Morgunblaðið - 16.07.2022, Síða 35

Morgunblaðið - 16.07.2022, Síða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ CHRIS HEMSWORTH CHRISTIAN BALE TESSA THOMPSON TAIKA WAITITI RUSSELL WITH CROWE NATALIE AND PORTMAN 96% Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR 82% TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég geri viðlíka úttekt (skrifaði svona pistling 2019 síðast ef ég man rétt, sjá arnar- eggert.is) en hér vil ég semsagt beina sjónum, nei eyrum, að nokkr- um íslenskum pönkhljómsveitum, nústarfandi. Neðanjarðarsveitum sem eru að gefa út um þessar mundir og eru virkar, skipaðar æskulýð með kaf- rjóðar kinn- ar. Svona að mestu. Þetta er ekki tæm- andi upp- talning og ég er ekki að fara að tala um þungarokk svo ég stilli upp smá skilyrðingum. Fyrst langar mig til að tala um hljómsveitina Gaddavír en hún gaf út plötuna Haltu kjafti, ég hef það fínt í apríl síðastliðnum. Tónlistin er stórbrotið melódískt keyrslupönk og maður fær eldgamlar harð- kjarnaminningar við áhlustun og hugsar óneitanlega til meistara eins og Minor Threat. Sveitin gerir út frá Akranesi og þar hefur myndast sæmilegasta pönkmenning. Krist- ján Alexander Reiners Friðriksson er þar aðalsprautan og er hann meðlimur í mörgum sveitum, t.d. Grafnár (sem eru með deiliplötu í bígerð á þessu ári ásamt Forgarði helvítis), Góðæri, sem er vélrænn pönkdúett og Snowed In, sem leik- „Hvernig fílarðu pönkið?“ Ljósmynd/Þorri Líndal ur melódískt tilfinningapönk. Mjög íslenskt verður að segjast, þar sem einn aðili fer oft mikinn við að halda hlutunum gangandi. Eldsálir eins og þessar eru ómissandi. Ég ætla líka að nota þetta tækifæri og ræða nýju plötuna með Börn og ekki er það leiðinlegt. Þessi stórkostlega sveit var að gefa út plötuna Drottningar dauðans í gegnum Iron Lung Records og kom hún út í ársbyrjun. Algerlega frá- bær plata, tónlistin á sama tíma undir áhrifum frá síðpönki að hætti Siouxsie and the Banshees og grjót- hörðu harðkjarnapönki. Alexandra söngkona er meiri háttar, gítar- hljómurinn hjá Önnu glæsilegur og svo má áfram telja. Einstakt. Ég gerði smá rannsókn fyrir þessi skrif á veraldarvefnum og fékk ýmsar skemmtilegar ábend- ingar. Æð er m.a. skipuð Birni úr Mosa frænda og Flosa úr Ham og þar er framreitt hrátt pönk eins og það kemur af kúnni (tékkið á stutt- skífunni Á nálum). Tilkynning hefur þá borist um stofnun nýrrar sveit- ar, Duft, sem hefur m.a. á að skipa liðsmönnum úr The Moronic, sem hefur nú þrotið örendi. Mun hún halda sínu fyrstu hljómleika í sum- ar. Nefni líka Final Snack sem kemur frá post-dreifing mann- skapnum, mjög skemmtilega hrátt rokk. Vírað dálítið og smá Big Black yfir vötnum. Þetta er svona það helsta sem ég veiddi upp úr þessum polli í þetta sinnið. Líf og fjör og bless- unarlega er tiltölulega auðvelt að nálgast tóndæmi frá þessu öllu sök- um dásemda lýðnetsins. En tónlist- armenning þessi hangir líka óskap- lega mikið á tónleikaframkomu og þar er mikil gróska, sýnist mér á öllu, nægilega mikið framboð af glúrnum rýmum og reglulegar há- tíðir sem ég mun m.a. koma inn á hér í endann. Eðlilega hefur eitthvað gleymst og þið megið senda mér leiðréttingar og ábendingar í tölvu- pósti. Helst var miðað við sveitir sem hafa verið að gefa út á síðustu misserum og/eða eru virkar tón- leikalega eins og segir í upphafi pistlings. Þess má þá geta að lokum að flest þessara banda munu koma fram á Norðanpaunkhátíðinni sem haldin verður í lok júlí á Laugar- bakka. Sjá: nordanpaunk.org. Þá léku einhverjar þeirra á hinu dás- amlega Eistnaflugi, en sú hátíð er afstaðin. » En tónlistarmenn- ing þessi hangir líka óskaplega mikið á tón- leikaframkomu og þar er mikil gróska sýnist mér á öllu Nokkrar hljómsveitir, íslenskar, leggja sig eftir grjóthörðu, vel rifnu og skítugu pönk- rokki. Hér verður farið í smáræðis úttekt á þeim allra helstu. Harðir Skagamenn skoruðu mörkin ... og léku pönk! Sýning á verkum Bjargar Örvar verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16 í galleríinu Þulu við Hjartatorg í miðbæ Reykjavíkur og ber hún tit- ilinn Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þús- und ár sem er tilvitnun í ljóð eftir Tomas Tranströmer. Björg útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1979 og stundaði myndlistarnám við Uni- versity of California 1981-1983. Hún hefur sýnt víða og er þekkt fyrir málverk sín sem í tilkynningu segir að erfitt sé að skilgreina en tenging við náttúruna, tilfinningar og manneskjuna sé þó augljós. Halldóra Kristín Thoroddsen, skáld og rithöfundur, skrifar m.a. um Björgu og verk hennar: „Nátt- úrulífsmálarinn Björg Örvar fjallar um kjarna málsins. Hið smæsta og hið stærsta. Alheim og öreind. Í hugleiðsluástandi skynjum við stundum að innst inni erum við hið sama og umhverfi okkar, örsaga í því heildarverki, byggð því sama efni. Maður, jörð og alheimur eru eitt.“ Listmálari Björg Örvar sýnir í Þulu. Ófæddur skógur bíður þögull Tónlistarhátíðin Englar og menn stendur nú yfir í Strandakirkju og á morgun kl. 14 koma fram sópransöng- konan Margrét Hrafnsdóttir, básúnuleikarinn Stefán Ómar Jakobsson og gítarleikarinn Mikael Máni Ás- mundsson sem leikur líka á harm- óníku. Munu þau flytja íslensk þjóðlög og sálma. Þjóðlög og sálmar Margrét Hrafnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.