Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Síða 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur Frá Regina Maersk hefur útgerðin verið í fararbroddi í æ stærri gámaskipum, Emma Maersk 15.550 TEU 157.000 DWT og síðan Maersk McKinney Moller í júlí 2013. Skip með tveim 29.680 kW vélum, gert fyrir 23 hnúta hraða, þó að öll hönnunin tæki mið af hraða í kringum 20 hnúta sem þarf mun minni olíu en 23 hnútar. Kynslóðin þar á eftir, EEE-II með Madrid Maersk sem fyrsta skip er enn hagkvæmari, 12% fleiri TEU og fjórðungs minni vélarorka á TEU. Emma var á sínum tíma með stærstu aðalvél sem þá hafði verið framleidd fyrir skip 108,920hp at 102 rpm3 - - - Frá 1980 til 1992 var Maersk að jafnaði í þriðja sæti yfir 20 stærstu gáma útgerðir heims. Þá keyptu þeir Austur Asíu félagið, ØK, EAC. ØK hafði staðið fyrir samruna margra gámaútgerða í Svíþjóð, Noregi og Bretlandi, en sá fram á að þeir mundu ekki lifa af samkeppnina. Með í kaupunum fylgdu mörg skip frá þeim útgerðum sem voru komin undir ØK, sum voru seld eins og skýrt er frá áður og síðar. Árið 1993 komst Maersk í fyrsta sinn í efsta sætið. Flotinn fór úr 109.540 TEU í 136.729 TEU eða stækkaði um 25%. Á sama tíma stækkaði heimsflotinn um 6%. 1999 keypti Maersk Safmarin, suðurafríska útgerð sem hafði nýverið keypt belgísku útgerðina CMBT og flutt höfuðstöðvar sínar til Antwerpen. Safmarin var og er þekkt sem norður-suður útgerð með sterkar rætur í Afríku. Undir lok 1999 keypti Maersk samstarfsaðila sinn til margra ára, bandarísku útgerðina SeaLand. 1998 átti Safmarin 55.882 TEU flota, Sealand 174.526 og Maersk 232.257. Samtals var samanlagður floti SeaLand og Safmarin jafn flota Maersk. Á árinu 1993 var floti Maersk-SeaLand eins og fyrirtæk- ið hét þá, orðinn 554.558 TEU eða 20% stærri en samanlagður flotinn árinu áður. Á sama tíma stækkaði heimsflotinn um 2.5%. Enn bætir Maersk við sig á árinu 2006 þegar P&O Nedlloyd var keypt. Þá var floti Maersk 1.005.554 TEU á 399 skipum. P&O Nedlloyd hafði 164 skip og 450.435 TEU. Árið eftir var floti Maersk 1.573.551 TEU á 484 skipum. Fækkað hafði um 21 skip, en gámageta aukin um 117. 562 TEU. Á sama tíma stækk- aði heimsflotinn um 25% í TEU talin, sem bendir til að í þetta sinn hafi hluti markaðshlutar hins uppkeypta ekki skilað sér. Og enn vildi Maersk bæta við sig þegar gert var boð í Hamburg Sud, og frá 1. desember 2017 er félagið hluti af Ma- ersk. Í október 2017 var Hamburg Sud með 102 skip í rekstri, 555.943 TEU, þar af voru 46 skip í eigu félagsins, 55.4% af burðargetu í TEU, 313.508. Umsamið verð var $ 4 milljarðar, en talið var að samlegðaráhrif á ári væru $ 350-400 milljónir.4 Fyrir kaupverðið er hægt að kaupa 504.732 TEU burðargetu! En með í kaupunum fylgir mikil viðskiptavild, en Hamburg Sud hefur verið mjög sterkt á norður- suðurleiðum, sérstaklega til og frá Suður-Ameríku. Með kaupunum er floti Maersk 4.1 million TEU og markaðshluti 19.3%. Lengi vel var markaðshlutur 20 stærstu útgerðanna um það bil 40% og sá stærsti í kringum 10%. Mediterranean Shippping Company, MSC