Morgunblaðið - 16.07.2022, Síða 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
Það er allt undir hjá íslenska
kvennalandsliðinu í knattspyrnu
á mánudaginn kemur þegar liðið
mætir Frakklandi í lokaleik sín-
um í D-riðli Evrópumótsins í Rot-
herham.
Með sigri tryggir liðið sér sæti
í 8-liða úrslitum keppninnar og
jafnar þar með sinn besta árang-
ur í lokakeppni Evrópumótsins.
Jafntefli gegn Frökkum gæti
hins vegar dugað, gegn því að
Ítalía og Belgía geri jafntefli í
Manchester á sama tíma. Ísland
gæti því komist áfram í 8 liða úr-
slitin án þess að vinna leik sem
er áhugaverð staðreynd.
Frakkland er í þriðja sæti
heimslista FIFA en liðið er eitt
best mannaða landsliðs heims
og gæti eflaust stillt upp þremur
stórkostlegum byrjunarliðum
sem gætu öll barist um Evrópu-
meistaratitilinn.
Ég var á EM í Hollandi fyrir
fimm árum þegar Ísland féll úr
leik í riðlakeppninni en fyrir loka-
leikinn gegn Austurríki átti ís-
lenska liðið ekki möguleika á því
að komast upp úr riðlinum.
Það var ekkert sérstaklega
skemmtilegt og það eina sem ég
bað um fyrir mótið í ár var að við
ættum enn þá möguleika á að
komast áfram þegar komið var
að lokaleiknum.
Frakkar eru búnir að vinna
riðilinn og þeir geta því leyft sér
að stilla upp veikara liði. Hvort
þeir geri það þarf bara að koma í
ljós en það er eitthvað sem segir
mér að Frakkarnir verði ekki al-
veg 100% á mánudaginn.
Íslensk landslið eru hins
vegar alltaf 150% þegar þau
spila og það gæti gert gæfumun-
inn þegar við mætum einu best
mannaða landsliði heims.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
Kaplakriki: FH – Víkingur R ................ L18
Hásteinsvöllur: ÍBV – Valur .................. S16
Breiðholt: Leiknir R. – KA..................... S17
Akranes: ÍA – Stjarnan ..................... S19.15
Keflavík: Keflavík – Breiðablik ........ S19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Ísafjörður: Vestri – Afturelding............ L14
Vogar: Þróttur V. – HK..................... S19.15
2. deild karla:
Reyðarfjörður: KFA – Haukar ............. L14
Grenivík: Magni – Njarðvík................... L14
Þróttarv.: Þróttur R. – Höttur/Hug ..... L14
Sandgerði: Reynir – Völsungur ............ L14
3. deild karla:
Höfn: Sindri – Víðir ................................ L14
Týsvöllur: KFS – Kári............................ L14
Blönduós: Kormákur/Hvöt – ÍH ........... L17
2. deild kvenna:
Hlíðarendi: KH – Einherji..................... L14
Húsavík: Völsngur – Hamar .................. S13
UM HELGINA!
EM U20 karla
Leikið í Portúgal:
Keppni um 9.-12. sætið:
Slóvenía – Ísland ......................... (víti) 37:35
Ítalía – Færeyjar .................................. 28:30
_ Ísland leikur við Ítalíu um ellefta sætið á
mótinu.
Undanúrslit:
Serbía – Spánn...................................... 29:32
Portúgal – Svíþjóð ................................ 25:24
_ Spánn og Portúgal leika um Evrópu-
meistaratitilinn en Serbía og Svíþjóð um
bronsið.
Keppni um 5.-8. sæti:
Þýskaland – Ungverjaland.................. 32:35
Danmörk – Frakkland ......................... 25:27
Keppni um 13.-16. sæti:
Pólland – Svartfjallaland ..................... 30:26
Króatía – Noregur................................ 32:22
E(;R&:=/D
Knattspyrnumaðurinn Willum Þór
Willumsson gekk í gær frá þriggja
ára samningi við hollenska úrvals-
deildarfélagið Go Ahead Eagles.
Hann kemur þangað frá BATE Bor-
isov í Hvíta-Rússlandi en þar lék
hann í þrjú og hálft ár eftir að hafa
leikið með Breiðabliki til ársins
2018. Willum er 23 ára miðjumaður
og hefur leikið einn A-landsleik fyr-
ir Íslands hönd.
Go Ahead er frá borginni Deven-
ter í austurhluta Hollands og hafn-
aði í þrettánda sæti af 18 liðum í úr-
valsdeildinni síðasta vetur.
