Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 12
516 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107
R A N N S Ó K N
Landhelgisgæslunnar úr óbyggðum Íslands. Niðurstöður hennar
ríma við áðurnefndar rannsóknir frá Bandaríkjunum og Kanada.
Alls 70% útkalla voru vegna slysa og algengast að fólk hefði runnið
eða fallið. Reyndust 29,5% alvarlega slösuð.6 Ekki koma þar fram
upplýsingar um það fólk sem flutt var landleiðina.
Oftar en ekki er óskað eftir aðkomu björgunarsveita SL þegar
um slys eða veikindi er að ræða utan alfaraleiða og í dreifbýli á
Íslandi. Sveitirnar sinna einnig í auknum mæli aðstoð við sjúkra
flutninga á landsbyggðinni þegar daglegt neyðarviðbragð dugar
ekki til eða þegar færð spillist.7,8 SL eru ein stærstu sjálfboðaliða
samtök landsins, með um 4000 félaga tilbúna í útkall allan sólar
hringinn, allt árið um kring. Félagar sinna að meðaltali um 1200
útköllum á ári.9 Björgunarsveitir SL eru 93 talsins, dreifðar um
landið. Þær eru misstórar og misjafnlega tækjum búnar en flestar
hafa að minnsta kosti einn góðan fjallajeppa ásamt lágmarks
fjallabjörgunar og skyndihjálparbúnaði. Björgunarsveitir á lands
byggðinni eru oft fyrsta viðbragð í alvarlegum bílslysum í dreif
býli.7,8 Til að mynda hafa björgunarsveitir á Suðurlandi oft tekist á
við hópslys og hefur myndast dýrmæt þekking á því sviði.
Þjálfun björgunarsveitarfólks tekur að jafnaði eitt til tvö ár og
felst námið meðal annars í ferðamennsku, fjallamennsku og leitar
tækni.10 Nám í fyrstu hjálp er einnig hluti af þjálfuninni og ljúka
allflestir námskeiðunum Fyrsta hjálp 1 og Fyrsta hjálp 2. Margir
bæta síðar við námskeiðinu Vettvangshjálp í óbyggðum, en þeir
sem ljúka því námskeiði fá heimild frá Embætti landlæknis til
að beita ákveðnum lyfjum og inngripum í óbyggðum samkvæmt
vinnuferlum sem síðast voru endurskoðaðir árið 2011.11 Nánari lýs
ingu á námskeiðunum má sjá í töflu I. Að auki starfa sérþjálfaðir
vettvangsliðar SL í ákveðnum útköllum í samvinnu við sjúkra
flutningamenn þar sem langt er í heilbrigðisþjónustu.
Aðgerðir SL eru teknar saman í árbók félagsins. Á árinu 2018
var 121 verkefni flokkað sem F1, hæsti forgangur, og árið 2017
voru þau samtals 159.7,8 Nánari greining á þessum útköllum var
ekki skráð. Björgunarsveitir manna vakt á 5 stöðum á hálendinu
yfir sumarmánuðina og sumarið 2017 sinntu þær 3033 verkefnum.
Samkvæmt skráningu voru 31% þessara aðgerða vegna slysa og
11% vegna veikinda.7 Aldrei hefur, svo við vitum, verið tekið
saman um hvers konar slys eða veikindi var að ræða, hvaða
einstaklingar þetta voru, hvort þeir fengu viðeigandi meðferð á
vettvangi eða hver afdrif þeirra urðu.
Markmið rannsóknarinnar var að skoða öll útköll þar sem
björgunarsveitarfólk sinnti slösuðum eða veikum á vettvangi og
þörf var á frekari meðferð á heilbrigðisstofnun, og að greina al
gengi, eiginleika og alvarleika þessara tilfella. Að auki var mark
mið rannsóknarinnar að leggja mat á viðbragð og meðferð á vett
vangi til að meta hvort hægt sé að skipuleggja betur þjálfun og
búnað björgunarsveitarfólks í fyrstu hjálp.
