SÍBS blaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 7

SÍBS blaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 7
7 2. tbl. 2022 yfir því sem þeir borða (eða borða ekki). Líkt og kom fram hér að ofan þá þarf þetta alls ekki að vera flókið. Við næringar- fræðingar höfum oft rætt okkar á milli hversu mikið frelsi býr í því að vita að við þurfum ekki að hafa stöðugar áhyggjur af því sem við setjum ofan í okkur. Við vitum að sveigjan- leiki og fjölbreytni skiptir máli og að allt er gott í hófi. Það er alltaf jákvætt að taka ábyrgð á eigin heilsu og gera jákvæðar breytingar á mataræði og lífsstíl. Það þarf hins vegar ekki að breyta öllu í einu og fylgja því alltaf, allan daginn, alla daga. Það er mjög sjaldgæft að breytingar verði varanlegar ef fólk ætlar sér alltof margar og óraunhæfar breytingar í einu. Slíkt getur valdið gífurlegri streitu, sem svo hefur slæm áhrif á heilsufar og jafnvel fæðuval. Best er að setja fá, raunhæf markmið og vinna svo að því að ná þeim og viðhalda. Þegar það er komið í góða rútínu er hægt að bæta við nýjum mark- miðum hægt og rólega. Allar breytingar á mataræði í átt að ráðleggingum Land- læknis eru góðar, sama hversu litlar við teljum þær vera. Svo er mikilvægt hafa í huga, þegar eitthvað bregður út af, að þá er ekki allt sem á undan er gengið til einskis. Það er nefnilega alger óþarfi að hætta við allt saman þótt eitthvað gangi ekki eins vel og ætlunin var. „Allt eða ekkert“ hugsunarhátturinn er engum til bóta og að brjóta sig niður fyrir að fara aðeins af leið er óþarfi. Við þurfum að vera sveigjanleg í þessu lífi því við eigum öll misjafna daga. Við gerum okkar besta á hverjum degi og sýnum okkur mildi og samkennd þegar eitthvað bregður út af, en eyðum tímanum ekki í að hafa samviskubit yfir því sem við borðum. Einbeitum okkur frekar að því að huga að heilsunni og njóta þess að lifa lífinu. Reynum að borða fjölbreytt og í hóflegu magni, reynum oftar að velja mat sem gefur okkur mikið af næringarefnum og sjaldnar mat sem er orkuríkur en næringarsnauður. Ef það gengur ekki alltaf, þá er það samt allt í lagi. Ekki hafa áhyggjur, það gerist ekkert hættulegt - svona er bara lífið. Hvar er þá best að byrja? Það er gott að minna sig á það að einhverjar jákvæðar breytingar eru frábærar breytingar því eitthvað gott er betra en ekkert. Mataræðið þarf ekki að vera fullkomið til að vera betra en það er í dag. Það er gott að velja eitt til tvö markmið í senn, helst eitthvað sem er tiltölulega auðvelt, og láta það duga þar til breytingin er orðin eðlislæg. Ef þig vantar hug- myndir um hvar er best að byrja þá eru hér nokkrar tillögur: • Borða reglulega - því þá eru minni líkur á að svengdin taki yfir og skyndiákvarðanir stýri fæðuvali. • Taka D-vítamín eða lýsi daglega - því það er mikilvægt næringarefni og ekki auðvelt að fá það úr fæðu (eða sól á Íslandi). • Reyna að borða grænmeti eða ávexti með flestum mál- tíðum dagsins. • Vera sveigjanlegur - mataræði þarf ekki að vera best alltaf, bara betra þegar það er hægt. • Velja heilkornavörur oftar - þar getur Skráargatsmerkingin hjálpað. • Drekka oftast vatn. • Gæta að svefninum - þegar við sofum of lítið og erum þreytt, er nánast ómögulegt að vanda valið í mataræði, því líkaminn tekur yfir og velur orkuríkt fæði sama hvað. Mikilvægast er samt að gera okkar besta á hverjum degi, miðað við aðstæður hverju sinni og njóta þess að nærast, fyrir heilsuna. Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík Sími 414 4100 · www.law.is

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.