Willum kominn
til Hollands
Ljósmynd/Go Ahead
Holland Willum Þór Willumsson
með treyju Go Ahead Eagles.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
komst í gær í gegnum niðurskurð-
inn á Rosendaelsche-golfmótinu í
Hollandi. Hún átti þó slæman
hring, lék á 78 höggum, en hafði
leikið þann fyrsta á fimmtudaginn
á 70 höggum. Ólafía er því á fjór-
um höggum yfir pari í 45.-64. sæti
en það dugði til að komast áfram.
Tveir síðari hringirnir eru leiknir
í dag og á morgun. Guðrún Brá
Björgvinsdóttir er hinsvegar úr
leik, hún lék á 78 og 74 höggum
og varð í 90.-94. sæti á átta högg-
um yfir pari.
Ólafía komst
áfram í Hollandi
Ljósmynd/Golf.is
Holland Ólafía Þórunn Krist-
insdóttir keppir áfram.
Í CREWE
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Ég er ánægður með mjög margt í
leik íslenska liðsins á mótinu til
þessa,“ sagði fyrrverandi landsliðs-
þjálfarinn Freyr Alexandersson í
samtali við Morgunblaðið þegar hann
ræddi fyrstu leiki
íslenska kvenna-
landsliðins í
knattspyrnu í
lokakeppni Evr-
ópumótsins á
Englandi sem nú
stendur yfir.
Þrátt fyrir tvö
jafntefli í fyrstu
tveimur leikjum
sínum á mótinu
gegn Belgíu og
Ítalíu á íslenska liðið ágætismögu-
leika á því að komast upp úr riðlinum.
Ísland er sem stendur í öðru sæti
D-riðils með 2 stig, fjórum stigum
minna en Frakkland sem er komið
áfram í 8 liða úrslitin, og stigi meira
en Belgía og Ítalía. Ísland þarf því á
sigri að halda gegn Frakklandi í loka-
umferðinni til þess að gulltryggja sér
sæti í 8 liða úrslitunum en gæti þó
komist áfram á jafntefli, mögulega
þótt leikurinn tapist.
Markmiðið var að vinna leik
„Tvö stig úr fyrstu tveimur leikj-
unum er ekki alslæmt en það er hins
vegar þannig að markmið liðsins fyrir
mótið var að vinna leik og það hefur
ekki enn þá tekist,“ sagði Freyr sem
stýrði liðinu frá 2013 til 2018.
„Liðið hefur hins vegar verið djöf-
ulli nálægt því. Að mínu mati eru
miklu fleiri jákvæðir hlutir en nei-
kvæðir og eitt það allra jákvæðasta
er varnarleikurinn sem hefur verið
virkilega öflugur. Við höfum fengið
afar fá færi á okkur og flest þeirra
hafa verið einhver langskot. Á sama
tíma höfum við heldur ekki fengið
margar skyndisóknir á okkur og þar
vil ég hrósa varnarvinnu alls liðsins.
Mér finnst Dagný líka hafa nýst mjög
vel í þeim sem djúpur miðjumaður.
Bara með því að spila góðan varn-
arleik er upplifunin sú að þetta mót,
hingað til, hafi aðeins verið stöngin út
hjá okkur. Við höfum fengið mjög
stór marktækifæri á þessu móti en
það er hins vegar neikvætt hversu illa
hefur gengið að klára þau betur. Öll
okkur föstu leikatriði hafa verið stór-
kostleg, sérstaklega löngu innköstin.
Leikmenn liðsins hafa mikla trú á
þeim og þeir trúa því að við séum að
fara skora úr þeim öllum,“ sagði
Freyr.
Ekki sjálfsagður hlutur
Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi
hrósaði samheldninni í íslenska lið-
inu í hástert. „Það sem einkennir
þetta lið er ofboðsleg samheldni og
þótt hún eigi að vera sjálfsagður
hlutur þá er hún það bara alls ekki.
Það er til dæmis ekkert eðlilegt við
það hvernig Sif og Elísa vinna sam-
an, þótt þær séu í samkeppni um
stöðuna.
Þegar Gunnhildur fór af velli gegn
Ítalíu stappaði hún stálinu í Alex-
öndru sem kom inn á fyrir hana.
Hallbera gerði það sama þegar Ás-
laug Munda kom inn á fyrir hana.
Það eru allir að róa í sömu átt og
þetta er lykillinn í því að ná árangri
sem lið.“
Karólína og Sveindís frábærar
Ákveðnir leikmenn liðsins hafa
fengið gagnrýni fyrir frammistöðu
sína á mótinu.
„Án þess að pikka út einhverja
ákveðna leikmenn þá hefur enginn
leikmaður átt slæmt mót að mínu
mati. Sumir hafa spilað á pari á með-
an aðrir hafa bókstaflega skinið mjög
skært. Karólína Lea sem dæmi er
stórkostlegur leikmaður og hún hef-
ur átt frábæra spretti. Það er ekki
hægt að ætlast til þess að hún búi
eitthvað til í hverri einustu sókn en
samt gerist alltaf eitthvað þegar hún
fær boltann.
