Morgunblaðið - 16.07.2022, Blaðsíða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir:
Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúð, Matarbúðin,
Frú lauga, Gott & blessað, Skagfirðingabúð
og Matarbúr Kaja Akranes
Lífrænt og
ljúffengt
Tvennir tónleikar verða haldnir
núna um helgina í sumartónleika-
röðinni Orgelsumar í Hallgríms-
kirkju. Í dag, laugardag, kl. 12
munu Lára Bryndís Eggertsdóttir,
organisti í Grafarvogskirkju, og
Dorthe Højland, saxófónleikari frá
Danmörku, snúa bökum saman sem
Duo BARAZZ. „Tónleikarnir eru
spunaferðalag um lendur tónlistar-
innar þar sem kunnugleg lög bíða
áheyrenda við hverja óvænta
beygju, og til að spilla ekki óvissu-
ferðinni verður efnisskráin ekki af-
hent fyrr en að tónleikunum lokn-
um,“ segir í tilkynningu og að miða-
sala fari fram við innganginn og
einnig á tix.is. Á morgun kl. 17 mun
Damin Spritzer, organisti frá Okla-
homa í Bandaríkjunum, leika verk
eftir Becker, Howe, King, Widor og
Bach og fer miðasala fram með
sama hætti.
Dúett Lára Bryndís og Dorthe Højland.
Óvissa og organ-
isti frá Oklahoma
Pólska þáttaserían Drottning
(Królowa) kom út á Netflix 23.
júní sl. Er það dramasería skrifuð
af Árna Ólafi Ásgeirssyni og
Kacper Wysocki en leikstjóri er
Lukasz Kosmicki. Kosmicki er
vinsæll pólskur kvikmyndatöku-
maður, handritshöfundur og leik-
stjóri. Hann er þekktur fyrir að
hafa leikstýrt The Coldest Game
(2019) og The Dark House (2009).
Drottning er byggð á hugmynd
Árna Ólafs og er hann titlaður
höfundur (e. creator) þáttanna.
Samkvæmt frétt á vefsíðu Klapp-
trés stóð til að Árni leikstýrði
þáttunum en hann lést í fyrravor.
Þættirnir fjalla um um Sylwester,
klæðskera á eftirlaunum í París,
sem fær bréf frá barnabarni sínu,
Iza/Izabelu, sem segir að dóttir
hans þurfi nauðsynlega á nýrna-
ígræðslu að halda. Sylwester snýr
aftur heim til Póllands og er dótt-
ur hans, Wiolettu, ekki skemmt
við að sjá föður sinn sem yfirgaf
þau fyrir mörgum árum.
Samband föður og dóttur
Drottning er fjölskyldudrama
um samband föður og dóttur og
hvernig þau bæta upp fyrir liðin
ár. Þar að auki fjallar þáttaröðin
um mikilvægi
þess að tjá og
samþykkja sitt
sanna sjálf fyrir
framan ástvini,
eins og Sylwes-
ter gerir en
hann er jafn-
framt fræg
dragdrottning í
París að nafni
Loretta.
Í hlutverkum Sylwesters og
Wiolettu eru pólsku leikararnir
Andrzej Seweryn og Maria Peszek
sem léku t.d. áður saman í Schind-
ler’s List (1993) eftir Steven Spiel-
berg.
Seweryn er þekktur leikari og
leikstjóri í Póllandi. Hann hefur
leikið í yfir 50 kvikmyndum í Pól-
landi, Frakklandi og Þýskalandi
og er forstjóri pólska leikhússins í
Varsjá, að því er fram kemur á
vefsíðunni Meaww. Fleiri þekktir
leikarar verða í þáttunum, meðal
annarra Julia Chetnicka, Piotr
Witkowski og Antoni Porowski úr
Queer Eye.
Þættirnir eru aðeins fjórir í
Drottningu og því tilvaldir til
hámáhorfs núna um helgina.
jonagreta@mbl.is
Dragdrottning, klæð-
skeri og faðir í senn
- Netflix-þáttaröð skrifuð af Árna
Árni Ólafur
Ásgeirsson
S
tella Blómkvist kemur
hress inn í sumarið með
Morðinu í Öskjuhlíð og þó
hún sé að hasla sér völl í
ríkjandi karlaveldi 1995 eru mark-
miðin skýr með Stellusjóðinn í for-
gangi. Hér er ég komin, er boð-
skapurinn á
milli línanna.
Sagan fjallar
annarsvegar
um morð á
blaðamanni og
hinsvegar um
nauðgun. Tvö
óskyld mál í
Reykjavík en
nýútskrifuðum
lögfræðingi er
ekkert óvið-
komandi og hann hefur ráð undir
rifi hverju.
Gaman er að lesa um hvernig
Stella vefur fólki, sérstaklega
valdamiklum körlum, um fingur
sér. Hún getur allt, er með ofur-
kraft og hikar ekki við að ráðast á
garðinn þar sem hann er hæstur.
Hún hræðist hvorki eftirlýstan
glæpamann í Evrópu né verðandi
áhrifamann í pólitík þegar réttlætið
er annarsvegar. Allt fyrir Stellu-
sjóðinn. Að sama skapi eru endur-
tekningarnar frekar hvimleiðar að
ónefndum hikorðunum úff, umm og
svo framvegis. En tilgangurinn
helgar meðalið og allt þjónar til-
gangi hjá Stellu.
