Morgunblaðið - 16.07.2022, Blaðsíða 40
70%
afsláttur af öllum vörum
Rýming
Troðfull verslun af
merkjavöru!
laugardaga frá kl. 11 til 17 sunnudaga frá 13 til 17Opið virka daga frá kl. 11 til 18
Suðurlandsbraut 54 bláu húsin (við faxafen)
Tvær sýningar verða
opnaðar kl. 14 í dag,
laugardag, í Ás-
mundarsal. Það eru
sýningar Claire Pau-
gam, Essentially un-
titled, og Ásgeirs
Skúlasonar, „Getur
þú ekki gert eitt-
hvað úr þessu?“
Claire vinnur með
afbyggingu, rým-
isskynjun og sjón-
hverfingar og leyfir
gestum að ganga
inn í myndirnar,
hreyfa við þeim og
sjá nýja möguleika á meðan Ásgeir hefur endur-
unnið fundnar golfkúlur og tileinkar sýninguna föð-
ur sínum sem hefur safnað kúlunum á göngutúrum
sínum síðustu ár, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu.
Rýmisskynjun og golfkúlur
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 197. DAGUR ÁRSINS 2022
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.330 kr.
Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Austurríki lagði Noreg að velli í úrslitaleik liðanna um
sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta á
Englandi í gærkvöld með 1:0 sigri. Það verða því
Austurríki og Þýskaland sem mætast í átta liða úrslit-
um en Norðmenn eru á heimleið ásamt Norður-Írum
sem töpuðu 5:0 fyrir Englendingum. »32
Austurríki sendi Norðmenn heim
ÍÞRÓTTIR MENNING
Ásthildur Hannesdóttir
asthildur@mbl.is
Aldrei í sögu Þjóðhátíðar hafa ein-
ungis kvenkyns flytjendur staðið á
sviðinu í Herjólfsdal og flutt
þjóðhátíðarlag fyrir augum og
eyrum mörg þúsund þjóðhátíð-
argesta. Það verður því stór og
söguleg stund þegar Klara Elías,
höfundur þjóðhátíðarlagsins í ár,
sem nefnist Eyjanótt, kemur til
með að flytja lagið ásamt Kvenna-
kór Vestmannaeyja.
Kristín Halldórsdóttir, formaður
Kvennakórs Vestmannaeyja, er að
vonum spennt fyrir uppákomunni
sem á sér engin fordæmi í sögu
Þjóðhátíðar. Fyrsta æfing Klöru
og kvennakórsins átti sér stað í
húsi Tónlistarskólans í Vest-
mannaeyjum í gær og gekk glimr-
andi vel, að sögn Kristínar.
„Við vorum staddar í kvenna-
kórspartíi eftir vortónleika sem
við gátum loksins haldið eftir Co-
vidpásu, þegar við heyrum
þjóðhátíðarlagið í fyrsta skipti og
við fórum strax að tala um það
hvað það væri geggjað að hafa
kvennakór á sviðinu,“ segir Krist-
ín um tildrögin en aðeins eru tvö
ár liðin frá því að Kvennakór
Vestmannaeyja var stofnaður.
Tóku málin í sínar hendur
„Karlakórinn okkar hefur áður
fengið að taka þátt í skemmtana-
haldinu á Þjóðhátíð og var með
Sverri Bergmann á sviðinu á sín-
um tíma og hafa meðlimir kórsins
talað um hvað það hafi verið mikil
upplifun. Okkur fannst bara kom-
ið að okkur núna,“ segir Kristín
sem ákvað að taka málin í sínar
hendur og sendi skilaboð á Klöru
til að viðra hugmyndina við hana.
„Þá hafði hún verið búin að
skoða kóra en hafði ekki fundið
neitt um kóra í Vestmannaeyjum
en hana langaði og hafði séð fyrir
sér að hafa kór á sviðinu en fann
ekkert um okkur,“ segir Kristín,
sannfærð um að þær Klara hafi
fengið hugskeyti hvor frá annarri.
Söguleg stund
„Þetta verður í fyrsta skipti í
sögu allra þjóðhátíðarlaga sem
það verða bara konur á sviðinu að
flytja lag,“ útskýrir Kristín en
samkvæmt venju verður þjóðhá-
tíðarlagið frumflutt á kvöldvöku
föstudagskvöldsins á Þjóðhátíð
fyrir fullum Herjólfsdal af hátíð-
argestum. „Ég vann tvisvar
Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð
þegar ég var krakki og hef því
stigið á sviðið áður, en þetta
verður svolítið stærra augnablik.
Ég alla vega vona að það verði
aðeins fleiri í brekkunni núna
heldur en þegar ég söng í
Söngvakeppni barna,“ segir
Kristín og hlær.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Eyjar Söngkonan Klara Elías æfði þjóðhátíðarlagið sitt í ár ásamt Kvennakór Vestmannaeyja í gær.
Konur í aðalhlutverki
á Þjóðhátíð í Eyjum
- Söguleg stund í sögu hátíðarinnar - 30 konur á sviðinu