Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 18
18 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 KENNARASAMBANDIÐ / Faggreinafélög Pallborðið Formenn faggreinafélaga segja frá áhrifum COVID-19 en horfa um leið til framtíðar. Birgir U. Ásgeirsson, formaður Félags raungreinakennara  X Við erum ánægð. Þátttaka í viðburðum er mismikil og margt sem hefur áhrif hverju sinni. Þrátt fyrir það er mikilvægt að stuðla að framboði á endurmenntun annars vegar og skapa vettvang fyrir samskipti meðal kennara hins vegar. Meðan kennarar halda áfram að láta sjá sig getum við vel við unað. Fjóla Þorvaldsdóttir, formaður Faghóps um skapandi skólastarf  X Það hefur gengið vel að ná til félagsmanna, og við vorum svo heppin að það var hægt að halda upp á 20 ára afmæli Faghópsins og aðalfund í júní 2020. Við það tilefni hélt Berg- rún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og teiknari frábært erindi. Við opnuðum líka nýja og fallega heimasíðu. Haustið 2020 höfum við svo verið með frábæra netviðburði. Við höfum haldið okkar striki með fréttabréfið okkar, það kom út í nóvember að vanda. Við verðum svo með netviðburði í hverjum mánuði núna á vorönn 2021. Hólmfríður Sigþórsdóttir, formaður Samlífs, samtaka líffræðikennara  X Fjöldi félagsfólks og virkni er sögð vera með því besta en tengingu við nýútskrifaða kennara á öllum skólastigum er ábótavant. Til fyrirmyndar væri ef skólastjórnendur kæmu á sambandi við faggreinafélög þar sem virkni í fagfélögum er liður í símenntun sem styrkir fagvitund. Stjórn Samlífs hefur áhyggjur af hversu fáir kennarar útskrifast af sviði náttúruvísinda. Styrkja þarf starfandi náttúrufræðikennara í grunnskólum og bæta starfsskilyrði þeirra og samvinnu þeirra á milli.  X Hætta þurfti við viðburði. Faraldurinn var þó í lægð sl. sumar og því var unnt að halda árleg sumarnámskeið. Störf sem snúa að þróun náms og kennslu verða ekki fyrir áhrifum. Hvað varðar félagslega þáttinn þá horfir öðruvísi við. Í sumum skólum eru raungreinakennarar fámennir og því skortur á faglegu samtali. Það hefur gengið verr á tímum samkomutakmarkana að skapa þann vettvang þvert á skóla.  X Helstu áhrif eru þau að við getum ekki viðhaldið viðburðunum Skapandi leikskóla- starf úti í leikskólum, en Faghópurinn hefur verið með slíka viðburði mánaðarlega í mörg ár. Í staðinn höfum við fengið frábært fólk til að halda afar áhugaverða fyrirlestra á netinu sem hafa verið ótrúlega vel sóttir. Almennt er leikskólafólk afar hugmyndaríkt og lætur COVID-19 hafa sem minnst áhrif á listalíf skólans.  X Einu áhrif á starfsemi félagsins eru að ákveðnir viðburðir eru rafrænir. Félagsfólk Samlífs er á öllum skólastigum svo áhrifin eru breytileg. Fyrir framhalds- og háskóla var verst að missa verklegar æfingar. Sýni- og heimatilraunir geta aldrei komið í staðinn fyrir verklegar æfingar sem eru mikilvægar til að dýpka þekkingu á viðfangsefnum líffræðinnar. Nemendur brugðust við með mikilli að- lögunarhæfni og menntun er því sambærileg og í eðlilegu árferði. Hvernig gengur að ná til kennara fyrir hönd þíns félags? Hver eru helstu áhrif COVID-19 á starfsemi félagins og fagið? Hvernig sérðu starfsemina fyrir þér á árinu 2021?  X Viðburðir á fyrri hluta árs falla niður eða færast á rafrænt form. Tvíæringurinn Ráð- stefna um náttúrufræðimenntun í mars verður t.a.m. rafræn (malthing.natturutorg.is). Það er áskorun. Undirbúningur árlegra sumarnám- skeiða er með hefðbundnu sniði. Við stefnum að námskeiðum um veðurfræði og nýjungar í jarðrækt og jarðvegstilraunum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvernig málin þróast. Við horfum þó bjartsýn fram á veginn.  X Meginmarkmiðið er að styrkja kennslu í líffræði á öllum skólastigum. Félagið fagnaði fjölgun kennslustunda á unglingastigi og ítrekað hefur verið óskað eftir fundi með menntamálaráðherra um stöðu náttúrufræði- menntunar. Starfsemin verður að mestu með hefðbundnum hætti. Helstu viðburðir eru fræðsluerindi á aðalfundi, þriggja daga endurmenntunarnámskeið, samlífssveppamór, þátttaka í málþingi um náttúrufræðimenntun og Líffræðiráðstefnunni.  X Starfið verður gróskumikið á komandi vori. Við verðum með netviðburði í hverjum mánuði og fréttabréfið okkar mun koma út í mars að venju. Í mars fáum við líka umræðu um heimspeki með leikskólabörnum, þar sem þau Helga María Þórarinsdóttir og Ingi Jóhann Friðjónsson segja okkur frá heimspekistarfinu í leikskólanum Lundarseli. Það verður einnig fyrirlestur um skapandi efni og notkun þess í leikskólastarfi. Það eru bjartir tímar fram undan hjá Faghópnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.