Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
Jóna Gréta Hilmarsdóttir
jonagreta@mbl.is
„Það er mjög mikilvægt að til séu
bókmenntir á einföldu máli. Þó að ég
hafi farið af stað í ritun þessara
sagna með lesendur sem eru að læra
íslensku sem annað mál í huga þá er
svo miklu stærri hópur sem hefur
gagn og gaman af sögum á einföldu
máli,“ segir Karítas Hrundar Páls-
dóttir um bók sína Dagatal sem
bókaútgáfan Una gefur út. Dagatal
inniheldur sögur á einföldu máli um
almanaksdagana og er sjálfstætt
framhald af bókinni Árstíðum.
Spurð að því hvaðan hún hafi
fengið hugmyndina að því að skrifa
sögur á einföldu máli segir Karítas:
„Ég fór til Danmerkur og gerði þar
stutt rannsóknarverkefni sem hluta
af BA-náminu mínu. Þar skoðaði ég
danskar bækur sem hafa verið skrif-
aðar fyrir fólk sem er að læra
dönsku sem annað mál. Það var sú
fyrirmynd sem ég leitaði í en bækur
á einföldu máli eru komnar langt
víða, það er t.d. mjög áhugavert að
sjá að á Norðurlöndum eru bæði
bókaútgáfur sem gefa sérstaklega
út bækur á einföldu máli og stofn-
anir sem veita þeim aðhald með
ákveðnum reglum og fyrirmyndum.
Sumstaðar geta bækur fengið
stimpil um að þær uppfylli skilyrði
fyrir því að teljast bókmenntir á ein-
földu máli. Hugmyndin kom til mín
nokkrum árum áður en ég fór í
þessa ferð til Danmerkur og spratt
út frá mínu eigin tungumálanámi af
því að það hefur reynst mér vel í
mínu námi að lesa sögur á viðeigandi
getustigi. Ég hef líka kennt íslensku
sem erlent mál og annað mál og þeg-
ar ég fór að vera meira í kringum
fólk sem var að læra íslensku sá ég
að það var ekki jafn mikið úrval af
bókum til að læra íslensku eins og
það var fyrir mig að læra t.d. dönsku
eða spænsku,“ segir Karítas.
Hefur verið útlendingur víða
„Ég hef búið víða erlendis. Ég bjó
í Danmörku fyrstu fimm árin en ég
man betur eftir því að hafa verið út-
lendingur í Bandaríkjunum í tvö ár
sem unglingur. Ég var eitt ár í Jap-
an sem hluti af BA-náminu mínu,
svo var ég misseri á Spáni og er
núna í doktorsnámi á Englandi. Ég
hef verið víða og þurft að læra
tungumál og kynnast menningu
ólíkra landa. Það hefur verið dýr-
mætt og gefið mér einstaka sýn á Ís-
land og íslenska menningu,“ segir
Karítas.
Hún segir ákveðna fræði tengda
einföldu máli eða svokallaða „easy
language“ á ensku. „Í fræðunum er
þessu skipt í tvennt. Meirihluti sam-
félagsins eða í raun allir hafa gagn
af því að geta nálgast texta á ein-
földu máli, til dæmis tengda lögum
og reglugerð. Aðrir textar á einföldu
máli eru ætlaðir minnihlutahópum
eins og fólki með tungumálið sem
annað mál, lestrarörðugleika, mál-
þroskaröskun og/eða þroskahömlun
en samanlagt er sá hópur líka stór.
Það hafa sem sagt margir ef ekki
allir gagn af auknu aðgengi að text-
um á einföldu máli.“
Ákveðið form
Karítas segir bæði skemmtilegt
og krefjandi að skrifa einfaldan
texta. „Þetta er ákveðið form sem
maður skrifar inn í. Það eru ólíkir
hlutir sem gera texta einfaldan, það
hefur með málfræðina að gera, s.s.
setningagerð og hvaða sagnir maður
velur en svo hefur það líka með
orðaforða og innihald að gera. Þetta
snýst þannig bæði um hvað það er
sem maður skrifar og hvernig mað-
ur setur það fram. Það hefur verið
mjög skemmtilegt að vera skapandi
innan þessa ramma og finna leiðir til
þess að miðla áhugaverðum sögum á
einföldu mál. Ég hef fundið það að
formið, s.s. örsagnaformið, er þægi-
legt form fyrir þá sem eru að læra
tungumál af því að þá er hægt að
einbeita sér að einum minni veru-
leika í einu og sökkva sér ofan í
hann. Lesendur þurfa ekki að vita
jafn mikið um umheiminn, geta bara
sökkt sér ofan í og skilið það sem er
að gerast hér og nú. Af því að formið
er stutt og hnitmiðað þá er ekki
hægt að minnast á allt þar, líka af
því að ég skrifa skáldskap en ekki
fræðslutexta. Stundum vísa ég samt
í eitthvað sem ég ímynda mér að les-
endur þurfi frekari útskýringu á og
þess vegna er viðauki aftast í bók-
inni þar sem hægt er að lesa fróð-
leiksmola tengda efninu. Sögurnar í
Dagatali fjalla um hátíðisdaga, siði
og venjur og einblína yfirleitt á há-
tíðarhöldin sjálf en ekki af hverju
verið er að halda hátíðina. Um það
má t.d. lesa í viðaukanum,“ segir
Karítas.
