Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Síða 20
20 – Sjómannablaðið Víkingur
É g hef verið skipstjóri á norskum
skipum síðan síðsumars 2008 eða
frá því um mánuði fyrir hrun en þá
hafði ég vistaskipti þegar olíuskipið
Keilir var selt úr landi. Ég hafði þá ver-
ið skipstjóri á íslenskum olíuskipum í
ellefu ár. Óneitanlega voru það nokkur
viðbrigði að breyta yfir í erlendar út-
gerðir, sérstaklega þar sem ég hef verið
eini Íslendingurinn um borð síðan.
Brovig og Fjord Shipping
Ég fór út í byrjun september 2008 og
tók við skipstjórn á frystiskipinu Green
Snow. Þar var ég í um það bil eitt ár og
sigldum við töluvert til Íslands að sækja
frosinn fisk á ströndina. Skipið var selt til
Rússlands 2009. Sama ár bauðst mér starf
hjá Brovig í Farsund sem var afskaplega
góð og rótgróin útgerð í Noregi, sú elsta
reyndar – stofnsett 1889.
Þegar ég hóf störf hjá Brovig rak fyrir-
tækið eingöngu efnaflutningaskip (chem-
ical tankers) en hafði um miðbik síðustu
aldar og fram eftir öldinni verið eitt öfl-
ugasta útgerðarfélag Noregs með mörg
skip í rekstri af öllum stærðum og gerð-
um. Nafnið Brovig var heimsfrægt enda
sigldu skip fyrirtækisins um öll heimsins
höf í mörg ár. Því miður var ákveðið að
loka skrifstofu Brovig sumarið 2014 eftir
um 125 ára rekstur og var skipið mitt,
Brovig Breeze, flutt undir stjórn Fjord
Shipping AS í Maaloy í Noregi og hét eft-
ir það Key Breeze. Áður hafði ég verið
skipstjóri á tveimur skipum félagsins,
Brovig Vindur og Brovig Viento, eitt ár
á hvoru skipi.
Það var mikil eftirsjá í Brovigútgerð-
inni, gott að vinna fyrir þá og öll sam-
skipti voru með miklum ágætum. En við
tók annað gott fyrirtæki, Fjord Shipping
AS, sem sér um rekstur skipsins eins og
áður sagði. Við þá hef ég líka átt fínt
samstarf undanfarin 5 ár.
Fjord Shipping AS hefur séð um
rekstur skipa (Management) í um 30 ár
og rekur í dag rúmlega 20 skip, aðallega
tank- og frystiskip. Þar hefur Magni
Aarvik aðaleigandi og meðstjórnandi
fyrirtækisins staðið vaktina frá fyrsta degi
ásamt framkvæmdastjórum á hverjum
tíma. Magne hefur meðal annars átt sam-
starf við íslenskt skipafélag um árabil og
er því kunnugur skiparekstri okkar
Íslendinga.
Siglingasvæðið er víðfeðmt
Árið 2016 var ég beðinn um að taka við
skipstjórn á nýlegu skipi, Key South, sem
er nokkuð stærra skip en hin sem fyrir-
tækið rekur, 6412 tonn – (deadweight).
Eigandi skipsins er Sea Tank Chartering
AS í Bergen en með útgerðarstjórn fer
sem áður Fjord Shipping AS.
Í rekstri Sea Tank eru um 15 tankskip
og er „Key“ fyrra nafn flestra þeirra.
Fyrirtækið var stofnsett 2006 af tveimur
eldhugum, Sigbjorn Tysse og Tornbjorn
Vedå og hefur umfang og vöxtur fyrir-
tækisins aukist hratt og reglulega bæst ný
skip í flotann. Sea Tank sér sem sagt um
að „megla“ eða finna farma í skipin út
um alla Evrópu og stundum Afríku.
Siglingasvæði okkar á Key South er
víðfeðmt en yfirleitt er það norska
ströndin en einnig siglum við mikið inn í
Eystrasaltið og lestum farma aðallega til
Noregs fyrir stórfyrirtæki sem sérhæfa sig
í framleiðslu á fóðri fyrir norska fisk-
eldið. Oftast lestum við farma í Póllandi,
Rússlandi, Litháen og Lettlandi. Algengir
farmar eru til dæmis Rapeseed olía, Soya-
bean olía, Lýsi, Caustic Soda, Molasses,
Camelina, Lecithin, Crude palm olía og
einstaka sinnum Ethanol auk nokkurra
annara tegunda. Þrífa þarf farmgeymana
vandlega þegar skip er á milli tegunda og
geta slík þrif stundum tekið yfir sólar-
hring eða lengur, tankarnir þurfa undan-
tekningarlaust að vera tandurhreinir,
þurrir og lyktarlausir fyrir skoðanir
annars er skipinu einfaldlega hafnað sem
getur haft alvarlegar afleiðingar. Það ger-
ist afar sjaldan sem betur fer.
Í Eystrasaltinu siglum líka töluvert á
sænsku ströndinni og til hafna beggja
vegna Kattegatsundsins svo sem Helsing-
borgar, Varberg og Malmö, Árósa, Óðins-
vé og Skagen í Danmörku og síðan til
Rostok og Hamborgar í Þýskalandi. Tölu-
vert er siglt til Rotterdam, Amsterdam og
Gent og þaðan fluttur farmur um alla
Evrópu, mest þó til Noregs, Bretlands og
Frakklands en einnig af og til suður til
Marokkó og þá gjarnan lestað lýsi í
Máritaníu til baka.
Páll Ægir Pétursson skipstjóri: „Ef ég væri að
byrja í dag sem ungur yfirmaður myndi ég hiklaust
feta sömu braut og velja tankskipabransann.“
Páll Ægir Pétursson skipstjóri
Siglingar á norskum skipum