SÍBS blaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 23

SÍBS blaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 23
23 2. tbl. 2022 viðbrögð okkar voru og í hvaða hegðunarmynstur við förum þá er í þriðja lagi mikilvægt að við hvert og eitt reynum að móta þessi viðbrögð okkar á nýjan leik, gera þau betri og áhrifaríkari. Til einföldunar má segja að bætt viðbrögð verði að vera fjölbreyttari, lausnamiðaðri og skynsamlegri. Þannig að ekki sé eytt orku í mál sem maður getur ekki haft áhrif á og að hugað sé að því að hafa tíma fyrir nægilega hvíld og endurhleðslu á hverjum degi. Við alvarleg einkenni langvinnrar kulnunar og sjúklegrar streitu er í raun komin truflun á starfssemi heilans og þá er góð hvíld besta móteitrið eða meðferðin. Margir sem sýkst hafa af veirunni lýsa því að þeir séu lengi að ná sér. Helstu einkenni sem þeir þjást af eru þreyta og slen, bæði andlega og líkamlega, léleg einbeiting og lítið úthald og þeim finnst vanta mikið upp á líkamlega og andlega skerpu. Þessi einkenni eru dæmigerð fyrir eftistöðvar sýkingarinnar (Post-Covid Syndrome) og líkjast um margt einkennum alvarlegrar kulnunnar eða sjúklegrar streitu eða síþreytu, vefjagikt og þunglyndi. Og ráðin eru hin sömu, að huga vel að grunnlíðan með nægum svefni og hollum mat, reglusemi og jákvæðni. Einnig er mikilvægt að huga vel að því að efla sig og styrkja, best er í hægum takti en markvisst, með reglulegri hreyfingu og nægu svigrúmi fyrir hvíld og endurhleðslu. Í þessu ferli er afar mikilvægt að hafa í huga að góðir hlutir gerast hægt. Það er vegna þess að það tekur langan tíma að endurheimta samvinnu taugafrumanna í heilanum, endurtengja taugaenda við vöðva og efla samspil taugakerfisins við hormónastarfssemi líkamans. Þess vegna græðist lítið á að flýta sér um of. Forvarnir Mikilvægur hluti af aðlögun að nýjum raunveruleika eftir áföll er að komast yfir óttann, horfa fram á veginn, öðlast aftur öryggiskennd og trú á framtíðina. Andleg efling og streituvarnir á álagstímum eru því mikilvægar forvarnir. Þeir sem eru nákvæmir og samviskusamir og finna auðveldlega fyrir ótta verða auðveldar kvíðnir undir álagi og hættir til að gleyma að hvílast. Þeir eru því í mestir hættu að lenda í kulnun. Góð ráð gegn kvíða eru slökunaræfingar, að sækja stuðning í þá sem maður treystir og gæta að svefni, mataræði og hreyfingu. Ef kvíðinn verður stjórnlaus eða langvinnur getur verið um sjúklegan kvíða að ræða. Áhrifaríkar meðferðir eru til gegn slíkum kvíða. Þunglyndi og leiði eru líka algeng og eðlileg viðbrögð við álagi og erfiðleikum. Og þeir sem hafa einangrast finna einnig fyrir deyfð og drunga. Allir geta fundið fyrir slíkum óþægindum og þá oftast í stuttan tíma. En ef slík vanlíðan nær að festa rætur þá fylgja í kjölfarið einkenni eins og svartsýni og vonleysi, pirringur, þreyta, lystarleysi, svefntruflanir og jafnvel gleymska og einbeitingartruflun. Ef þessi einkenni eru viðvarandi samfellt í meira en tvær til þrjár vikur er rétt að leita sér aðstoðar. Streituráð Sýnum áfram samstöðu! Eins gagnrýnin og ósammála sem við getum stundum verið í dagsins önn, þá er greyptur í þjóðarsálina sá mikilvægi eiginleiki að þegar á reynir, þá stöndum við Íslendingar saman. Eyþjóð víkinga á sama báti í gegnum aldanna