Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 41

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 41
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 41 Smásögur / NEMANDINN Darin Mardin Azees Leikskólanum Sæborg  X Umsögn dómnefndar: Höfundur þessarar sögu á tvö nöfn því hann á tvö lönd! Ísland og Kúrdistan. Það er fallegur boðskapur! Nú er algengt að fólk tengist fleiri löndum en einu og höfundur textans gleðst yfir því. Það getum við lært af þessu unga skáldi, ef okkur hefur sést yfir þann möguleika. Heimurinn er margbreytilegur. Það getur verið erfitt að læra sum nöfn en þeir sem heita þessum nöfnum geta samt verið góðir vinir okkar. Hvað sem vinirnir heita geta þeir líka glaðst saman yfir ævin- týraheimum eins og til dæmis í Hálsa- skógi, þar sem allir verða vinir að lokum, þó hætturnar leynist víða og Mikki refur ætli að læsa klónum í eigur annarra, bæði óætar piparkökur og svínslæri. Vinir mínir Ég á fullt af vinum en ég veit ekki hvað heita allir. Allir vinir mínir eru í Kúrdistan nema einn. Þegar snjór er hérna þá er í Kúrdistan sól. Í Kúrdistan er núna milljón og sextán hiti. Það er mjög sól! Þarna er Niza! Hann á plastsundlaug. Hann biður mig að koma. Ég elska hann og hárið hans. Það er svona til hliðar, flott. Svo er líka Shakhawan þarna, Zhyar og amma sem er daja á kúrdísku. Allir í Kúrdistan supræsa mig og gefa mér eitthvað flott. Ég á ekki hús þar en get alltaf farið í heimsókn til Niza, Shakhawan...til margra. Þeir vilja alltaf vera með mér! Það er gaman. En sjáðu, ég kannski veit hvað heitir einhver í Kúrdistan en þú getur ekki sagt þetta nafn. Ég get sagt. Ég er með kúrdískt nafn og ég er með íslenskt nafn. Ég á tvö nöfn því ég á tvö lönd. Vinurinn minn á Íslandi var vinur minn alla daga í Hálsaskógi, þar sem ég var fyrst þegar ég kom. Hann elskar mig bara mikið. Ég veit það, en ég er búinn að gleyma hvað hann heitir. Núna er ég búinn að segja sögu á kúrdísku og íslensku. Dögun Rós Steinarsdóttir 2. bekk Grunnskólanum á Þórshöfn.  X Umsögn dómnefndar: Enn einu sinni flytur trúin fjöll! Í sögunni Uppvakn- ingavandræði standa vinkonurnar Dögun Rós og Ísey frammi fyrir því á Norðfirði, að uppvakningar frá Þórshöfn gera vart við sig í bænum. Í framvindu sögunnar verður ljóst að uppvakningarnir eru fólk í álögum. Ef einhver trúir því mun þetta óhamingjusama fólk losna úr álögunum og það er einmitt það sem gerist. Trú Dögunar Rósar og Íseyjar bjargar þessum óhamingjusömu Þórshafnarbúum og leysir þá úr viðjum álaganna. Þar með verður bærinn uppvakningalaus með öllu og allt fer vel. Hreinlyndi og einlægni tveggja, góðra stúlkna hefur bjargað óhamingjusömu fólki frá glötun og Neskaupstað frá illum örlögum. Uppvakningavandræði Hæ, ég heiti Dögun Rós og á heima á Norðfirði. Í sveit sem heitir Hof, rétt hjá Norðfirði, búa fimm draugar sem heita Þórhalla og Viddi og draugasysturnar þrjár og þær heita Birna, Inga og Ágústa. Þau eru mjög draugaleg. Ég á nokkra vini sem eru ekki draugar. Það væri svo kjánalegt að eiga drauga sem vini. Dag einn var ég að ganga heim úr skólanum með Ísey, vinkonu minni. Þá hittum við draugana fimm. Ísey hvíslaði að mér: „við skulum hlaupa í burtu“ en ég sagði: „ég ætla að hringja í mömmu og segja henni“. En skyndilega sagði einn draugurinn: „úúúúúúúúúúú“. Þá öskruðum við báðar í kór og hlupum heim til mín. En þá voru draugarnir komnir á undan okkur því auðvitað komast draugar í gegnum veggi og allt, nema mannfólk. Mamma og pabbi komu hlaupandi út en þá voru komnir uppvakningar í bæinn. Þau hétu Svala og Eyþór og uppvakningasysturnar tvær sem hétu Álfrún og Bjarney. Uppvakningarnir eru það versta sem ég hef hitt! Allt í einu sagði einn uppvakn- ingurinn: „mig langar til þess að fara heim, uhuhhuhu“. Þá vældi litli uppvakningurinn Bjarney: „Mig langar aftur heim til Þórshafnar í Háafell“. „Æ, hættu þessu Bjarney!“ hrópaði Álfrún á hana. Aftur grét Bjarney enn hærra en áður. Þá sagði Svala uppvakningur: „æ, Álfrún Marey, vertu ekki að hræða litlu systur þína“. Bjarney var mjög móðguð við hana. Uppvakningarnir voru nefnilega í álögum, til þess að losna úr þeim þurfti einhver að trúa því að þau væru ekki uppvakningar. „Æ, komdu í barbie,“ sagði ég við Ísey því ég nennti ekki að hlusta lengur á uppvakningasysturnar rífast. „Jáááá,“ sagði Ísey, „það er það skemmtilegasta sem ég veit“. Þá heyrðum við í Birni bróður mínum segja „úúúú“ og héldum þá að hann væri uppvakningur líka, eða draugur. En þegar við komum í herbergið hans sagði ég Ísey að hann væri bara strákur. „Úúú!“ Jón uppvakninganágranni var kominn í heimsókn til að segja okkur að allir uppvakningarnir í bæn- um væru bara í álögum og við þyrftum að trúa því. Þá myndu þeir losna úr álögunum. „Ó nei, Ísey, þau eru ekki uppvakningar, heldur fólk eins og við“. Þá trúðum við Ísey því sem Jón sagði. Hann var ánægður með það og lét hina uppvakningana vita. Dag einn eftir þetta fór fjölskyldan mín í fjallgöngu. Efst upp á toppnum á fjallinu bjó fátækt fólk sem hét Gulla og Þór. Þau sögðu okkur að nú væru ekki lengur uppvakningar í Norðfirði vegna þess að við trúðum að þau hefðu verið í álögum. Við urðum svo glaðar að heyra það og hoppuðum af gleði! Svo hlupum við í skólann og sögðum öllum bekkjarfélög- um okkar góðu fréttirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.