Læknablaðið - 01.11.2021, Blaðsíða 14
R A N N S Ó K N
518 L ÆKNABL AÐIÐ 2021/107
Slys
Slys voru mun algengari en veikindi, eða 205 tilfelli (86%).
Meðalaldur þeirra sem lentu í slysi var 43 ár. Oftast var fólk á
göngu, eða í 46% tilfella. Bílslys voru næstalgengust, eða um
þriðjungur. Sjá nánar í töflu IV.
Áverkar á neðri útlim voru algengastir, eða 40% tilfella, þar
af voru rúmlega 60% brotin. Efri útlimaáverkar og höfuðáverkar
voru næstalgengastir og nær drukknun eða drukknun tók til 15
tilfella, sjá mynd 1. Samkvæmt áverkaskori voru 135 einstaklingar
(65%) með lítinn eða meðalmikinn áverka, 28 (14%) með mikinn
áverka og 6 einstaklingar (4%) með alvarlegan eða lífshættulegan
áverka. Meðaláverkaskor var 3,99. Leggja þurfti 80 einstaklinga
(39%) inn á sjúkrahús, þar af voru 27 (34%) lagðir inn á gjörgæslu
deild. Tíu (5%) létust af slysförum á tímabilinu.
Veikindi
Útköll vegna veikinda voru mun sjaldgæfari en vegna slysa, eða
14% (34 einstaklingar). Meðalaldur var ívið hærri en hjá þeim sem
slösuðust, 53,8 ár. Karlar voru hér í meirihluta, 62%, og 41% veikra
einstaklinga voru erlendir ferðamenn. Hjartatengd vandamál
voru algengust en í 5 tilfellum (15%) var um brjóstverk að ræða
og í 8 (24%) hjartastopp. Kviðverkir voru skráðir hjá 5 manns og
ekkert útkall var skráð vegna astma eða ofnæmis á þessu tímabili,
sjá mynd 2. Tólf einstaklingar, eða 35%, voru lagðir inn á heilbrigð
isstofnun, þar af 17% á gjörgæsludeild. Sjö létust á vettvangi, eða
21%. Enginn lést eftir innlögn á heilbrigðisstofnun.
Ofkæling
Hjá 38 einstaklingum var skráð að viðkomandi væri „kaldur“ eða
hiti mældist undir 35,0°C við komu á heilbrigðisstofnun. Aðeins
hjá tveimur var ofkæling eða örmögnun eina skráða ICD10 grein
ingin. Um var að ræða drukknun eða nær drukknun hjá 15.
Hjá 30 af þessum 38 var skráð í aðgerðagrunn að þeir væru
„kaldir“ á vettvangi en nánari lýsing á einkennum var ekki skráð.
Þriðjungur þeirra (10) var með staðfesta ofkælingu (hita undir
35,0°C) við mælingu á heilbrigðisstofnun, helmingur (15) með
eðlilega hitamælingu en hjá 5 manns fundust ekki upplýsingar
um hitamælingar í sjúkraskrá.
Samanburður milli erlendra ferðamanna og Íslendinga
Í rétt rúmlega helmingi tilfella áttu erlendir ferðamenn í hlut.
Þegar þessir tveir hópar eru bornir saman kemur í ljós að hærra
hlutfall erlendra ferðamanna var í skipulagðri ferð þegar atvik
átti sér stað. Einnig lentu fleiri ferðamenn í bílslysum en fleiri Ís
lendingar lentu í atviki á öðrum farartækjum (vélsleða, fjórhjóli
eða öðrum vélknúnum tækjum). Sjá nánar í töflu V.
Umönnun á vettvangi
Í tæplega helmingi tilfella (114 alls) voru félagar björgunarsveita
fyrstu viðbragðsaðilar á vettvang og í 5% tilfella voru einstak
lingar alfarið í umsjón björgunarsveita þar til á heilbrigðisstofn
un var komið. Í 45% tilfella (108) voru sjúkraflutningamenn með
björgunarsveitarmönnum í för og veittu þá fyrstu meðferð. Í rúm
lega þriðjungi tilfella til viðbótar (93) komu sjúkraflutningamenn
síðar á vettvang. Læknir kom að umönnun einstaklinga á vett
vangi í 34 tilfellum.
Tafla IV. Atvik.
Atvik n %
Gangandi 94 45,9
Hjólandi 2 1,0
Bifreið 64 31,2
Vélsleði 6 2,9
Sjófar 10 4,9
Hestur 9 4,4
Mótorhjól 5 2,4
Skíði 3 1,5
Fjór/sexhjól 6 2,9
Annað 6 2,9
Samtals 205 100
47
19
27
9
22
14
82
49
15
5 3 1 1
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
Áverkar
Mynd 1. Áverkar flokkaðir eftir líkamssvæðum.
2
5
1
5
0
2
3
0
3
1
8
4
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Veikindi
Mynd 2. Flokkun veikinda.