Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 22
526 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107
R A N N S Ó K N
829
624
616
587
454
448
403
345
296
275
271
0 100 200 300 400 500 600 700 800 900
Annað
Bætt samvinna og aðgengi að lyfjafræðingum í apótekum
Betri framsetning á upplýsingum til sjúklinga, t.d. í gegnum
sérlyfjaskrá eða Heilsuveru
Símenntun á sviði klínískrar lyfjafræði
Bætt samvinna og aðgengi við sérgreinalækna
Aukið aðgengi að klínískum lyfjafræðingum innan
heilsugæslunnar til að sinna t.d. fjöllyfjanotendum og aðstoð
við leit að gagnrýndum upplýsingum um lyf og meðferðir, sbr.
milliverkanir lyfja, jafngildisskammta, niðurtröppun og svo
framvegis
Gagnreyndar upplýsingar um ný lyf frá stofnunum hérlendis,
sbr. Lyfjastofnun og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
Mismunandi tímalengd viðtala eftir þörfum sjúklings
Betra skipulag og upplýsingar um lyfjameðferð sjúklings þegar
viðkomandi fer milli þjónustustiga
Milliverkanaforrit sem tengist sjúkraskrá sjúklings
Innlendir lyfjalistar, sbr. Klokalistan frá Svíþjóð og Rationel
Farmakoterapi frá Danmörku
Þættir sem gætu auðveldað ákvarðanatöku um
lyfjameðferð sjúklings
Mynd 3 Myndin sýnir niðurstöður
röðunarspurningar um hvaða þættir gætu helst
gagnast heimilislæknum við val á lyfjameðferð.
Hver svarmöguleiki fékk stig og atriðin
sem fengu fæst stig lentu í efstu sætunum
(mikilvægust).
ættu að hvetja til endurskoðunar á framsetningu hennar. Tími
til upplýsingaleitar, skortur á gagnreyndum upplýsingum um
ný lyf og betri yfirsýn yfir lyfjameðferð sjúklinga eru atriði sem
einnig eru oft nefnd sem hindranir. Fyrirmynd að gagnreyndum
upplýsingum um ný lyf má finna hjá sænsku lyfjastofnuninni.20
Niðurstöðurnar ættu að vekja umræðu um leiðir til að kynna fyrir
læknum, á hlutlausan hátt, ný lyf sem koma á markað á Íslandi. Ef
markmiðin með miðlægu lyfjakorti, sem er í undirbúningi, verða
að veruleika, verður yfirsýn lækna yfir þau lyf sem sjúklingur er
á hverju sinni mun betri, en 60% svarenda segja að yfirsýn skorti
við núverandi aðstæður.
Sóknarfæri til framfara er varða ákvarðanir um lyfjameðferð
liggja, samkvæmt niðurstöðum okkar, fyrst og fremst í íslenskum
lyfjalistum, milliverkanaforriti í sjúkraskrá og betri upplýsingum
um lyfjameðferð þegar sjúklingur færist milli þjónustustiga.
Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu vinnur nú að gerð
lyfjalista í samræmi við nýlega samþykkt lyfjalög sem tóku gildi í
ársbyrjun 2021. Fyrirmynd slíkra lista er meðal annars að finna í
Svíþjóð.21 Til að koma til móts við sjónarmið lækna er mikilvægt
að hraðað verði innleiðingu milliverkanaforrits í sjúkraskrákerfi
Sögu. Í verk efninu Lyf án skaða „Medication without harm“ á
vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar er verið að vinna að
bættu verklagi varðandi upplýsingar og lyfjayfirferð við tilfærslu
sjúklinga milli þjónustustiga.22
Nánast engin reynsla er af starfi klínískra lyfjafræðinga í
heilsugæslu á Íslandi. Lyfjafræðileg ráðgjöf í heilsugæslu hefur