Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 16
520 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107
R A N N S Ó K N
rímar við erlendar rannsóknir.4 Af 11 skráðum endurlífgunum
lifðu 2 (18%), sem er lægra en rannsókn frá Bandaríkjunum sýndi,
en um of fáa er að ræða til að unnt sé að meta lifun nánar.5 Þar
sem tími frá hjartastoppi að rafstuði er sá þáttur sem mestu skiptir
varðandi lifun þessa sjúklingahóps er þetta þó merkilega góður
árangur endurlífgunar við þessar aðstæður og svipað árangrinum
á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi.15
Í 30 (12,5%) tilfellum var einstaklingi lýst sem „köldum“ á vett
vangi. Þar af mældust 10 einstaklingar með eðlilegan líkamshita
við komu á heilbrigðisstofnun. Aðeins tveir voru með ofkælingu
skráða sem einu greininguna á vettvangi. Miðað við veðurfar hér
lendis kemur á óvart að ekki séu skráð fleiri tilfelli ofkælingar.
Hugsanlega eru ferðalangar almennt vel búnir og viðbúnir kulda.
Einnig má leiða að því líkur að í einhverjum tilfellum ofkælingar
séu einstaklingar hitaðir upp á vettvangi af björgunarsveitarfólki
og því komi aldrei til flutnings á heilbrigðisstofnun. Í námsefni
fyrstu hjálpar er lögð rík áhersla á að fyrirbyggja og meðhöndla of
kælingu á vettvangi.10 Hafa ber þó í huga að skráning var almennt
ónákvæm og frekari rannsókna er þörf á þessu sviði.
Erlendir ferðamenn voru um helmingur þeirra sem SL sinnti
vegna slysa eða bráðra veikinda. Erfitt er að álykta um hlutfalls
legar líkur hvors hóps á að þurfa aðstoð þar sem ekki liggja fyrir
nákvæmar tölur um hlutföll Íslendinga og erlendra ferðamanna
sem staddir eru í óbyggðum á hverjum tíma. Þó er ljóst að meðal
Íslendinga er líklegra að karlmenn þurfi aðstoð björgunarsveita
auk þess sem Íslendingar eru síður líklegir til að vera í skipulagðri
ferð eða lenda í bílslysum.
Í tæplega helmingi tilfella voru björgunarsveitir fyrstar á vett
vang og sinntu þá fyrstu meðferð. Voru áverkar á útlim algeng
astir. Í námsefni Björgunarskólans í fyrstu hjálp er lögð töluverð
áhersla á útlimaáverka: mat á stöðugleika þeirra, blóðrás, snerti
skyn og hreyfanleika. Einnig er lögð áhersla á góða spelkunar
tækni.10 Samkvæmt okkar niðurstöðum á þessi áhersla vel við
miðað við tíðni slíkra áverka. Minni áhersla er lögð á kennslu
um veikindi, sem einnig er viðeigandi samkvæmt niðurstöðum
þessarar rannsóknar. Endurlífgun á vettvangi var framkvæmd í 11
tilfellum og sjálfvirkt hjartastuðtæki notað alls 6 sinnum. Grunn
þekking á endurlífgun og meðhöndlun sjálfvirkra hjartastuðtækja
verður því að teljast nauðsynleg öllu björgunarsveitarfólki.
Áhugaverð niðurstaða er að súrefni var aldrei skráð notað af
björgunarsveitarfólki. Þá voru engin tilfelli astma eða ofnæmis
skráð og aldrei skráð notkun þeirra lyfja sem björgunarsveitarfólk
með aukna þjálfun hefur heimild til að nota samkvæmt verkferl
um Embættis landlæknis. Frá því að þeir verkferlar voru síðast
uppfærðir, árið 2011, hefur klínískum leiðbeiningum um með
ferð bráðaofnæmiskasts verið breytt þannig að gjöf prednisólons,
klemastíns og ranitidíns er ekki talin sannreynd meðferð við
bráðaofnæmiskasti og ekki sérstaklega mælt með notkun þessara
lyfja.16 Enn er adrenalín í vöðva eina lyfið sem talið er gagnast
við bráðaofnæmiskasti. Er því rétt að endurskoða þessa verkferla
Embættis landlæknis og íhuga þarf hvort raunveruleg ástæða sé
til þess að björgunarsveitarfólk gangi með og hafi heimild til að
beita þessum lyfjum.