Morðið í Öskjuhlíð er þrettánda
bókin um Stellu en hér segir frá
atburðum sem gerðust fyrir tæp-
lega 30 árum. Horft er í baksýnis-
spegilinn og málin leyst með
nútímaaðferðum, sem kemur ekki á
óvart, því Stella er margslungin og
sér áratugi fram í tímann.
Stella ætlast sennilega ekki til
þess að samnefnd söguhetja sé tek-
in alvarlega enda er hugmyndin
líklega frekar sú að gantast með
menn og málefni, vekja athygli á
stirðbusalegu kerfinu og þeim sem
því ráða, og sýna fram á að konur
geta gert allt sem karlar gera og
jafnvel mun betur, hvort sem er í
vinnunni eða einkalífinu.
Stundum hittir Stella algerlega í
mark, stundum ekki. Það er til
dæmis gott að lesa þessa bók eftir
að hafa verið gripinn af svartstökk-
um í bólinu á um tíu km of miklum
hraða, eins og í Ártúnsbrekkunni,
þar sem engin hætta er í þurru og
góðu veðri. Við slíkar aðstæður er
Stella ómissandi.
Hörkukvendi Þar sem Stella Blómkvist er hulduhöfundur er ekki til ljós-
mynd af henni en hér má sjá Heiðu Rún Sigurðardóttur í hlutverki Stellu í
sjónvarpsþáttum sem gerðir voru eftir bókum hennar og nutu vinsælda.
Glæpasaga
Morðið í Öskjuhlíðbbbmn
Eftir Stellu Blómkvist (höfundarnafn).
Kilja. 252 bls. Mál og menning 2022.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Stella kemur undir sig fótunum
Torfa nefnist sýning þýska mynd-
listarmannsins Philipps Valenta
sem opnuð verður kl. 16 á morgun,
sunnudag, í galleríinu Úthverfu á
Ísafirði. Galleríinu hefur verið
breytt í fiskabúr þar sem verkið
„Síldarævintýri“ er sýnt sem stað-
bundin innsetning á öllum veggjum
rýmisins, að því er fram kemur í til-
kynningu og segir þar að sýningin
sé tilvísun í síldarævintýrið svokall-
aða á Íslandi. Efniviður síldartorfu
Valenta er ál þar sem álframleiðsla
er sögð mikilvægur iðnaður á Ís-
landi í dag. „Árið sem síldarævin-
týrinu lauk var fyrsta álverið tekið
í notkun í Hafnarfirði og þá hófst
hið eiginlega „álævintýri“ á Íslandi.
Hljóðverkið „Fish Factory“ er hluti
af sýningunni og fyllir salinn hljóði.
Verkið er sam-
starfsverkefni
bandaríska tón-
skáldsins Nathan
Hall og Philipp
Valenta,“ segir í
tilkynningu og
að myndbands-
verkið „Warte“
verði einnig til
sýnis í tengslum
við sýninguna. Það sýnir listamann-
inn í ólíku íslensku landslagi þar
sem hann bara bíður og horfir í
kringum sig.
„Warte“ er þýska og hefur orðið
tvenns konar merkingu, þ.e. varða
og bíða og sameinar þetta tvennt,
bið og varðaðan stað eða útsýn-
isstað, eins og segir í tilkynningu.
Síld úr áli á sýningu Valenta í Úthverfu
Philipp Valenta
Kvartett Barkar Hrafns Birgis-
sonar og Rebekku Blöndal kemur
fram á sjöundu tónleikum sum-
arsins í tónleikaröð Jómfrúar-
innar við Lækjargötu.
Daði Birgisson leikur á píanó
og orgel, Scott McLemore á
trommur og Snorri Sigurðarson á
trompet. Fyrir hlé verður frum-
flutt tónlist af væntanlegri plötu
Barkar, Bara blús, og eftir hlé
bætist söngkonan Rebekka Blön-
dal í hópinn og tekur nokkra vel
valda standarda.
Tónleikarnir fara að venju
fram á Jómfrúartorginu fyrir aft-
an veitingastaðinn og hefjast kl.
15. Aðgangur að þeim er ókeypis
og gengið inn á torgið frá Lækj-
argötu.
Kvartett Barkar og Rebekku á Jómfrú
Blámi Börkur Hrafn Birgisson gítarleikari
gefur brátt út plötuna Bara blús.
Helgi Björnsson
heimsækir alla
landsmenn um
verslunarmanna-
helgina en hann
verður með tón-
leika í beinu
streymi frá
Tjörninni á laug-
ardagskvöldið.
Helgi verður
með úrval gesta með sér eins og
venjulega en eins og venjan er þá
kemur gestalistinn á óvart. Reið-
menn vindanna verða á sínum stað
og efnisskráin að vanda við al-
þýðuskap. Streymið hefst klukkan
21 og meðal annars hægt að
tryggja sér aðgengi í gegnum Sím-
ann.
Í beinni um versl-
unarmannahelgina
Helgi Björnsson