Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Qupperneq 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur Aukning á innan-Asíu flutningum Á lista Alphaliner yfir stærstu útgerðir heims má sjá að fyrirtæk- in sem sitja í tíunda til tuttugasta og fimmta sæti eru flestar að- allega eða eingöngu í flutningum innan Asíu. Samkvæmt JOC.com eru innan-Asíu-siglingar stærsti gáma- flutninga markaður heims og jókst hann um 3% á árinu 2018 og var 30 milljón TEU. Þess er vænst að þessi markaður vaxi um 5% á ári fram yfir 2021. Maersk segir í ársfjórðungsskýrslu sinni að 15% flutninga sé í innan-álfu flutningum. Til þess hefur Maersk þrjár sérstakar ein- ingar, Sealand Americas fyrir innan og milli norður og suður Ameríku, Sealand Asia fyrir innan-Asíu flutninga og Sealand Europe and Med. Sealand Asia hét áður MCC og var því haldið fram á vefsíðu MCC að þeir hafi 21stu mestu flutningsgetu í heimi í TEU talið, en flutningsgeta þeirra er hluti af heildar- flutningsgetu Maersk. Margfeldisstuðlar þjóðaframleiðslu Gröf um margfeldisstuðla, sem voru auðskýranlegir þegar vöxtur flutninga var meiri en hagvöxtur, en málið flækist þegar aukning flutninga er umfram hagvöxt. Aukin þjóðarframleiðsla hefur átt sér stað á sama tíma og aukning heimsverslunar sem hefur leitt til aukinna flutninga, sérstaklega gámaflutninga. Grafið neðst á síðunni sýnir að á árunum 1980 til 2007 hef- ur að jafnaði fyrir hvert prósentustig sem þjóðarframleiðsla hef- ur aukist, hefur gáma fjöldi aukist um 3,1 prósentustig. Eftir bankakrísuna 2008 hefur þessi stuðull lækkað í 1,8 frá 2008 til 2014. Því er haldið fram að stuðullinn sé farinn að nálgast 1 og muni jafnvel fara undir 1 í framtíðinni. Það að stuðullinn lækki bendir til að þær breytingar sem gámavæðing getur komið til leiðar hafi átt sér stað að mestu, að við höfum náð „fullum þroska“. Stuðull undir 1 staðfestir að æ stærri hluti kostnaðar neyslu sé fyrir óefnislega neyslu, eins og afþreyingu eða ferða- lög, nokkuð sem ekki er með góðu móti hægt að stúfa í gáma. Myndin til hægri segir sömu sögu, spáir að stuðullinn verði 1,3 2015-2019. Jean-Paul Rodrigue prófessor hjá Hofstra háskól- anum í New York heldur því fram að við séum þegar kominn á einn, að aukning þjóðarframleiðslu leiði ekki til meiri flutninga en sem nemur aukningu þjóðarframleiðslu. Theo Notteboom prófessor í flutningafræðum segir í grein í maí 20168 að GDP margfeldisstuðullinn hafi verið undir einum, 5 ár þar á undan í flestum þeim hlutum Kína sem hafa stærstu hafnirnar. Ástæðan sé áhersla á innlenda eftirspurn og þjónustu- iðnaðinn. Fjarlægðir Flutningar eru gjarnan mældir í þunga/flutnings-eining sinnum fjarlægð, tonn-mílur og TEU mílur. Ef helmingur þess sem fram- leitt er í suður Kína verður framleitt í Malasíu verður flutnings- leiðin til Evrópu mun styttri. Þá þarf færri skip og færri gáma- pláss, sem þýðir að það þarf minni flota til að flytja sama magn til Evrópu. Öðru máli gegnir um Bandaríkin þar sem vegalengd- in verður væntanlega meiri. Þó skiptir máli hvort farmurinn fer á austur- eða vesturströndina. Þannig gæti það breytt umtalsverðu í heimi Maersk og ann- -arra slíkra fyrirtækja ef til dæmis helmingur framleiðslu vöru Kína er fluttur til Egyptalands og Marokkó. Þaðan er klárlega mikil stytting fjarlægða í flestar áttir og því þarf mun minni flota í flutningana. Þetta er einungis til að vara við oftrú á einfaldar kennitölur. Minnum fróðleiksfúsa lesendur á vefsíðu Páls, www.pallher- mannsson.com 8 Notteboom, Theo, The Chinese Container Port System, WWW.Porttechnology.org, Edition 70: May 2016 Aukning innan Asíu flutninga. Heimild: JOC.com Gröf um margfeldisstuðla, sem voru auðskýranlegir þegar vöxtur flutninga var meiri en hagvöxtur, en málið flækist þegar aukning flutninga er umfram hagvöxt.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.