Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 22
22 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 KENNARINN / Tungumálanám Spænskan nýtur enn mikilla vinsælda sem þriðja mál á framhalds- skólastigi, ásamt frönsku og þýsku, en ögn hefur dregið úr aðsókn í spænsku á háskólastigi þessi síðustu ár – ef til vill vegna styttingar framhaldsskólans.“ Sameiginlegur vettvangur fagmennsku Talið berst að STÍL, samtökunum sem Hólmfríður leiðir um þessar mundir. Í STÍL koma saman fagfélög tungu- málakennara og þar er unnið margs konar faglegt starf en félagið stendur m.a. fyrir námskeiðum, vinnustofum og ráðstefnum auk þess að sinna alþjóðlegu samstarfi. „Strax á fyrstu árum mínum við spænskukennslu varð mér ljóst hve mikilvæg fagfélög kennara eru. Á upphafsárunum var t.d. ekki mikið til af námsefni sem hentaði íslenskum nem- endum og þess vegna var svo mikilvægt að kennarar skiptust á efni og deildu sérþekkingu, hugmyndum og reynslu. Sama á við enn þann dag í dag að þegar nýr kennari hefur störf þá bendum við honum/henni á heima- og Facebook-síð- ur félaganna þar sem hann/hún getur nálgast umræður um fagið og þannig verður vinnuumhverfi viðkomandi fjölbreyttara og skilar sér í meiri gæðum fyrir nemendur. Sumir kennarar eru kannski góðir í málvísindum og aðrir í bókmenntum eða menningarlæsi en á síðum fagfélaganna þá leggst þetta allt saman,“ segir Hólmfríður. Talið er að á landinu starfi á milli 600 og 700 tungumálakennarar, flestir í ensku og dönsku, en um fjörutíu spænskukennarar eru starfandi víða um land og flestir eru þeir í Félagi spænsku- kennara og þar með STÍL. Aldrei of seint að læra Hólmfríður er sem fyrr segir prófessor við HÍ og segir hún að á bilinu 700 til 900 manns stundi tungumálanám á hverjum tíma. Aldursbil nemenda sem stunda háskólanám í tungumálum er mjög breitt og alltaf eru þó nokkrir erlendir nemendur og eldri borgarar í hópnum. „Það er mjög skemmtilegt að hafa þessa breidd því sá sem er sjötugur hefur aðra nálgun en nemandi um tvítugt. Það er aldrei of seint að hefja Verum stolt af því lykilhlutverki sem við gegnum „Málabrautir hafa verið á stöðugu undanhaldi lengi og þetta er afleit þróun. Ég tel að tungumálanám sé lykilatriði í því að byggja upp þekkingu á menningu og samfélagi og framhaldsskólinn gegni mikilvægu hlutverki í þessu. Mér finnst líka afskaplega neikvætt að það sé þannig að allir svokallaðir „sterkir“ nemendur leiti undantekningalítið á náttúrufræði- brautir, og ég held að sú tilhneiging sé bæði menningarlegt og andlegt slys, sem sagt bæði fyrir samfélagið í heild og líka fyrir marga einstaklinga,“ segir Ármann Halldórsson, enskukennari við Verzlun- arskóla Íslands. Spurður hvort þróun tungu- málakennslu síðustu ár hafi verið í rétta átt segir Ármann: „Ég held að tungumálakennarar séu mjög öflugir fagmenn, t.d. í nýtingu á tækni og nýstárlegum kennsluaðferðum. Ég hef vissar áhyggjur af ákveðinni stöðnun í minni grein, enskunni, og gæti þá enska orðið „complacency“ mögulega átt við. Svo held ég að viðvarandi flótti frá málabrautum og mikil áhersla á vísindi og tækni virki demóralíserandi og dragi þrótt úr stétt tungumálakennara. Sú staðreynd að kennarar þriðja máls eru oft einyrkjar er heldur ekki jákvæð fyrir starfsþróun,“ segir Ármann og bætir við: „Ég vil þó leggja áherslu á að við öll, sem sinnum því mikilvæga hlutverki að kenna og fræða um erlend tungumál og menningu, berum höfuðið hátt og séum stolt af því lykilhlutverki sem við gegnum í samfélaginu.“ Ýmsar áskoranir hafa mætt kennur- um á tímum COVID-19. Ármann segir sína upplifun á þann veg að tungumála- kennarar hafi verið vel í stakk búnir að mæta þessari áskorun. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að nýting rafrænna miðla hafi verið mikill styrkleiki tungumálakennara. Ég hef til dæmis fylgst með og kynnt mér starf kennara þriðja máls í þróun á fjarnámi hjá okkur í Versló og mín upplifun er að þar hafi verið mjög frjó og öflug þróun í gangi – mæli eindregið með að kynna sér það. Ég hef reyndar þá skoðun að þróun fjölbreyttra rafrænna kennslugagna í anda fjarnáms sé mun mikilvægari en að eyða tíma í endalausa tíma á Teams og Zoom, og held að á vissan hátt hafi verið farin skökk leið í þessu í skólunum haustið 2020,“ segir Ármann Halldórsson. Ármann Halldórsson, kennir 1-A ensku í Verzlunarskóla Íslands. Ef nemandi er fljótur að ná góðum tökum á framburði þá vex honum ásmegin í náminu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.