Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 28
28 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 VIÐTAL / Helga Sighvatsdóttir Það gefur börnum mikið að ná færni í hljóðfæraleik og kannski ekki síður að læra að njóta tónlistar. S kólastarfið er smám saman að færast í eðli- legt horf. Við héldum fyrstu tónleikana í gær sem var afar ánægjulegt. Nemend- ur máttu bjóða einum gesti og nöfn allra voru skráð. Þetta gekk mjög vel,“ segir Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga. Helga hefur haft í nógu að snúast síðasta árið við að endur- skipuleggja nám og kennslu í samræmi við sóttvarnareglur og annað sem hefur fylgt COVID-19 faraldrinum. „Við fórum yfir í fjarkennslu síðasta vor og var það mikið stökk fyrir kennarana sem þurftu að gjörbreyta kennsluháttum. Þeir stóðu sig mjög vel í að halda úti gæðakennslu en þetta nýja fyrirkomulag reyndi bæði á kennara og nemendur. Margir voru úrvinda þegar skólaárinu lauk í fyrra en þegar litið er um öxl er alveg aðdáunarvert hve kennarar og nemendur stóðu sig vel við breyttar aðstæður,“ segir Helga. Fjarkennsla skapar nýja möguleika í tónlistarnámi en Helga segir hana ekki koma í staðinn fyrir hefðbundna staðkennslu. „Það er alveg klárt að fjarkennsla opnar nýja möguleika þótt hún jafnist aldrei á við einkatíma í hljóðfæraleik, hvað þá í söng. Hins vegar má sjá fyrir sér möguleika t.d. varðandi tónfræðikennslu – einkum af því við erum svo dreifð – og einnig ef ófærð eða óveður hamla því að nemendur eða kennarar komist á kennslu- stað,“ segir Helga. Jólatónleikarnir teknir upp Tónlistarskóli Árnesinga er stór skóli, með yfir 500 nemendur auk á þriðja hundrað forskólanema. Kennarahópur- inn er líka fjölmennur, en þeir eru 37 í dag. Nemendur stunda nám í skólanum á fjórtán stöðum þannig að yfirferð sumra kennara er töluverð. Helga hefur gegnt starfi skólastjóra síðan 2018 en starfsferill hennar er þó mun lengri, en hún var aðstoðarskólastjóri frá árinu 2000. „Skólinn okkar er víðfeðmur og kennararnir þurfa að ferðast á milli staða. Kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér að mjög dró úr akstri hjá okkur en það hefur verið stór útgjalda- liður í rekstri skólans. Við ákváðum að nýta hluta af því fé sem sparaðist til að fjárfesta í upptökubúnaði. Við keyptum góða hljóðnema, myndavél og mixer til að taka upp efni í góðum gæðum.“ Nýju tækin voru notuð fyrir jólin en þá voru nemendur hvattir til að spila á myndbandi. „Þar sem við gátum ekki haldið hefðbundna jólatónleika ákváð- um við að fara þessa leið, taka upp myndbönd og senda heim til nemend- anna. Flestir nemendur tóku mjög vel í þetta en auðvitað voru sumir stressaðir, jafnvel meira en ef þeir hefðu spilað fyrir fullum sal. En af þessu öðlast nemendurnir reynslu sem þeir munu Mikilvægt að læra að njóta tónlistar Myndin er tekin á æfingu fyrir fram- haldspróf Írisar á píanó. Kvintettinn skipa þær: Íris Beata Dudziak (píanó), Elísabet Anna Dudziak (fiðla), Ingibjörg Ólafsdóttir (fiðla), Katrín Birna Sigurðardóttir (selló) og Arndís Hildur Tyrfingsdóttir (víóla). Stemningin í vetur hefur frekar lág- stemmd en allt horfir til betri vegar,“ segir Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri í Tónlistarskóla Árnesinga. COVID-19 hefur haft í för með sér að starfsfólk og nemendur hafa viðað að sér nýrri þekkingu í tæknimálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.