Sveindís er sífellt ógnandi og bara
það að hafa hana inni á vellinum gef-
ur öðrum leikmönnum auka pláss til
þess að vinna með. Það eru ein-
hverjir sem vilja að Sveindís og Kar-
ólína séu hluti af öllu sem liðið gerir
en það er erfitt að spila upp á það í
því leikkerfi sem liðið spilar. Þeirra
frammistaða hefur verið ótrúlega já-
kvæð og þeirra framtíð með liðinu er
svo sannarlega spennandi.“
Værum með 6 stig
En er hægt að gagnrýna liðið fyrir
frammistöðuna í þessum fyrstu
tveimur leikjum mótsins?
„Í fyrsta lagi þá eru það dauðafær-
in sem hafa farið forgörðum. Ef við
hefðum nýtt færin okkar á þessu móti
þá værum við með sex stig núna. Hjá
mér eru þetta þrjú færi sem standa
upp úr og við skorum úr þessum fær-
um í 9 af hverjum 10 skiptum undir
eðlilegum kringumstæðum. Það er
hins vegar lítið hægt að gera í því
núna og færanýtingin helst í hendur
við bæði þreytu og svo spennustig.
Í öðru lagi slitnar liðið of mikið í
sundur á síðustu 20-25 mínútum
leikjanna. Það gerist líka hjá and-
stæðingum okkar en hefur meiri
áhrif á íslenska liðið því við spilum á
mjög háu orkustigi og verjumst og
sækjum sem lið. Það er ekki mitt að
dæma um form leikmanna en bæði
spennustig og hátt hitastig í leikj-
unum gæti haft eitthvað með þetta að
gera.“
Kemur niður á uppspilinu
Íslenska liðinu hefur ekki gengið
vel að halda í boltann í fyrstu tveimur
leikjunum.
„Í þriðja lagi þá hefur okkur ekki
gengið nægilega vel að halda í bolt-
ann og uppspil liðsins hefur verið
gagnrýnt. Ég skil þá umræðu en ég
skil líka orsökina á bak við þetta.
Staðan er sú að við erum með þrjá af
betri stríðsmönnum Evrópufótbolt-
ans á miðsvæðinu hjá okkur. Það er
margt mjög jákvætt sem fylgir því og
það gefur okkur heilan helling. Það
kemur hins vegar niður á uppspilinu
og það hefur vissulega verið stirt.
Dagný er ekki vön að spila sem djúp-
ur miðjumaður né leikstjórnandi. Við
gerum kröfu á það að hún sé að
stjórna spilinu gegn liðum sem eiga
að vera betri en við mörg hver. Þá
eru þeir bakverðir, sem við kjósum að
nota, ekki þekktir fyrir að vera sterk-
ir í stutta spilinu en þær búa yfir öðr-
um kostum. Við veljum okkur
ákveðnar týpur af leikmönnum til
þess að spila þessa leiki, týpur sem
eru kannski minna góðar að skila
boltanum frá sér undir pressu.“
Kostir og gallar
Einhverjir hafa kallað eftir því að
Karólína Lea verði færð inn á mið-
svæðið til þess að bæta upp- og
miðjuspilið.
„Það er mitt mat að Karólína sé að
spila á kantinum til þess að hún fái
meira frísvæði til þess að fá boltann í
lappir og skapa þannig hættu. Ef þú
ætlar að taka einhvern af stríðs-
mönnunum á miðjunni út úr liðinu og
færa Karólínu inn á miðjuna þá er
hættan sú að við förum að tapa fleiri
návígjum á miðsvæðinu sem getur
verið mjög hættulegur leikur.
Við höfum unnið gríðarlega mikið
af boltum á miðjunni en vissulega
myndi tilkoma Karólínu á miðsvæð-
inu gefa okkur meiri ró á boltann.
Hún fengi hins vegar minni tíma til
þess að skapa eitthvað þar. Þegar allt
kemur til alls þá er þetta val þjálf-
arans og það eru kostir og gallar í
þessu öllu saman. Fyrir mitt leyti þá
er miklu meira jákvætt í gangi hjá ís-
lenska liðinu en eitthvað neikvætt.
Við ættum því að einbeita okkur að
jákvæðu punktunum og byggja ofan
á þá,“ bætti Freyr við í samtali við
Morgunblaðið.
Að vera með þrjá stríðs-
menn hefur sína kosti
- Freyr Alexandersson segir miklu meira jákvætt í gangi en neikvætt hjá Íslandi
Morgunblaðið/Eggert
Miðjumenn Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagna gegn Belgíu.
Freyr
Alexandersson