Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 14
R A N N S Ó K N 518 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107 Slys Slys voru mun algengari en veikindi, eða 205 tilfelli (86%). Meðalaldur þeirra sem lentu í slysi var 43 ár. Oftast var fólk á göngu, eða í 46% tilfella. Bílslys voru næstalgengust, eða um þriðjungur. Sjá nánar í töflu IV. Áverkar á neðri útlim voru algengastir, eða 40% tilfella, þar af voru rúmlega 60% brotin. Efri útlimaáverkar og höfuðáverkar voru næstalgengastir og nær drukknun eða drukknun tók til 15 tilfella, sjá mynd 1. Samkvæmt áverkaskori voru 135 einstaklingar (65%) með lítinn eða meðalmikinn áverka, 28 (14%) með mikinn áverka og 6 einstaklingar (4%) með alvarlegan eða lífshættulegan áverka. Meðaláverkaskor var 3,99. Leggja þurfti 80 einstaklinga (39%) inn á sjúkrahús, þar af voru 27 (34%) lagðir inn á gjörgæslu­ deild. Tíu (5%) létust af slysförum á tímabilinu. Veikindi Útköll vegna veikinda voru mun sjaldgæfari en vegna slysa, eða 14% (34 einstaklingar). Meðalaldur var ívið hærri en hjá þeim sem slösuðust, 53,8 ár. Karlar voru hér í meirihluta, 62%, og 41% veikra einstaklinga voru erlendir ferðamenn. Hjartatengd vandamál voru algengust en í 5 tilfellum (15%) var um brjóstverk að ræða og í 8 (24%) hjartastopp. Kviðverkir voru skráðir hjá 5 manns og ekkert útkall var skráð vegna astma eða ofnæmis á þessu tímabili, sjá mynd 2. Tólf einstaklingar, eða 35%, voru lagðir inn á heilbrigð­ isstofnun, þar af 17% á gjörgæsludeild. Sjö létust á vettvangi, eða 21%. Enginn lést eftir innlögn á heilbrigðisstofnun. Ofkæling Hjá 38 einstaklingum var skráð að viðkomandi væri „kaldur“ eða hiti mældist undir 35,0°C við komu á heilbrigðisstofnun. Aðeins hjá tveimur var ofkæling eða örmögnun eina skráða ICD­10 grein­ ingin. Um var að ræða drukknun eða nær drukknun hjá 15. Hjá 30 af þessum 38 var skráð í aðgerðagrunn að þeir væru „kaldir“ á vettvangi en nánari lýsing á einkennum var ekki skráð. Þriðjungur þeirra (10) var með staðfesta ofkælingu (hita undir 35,0°C) við mælingu á heilbrigðisstofnun, helmingur (15) með eðlilega hitamælingu en hjá 5 manns fundust ekki upplýsingar um hitamælingar í sjúkraskrá. Samanburður milli erlendra ferðamanna og Íslendinga Í rétt rúmlega helmingi tilfella áttu erlendir ferðamenn í hlut. Þegar þessir tveir hópar eru bornir saman kemur í ljós að hærra hlutfall erlendra ferðamanna var í skipulagðri ferð þegar atvik átti sér stað. Einnig lentu fleiri ferðamenn í bílslysum en fleiri Ís­ lendingar lentu í atviki á öðrum farartækjum (vélsleða, fjórhjóli eða öðrum vélknúnum tækjum). Sjá nánar í töflu V. Umönnun á vettvangi Í tæplega helmingi tilfella (114 alls) voru félagar björgunarsveita fyrstu viðbragðsaðilar á vettvang og í 5% tilfella voru einstak­ lingar alfarið í umsjón björgunarsveita þar til á heilbrigðisstofn­ un var komið. Í 45% tilfella (108) voru sjúkraflutningamenn með björgunarsveitarmönnum í för og veittu þá fyrstu meðferð. Í rúm­ lega þriðjungi tilfella til viðbótar (93) komu sjúkraflutningamenn síðar á vettvang. Læknir kom að umönnun einstaklinga á vett­ vangi í 34 tilfellum. Tafla IV. Atvik. Atvik n % Gangandi 94 45,9 Hjólandi 2 1,0 Bifreið 64 31,2 Vélsleði 6 2,9 Sjófar 10 4,9 Hestur 9 4,4 Mótorhjól 5 2,4 Skíði 3 1,5 Fjór/sexhjól 6 2,9 Annað 6 2,9 Samtals 205 100 47 19 27 9 22 14 82 49 15 5 3 1 1 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 Áverkar Mynd 1. Áverkar flokkaðir eftir líkamssvæðum. 2 5 1 5 0 2 3 0 3 1 8 4 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Veikindi Mynd 2. Flokkun veikinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.