Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 53

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 53
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 53 Sköpun / SKÓLINN Í Fellaskóla í Reykjavík leit skemmtilegt verkefni dags- ins ljós þegar listagallerí sem ber nafnið Listafell var opnað með viðhöfn þann 29. janúar sl. Á sýningunni sem nú er í gangi sýna nemendur í 5.-10. bekk verk sín úr skapandi smiðjum í skólanum. Með galleríinu opnast nýjar leiðir fyrir sköpunargleðina og hefur hugmyndin verið lengi í gerjun. „Ég hef haft þessa hugmynd í vinnslu í langan tíma en hún náði fyrst flugi núna þegar ráðinn var inn deildarstjóri í sköpun og tónlist við skólann. Þá kom inn aðili, hún Inga Björg Stefánsdóttir deildarstjóri, sem hafði svigrúm til að móta verkefnið og framkvæma, en í kringum eitt gallerí eru ófá handtök,“ segir Greta Sigríður Guðmundsdóttir, myndmenntakennari við Fellaskóla. „Galleríið er hugarfóstur og samstarfsverkefni list- og verkgreinakennara; í textíl, hönnun og smíði, matreiðslu og myndmennt, og það er virkilega ánægjulegt að sjá hvað nemendur hafa tekið þessu vel. Við teygðum okkur niður á miðstigið og lotum nemenda lýkur með því að verk þeirra eru sýnd í galleríinu. Viðtökur hafa verið virkilega góðar og jákvæðar og nemendum finnst spennandi að sjá verkin sín uppi á vegg eða stillt upp.“ „Þegar við opnuðum fyrstu sýninguna þá var þetta alvöru – ávörp, formleg opnun, borði og veitingar sem nemendur í matreiðslu sáu um. Það er ánægjulegt hvað list- og verkgreinar fá aukinn sýnileika í skólastarfinu með þessu verkefni og Listafell er komið til að vera,“ segir Greta Sigríður. Viðtökur hafa verið virkilega góðar og já- kvæðar og nemend- um finnst spennandi að sjá verkin sín uppi á vegg eða stillt upp. List- og verknám í Fellaskóla Listafell opnar nýjar leiðir fyrir sköpunargleðina Myndir frá fyrstu sýningunni í Listafelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.