Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 515
Inngangur
Útivist og fjallaferðir hafa löngum notið vinsælda meðal landans.
Þá hefur erlendum ferðamönnum fjölgað gríðarlega og er náttúra
Íslands aðalaðdráttaraflið.1 Þetta leiðir af sér að fólki fjölgar á
hálendi Íslands og umferð eykst um þjóðvegi landsins. Allflestir
eru vel undirbúnir en óhjákvæmilega verða slys og bráð veikindi
utan þéttbýlis og alfaraleiða með auknum fjölda ferðamanna.
Allnokkrar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á tíðni,
tegund og alvarleika slysa og veikinda utan alfaraleiða. Algengt er
að slíkar tölur séu teknar saman innan þjóðgarða í Bandaríkjunum
og hafa slys reynst töluvert algengari en veikindi.2,3 Algengt er að
fólk misstígi sig eða falli, sem leiðir til áverka á neðri útlim. Í rann
sókn frá NýjaSjálandi var sömuleiðis meirihluti útkalla vegna
slysa og áverka á neðri útlim. Þar kemur einnig fram að af útköll
um vegna veikinda voru hjartavandamál algengust, 9,3% reyndust
hafa ofkælst og 5,6% voru látin þegar að var komið.4 Í yfirliti yfir
bráðaviðbrögð í þjóðgörðum Bandaríkjanna á tveggja ára tímabili
20122013 var meðal annars tekin saman tíðni hjartastoppa. Er þar
áhugavert að 65% einstaklinga fengu hjartastuð á vettvangi og
26% lifðu til útskriftar af sjúkrahúsi.5
Slys og veikindi utan alfaraleiða á Íslandi hafa lítið verið
rannsökuð. Í meistararitgerð frá árinu 2017, Neyð í óbyggðum
Íslands, tók Sigrún Guðný Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur
saman þau tilfelli þar sem slasaðir og veikir voru fluttir með þyrlu
Ragna Sif Árnadóttir1 sérnámslæknir
Hjalti Már Björnsson1,2
bráðalæknir
1Bráðadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands.
Fyrirspurnum svarar Hjalti Már Björnsson, hjaltimb@landspitali.is
Á G R I P
BAKGRUNNUR
Slysavarnafélagið Landsbjörg (SL) eru öflug sjálfboðaliðasamtök sem
sinna um 1200 útköllum á ári hverju. Hluti þeirra útkalla varðar björgun
slasaðra eða veikra einstaklinga. Ekki liggja fyrir rannsóknir á þeirri
þjónustu sem SL veitir við þessar aðstæður.
MARKMIÐ
Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um heilbrigðisþjónustu
sem SL veitti á árunum 2017-2018, hvort um slys eða veikindi var að
ræða, hvort veitt hafi verið viðeigandi meðferð á vettvangi og hver afdrif
einstaklinganna voru.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Upplýsingar voru fengnar úr rafrænum aðgerðagrunni SL. Skoðuð voru
þau tilvik þar sem fólk þurfti flutning og meðferð á heilbrigðisstofnun. Út
frá Björgum, skráningarkerfi Neyðarlínu, var hægt að nálgast kennitölur
og voru endanlegar greiningar og afdrif viðkomandi fengnar úr SÖGU-
kerfi og Heilsugátt.
NIÐURSTÖÐUR
Alls voru 189 aðgerðir teknar inn í rannsóknina með 239 manns.
Flestar aðgerðir voru skráðar á Suðurlandi. Í rúmlega helmingi tilfella
var um karlmenn að ræða og meðalaldur var 44,4 ár. Slys voru mun
algengari en veikindi, eða 86% tilvika. Algengast var að fólki skrikaði
fótur, hrasaði eða félli sem leiddi til áverka á neðri útlim. Af þeim sem
veiktust voru hjartatengd vandamál algengust. Í yfir 70% aðgerða var ekki
skráð rafrænt hvaða meðferð var beitt á vettvangi eða hvaða búnaður var
notaður.
ÁLYKTANIR
Björgunarsveitir þurfa reglulega að veita heilbrigðisþjónustu. Algengast
er að björgunarsveitir sinni einstaklingum eftir slys sem oftast verða á
neðri útlim. Veikindi sem sinnt er af björgunarsveitum eru oftast tengd
hjartasjúkdómum. Skráning á notkun búnaðar og meðferðar á vettvangi er
ónákvæm og má bæta.
Útköll Slysavarnafélagsins Landsbjargar
vegna slysa og bráðra veikinda
á árunum 20172018