Almanaksdagarnir þemað
„Í Dagatali er þemað almanaks-
dagarnir. Sögurnar eru settar upp
þematískt í röð eftir mánuðunum frá
janúar til desember. Sögurnar eru
líka getustigsgreindar en þær eru
ekki flokkaðar í bókinni eftir getu-
stigi. Fyrir ofan hvern titil er hægt
að sjá getustig og aftast í bókinni er
yfirlit. Getustigin eru gefin til kynna
með fallegum táknum, skraut sem
hefur hagnýtt gildi. Hugmyndin er
sú að það sé meira spennandi viðmót
fyrir lesandann að geta komist að
getustiginu en þurfa ekki að hengja
sig á svoleiðis tæknileg atriði. Í stað-
inn, ef sögurnar vekja áhuga, leggja
lesendur sig kannski frekar fram við
að lesa söguna og leyfa sér líka að
lesa sögu þó að getustigið sé „niður
fyrir sig“, þ.e. léttara getustig.
Mikilvægast er að hafa bara gaman
af þessu,“ segir Karítas.
Með hugmyndir að fleiri sögum
Karítas segist ætla að halda
áfram að skrifa sögur á einföldu
máli og er með hugmyndir að fleiri
sögum. Það er líka nóg á döfinni hjá
Karítas en hún stundar doktorsnám
í ritlist við University of East Anglia
í Norwich á Englandi. „Ég er að
vinna í náminu rannsóknarverkefni
sem skiptist í fræðilegan og skap-
andi hluta þannig að ég skrifa smá-
sagnasafn og geri bókmenntafræði-
lega greiningu. Ég er að skoða
„snúbúa“, fólk sem snýr aftur eftir
að hafa búið tímabundið erlendis, og
þessa enduraðlögun, hvernig það er
að koma aftur heim þegar þú upp-
lifir þig kannski ekki jafn mikið
heima og áður. Ég er líka að búa til
verkefnabók með Árstíðum sem
kemur vonandi út á næstu mán-
uðum. Sú verkefnabók inniheldur
allskonar verkefni tengd orðaforða
og málfræði og hvaðeina sem tengist
þematískt sögunum í bókinni. Verk-
efnabókin getur stutt við sjálfsnám
en líka skipulagða kennslu og svo
fylgir líka kennsluefni fyrir kennara
með námsleikjum sem eru í takt við
sögurnar,“ segir Karítas.
Bækur á einföldu máli mikilvægar
- Karítas Hrundar Pálsdóttir sendir frá sér Dagatal, bók á einföldu máli - Sögur um almanaks-
dagana og sjálfstætt framhald af Árstíðum - Skemmtilegt og krefjandi að skrifa einfaldan texta
Ljósmynd/Hrund Þórarins Ingudóttir
Doktorsnemi Karítas stundar doktorsnám í ritlist.
Ljósmynd/Ástráður Sigurðsson
Áritun Karítas að árita eintök af Dagatali í júní.
Jazz undir fjöllum, hin árlega
djasshátíð í Skógum undir Eyja-
fjöllum, fer fram nú um helgina,
16. og 17. júlí, og að þessu sinni
fara tónleikar fram á Freya Cafe í
samgöngusafni Byggðasafnsins í
Skógum og hefjast báða daga kl.
15.
Ókeypis er inn á tónleikana og
reiknað með að gestir geti komið
og farið að vild meðan á tónleik-
unum stendur, að því er fram kem-
ur í tilkynningu.
„Hér er á ferðinni einstakt tæki-
færi til að njóta góðrar og fjöl-
breyttrar tónlistar í tengslum við
lifandi náttúru Íslands eins og hún
gerist fegurst,“ segir í henni en að-
standendur hátíðarinnar eru
Byggðasafnið í Skógum og Sig-
urður Flosason saxófónleikari. Há-
tíðin nýtur einnig stuðnings Rang-
árþings eystra, Skógasafns og
Hótel Kvernu.
Dagskráin er á þá leið að í dag
koma fram söngkonan Marína Ósk
og hljómsveit en hana skipa Mikael
Máni Ásmundsson á gítar, Sigmar
Þór Matthíasson á kontrabassa og
Matthías Hemstock á trommur.
Á morgun kemur fram kvartett
söngkonunnar Rebekku Blöndal en
auk hennar skipa hann Ásgeir J.
Ásgeirsson á gítar, Sigmar Þór
Matthíasson á kontrabassa og
Matthías Hemstock á trommur.
Djassað undir
Eyjafjöllum
Djass Marína Ósk og Rebekka Blöndal koma fram á Jazz undir fjöllum.
WWW.S IGN . I S
Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800
G
U
L
L
O
G
D
E
M
A
N
TA
R