Efniviður og aðferðir
Upplýsingar voru fengnar úr rafrænum aðgerðagrunni SL, en þar
eru skráðar allar aðgerðir sem SL kemur að. Upplýsingar um fram
gang hvers útkalls eru skráðar í rauntíma í grunninn og hægt er
að rekja afdrif einstaklings, hvernig og á hvaða heilbrigðisstofnun
viðkomandi er fluttur. Engar persónugreinanlegar upplýsingar
eru skráðar í aðgerðagrunn SL.
Í flestum útköllum fluttu sjúkrabílar eða þyrla fólk síðasta spöl
inn á heilbrigðisstofnun. Út frá Björgum, skráningarkerfi Neyðar
línu, var hægt að nálgast kennitölur þess. Í einhverjum tilfellum
voru einstaklingar fluttir beint með þyrlu Landhelgisgæslunnar á
Landspítala og var þá hægt að nálgast kennitölur úr SÖGUkerfi
þar sem komutími og flutningur af vettvangi var skráður. Í SÖGU
kerfi og Heilsugátt voru að lokum fundnar endanlegar greiningar
og afdrif viðkomandi á heilbrigðisstofnun.
Alls voru 2477 aðgerðir skráðar í aðgerðagrunn SL á árun
um 20172018. Útilokaðar voru allar æfingar og þjónustuverkefni
ásamt aðgerðum sem viðkomu föstum bílum, óveðursaðstoð og
björgun dýra. Vettvangsliðar sinntu 166 tilfellum á rannsóknar
tímabilinu. Þar sem þeir eru hluti af daglegu neyðarviðbragði,
falla þeir ekki undir skilmerki þessarar rannsóknar og þau tilfelli
því útilokuð. Farið var nánar yfir 981 tilfelli og þau útilokuð þar
sem ekki var um björgun á fólki að ræða, fólk fannst heilt á húfi
eða var með minniháttar áverka. Í 48 tilfellum var ekki hægt að
nálgast kennitölu viðkomandi eða sjúkragögn voru ekki aðgengi
leg í SÖGU/Heilsugátt og þannig ekki hægt að taka þau tilfelli með
í rannsóknina. Þessi tilfelli dreifðust nokkuð jafnt yfir landið. Að
lokum voru alls 189 aðgerðir teknar með í rannsóknina, þar sem
239 einstaklingum var sinnt.
Helstu þættir sem leitast var eftir að greina voru aldur, kyn og
þjóðerni, áverkaferli, tegund og alvarleiki áverka, orsakir veikinda
Tafla I. Þjálfun björgunarsveitarfólks í fyrstu hjálp.
Klukkustundir Nánari lýsing
Fyrsta hjálp 1 20
Grunnnámskeið
Nemendur fá þjálfun í grunnmeðferð og flutningi slasaðra og veika. Áhersla á
langan flutningstíma.10
Fyrsta hjálp 2 20
Framhaldsnámskeið
Dýpra farið í meðferð og yfirsetu sjúklinga.
Þjálfun í stjórnun á slysstað, skráningu upplýsinga og umgengni við þyrlu
Landhelgisgæslunnar. Skipulag almannavarna í hópslysum kynnt.10
Vettvangshjálp í
óbyggðum
(Wilderness
first responder)
76
Sérhæft námskeið
Ætlað þeim er starfa fjarri almennri bráðaþjónustu.10 Nemendur öðlast réttindi
til að vinna eftir 6 vinnureglum er varða ofnæmislost, sárameðferð, endurlífgun,
hryggáverkamat, meðferð ákveðinna liðhlaupa og meðferð við astma. Nemendur
fá réttindi til að nota lyfin adrenalín, prednisólon, klemastín og ranitidín að
ákveðnum skilyrðum gefnum. Til að viðhalda réttindum þurfa nemendur að sækja
endurmenntun á þriggja ára fresti.11