Morgunblaðið - 16.07.2022, Síða 36

Morgunblaðið - 16.07.2022, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 Ljósmyndarinn Spessi mun fagna uppsetningu á verki sínu „Alþýðu- hetjur“ í Bryggjusal Edinborgar- hússins í dag, laugardag, kl. 17. Er verkið endurgerð Spessa á um hundrað ára gamalli ljósmynd sem tekin var í Neðstakaupstað á Ísa- firði og mynd Spessa hluti af sýn- ingarröðinni 4 Umhverfing sem stendur yfir í sumar í Dölum, Vest- fjörðum og á Ströndum. Segir í tilkynningu frá Spessa að menningarlegt og listrænt gildi verkefnisins sé m.a. að gefa fólki kost á að upplifa nútímamyndlist, fræðast um listaverkin og fá tæki- færi til samtals við listamennina. Alþýðuhetjur Níu fiskverkakonur stilla sér upp fyrir myndatöku með verk- stjóra sínum. Myndin er endursköpun Spessa á ljósmynd af saltfiskverka- konum á 100 ára gamalli ljósmynd úr Neðstakaupstað á Ísafirði. Endurgerði hundrað ára gamla ljósmynd Hundrað Myndin sem Spessi endur- gerði, tekin fyrir um 100 árum. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýningin Ljómandi þægilegt verður opnuð í dag, laugardag, í Gallery Porti við Lauga- veg. Þar sýna hjónin Óskar Hallgrímsson og Ma Riika ofin verk sem þau unnu í samein- ingu í Úkraínu eftir að innrás Rússa hófst þar í landi, á vinnustofu sinni í miðborg Kænugarðs. Á Facebook segir um titil sýningarinnar að hann vísi í ljósið sem hlýi í lægðum, ljósið við endann á göngunum, ljómann sem skíni af þeim sem sýni dug og spyrni á móti þegar vindar blási. Verk þeirra hjóna eru hand- saumuð teppi úr ull og akrýl og mynda eina heild sem sería og skapa ímyndaðan heim, eins og því er lýst. „Teppaserían er raun- veruleikinn klæddur í ham ljómans og þægi- leikans, ekki nýr heimur í gegnum aðra vídd, heldur raunveruleikinn hlýjaður,“ seg- ir um verkin og að listamennirnir hafi klætt sinn veruleika í nýjan búning og ótti orðið að andspyrnu. Eru sýningargestir hvattir til að koma saman og snerta, knúsa og finna hlýjuna í tímanum sem teppin boði. Ósýnileg og sýnileg ógn Óskar segir blaðamanni að þau hjón hafi í fyrra haldið aðra „þægilegt“-sýningu og hét sú Nokkuð þægilegt. Hann segir að pælingin með fyrri sýningunni hafi verið að flýja hinn ósýnilega óvin Covid-19. „Við hurfum inn í þennan heim að losna frá því og komast inn í eitthvert þægilegt umhverfi,“ útskýrir Ósk- ar. Að þessu sinni hafi verið erfiðara að hoppa inn í annan heim þar sem stríð geisar í heimaborg þeirra hjóna. Óskar hefur verið að ljósmynda og vinna fréttir í Úkraínu frá því innrásin hófst og hefur það efni verið birt hér í Morgun- blaðinu. Þegar stundir gáfust vann hann með eiginkonu sinni að listaverkunum. Þau eru nú stödd hér á landi til að setja upp sýn- inguna og opna hana og halda eftir það til Spánar í frí, að sögn Óskars. Hann segir eig- inkonu sína ætla að fríi loknu að hitta vin- konur sínar sem orðnar séu flóttamenn í ólíkum löndum Evrópu. „Ég fer síðan beint aftur til Úkraínu og held áfram að mynda,“ segir Óskar. Hann er spurður að því hvort hann sé ekki að stefna sér í hættu með því og segir hann að jú, hann geri það en á móti komi að innrás Rússa í Úkraínu sé einn stærsti við- burður 21. aldarinnar. „Maður reiknar út hættuna, ég er ekki alveg að fara að framlín- unni,“ útskýrir Óskar. Hann hafi þó verið á átakasvæðum. Óskar segist einkum fjalla um afleiðingar stríðsins í ljósmyndum sínum. „Ég vil frekar segja persónulegar sögur sem fólk getur tengt við,“ segir Óskar. Hann sé því ekki stríðsljósmyndari á framlínunni, aðrir séu í því hættulega starfi. Óskar segist ætla að halda áfram þessari skrásetningu að stríðinu loknu, á lífi fólks í Úkraínu. Baðherbergið veitti skjól Óskar segir nokkur verkanna á sýning- unni mikilvæg þeim hjónum og sitja fast í þeim. Eitt þeirra, mjög stórt, sýni sprengju- byrgi sem þau hafi komið sér upp inni á baði heima hjá sér í Kænugarði. „Það var örugg- asti staðurinn og við vörðum svakalega mikl- um tíma þar,“ segir Óskar. Þau hafi verið með dýnu á gólfinu til að liggja á. „Við erum að reyna að klæða raunveruleikann í þennan búning,“ útskýrir Óskar og nefnir sem dæmi að í verkunum sjáist vegartálmar líkt og þeir sem hlaðnir hafi verið úr sandpokum víða um borgina. Hvað varðar miðilinn sem þau vinna með, teppi, segir Óskar hann vísa í þægindi, ör- yggi og mýkt. „Snerting er líka mjög mikil- væg fyrir okkur, það má koma við teppin okkar,“ segir Óskar. Efniviðurinn sé slíkur að fólk langi að snerta hann. Engin harmsaga Óskar segir verkin á sýningunni tengjast hvert öðru og mynda eina sögu sem sé þó ekki harmsaga. „Þetta á að vera þægilegt, gott og hlýtt, vekja von. Þetta er ljósið við endann á göngunum og hlýja. Það er tilfinn- ingin sem við erum með úti í Úkraínu, fyrstu vikurnar af stríðinu fundum við fyrir ótta- tilfinningu en tilfinningin hjá okkur núna er þessi andspyrna og samhugur. Það er eng- inn að fara að gefast upp,“ segir Óskar og vonast til þess að þessar tilfinningar skíni í gegnum verkin á sýningunni. Óskar er með BA-gráðu í grafískri hönn- un og hefur starfað sem ljósmyndari í 18 ár, gefið út ljósmyndabækur og tekið þátt í myndlistarsýningum. Ma Riika er með myndlistarnám að baki og nam einnig list- meðferð. Hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga og haldið einkasýningar víðsvegar um Úkraínu ásamt því að vinna sem húðflúr- ari í lausaverkum. Sýningin í Gallery Porti stendur yfir til 30. júlí. Ljósið við enda ganganna - Óskar Hallgrímsson og Ma Riika opna sýninguna Ljómandi þægilegt í Gallery Porti í dag - Verk unnin í Kænugarði á stríðstímum - Klæddu veruleikann í nýjan búning og ótti varð að andspyrnu Listahjón Óskar Hallgrímsson og Ma Riika innan um nokkur verka sinna. Þau opna sýningu í dag í Gallery Porti sem er á Laugavegi 32.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.