Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Side 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur Staðan um 1990 Á tímabilinu 1980 til 1990, bæði ár innifalin, var hlutur 20 stærstu útgerðanna um eða rétt undir 40% af heildar gáma flutn- ingsgetu heimsins. Á þeim tíma stækkaði heimsflotinn 2.6 sinn- um, frá 1.2 milljón til 3.2 milljón TEU. Á þessum 11 árum voru 13 útgerðir á listanum öll árin. Fyrstu 4 árin var SeaLand stærst en síðari 7 árin var Evergreen á toppnum. Af þessum 13 útgerðum voru 7 frá vesturlöndum og 6 frá Asíu. Af þeim 6 voru allar 3 japönsku útgerðirnar, 2 frá Taiwan og 1 frá Hong Kong. Á þessum tíma höfðu samsiglingasamvinna þriggja hópa riðl- ast og nýir myndast. Lengst af var t.d. Evergreen frábitin nánu samstarfi við samkeppnisaðila, enda voru þeir á þeim tíma nægj- anlega stórir til að bjóða upp á siglingakerfi sem mætti þörfum kúnnanna enda vel stýrt fyrirtæki með sterka fjölskylduþáttöku eins og við munum seinna sjá hjá öðrum. Skipin urðu stærri, fyrstu skipin, fram til 1980 voru allt að 2.500 TEU, næsta ára- tuginn uxu skipin upp full mál Panamax, sú stærð skipa sem kemst í gegnum Panama skurð og hafa 17 gámaraðir í breidd og rista minna en 13.2 metrar. Næstu árin verða Panamax skipin lengri og eru orðin 290 m á lengd miðað við 32 metra breidd, hlutfall lengdar milli lóðlína og breiddar rúmir 8 sem leiðir til minni stöðugleika sem þýðir meiri notkun kjölfestutanka sem þýðir í raun hlutfallslega minni burðargeta á gámapláss. Post Panamax American President Line var fyrsta útgerðin sem komst að þeirri, að því er virðist sjálfsögðu niðurstöðu, að stærsti hluti flotans notaði aldrei Panama skurðinn, og létu á árinu 1988 byggja seríu skipa kölluð C-10 class þar sem President Truman var fyrsta Post-Panamax skipið. Skipið var smíðað í Hamborg og var 275 m á lengd og 39.4 á breidd. Hlutfall lengdar milli lóð- lína og breiddar er 6.5 sem þykir enn vera mjög hagkvæmt með tilliti til gangs og stöðugleika. Það bar 4.340 TEU og hafði compindex 12. Meirihluti gámanna var á dekki og gámarnir festir við lashing bridges. Það liðu 8 ár þangað til Regina Maersk var hleypt af stokkun- um. Hún var 318 metrar að lengd og 43 m á breidd, með hlut- fallið LPP og breiddar 6,8. Burðargetan var 6.418 TEU og DWT 84.900, Compindex 12.6. Síðan fylgdu æ stærri skip og oftast var það Maersk sem reið á vaðið með næstu stærð. Maersk og þróun gámaskipa Maersk var stofnað 1912 og var upphaflegt nafn félagsins Damp- skibselskabet af 1912 (D/S 1912) og átti rætur sínar í Svendborg á Fjóni þar sem félagið rak lengi sjómannaskóla. Félagið hefur lengst af verið rekið sem hlutafélag þar sem A. P. Møller fjölskyldan hefur farið með meirihluta atkvæða. Lengst af var félagið undir stjórn Arnold Peter Møller, APM, sem var sonur Peter Maersk Møller sem setti á stofn útgerð eftir feril til sjós. Það félag fékk nafnið Dampskibsselskabet Svendborg. Í stað venjulegrar skólagöngu eyddi Arnold P. Møller 8 árum sem skipamiðlari í Englandi, Þýskalandi og Rússlandi áður en hann helgaði sig D/S 1912 til æviloka 19651. Sonur hans, Maersk McKinney Møller, hóf ungur störf í fyrir- tækinu og við dauða föður síns tók hann við stjórn og leiddi þróun þess þar til hann lét af störfum sem stjórnarformaður orðinn níræður 1993. Hann lagði sig fram um að þjálfa unga Dani í shipping og lengst af var hann kynntur fyrir öllum sem fengu fastráðningu á aðalskrifstofu fyrirtækisins. Meðan hans naut við var nær öllum skrifstofum erlendis stýrt af Dönum sem höfðu fengið þjálfun á aðalskrifstofu. Þegar samkeppnin harðn- aði og þegar önnur skipafélög voru yfirtekin, fækkaði Dönum, sem voru leystir af hólmi af starfsmönnum þeirra fyrirtækja sem Maersk tók yfir eins og SeaLand og P&O Nedlloyd og með ódýrari heimamönnum á hverjum stað. Maersk var með stærri fyrirtækjum í heimi í útgerð og var framarlega í olíuskipum, stórflutningaskipum og venjulegum línuskipum sem eins og önnur línuskip fluttu gáma á dekki. En fyrirtækið var ekki visst um hvort framtíðin væri í gámum. Sjö árum eftir að Fairland kom í fyrsta sinn til Rotterdam með 226 gáma í ferð sem talin er fyrsta ferð gámaskips yfir Atlantshaf2 var fundur í stjórn fyrirtækisins um gámaflutninga. Niðurstaðan var neikvæð, allir nema einn voru á móti því að veðja á gáma, en skömmu síðar ákvað Maersk McKinney Møller að láta byggja 9 1.200 TEU gámaskip í Þýskalandi, sem tekin voru í notkun 1975. Teningnum var kastað og Maersk stefndi hátt í gámaút- gerð þaðan í frá. 1 Peter Suppli Benson, Jens Chr. Hansen, Maersk Billeder og historier fra 100 år, Ber- lingske Media Forlag 2012. 2 Cudahy, Brian J. Box Boats, Fordham University Press 2006. Páll Hermannsson GÁMAR OG SKIP Gámavæðingin og áhrif hennar 2. hluti President Truman. Lykiltölur fjögurra kynslóða Maersk-skipa.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.