Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 8
EINS LÍTIÐ OG MÖGULEGT ER, EINS MIKIÐ OG ÞARF
KLÆÐSKERASNIÐIN MEÐFERÐ VIÐ ADHD
Medikinet® 5 mg, 10 mg, 20 mg töflur og Medikinet CR® 5 mg, 10 mg, 20 mg, 30 mg, 50 mg, 60 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða (methylphenidathýdróklóríð).
Ábendingar: Medikinet® er ætlað til notkunar sem hluti af víðtækri meðferðaráætlun við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá börnum, 6 ára og eldri, þegar stuðningsúrræði
ein sér nægja ekki. Meðferð skal hefja undir umsjón sérfræðings í hegðunarröskunum barna. Medikinet CR® er ætlað til notkunar sem hluti af víðtækri meðferðaráætlun
við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá börnum, 6 ára og eldri og fullorðnum, þegar stuðningsúrræði ein sér nægja ekki. Meðferð skal hefja undir umsjón sérfræðings í
meðferð ADHD, s.s. barnalæknis, barna- og unglingageðlæknis eða geðlæknis, og skal hann hafa umsjón með henni. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju
hjálparefnanna. Gláka. Krómfíklaæxli (phaeochromocytoma). Samhliðameðferð með ósértækum, óafturkræfum MAO-hemlum eða innan 14 daga eftir að meðferð með þessum
lyfjum hefur verið hætt, vegna hættu á lífshættulegum háþrýstingi (hypertensive crisis). Ofvirkni skjaldkirtils eða skjaldvakaeitrun (thyrotoxicosis). Greining eða saga um alvarlegt
þunglyndi, lystarstol/átraskanir, sjálfsvígstilhneigingu, einkenni geðrofs, alvarlega skapbresti, oflæti, geðklofa, siðblindu/jaðarpersónuröskun. Greining eða saga um alvarlega og
lotubundna geðhvarfasýki (tegund I) (sem ekki hefur náðst fullnægjandi meðhöndlun á). Áður greindir hjarta- og æðasjúkdómar, þar með talið verulegur háþrýstingur, hjartabilun,
kransæðastífla, hjartaöng, meðfæddur hjartasjúkdómur sem hefur marktæk áhrif á lífeðlisfræði blóðrásar, hjartavöðvakvillar, hjartadrep, hjartsláttartruflanir sem geta verið
lífshættulegar og jónagangasjúkdómar (sjúkdómar af völdum truflana á starfsemi jónaganga). Undirliggjandi sjúkdómar í heilaæðum, slagæðagúlpur í heila, æðasjúkdómar, þar
með talið æðabólgur og heilaslag (stroke). Saga um umtalsverðan skort á magasýru, með pH gildi hærra en 5,5, við meðferð með H2 viðtakablokkum, prótónpumpuhemlum eða við
sýrubindandi meðferð (eingöngu Medikinet CR®). Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi: Medice Arzneimittel Pütter GmbH & Co. KG. Afgreiðslutilhögun: R X. Sá sem ávísar lyfinu þarf að hafa kynnt sér fræðsluefni (RMP) fyrir lyfið áður en notkun
lyfsins hefst. Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila. Tilkynna skal Lyfjastofnun um allar aukaverkanir sem
grunur er um að tengist lyfinu (eingöngu Medikinet CR®). Ef óskað er eftir frekari upplýsingum má hafa samband við umboðsaðila: LYFIS/Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík,
sími 540 8000, netfang lyfis@lyfis.is. SmPC: 18. janúar 2021. MCE210901 – September 2021.
Medikinet® CR forðahylki
5 mg 10 mg 20 mg 30 mg 40 mg 50 mg 60 mg
5 mg 10 mg 20 mg
Medikinet® töflur
FJÖLDI
STYRKLEIKA