Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 34

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 34
34 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 KENNARASAMBANDIÐ / Orlofssjóður F ram undan er betri tíð með blóm í haga. Eftir einstakt tímabil í sögu þjóðarinnar og umheimsins alls beinist athyglin meira en nokkru sinni fyrr að orlofskostum innanlands. Orlofssjóður Kennarasambands Íslands (OKÍ) kynnir nú kosti sína fyrir sumarið, en þeir eru fjölmargir um allt land; orlofshús, hótel og afþreying af ýmsu tagi. Stjórn Orlofssjóðs hefur markað sér ákveðna stefnu síð- astliðin tvö ár og árangur hennar er smám saman að koma í ljós. Félagsmenn fagna nýjum eignum; tíu íbúða fjölbýlishúsi í Reykjavík, tveimur íbúðum í miðbæ Akureyrar, nýrri íbúð á Siglufirði og vonandi á næstunni tveimur nýjum íbúðum við suðurströndina. Ég hvet félagsmenn til að fara inn á vef Orlofssjóðsins og sjá hina fjölbreyttu kosti sem þar eru í boði. En hvað gerir Orlofssjóður Kennarasambands Íslands, í stuttu máli? Jú, OKÍ á og leigir út (eftir punktakerfi) eignir til félagsmanna á afmörkuðum svæðum á landinu. Íbúðir í Reykjavík, á Akureyri, á Siglufirði og í tveimur stórum hverfum orlofshúsa við Flúðir og mögulega koma til sögunn- ar íbúðir á fleiri stöðum áður en sumarleyfið hefst í ár. OKÍ leigir út í framleigu eða skiptileigu og niðurgreiðir (eftir punktakerfi) gistingu á ýmsum öðrum stöðum um allt land, einkum á sumrin. OKÍ niðurgreiðir gistingu félagsmanna, flugferðir innan- og utanlands og ýmsa orlofskosti eftir hefð og ákvörðun stjórnar hverju sinni. OKÍ stefnir að því að meirihluti eigna sjóðsins séu nýjar og nýlegar íbúðir og hús, byggð og búin þannig að viðhald sé í lágmarki. OKÍ stefnir að kerfisbundinni endurnýjun eigna með þetta að markmiði. Þannig nemi fullnægjandi viðhald eigna sífellt minni hluta ráðstöfunarfjár og sjóðurinn hafi meira fé til fjárfestinga og fjölbreyttra orlofskosta. Sjóðurinn hefur að markmiði að framleigja aðeins eignir sem uppfylla staðla félagsmanna. Þannig hefur framleigukostum heldur fækkað, en eignum fjölgað. OKÍ stefnir nú á að fjárfesta í íbúðum í þéttbýliskjörnum í sem flestum landshlutum og sækist eftir skiptileigu og samvinnu við aðra sjóði til að auka fjölbreytni. Þá er hafin markviss vinna við að undirbúa byggingu nýrra húsa á lóðum sjóðsins á orlofssvæðunum við Flúðir, þar sem þrjú ný hús voru tekin í notkun fyrir hálfu öðru ári. Í framhaldi af þessu hefur Orlofssjóður selt hús sín við Sóleyjargötu. Í stað þeirra á sjóðurinn nú nýtt 10 íbúða fjölbýlishús við Vörðuleiti í Reykjavík, sem félagsmenn hafa notað í rúmt ár og líkað vel. Sjóðurinn keypti íbúð í Hafnarstræti á Akureyri fyrir rúmu ári og festi mjög nýlega kaup á annarri sem sjóðurinn byrjar að leigja út í maí. Fyrir nokkrum vikum keypti sjóðurinn nýja rúmgóða íbúð í gamla gagnfræðaskólanum á Siglufirði og á nú í viðræðum um kaup á fleiri íbúðum. Það er mikill kraftur í starfsemi Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands. Sjóðurinn hefur vissulega fengist við útgjöld og úrlausnarefni í tengslum við pestarfárið sem nú sér vonandi fyrir endann á. En í nýjum aðstæðum felast líka ný tækifæri. Stjórn sjóðsins óskar félagsmönnum OKÍ gleðilegs orlofs á árinu sem nú er hafið. Orlofshús Kraftur í starfi Orlofssjóðs KÍ Samúel Örn Erlingsson, formaður OKÍ, skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.