Skólavarðan - 2021, Page 53

Skólavarðan - 2021, Page 53
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 53 Sköpun / SKÓLINN Í Fellaskóla í Reykjavík leit skemmtilegt verkefni dags- ins ljós þegar listagallerí sem ber nafnið Listafell var opnað með viðhöfn þann 29. janúar sl. Á sýningunni sem nú er í gangi sýna nemendur í 5.-10. bekk verk sín úr skapandi smiðjum í skólanum. Með galleríinu opnast nýjar leiðir fyrir sköpunargleðina og hefur hugmyndin verið lengi í gerjun. „Ég hef haft þessa hugmynd í vinnslu í langan tíma en hún náði fyrst flugi núna þegar ráðinn var inn deildarstjóri í sköpun og tónlist við skólann. Þá kom inn aðili, hún Inga Björg Stefánsdóttir deildarstjóri, sem hafði svigrúm til að móta verkefnið og framkvæma, en í kringum eitt gallerí eru ófá handtök,“ segir Greta Sigríður Guðmundsdóttir, myndmenntakennari við Fellaskóla. „Galleríið er hugarfóstur og samstarfsverkefni list- og verkgreinakennara; í textíl, hönnun og smíði, matreiðslu og myndmennt, og það er virkilega ánægjulegt að sjá hvað nemendur hafa tekið þessu vel. Við teygðum okkur niður á miðstigið og lotum nemenda lýkur með því að verk þeirra eru sýnd í galleríinu. Viðtökur hafa verið virkilega góðar og jákvæðar og nemendum finnst spennandi að sjá verkin sín uppi á vegg eða stillt upp.“ „Þegar við opnuðum fyrstu sýninguna þá var þetta alvöru – ávörp, formleg opnun, borði og veitingar sem nemendur í matreiðslu sáu um. Það er ánægjulegt hvað list- og verkgreinar fá aukinn sýnileika í skólastarfinu með þessu verkefni og Listafell er komið til að vera,“ segir Greta Sigríður. Viðtökur hafa verið virkilega góðar og já- kvæðar og nemend- um finnst spennandi að sjá verkin sín uppi á vegg eða stillt upp. List- og verknám í Fellaskóla Listafell opnar nýjar leiðir fyrir sköpunargleðina Myndir frá fyrstu sýningunni í Listafelli.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.