Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 27
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 531 Y F I R L I T S G R E I N mennt er mælt með rúmlegu og hvíld og þessir sjúklingar ættu að vera fastandi þar til tekin hefur verið ákvörðun um annað.6,7 Mikilvægt er að meðhöndla ógleði og uppköst og ef líkamshiti er hækkaður er mikilvægt að ná honum í eðlilegt horf.6 Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að notkun tranexamsýru hjá sjúklingum með sjálfsprottna innanskúmsblæðingu gæti minnk­ að líkur á endurblæðingu. Samkvæmt niðurstöðum Cochrane­ safngreiningar frá árinu 2013 virðist sú meðferð þó ekki bæta horfur þessara sjúklinga og gæti raunar tengst aukinni hættu á æðasamdrætti og heilablóðþurrð. Í flestum þeirra rannsókna sem lágu til grundvallar safngreiningunni var meðferðarlengdin þó talsvert löng, eða að minnsta kosti 10 dagar.10 Nýlega voru birtar niðurstöður fjölsetra og framskyggnrar slembirannsóknar (multi- center prospective randomized controlled trial) þar sem meðferð með tranexamsýru var hafin um leið og greiningin hafði verið staðfest og stöðvuð innan sólarhrings. Rannsóknin sýndi hvorki fram á marktækt lægri tíðni alvarlegra fylgikvilla samanborið við sjúk­ linga sem ekki fengu tranexamsýru né jákvæð áhrif á horfur.11 Því er almennt ekki mælt með notkun tranexamsýru hjá sjúklingum með sjálfsprottna innanskúmsblæðingu.10,11 Æðasamdráttur og heilablóðþurrð Æðasamdráttur og heilablóðþurrð eru algengir og alvarlegir fylgi­ kvillar sjálfsprottinna innanskúmsblæðinga og meðferð þeirra getur verið erfið.1 Einkennagefandi æðasamdráttur hefst oft á 3.­4. degi, nær hámarki á 7­10 dögum og gengur yfir á 14.­21. degi.2,4,7,9 Fyrirbyggjandi aðferðir Eina lyfið sem tekist hefur að sýna fram á að minnki hættuna á æðasamdrætti og bæti horfur sjúklinga með sjálfsprottna inn­ anskúmsblæðingu er kalsíumhemillinn nímódipín.3,4,8,9,17 Ekki hefur tekist að sýna með óyggjandi hætti fram á að meðferð með nímódipíni í æð sé fremri töflumeðferð4,6,7,9,17 en hér á landi er al­ mennt notast við nímódipín í æð í dreypi strax við innlögn en skipt yfir í töflumeðferð þegar ástand er orðið stöðugt. Tímalengd meðferðarinnar ætti að vera alls 2­3 vikur.4,8 Mikilvægt er að viðhalda eðlilegum vökvabúskap með hæfi­ legri vökvagjöf til að tryggja góða æðafyllingu og forðast skal neikvætt vökvajafnvægi.2­4,6,8,9,18 Fylgjast þarf náið með blóðsöltum, einkum natríumgildi þar sem lækkun á natríum í sermi er algeng hjá sjúklingum með sjálfsprottnar innanskúmsblæðingar.2­4,6,8,9 Al­ gengt er að þvagútskilnaður aukist og verði meiri en eðlilegt getur talist. Mikilvægt er að bregðast við því á réttan hátt til að vinna gegn óæskilegu vökvatapi og hugsanlegum blóðsaltaröskunum.19 Til að tryggja að súrefnisinnihald blóðsins sé nægjanlegt skal halda hemóglóbíngildi í blóði >90 g/L og súrefnismettun >95%.3,4,7,9 Sé sjúklingur í öndunarvél þarf að stilla öndunina þannig að hlut­ þrýstingur koltvísýrings í blóði sé innan marka eða á bilinu 35­48 mmHg þar sem koltvísýringur getur