Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Síða 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur Breyttist úr því að það þyrfti „siglinga- fræðing“ til að sigla í það að þyrfti bara tölvuspeking í verkefnið, eða er það svo? Finnst grátbroslegt að heyra fólk tala um GPS kort eða GPS hnit þegar um er að ræða sjókort þ.e. „nautical chart“ og breidd og lengd sem hefur verið til staðar um aldir. Hvaða breytingar hafa helstar orðið hjá Gæslunni síðan þú hófst þar störf? Hvað þetta varðar verður að horfa í þá staðreynd að varnarliðið fór í burtu með 4-5 þyrlur árið 2006. Þetta hefur breytt svo mörgu hjá LHG og orðið til þess að rekstrarhlutföll varðskipa versus flug- reksturs hafa breyst mikið. Einnig hefur sú staðreynd að LHG tók yfir starfsemi Varnarmálastofnunar breytt miklu í rekstri stofnunarinnar. Erlend samskipti hafa einnig í auknum mæli orðið mikil- vægur hluti af starfsemi stofnunarinnar. Engu að síður er það mjög mikilvægt fyrir stofnunina að líta inn á við og skoða vel hver hennar helstu og mikilvægustu verkefni eru, það er leit og björgun og eftirlit á hafinu umhverfis Ísland. Þau munu ávallt verða grunnurinn að kjarna- starfsemi stofnunarinnar. Sérðu fyrir þér að starfsemi Gæslunn- ar breytist á næstu árum eða áratugum? Þá í hvaða veru? Landhelgisgæslan mun þurfa að sam- lagast erlendum samstarfsstofnunum í framtíðinni. Í því sambandi er ég ekki að tala um að stofnunin breytist í sjóher heldur þarf að einhverju leyti að taka upp fyrirmyndir frá nágrannalöndum okkar þar sem rekin er sérstök strandgæslu- stofnun. Við erum í samstarfi við slíkar stofnanir í nágrannalöndum okkar. Ýmis kjarnastarfsemi stofnunarinnar mun í framtíðinni byggja meira og meira á þessu alþjóðlega samstarfi og til að það verði sem farsælast þarf að aðlagast þannig að takmarkanir verði sem minnstar á möguleikum í því. Hefur þér tekist að vekja áhuga afkomendanna (ef einhverjir eru) á sjómennsku? Já, ég reyndi að kynna sjómennsku á jákvæðan hátt fyrir dóttur minni og syni. Þau höfðu sannarlega gaman af því en hafa engu að síður lagt allt annað fyrir sig. Sonur minn lærði meira að segja að sigla eftir kompás á sínum tíma. Hef hins vegar lokkað ýmsa ágætis aðila til sjós í gegnum tíðina og vona að það hafi ein- göngu verið til góðs. Mundir þú mæla með sjómennsku eða skipstjórn sem starfsvettvangi fyrir ungt fólk í dag? Já, ég mæli með því. Það eru svo óendanlegir möguleikar í þessu í dag. Ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Vil vekja athygli á því sem á eftir kemur, það er eftir nám og reynslu. Það þarf að ráða fólk í siglingastofnanir, landhelgis- gæslu, umhverfisstofnanir, hafnarstarfs- menn, hafnsögustarfsmenn og margt fleira. Það þarf og mun þurfa starfsfólk með þessa menntun og reynslu í framtíð- inni. Og að lokum fyrir bókaorma, áttu þér uppáhaldsbók og hvaða bók ertu að lesa núna? Nei, ég á mér ekki neina uppáhalds- bók en ég les gjarnan þessar spennubók- menntir eftir Yrsu og Arnald. Stundum er Óttar líka með eitthvað spennandi á tak- teinum og þá les maður um það. Ásgrímur stjórnar fylkingu starfsmanna Landhelgisgæslunnar við minningarathöfn á Sjómannadegi fyrir nokkrum árum. sendir félögum sínum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur og hamingjuóskir í tilefni Sjómannadagsins.Félag skipstjórnarmanna

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.