Meðan vöxtur Maersk hefur að hluta verið með uppkaupum á samkeppnisaðilum, mögulega á of háu verði, óx annað fjöl- skyldufyrirtæki frá kaupum á einu notuðu flutningaskipi til næst stærsta gáma flota veraldar. MSC er stofnað 1970 og fyrsta skipið, Patricia keypt, 15 ára gamalt þýskt skip, 1.750 GRT. Gi- anluigi Aponte er frá Napolí og hafði ungur fengið skipstjórnar- réttindi. Patricia var í förum milli Evrópu og Afríku og 1973 var komið á áætlunarsiglingum milli Austur-Afríku og Mið- jarðarhafsins með viðkomu í Höfðaborg. Í einni af fyrstu ferðum 3 http://www.ship-technology.com/projects/emmamaerskcontainers/ 4 https://www.reuters.com/article/us-hamburgsud-m-a-maersk/maersk-line-to-pay -4-billion-for-hamburg-sud-idUSKBN17U0VM Patricia var farmurinn 120 kameldýr og 150 uxar frá Mogadishu til Jeddah. Lengi framan af stærðu stjórnendur útgerðarinnar sig af að kaupa bara notuð skip, helst mikið notuð og ódýr. Þeir skömm- uðust sín ekkert fyrir að viðurkenna í auglýsingablaði með Jo- urnal of Commerce í október 2015 að þeim þætti gott að kaupa skip á leið í brotajárn, því þeir voru með svo góða vélstjóra og tæknimenn sem gátu flikkað upp á fleyin og komið þeim í rekstur á ný. Farið var að flytja gáma með venjulegum skipum 1977 milli Norður-Evrópu og austur og suðurhluta Afríku Fyrsta gámaskip- ið var tekið í notkun 1984. Þeir birtust fyrst á Top 20 lista gáma- útgerða 1989 í 19 sæti með 26.689 TEU flota og síðan ekki fyrr en 1993 í 17 sæti með 39.540 TEU, og hafa verið á listanum síð- an, einu sinni í fyrsta sæti5. Fyrsta nýbyggingin kom 1996, 3.300 TEU Rafaella. Einu sinni hafa þeir átt stærsta skipið, 2005, þá var MSC Pamela fyrsta gámaskipið stærra en 100.000 BRT. Það var frekar tilvilj- un, því þegar smíðasamningar voru gerðir stóð til að skipið yrði minna, en vegna vöntunar á flutningsgetu var skipið breikkað og varð flutningsgetan 9.178 TEU, þá stærsta gámaskip heims.6 Í september 2017 staðfestu þeir pöntun á ellefu 22.000 TEU skipum í Kóreu. Ein ástæðan sem gefin var fyrir kaupunum á markað með of mörg stór skip fyrir, var að verðið hafi verið lágt, sagt vel undir $150 milljónir á skip. MSC hefur alltaf verið rekið sem fjölskyldufyrirtæki, eigin- konan tók þátt, faðirinn nú stjórnaformaður, sonurinn forstjóri og dóttirin var fjármálastjóri. Starfsfólk í ábyrgðarstöðum er gjarnan með ítalskar rætur og vinnur oft stóran hluta starfsæv- innar hjá Aponte. Fyrirtækið gefur aldrei út upplýsingar um rekstur og fjármál og er almennt mjög sparsamt á upplýsingar. Þar með kemst fjölskyldan hjá því að gefa upplýsingar um hvernig mikill vöxtur er fjármagnaður. 5 UNCTAD, Reveiw of Maritime Transport 2000-2017 og Nhuyen Dinh Tri, A strategic study of the tp 20 liners during period 1980-2001, World Maritime University, Malmö 2002. 6 https://en.wikipedia.org/wiki/MSC_Pamela Fyrsta skip MSC, Patricia. MSC óx frá að vera dvergur við hlið risans, Maersk, til að vera jafnstór, þó nýleg kaup Maersk á Hamburg Sud gefi þeim um stundir forskot.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.