Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 45
L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 549 B R É F T I L B L A Ð S I N S Uppgötvun sýklalyfja er ein merkilegasta uppgötvun læknisfræðinnar og hafa þau komið í veg fyrir milljónir fylgikvilla og dauðsfalla vegna smitsjúkdóma. Á síðari árum hefur ónæmi gegn sýklalyfjum farið vaxandi í heiminum. Af þessum sökum hafa Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og fleiri stofnanir lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein helsta heil­ brigðisógn sem steðjar að mannkyni í dag. Árlega er haldin alþjóðleg vika vitundarvakningar um sýklalyfjanotkun (World Antimicrobial Awareness Week)1 dagana 18. til 24. nóvember og sömuleiðis evrópskur vitundarvakningardagur (European Antibiotic Awareness Day)2 18. nóvember. Af því tilefni er vert að staldra við og íhuga stöðuna hér á landi. Vitundarvakning um sýklalyfjanotkun – viðhöldum góðum árangri Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Þó útbreiðsla ónæmis sé minni á Íslandi en víða erlendis er mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Árið 2017 skilaði starfshópur heilbrigðisráðherra 10 tillögum3 um hvernig best væri að hefta útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi. Þessar tillögur eru í anda Einnar heilsu (One Health)4 sem felur í sér heildstæða nálgun á vandamálinu. Aðgerðir snerta því menn, dýr, matvæli og umhverfi. Í febrúar 2019 var því lýst yfir að fyrrgreindar tillögur mörkuðu opinbera stefnu íslenskra stjórnvalda. Skynsamleg notkun sýklalyfja er lykilatriði til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Snemma árs 2017 voru fyrst gefnar út á íslensku Ráðleggingar um meðferð vegna algengra sýkinga utan spítala5 á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samvinnu við Embætti landlæknis. Þessar ráðleggingar voru þýddar og staðfærðar úr sænsku Strama­leiðbeiningunum en Strama­verkefnið6 hefur frá 2008 leiðbeint heilbrigðisstarfsmönnum um skynsamlega notkun sýklalyfja. Ávísanir sýklalyfja hafa síðustu ár verið færri í Svíþjóð en flestum öðrum Evrópulöndum.7 Sóttvarnalæknir hefur um árabil gefið út ársskýrslur um sýklalyfjanotkun og ­næmi hjá mönnum og dýrum í samvinnu við Matvælastofnun, Landspítala og Lyfjastofnun. Eins og fram kemur í nýútkominni skýrslu fyrir árið 2020 hefur náðst árangur við að draga úr notkun sýklalyfja hérlendis.8 Á milli áranna 2019 og 2020 minnkaði heildarsala sýklalyfja (ATC J01)9 hjá mönnum um 16,5% en sé miðað við árið 2016 dróst salan saman um 30%. Langstærsti hluti sýklalyfjasölu eru ávísanir utan sjúkrahúsa, eða um 90%. Á árinu 2020 var heildarfjöldi sýklalyfja­ ávísana á hverja 1000 íbúa á ári á Íslandi 505 en sýklalyfjanotkun mæld í DID (DDD/1000 íbúa/dag) var 14,8. Ávísunum sýklalyfja fækkaði talsvert á milli áranna 2019 og 2020, eða um 16% mælt í fjölda ávísana á íbúa. Frá 2016 hefur ávísunum Fjöldi ávísana á sýklalyf (ATC J01) á hverja 1000 íbúa árin 2016-2021 eftir mánuðum. Gögn fyrir árið 2021 ná til september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.