Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 34
538 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107
„Ég finn mjög sterkt að ég er á réttri hillu,“
segir Hildur Jónsdóttir lyflæknir sem
valdi að verða spítalisti, eða hospitalist á
enska tungu, sá fyrsti hér á landi. Hild
ur útskrifaðist almennur lyflæknir eftir
þriggja ára námstíma í Iowaháskóla. Hún
kom heim í ágúst.
„Já, eftir því sem ég best veit er ég sú
fyrsta. Það þýðir að ég valdi mér að vera
almennur lyflæknir án undirsérgreinar.
Ég ætla mér að verða spítalalæknir,“ segir
hún. „Ég vil vinna á lyflækningadeildun
um, vera læknir sem sérhæfir sig í að með
höndla sjúklinga sem þurfa á spítalaþjón
ustu að halda, en eru í rauninni ekki með
sérhæft vandamál,“ segir hún.
Hún setur vaktavinnu ekki fyrir sig.
„Nei, mér finnst mjög gaman í vinnunni.“
Nýkomin heim er hún vön miklu vinnu
álagi. „Í Iowa vann ég 1012 tíma á dag, 6
daga vikunnar. Vann gjarnan um helgar
og langar vaktir þannig að fyrir mér er
ekkert mál að taka nokkrar kvöldvaktir og
einhverjar helgarvaktir.“
Möguleikar spítalista margir
En hræddi það Hildi að spítalinn væri
aðeins einn á höfuðborgarsvæðinu? „Ég
hugsaði um það þegar ég ákvað að leggja
þetta fyrir mig og ákvað að koma heim til
Íslands. Hugsaði að ég væri að takmarka
mig við Landspítala, en samkeppnin er að
eflast. Spítalarnir í Keflavík og á Selfossi
hafa stækkað legudeildir sínar. Svo er
aldrei vanþörf á góðum almennum lyf
lækni,“ bendir hún á. „Það eru því alltaf
möguleikar.“
Hún lýsir því hvernig almenn legu
deildarteymi séu rekin af spítalistum í
Bandaríkjunum. „Þar leggjast allir inn,
við greinum vandann og köllum til sér
fræðinga þegar vandinn er sérhæfður,“
segir hún.
„Þetta er í rauninni starf sem snýst um
að sinna almennum vandamálum. Við
hospítalistar vitum lítið um mjög margt,“
segir hún sposk. „Við höfum mjög víðtæka
þekkingu en ekki mjög sérhæfða. Þetta er
fyrst og fremst til að auðvelda ferli sjúk
lingsins í gegnum spítalann.“
Hildur segir það hafa skapað vandamál
í nútímaheilbrigðiskerfi að læknar verði
alltaf sérhæfðari. „En inni á spítölunum
þarf líka okkur sem höfum vítt áhugasvið
og þekkingu og vitum hvenær kalla þarf
þá sérhæfðu til.“
Hildur segir margt hafi spilað inn í að
hún kom heim. „Mörg tækifæri eru fyrir
hospítalista úti og þeir eftirsóttir starfs
kraftar. Mér fannst hins vegar uppbygging
heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum ekki
spennandi til lengdar. Það er íþyngjandi
að hafa alltaf áhyggjur af því hver greiði
fyrir þjónustuna sem þarf að veita. Mig
langaði líka að koma heim og taka þátt í
þróuninni hér,“ lýsir hún.
„Svo spilaði inn í að allan tímann sem
ég var úti var ég í fjarbúð,“ segir hún og
lýsir því hvernig hún saknaði fjölskyldu
og vina, en fyrst og fremst unnusta síns,
Birkis Karlssonar. „Mig langaði því að
koma heim en ekki vera ein í Bandaríkjun
um og vinna eins og hestur.“
Birkir hafi oft komið út fyrsta eina og
hálfa árið og hún heim þrjár vikur á ári.
„En við COVID lokuðust landamærin. Við
sáumst ekki í marga mánuði. En hann beið
þolinmóður eftir mér,“ segir hún. „Það er
geggjað að vera komin heim.“
Samkeppnin mikil um stöður
Hildur vann sem deildarlæknir á lyflækn
ingasviði Landspítala þegar hún ákvað
að fara út til frekara náms. Reynsla þeirra
sem hafi farið til Bandaríkjanna hafi
heillað hana. „Upphaflega ætlaði ég ekki
í almennar lyflækningar heldur ætlaði að
verða meltingarlæknir því það var gam
an að vinna á meltingardeildinni.“ Hún
hafi tekið próf og sótt um stöður í mikilli
samkeppni við bandaríska læknanema á
heimavelli þeirra.
„Við stöndum höllum fæti sem
útlendingar,“ segir hún. „Ég sótti um á
nokkrum stöðum og fékk stöðu í Iowa
enda hafa margir héðan verið þar. Allir
hafa verið mjög ánægðir og reynsla þeirra
af okkur Íslendingum góð.“
Hildur segir veruna ytra hafa sýnt sér
hvað Landspítali veiti góða þjónustu. „Mér
finnst andrúmsloftið að breytast. Finn
vilja til að finna lausnir, skoða hverju við
getum breytt. Ég finn fyrir jákvæðni,“
segir hún.
„En úti er kerfið þyngra í vöfum,
stærra. En auðvitað er líka munur á að
Hildur Jónsdóttir er komin heim frá Bandaríkjunum sem fyrsti „hospítalistinn“ hér á
landi. Hún segir það fljótt hafa heillað sig að hafa víðtæka þekkingu í stað sérhæfðrar.
Spítalistar séu svar við síaukinni sérhæfingu sem kalli á að læknum fjölgi í framtíðinni
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Slysaðist til að verða læknir
V I Ð T A L