Í ljósi þess hve algengt var að björgunarsveitarfólk sinnti
einstaklingum með útlimaáverka, sem venjulega fylgja verkir,
þyrfti að íhuga hvort rétt sé að björgunarsveitarfólk sé með
verkjalyf meðferðis til að bæta verkjastillingu við fyrstu meðferð
slíkra áverka í óbyggðum.
Björgunarsveitarfólk notar að einhverju leyti SAGAskrán
ingareyðublöð á vettvangi við skráningu sjúkrasögu, lífsmarka,
líkamsskoðunar og meðferðar. Eyðublöðin eru á pappírsformi og
lögð er áhersla á að eyðublaðið fylgi einstaklingnum af vettvangi
og inn á heilbrigðisstofnun.10 Notkun þeirra getur að einhverju
leyti skýrt að rafræn skráning meðferðar á vettvangi er lítil. Þessi
skráningarblöð eru í fæstum tilfellum aðgengileg í sjúkraskrá við
komandi og því er ekki hægt að nálgast þau í rannsóknartilgangi.
Notkun hálskraga, bakbretta, grjónadýna og súrefnis hefur verið
mikið í umræðunni meðal björgunarsveitafólks og starfsfólks í
utanspítalaþjónustu. Ekki var heldur hægt að leggja mat á tíðni
notkunar eða gagnsemi þessara meðferða vegna ónákvæmrar
skráningar. Greinarhöfundar sjá hér sóknarfæri í rafrænni skrán
ingu svo betur sé hægt að greina þau tilfelli í framtíðinni sem
björgunarsveitarfólk kemur að og meðhöndlar, og stuðla þannig
að markvissri þjálfun björgunarsveitarfólks á sviði fyrstu hjálpar.
Engin tilfelli fundust þar sem skráð var að björgunarsveitar
fólk hefði leitað sér ráðgjafar lækna við mat og meðferð slasaðra
eða bráðveikra í óbyggðum. Þó er líklegt að í einhverjum tilvikum
hafi björgunarsveitarfólk leitað ráðgjafar heilbrigðisstarfsmanna
þó það hafi ekki verið skráð með formlegum hætti. Brýnt er að
aðgengi björgunarsveitarfólks að læknisfræðilegri ráðgjöf sé greitt
þar sem það getur fallið á herðar þess að annast alvarlega veika eða
slasaða í talsverðan tíma í óbyggðum áður en hægt er að koma við
sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Á vegum bráðamóttöku Landspít
ala og yfirlæknis utanspítalaþjónustu er unnið að því að koma
upp sérhæfðri fjarlækningaþjónustu þar sem bráðalæknar veita
stuðning í gegnum örugga fjarskiptagátt við heilbrigðisstarfsfólk
á vettvangi. Tryggja þarf að björgunarsveitafólk fái einnig aðgang
að slíkum stuðningi við störf sín á vettvangi.
Helsti veikleiki rannsóknarinnar er að skráning gagna reyndist
ekki eins og best verður á kosið. Því er í einhverjum tilvikum hugs
anlegt að ákveðin skoðun hafi verið framkvæmd eða meðferð veitt
án rafrænnar skráningar í aðgerðagrunn SL.
Lokaorð
Björgunarsveitarfólk Slysavarnarfélagsins Landsbjargar veitir
mikilvæga þjónustu við bráð veikindi og slys þar sem langt er í
næstu heilbrigðisþjónustu. Þjálfun þeirra í fyrstu hjálp nýtist vel
en bæta þarf skráningu á veittri meðferð á vettvangi. Lyf voru
sjaldan skráð gefin á vettvangi á rannsóknartímabilinu og endur
skoða þarf fyrirkomulag með lyfjagjafir björgunarsveitafólks.
Einnig þarf að efla stuðning lækna í gegnum fjarskipti við störf
björgunarsveitafólks á vettvangi.
Þakkir
Þakkir fá Tómas Gíslason og Jón Svanberg Hjartarson,
framkvæmdastjórar Neyðarlínunnar, og SL fyrir aðstoð við öflun
gagna. Sigríður Alma Gunnsteinsdóttir fær bestu þakkir fyrir
excelaðstoð og Íris Marelsdóttir fyrir veitta aðstoð.
Greinin barst til blaðsins 12. maí 2021,
samþykkt til birtingar 2. ágúst 2021.