Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Qupperneq 2
Efnis-ÍKINGURV
2. tbl. 2019· 81. árgangur · Verð í lausasölu kr. 1490
S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð
Kallinn í brúnni er Ásgrímur L. Ásgrímsson
Halaveðrið 1925
Siglufjörður
Gámavæðing
Sjómenn!
Til hamingju með daginn!
Kallinn í brúnni er Ásgrímur L. Ásgrímsson.
Afbragð að kaupa skip og nýta til fraktflutninga
sem annars færu í brotajárn. Annar hluti greinar
Páls Hermannssonar um gáma og skip.
Sér ekki eftir að hafa valið tankskipabransann,
segir skipstjórinn Páll Ægir Pétursson.
Veiddi mest en varð samt ekki Evrópumeistari.
Evrópumótið í strandstangaveiði
Átta togarar, af þeim fórust sex. Helgi Laxdal
heldur áfram að fræða okkur um fyrstu togarana
sem þjóðin eignaðist.
Hvalur, síld og Færeyingar. Fyrri hluti greinar Jóns
Hjaltasonar, ritstjóra vors, um Siglfirðinga sem
vildu veiða þorsk en máttu ekki.
Siglufjörður, höfuðborg síldveiða á Norður-Atlants-
hafi. En Jón Þ. Þór getur þess líka að sumir líktu
staðnum við Sódómu.
Háhyrningur í trollinu. Þorgeir Baldursson myndaði
skepnuna.
Ekki láta símann glepja um fyrir ykkur. Hilmar
Snorrason sækir siglingafréttir út í heim.
Sjómenn, munið ljósmyndakeppnina. Skilafrestur
er til 1. desember.
Raddir af sjónum – eingöngu þó af harða landinu
að þessu sinni. Sigmar Þór Sveinbjörnsson vekur
upp gömlu nöfnin er tilheyra tréskipum.
Ekkert minnsta vit að eiga bara eina konu, var
skoðun Káins.
„Málaralist“ í Færeyingahöfn. Gamla myndin
afhjúpar skemmtilega staðreynd um íslenska
sjómenn. Hafliði Óskarsson segir frá.
Hyggjudýpt Íslendinga endurspeglast í ummælum
sem hér eru dregin fram í dagsljósið.
Sjómenn og aðrir lesendur Víkings.
Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn-
rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og
hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó-
menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk
úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum
„Raddir af sjónum“.
Netjið á jonhjalta@simnet.is
Forsíðumyndina tók Anna Kristjáns-
dóttir.
4
10
24
25
32
37
Útgefandi: Völuspá útgáfa,
Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515,
netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri.
Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com
Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason.
Prentvinnsla: Ásprent.
Aðstandendur Sjómannablaðsins Víkings:
Félag skipstjórnarmanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, og Vísir.
Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári
og er dreift til allra félagsmanna ofangreindra félaga.
ISSN 1021-7231
20
39
40
50
46
44
52
54
Sumarið er framundan
Þótt ekki hafi verið sumarlegt á Akureyri dagana 10. til 12. maí þar sem
allt var hvítt yfir að líta fram eftir degi þá helgi, er engu að síður ljóst
að sumarið er gengið í garð samkvæmt dagatalinu. Sá maður er vand-
fundinn sem ekki fagnar sumri, enda væri annað óeðlilegt. Eitt af því
sem fylgir sumarkomu er að allt sem snýr að fundahöldum allt frá
stúkufundum til kjarasamningafunda leggst nánast í dvala. Það má því
til sanns vegar færa að óðum styttist sá tími sem til stefnu er til að ljúka
málum sem í raun ætti að vera einfalt mál að ganga frá. Haustsins bíða
sannarlega næg úrlausnarefni og þar af leiðandi óþarfi að flækja
ákveðna hluti með því að draga þá lengur en nauðsyn ber til. Af nógu
er að taka í þeim efnum. Eitt af því sem að mætti og ætti að ljúka
strax er, að uppfæra kjarasamninga fiskimanna til samræmis þeim
hækkunum sem samið var um í kjarasamningum á almenna markaðn-
um, þar sem slíkra breytinga er sérstaklega getið í samningsforsendum
síðustu sjómannasamninga.
Úrlausnarefnin
Hluti síðustu samninga fiskimanna var rammaður inn í formi bókana
sem unnið skyldi að á samningstímanum. Í bókun C sem fjallaði um
Heildarendurskoðun kjarasamningsins bar að líta eftirfarandi áherslu-
punkta: 1. Rekstrargrundvöll einstakra bátaflokka og framtíðarhorfur.
2. Skiptaverðmæti. 3. Stærðarviðmiðanir fiskiskipa, lengdir í stað br.rl.
4. Skiptaprósenta. 5. Olíuverðsviðmið. 6. Gjaldtaka stjórnvalda. 7.
Ráðningarsamningar. 8. Iðgjaldakostnaður slysatrygginga. 9. Slysa
og veikindaréttur í skiptimannakerfum. 10. Helgar og hafnarfrí. 11.
Greiðsluhlutfall í lífeyrissjóð. 12. Fjöldi í áhöfnum einstakra skipa-
flokka m.t.t. öryggis og hvíldartíma og loks önnur atriði sem aðilar
eru sammála um að skoða.
Mikið verk framundan
Ég tel líklegt að allir sem hlut eiga að málum séu á því að æskilegt hefði
verið að úrlausnarefnin sem heild væru lengra á veg komin en raun ber
vitni. Segja má að samhangandi röð óhappatilvika hafi átt sinn þátt í
þeirri stöðu sem við blasir. Að því sögðu eru þó þarna allmargir þættir
sem veruleg vinna hefur verið lögð í og stytta leiðina til niðurstöðu.
Ljóst er að mikið þarf að breytast til að aðilar nái því að vera tilbúnir
með nýjan kjarasamning fiskimanna þegar núverandi samningur rennur
út. Þótt það markmið gangi ekki eftir þá hljóta samningsaðilar, í ljósi
marga ára dráttar við gerð síðasta kjarasamnings, að leggja áherslu á að
klára ferlið eins fljótt og auðið er.
Aðrir kjarasamningar
Samningaviðræður við SA um endurnýjun kjarasamninga fyrir skip-
stjórnarmenn og bryta á farskipum ganga rólega en vonir standa til að
þeim ljúki á næstu vikum.
Viðræður við samninganefnd ríkisins um endurnýjun kjarasamninga
fyrir skipstjórnarmenn Landhelgisgæslu og Hafrannsóknastofnunar
verður framhaldið á næstu dögum, en hlé hefur verið á þeim vegna við-
ræðna þeirra við stóru flekana BHM og BSRB
Fundahöld við samninganefnd Samtaka sveitarfélaganna vegna
endurnýjunar kjarasamninga fyrir skipstjórnarmenn sem starfa hjá öðr-
um höfnum en Faxaflóahöfnum bíða þar til samið hefur verið við stóru
félögin BHM og BSRB.
Samningar við Faxaflóahafnir og Björgun eru á döfinni og stefnt að
því að ljúka þeim á næstu vikum.
Óska sjómönnum, fjölskyldum þeirra og öllum lesendum Víkingsins
gleðilegs sumars.
Árni Bjarnason
Formaður Félags skipstjórnarmanna