rás. Og órofin samstaða okkar í baráttunni við Kórónuveiruna hefur vakið athygli hjá öðrum þjóðum. En gerumst ekki kærulaus og sýnum áfram samstöðuna í verki. Réttum hjálparhönd! Þetta þarf vart að segja Íslendingum sem hafa í aldanna rás vanist því að aðstoða hvern annan af fórnfýsi þegar mikið steðjar að. Vísindalegar rannsóknir sýna að það styrkir heilsu þess sem veitir og örvar hormóna- og taugakerfi bæði veitenda og þiggjenda. Með öðrum orðum: Hjálpsemi og gæska eflir heilann og styrkir hópinn. Sækjum stuðning! Allir þurfa einhvern tíma á stuðningi, hvatningu eða ráðum að halda. Mikilvægt er þiggja slíkt og ef vanlíðan er farin að skjóta rótum eins og lýst er hér að ofan þá er mikivægt að hika ekki við að leita sér hjálpar því góð ráð og áhrifaríkar meðferðir eru til. Bætum heilsulæsi! Á undanförnum mánuðum og árum hefur þekking almennings á gildi forvarna aukist mjög, t.d. um áhrif hegðunar á sýkingarvarnir og mikilvægi þess að draga úr einangrun vegna hættu á andlegum heilsubresti. Okkur ætti því að vera betur ljóst hve mikil áhrif við getum sjálf haft á eigin heilsu með hegðun okkar og hugsun. Vonandi stuðlar þetta að bættri heilsulæsi og forvörnum í framtíðinni. Hreyfum heilann! Hreyfing er ekki einungis mikilvæg fyrir líkamann heldur hefur hún mikil og góð áhrif á heilann. Mátuleg hreyfing, t.d. 20-30 mínútna dagleg gönguferð styrkir taugavefinn. Heilinn vex og tengingar taugafrumnanna styrkjast og heilastarfssemin eflist. Minni og einbeiting batna, einkenni um depurð og kvíða dvína og góð vörn myndast gegn kulnun og sjúklegri streitu. Aukum hvíld og svefn! Ekkert ráð er betra gegn kulnun og sjúklegri streitu en góð hvíld. Auðvelt er að stunda „daghvíld“ á vinnutíma með því að gera stutt hlé og slaka á líkamanum, róa öndunina og kyrra hugann. Fleiri vilja nú prófa íhugun eða núvitund sem eru öflugar aðferðir til endurnæringar. Svo er bara að láta fara vel um sig eftir vinnu, í sófanum yfir misgáfulegum framhaldsþáttum eða liggja í leti. Mikilvægt er að fá ekki samviskubit yfir aukinni hvíld. Það er einfalt að hvílast en á meðan fer fram virk endurhleðsla og endurnýjun á huganum og vitrænni starfssemi sem eykur andlegt úthald og aðlögunargetu. Mjög mikilvægt er að gæta vel að svefni og gott ráð á álagstímum er að fara fyrr en venjulega í háttinn. Verndum heilann! Ef heilinn nær ekki reglulegri endurhleðslu og hvíld eldist hann hraðar. Hæfilega ögrandi verkefni efla og styrkja taugabrautirnar. Að glíma reglulega við krossgátur, orðaleiki, upprifjun skólaljóða eða læra nýtt tungumál eru dæmi um áhrifamikla heilaleikfimi. Hekl og prjón og flestar hannyrðir eru bráðhollar og virkja samvinnu ólíkra heilasvæða. Aftur á móti getur áfengi, svo ekki sé talað um eiturlyf, haft verulega neikvæð áhrif á heilavefinn og þar með starfssemi heilans. Á endanum ert það þú sjálf(ur) sem berð ábyrgð á þér og þinni heilsu. Þú ein(n) ræður hvernig þú tekst á við streitu og hvaða kröfur þú setur á sjálfa(n) þig. Greindu álagsþætti þína og skapaðu þér lífsstíl og varnamúr svo þú sért fljót(ur) að ná þér út úr kulnun þegar það gerist og þurfir aldrei að glíma við sjúklega streitu. Það er ekki eftir neinu að bíða - byrjaðu strax í dag.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.