haft áhrif á vídd heilaæða. Algengt er að líkamshiti hækki hjá sjúklingum með sjálf­ sprottnar innanskúmsblæðingar, líklega vegna mikils bólgusvars sem verður fyrir tilstilli blóðsins og niðurbrotsefna þess. Mikil­ vægt er að viðhalda eðlilegum líkamshita þar sem rannsóknir hafa bent til þess að hækkun á líkamshita tengist verri horfum þessara sjúklinga.2,3,8,9 Auk þessa skal halda blóðsykri innan eðli­ legra marka.2,3,7­9 Í töflu III má sjá gátlista yfir meðferðarmarkmið. Greining æðasamdráttar og heilablóðþurrðar Greining byggir á klínískum einkennum með stuðningi rannsókna. Ein helsta rannsóknaraðferðin sem notast er við er ákveðin gerð ómskoðunar, transcranial doppler, sem felur í sér lítið inngrip.1,2,6­9 Mældur er flæðishraði í stórum æðum heilans, einkum miðlægu heilaslagæðinni (middle cerebral artery) og fremri heilaslagæðinni (anterior cerebral artery). Flæðishraði >120 cm/sekúndu bendir til æðasamdráttar.2,8 Einnig kemur til greina að gera tölvusneiðmynd, segulómun með æðamyndatöku eða hefðbundna æðamyndatöku til að greina teikn um æðasamdrátt og heilablóðþurrð.1,7­9 Meðhöndlun æðasamdráttar og heilablóðþurrðar Þegar æðasamdráttur er kominn fram er áhersla lögð á að viðhalda sem bestu blóðflæði til heilans. Lykilatriði í því sam­ bandi er að halda blóðþrýstingi háum en þó er ekki að fullu ljóst við hvaða gildi skal miða.2,4,8,9 Hér á landi hefur verið miðað við slagbilsþrýsting á bilinu 140­180 mmHg. Til að ná því markmiði er fyrst og fremst beitt ríkulegri vökvagjöf (saltlausnir og oft einnig onkótískar lausnir) en stundum þarf að grípa til æðavirkra lyfja, einkum noradrenalíns. Í völdum tilvikum kemur til greina að gera æðaþræðingu með belgvíkkun eða staðbundinni gjöf æðavíkk­ andi lyfja.1,2,6,8,9 Fylgikvillar sjálfsprottinna innanskúmsblæðinga Blóðnatríumlækkun Allt að helmingur sjúklinga með sjálfsprottna innanskúmsblæð­ ingu fær blóðnatríumlækkun.20,21 Talið er að blóðnatríumlækkun hafi neikvæð áhrif á horfur þessara sjúklinga þar sem hún getur stuðlað að heilabjúg og hækkuðum innankúpuþrýstingi, lækkað krampaþröskuld og aukið hættu á taugakerfisskemmdum.6 Hætt­ an á blóðnatríumlækkun í tengslum við sjálfsprottna innanskúms­ blæðingu er talin meiri ef blæðingin orsakast af brostnum æða­ gúl í fremri heilablóðveitunni heldur en þeirri aftari. Einnig hafa niðurstöður sumra rannsókna gefið til kynna að hærri Hunt&Hess stigun tengist aukinni hættu á blóðnatríumlækkun.9,22 Almennt er miðað við að halda natríumgildi í sermi á bilinu 140­145 mmól/L. Ekki er að fullu ljóst hvað veldur blóðnatríumlækkun hjá sjúklingum með sjálfsprottna innanskúmsblæðingu en talið er að algengustu orsakirnar séu heilkenni óviðeigandi losunar Tafla III. Gátlisti fyrir meðferðarmarkmið sjúklinga með innan skúmsblæðingu. Nímódipín 1-2 mg/klst Blóðþrýstingur 140-180 mmHg S-Natríum 140-145 mmól/L Líkamshiti 37°C Blóðsykur 5-10 mmól/L Hemóglóbín >90 g/L Súrefnismettun >95% Hlutþrýstingur koltvísýrings 35-48 mmHg Miðbláæðaþrýstingur 6-12 mmHg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.