláksson Þórhildur Braga Þórðardóttir Bragi Sigurðsson Sigríður E. Bjarnadóttir Jófríður H. Sveinsdóttir Unnar, Orri, Edda, Gunnhildur og Ronja Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns, pabba, tengdapabba og afa, EYJÓLFS HARALDSSONAR læknis. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Eggert Eyjólfsson Hólmfríður Morgan og barnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.